Þjóðviljinn - 03.01.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.01.1979, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN MiOvikudagur 3. janúar 1979 Brautskráning stúdenta i Fiensborg. Kristján Bersi Ólafsson skólameistari kveður nemendur slna. FLENSBORGARSKÓLI: Námið samræmt fjölbraut Suðurnesja og Akraness 15 stúdentar voru brautskráðir frá Flensborgarskóla fimmtu- daginn 21. desember s.l. og eru það fyrstu stúdentar sem sk.ólinn útskrífar i desembermánuði. Flensborgarskóla var ta-eytt i fjölbrautaskóla vorið 1975 og brautskráði hann fyrsta stúdentahópinn þaö sama vor. Áfangakerfi var tekið upp i skólanum haustið 1976 og braut- skráðist fyrsti stúdentinn úr áfangakerfinu s.l. vor. Þeir 15 sem brautskráðust aö þessu sinni hafa allir flýtt námi sinu um hálft ár; 6 eru af eðlis- fræðibraut, 6 af náttúrufræöa- braut, 2 af málabraut og 1 af fé- lagsfræðibraut. Jafnframt var brautskráður 1 nemandi af viðskiptabraut með almennt verslunarpróf Bestum náms- árangri náði Torfi Helgi Leifsson, eölisfræðibraut. Það kom fram i ræðu skóla- meistara, Kristjáns Bersa Ólafs- sonar, við skólaslitin aö áfanga- kerfi skólans hefur nú verið endurskoöað I samvinnu við Fjölbrautaskóla Suöurnesja og Fjölbrautaskólann á Akranesi og verðurnám algerlega samræmt á þessum stööum eftirleiðis. Eini munurinn veröur sá að skólarnir bjóða upp á nokkuð mismargar námsbrautir, og munar þar mestu að Flensborgarskólinn hef- ur ekkert iðnnám, en það er mik- ill þáttur i starfsemi hinna skólanna. STJÓRN LÖGMANNAFÉLAGSINS Réttarstaöa sakborninga og yerjenda þeirra veröi bætt A fundi fyrir jól gerði stjórn Lögmannafélags Islands samþykkt þar sem skorað er á dómsmálaráðherra að beita sér fyrir breytingum á lögum um meðferð opinberra mála á þann veg, að bætt verði réttarstaða grunaðra manna og sakaöra viö rannsókn og meðferð sakamála. f samþykktinni er gerö grein fyrir þeim atriðum sem stjórnin telur að þurfi að gera réttarbót á. 1. Við rannsókn afbrots, sem við getur legið frelsissvipting, verði sakborningi strax við upphaf rannsóknar veittur réttur til aö fá skipaðann verjanda og að rannsóknaraðilum verði gert skylt að kynna sakborningi þenn- an rétt hans, þannig að tryggt sé að þessi réttur verði virkur. 2. Handteknum manni veröi veittur réttur til að fá sér skipaöan verjanda og til atT tilkynna eða láta tilkynna honum og nánustu aðstandendum um handtökuna strax eftir að handtaka hefur fariö fram og lögreglumönnum verði gert skylt aö kynna hand- teknum manni þennan rétt hans. 3. Þegar krafa er gerð um gæslu- varðhald verði sakborningi þá þegar skipaður verjandi, hafi það ekki áður verið gert, er hafi rétt til aö koma sjónarmiöum sak- bornings á framfæri við viðkom- andi dómara áöur en gæsluvarð- haldsúrskurður er kveöinn upp. „Rannsóknarhags- munir sitja í fyrirrúmi, en mannréttindi og réttarhagsmunir sakbornings eru bornir fyrir bord”. 4. Dregið verði verulega úr heimild dómstóla frá þvi sem nú er til að hneppa menn i gæsluvarðhald og að gæsluvarðhaldi megi að jafn- aði ekki beita nema brot geti varðað 6 ára fangelsi. 5. Sakborningi og verjanda verði tryggður réttur til að gæta hags- muna sakbornings strax á rannsóknarstigi máls sem hér segir: a) Sett verði lagaákvæði um rétt verjanda til að kynna sér sakar- gögn jafnóöum og þau koma fram á rannsóknarstigi málsins. b) Sett verði lagaákvæði um rétt sakbornings og verjanda til að koma aö sakargögnum og leiða vitni þegar á rannsóknarstigi málsins. C) Sett veröi lagaákvæöi um rétt verjanda til að mega vera vistaddir prófanir og yfirheyrslur yfir sakborningi og vitnum sem yfirheyrð eru á rannsóknarstigi málsins og til að koma þar aö spurningum svo og ábendingum um málsmeðferö og gagnaöflun. d) Sett verði lagaákvæði um rétt manns, sem hefur verið handtek- inn eða settur i gæsluvarðhald til að ræða einslega viö verjanda sinn eftir þörfum, nema sérstak- ar ástæður liggi fyrir um það, að slikar viðræður muni torvalda rannsókn málsins, enda kveöi dómari þá upp rökstuddann synjunarúrskurö hverju sinni, er sæti kæru til Hæstaréttar. e) Sett veröi lagaákvæði um rétt sakbornings, til að neita að tjá sig um sakarefni, nema að verjanda viðstöddum, og að rannsóknar- aðilum sé skylt að kynna sak- borningi þennan rétt hans. Skerðing á réttarstöðu Það er samdóma álit stjórnar L.M.F.t., aö sú breyting sem varð á rannsókn og meðferð opinberra mála við stofnun rannsóknarlög- reglu ríkisins hafi verið til bóta, en þvi miður jafnframt haft i för með sér verulega skerðingu á réttarstöðu sakborninga og verjenda þeirra frá þvi sem áður var. Rannsóknarvaldið lýtur nú fyrirmælum rikissaksóknara, sbr. 32. gr. laga um meðferð opin- berra mála og öll frumrannsókn er nú i höndum rannsóknarlög- reglu rikisins, þar sem dómari Framhald á 14. siðu ! íþróttir íþróttir á árinu 1978: ! f Badminton sækír á Þaö hefur löngum veriö siður, að viö áramót liti menn yfir farinn veg og í- grundi hvort sú ganga hafi verið til góðs. Svo er einnig með okkur íþrótta- mennina, á þessum tíma- mótum lítum við til baka og reynum að læra af reynslunni með það í huga, að gera okkur starfið á nýju ári auð- veldara og betra og á- rangursrikara. Næstu daga munu birtast á íþróttasíðunni stuttar greinar, hvar fjallað er litillega um vöxt og við- gang hverrar íþrótta- greinar. Badminton. Það er nú orðiö svo, að bad- mintoniþróttin er orðin ein vin- sælasta trimmiþróttin hér á landi. Þetta á sér eflaust marg- ar orsakir, en þyngstur á met- unum er vafalltið sá ódrepandi áhugi, sem forystumenn bad- mintonmála hafa og hefur m.a. komiö fram I hinu mikla stór- virki er TBR byggði sér eigið iþróttahús, eingöngu ætlaö til badmintoniökunar. Þá má einnig minnast á eðli iþróttar- innar, hversu aðgengilegt er fyrir flesta aldurshópa að iöka hana. Ekki er hægt að segja, að keppnisfólk i badminton hafi sýnt mjög miklar framfarir á árinu, allavega ekki eins miklar og vænst var. Nýtt fólk tók viö á toppnum, Jóhann Kjartansson varð Islandsmeistari I einliða- leik, tvenndarleik og tviliðaleik, og kornung stúlka, Kristin Magnúsdóttir, lagði aö velli Lovlsu Sigurðardóttur. Þannig eru þeir ungu að taka við og Gunnar Finnbjörnsson, Ernin- um, var einn þeirra borðtennis- manna, sem hvað fremst stóð i eldlinunni I keppnum ársins 1978. gera þaö eflaust I enn rikari mæli eftir því sem útbreiðsla I- þróttarinnar eykst og byrjað er fyrr að æfa. TBR er með langsterkasta badmintonfólkið innan sinna vé- banda og voru lið frá þeim I þremur efstu sætunum I deilda- keppniBSl. Mjög vaxandiáhugi er á Akranesi fyrir badminton og á keppnisfólk þaðan eflaust eftir að láta meira heyra frá sér I framtlðinni. Blak. Það er eins með blakið og badminton, aö framfarir keppn- isfólksins hafa ekki verið mikl- ar, en vinsældirnar aukast jafnt og þétt, einkum I sambandi við trimmiö. Keppni i svokölluðum öldungaflokki er orðin fastur liður I starfsemi þeirra blak- manna og er sú keppni mjög vinsæl. Þá er mikil þátttaka I skólamóti BLl, en ekki hafa nema 5—6 skólar frambærileg- um liðum á aö skipa og eru þar fremstir I flokki Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Laugarvatni, Iþróttakennara- skólinn og skólarnir á Húsavík og að Laugum. A þessum stöð- um hefur lengi verið lögð nokk- uö mikil rækt við blakið og slikt ævinlega skilaö sér I góðum á- rangri. Sú nýbreytni varð á skipan Islandsmótsins, að stofnuð var nokkurs konar úrvalsdeild með fjórum liðum og átti þaö að auka spennuna I keppninni. Eins og marga grunaði reynd- ust Í.S. og Þróttur hafa yfir- buröi yfir hin liöin og þegar upp var staðið um voriö var l.S. Is- landsmeistari með 20 stig, en Þróttarar höfðu 18. 1 haust var allt útlit fyrir að eins myndi fara i vetur, en UMFL virðist vera með mjög sterkt lið og eru þeir til alls llklegir. Blakið hjá konunum er nokk- uð laust I reipunum, og m.a. varð liö Vlkings að draga sig út- úr I keppninni. öllu meiri kraft- ur er I 2. deild karla, en þar er feröakostnaðurinn sami Þrándur I Götu og I öörum I- þróttagreinum. öngvir yngri flokkar eru starfræktir I blaki og er ekki annað sjáanlegt að framfarir verði litlar meðan þeim þætti er ekki betur sinnt. Borðtennis. Fyrri nokkrum árum var bú- ist við því, að innan fárra ára myndu borðtennismenn fara að ná árangri I keppni viö erlenda kollega sina. Þvl miður hefur borötennis ekki tekist aö festa almennilega rætur I íslensku I- þróttallfi og situr flest viö þaö sama hjá þeim. Stór þáttur I þvi að svo er komið er þjálfara- skortur, en Blaksambandiö er um þessar mundir aö leita fyrir sér með erlendan þjálfara og er von að úr rætist. Þó ber að hafa það i huga að sllkt er aðeins bráðabirgðalausn. Keppnisfólkiö kemur nær ein- göngu af Reykjavikursvæöinu og Keflavík. Einnig komu kepp- endur ofan úr Borgarfiröi á ó- vartá siðasta ári, t.d. Ragnhild- ur Sigurðardóttir, sem sigraöi i einliðaleik kvenna og I stúlkna- flokki. Hjá körlunum bar mest á ungum manni úr K.R., Tómasi Guöjónssyni, en margir koma fast á hæla honum. IngH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.