Þjóðviljinn - 03.01.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.01.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 3. janúar 1979 Forsetahjónin i Júgóslaviu. Ráðamenn Júgóslavíu: Aróður gegn Júgóslavíu í Vestur- Þýskalandi Fyrr á þessu ári voru iátnir iausir i Júgóslaviu fjórir menn sem ásakaóir voru um hryöju- verkastarfsemi i Vestur-Þýska- landi. Yfirvöld þar höföu fariö fram á framsal fanganna, en þeir voru látnir lausir þar eö yfirvöid- um i Júgósiaviu fannst ekki margt benda til sektar þeirra. Sárin eru ekki enn gróin. Rétt fyrir jól var fundur haldinn i kommúnistaflokki Júgóslaviu. Þar sagði einn forystumanna flokksins, Vladimir Bakaric, að hafinn væri andjúgóslavneskur áróður i Vestur-Þýskalandi. Nefndi hann aöfn fjölmargra að- ild þar i lanöi, stjórnmálamenn sem og fjölmiöla sem sakað hefðu Júgóslava um aö eyðileggja fyrir baráttunni gegn hryðjuverka- starfsemi i heiminum. Viðbrögð þessi hafa valdið von- brigðum i Júgóslaviu, þar sem fjórmenningarnir voru einfald- lega látnir lausir vegna tilfinnan- legs skorts á sönnunargögnum gegn þeim. Þvi svöruðu Þjóðverjar með að neita að framselja nokkra Króata sem sitja i fangelsum i Vestur- Þýskalandi. Króatar hafa valdið Júgóslövum höfuðverk i miklu lengri tíma en hryðjuverkamenn hafa riðið húsum i Vestur-Þýska- landi. Júgóslavar eru ekki á þeirri skoðun aö þeir hafi notið hjálpar utan frá við baráttuna gegn hryðjuverkamönnum i eigin landi. —0 — A sama fundi kommúnistá- flokks Júgóslaviu var rætt um stjórnarandstöðu og sagöi þar að hún væri hvorki traust né skipu- lögðinnanlands. Hins vegar væri hún rikulega studd i útlandinu og barst talið þá enn að áróðrinum gegn Júgóslaviu i Vestur-Þýska- landi. Stuttu áður hafði Tito forseti minnst á sama mál á fundi ung- kommúnista og viröist vanda- málið þvi vera nokkuð ofarlega á baugi. Þar hvatti forsetinn fólk til stuðnings við stjórnarfarið i land- inu sem kæmi i veg fyrir skrif- stofuveldi, einangrunarstefnu og persónudýrkun. Að lokum sagði hann ástandið I alþjóðamálum vera varhugavert og hvatti hann fólk til að standa vörð um ávöxt byltingarinnar. (information) Útibússtjóraskipti Cttibússtjóraskipti verða I úti- búi Búnaðarbanka Islands á Hellu þannl. febrúar n.k. Gunnar Hjartarsoner verið hefur útibús- stjóri frá árinu 1971 lætur af störf- um og tekur viö starfi sparisjóðs- stjóra á Dalvík. Bankaráð hefur ráðið nýjan úti- bússtjóra, Pétur Magnússon nú- verandi forstöðumann Melaúti- bús i Reykjavfk. Pétur er fæddur 27. janúar 1939 og hóf hann störf hjá bankanum árið 1962. Hann hefur verið forstöðumaður Mela- útibús frá stofnun þess árið 1963. Torfan nýtur sivaxandi vinsæida, og kakósaia og markaðir Torfusamtakanna hafa laöað fram lif að nýju I gömlu húsin. Gerum stórátak varðandi Bernhöftstorfuna núna Bernhöftstorfan liggur undir miklum skemmdum. Málningin sem Torfusamtökin máluðu á húsin snemma morguns fyrir nokkrum árum er farin að fölna — eítt húsið skemmdist talsvert i bruna i hitteðfyrra. Og það sem llklegast er einna verst, — húsin standa tóm. Þessar linur er til þess skrifaðar að hvetja til átaka um Bernhöftstorfuna. Ekki er hægt að horfa úppá að ein samfelld- asta og fallegasta húsaröð i borg- inni skuli hverfa fyrir sakir aðgerðaleysis stjórnvalda. Torfusamtökin hafa hvað eftir annað i mörg ár gengið á fund borgarstjórar og forsætisráö- herranna og krafist þess að Torfan verði endurreist og not- uð. Og jafnskjótt hefur verið lýst yfir gifurlegum áhyggjum og áhuga á málinu — en ekkert gerst. Aðgerðarleysi svo árum skiptir er I raun neitun, þvi hús- in eyðileggjast meðan beðiö er eftir svörum, og að lokum er hægt að koma með jarðýtu og bil og sópa draslinu i burtu án þess að nokkur taki eftir. Og það án þess að tekin hafi veriö ákvörðun nokkurs staðar um að rifa ætti Torfuna og fjarlægja. Þaö er liklegast þetta sem stjórnvöld eru að stefna að, en þetta er lúalegur háttur og verið að firra sig ábyrgð með þvi láta timans tönn vinna fyrir sig ódáðaverkin. Sameiginlegs átaks er þörf. Ahuga fyrir verndun á göml- um húsum og hverfum hefur vaxið fiskur um hrygg undan- farin ár, og eru ástæðurnar margar. Sumir vilja varðveita söguleg menningarverðmæti, öðrum finnst að það sé alveg eins gott að búa i gömlum hverf- um eins og i nýjum, eða gæti verið það a.m.k. Enn aðrir búa raunverulega i gömlum húsum og hverfum og kæra sig ekki um að flytja. Sú gifurlega röskun sem vofir yfir og á sér stað sumsstaðar á gömlum húsum og hverfum gengur þvert á aliar óskir um varöveislu. Hér er um mikla hagsmuni að tefla. Gömul hús standa yfirleitt á dýrum og eftirsóttum lóðum vegna nálægöar við miðbæinn. Fjársterkir aðilar éta sig inn I gömlu húsin og spýta út al- glerjuðum verslana- og skrif- stöfuhöllum. En það er búið að vara við hættunni. Torfusam- tökin eru til og ibúasamtök Vesturbæjar og Þingholts lika, og nýlega voru einnig stofnuð ibúasamtök i Hafnarfirði. Sameiginlegt átak þeirra og annars áhugafólks um varð- veislu Bernhöftstorfunar nú, væri mikilvægt framlag i bar- áttunni fyrir verndun gamalla húsa. Sigur i Torfumálinu væri stór áfangasigur i stærra og flóknara verkefni sem er endur- reisn og viðhald heilla hverfa. Af hverju Bernhöftstorf- an? Fyrst af þvi Bernhöftstorfan samanstendur af húsum sem tvimælalaust hafa menningar- sogulegt og jafnframt bygg- ingarsögulegt gildi. Enn fremur vegna þess að Torfan er fremur litið og af- markaö verkefni og i eigu eins aðila — rikisins — og ekki sist vegna hins geysilega áhuga fjölda fóíks og krafna um varð- veislu Bernhöftstorfunnar, og vegna allrar þeirrar baráttu sem þegar hefur farið fram og hlotið stuðning út um allt land. Bernhöftstorfan er það vinsæl og sjálfsögð I bæjarmyndinni að sennilegt er að verndun hennar og endurreisn fái viðtækan stuðning. Það er nauðsynlegt til þess að knýja rikið til að hef jast handa. Að lokum: Það er verið að rifa niður Torfuna núna, — og það hefur hvergi verið samþykkt! Viljum við það? Krafan er: Bernhöftstorfan verði endurreist strax og tekin i notkun! Bernhöftstorfan — hún lifi! Svona lcit Torfan út um aldamótin. Hægt og bitandi hafa eyðileggingaröflin náð undirtökunum f barátt- unni um Torfuna, — svo er aðgerðaleysi stjórnvalda fyrir að þakka. Skákskóli á Kirkjubæjarklaustri í vor t athugun er að koma á fót námskeiði Iskáká Kirkjubæjar- klaustri seinustu vikuna í mai og byrjun júni. Námskeiðið er ætlað unglingum á aldrinum 10-12 ára. Námskeiðið byggist upp á skák- kennslu og ýmiskonar félagslegri fræðslu I sambandi við skáki- þróttina, auk þess sem nemendur stunda sund, fþróttir og skoð- unarferðir i nágrenni Kirkju- bæjarklausturs. Ætluninin er að hver námshópur verði eina viku i senn. Þar sem ekkert er vitaö um þörfina fyrir svona námskeiös- hald, er ekki hægt að segja neitt frekar um útfærslu námskeiösins á þessu stigi málsins. Eftir ára- mótin verður það kannað hvort foreldrar og skákfélög hafi áhuga á að senda unglinga á slikt nám- skeið og hér er áætlað. Fyrirhugaö er að námskeiðin farifram í heimavistarskólanum á Kirkjubæjarklaustri. Nem- endur búa I heimavist skólans og boröa i mötuneytinu. Forstöðu- maður skákskólans er Jón Hjartarson skólastjóri á Kirkju- bæjarklaustri, simi 99-7040. Mikilvægt er að þeir sem áhuga hafa á svona námskeiðshaldi og óskaeftir að koma börnum sinum á námskeið hafi samband við for- stööumann hið allra fyrsta vegna skipulagningar og undirbúnings. (Fréttatilkynning frá Skákskól- anum á Krikjubæjarklaustri.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.