Þjóðviljinn - 03.01.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.01.1979, Blaðsíða 7
Miövikudagur 3. janúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐ'A 7 Gagnrinendur kvarta ifir þvi aö bókin sje fráhrindandi, leidinieg, en þaö stenst að minu mati ekki. Irkisefnið, rikjandi hugmindaheimur íslendinga, er fráhrindandi... Húrra firir Helga lokum Hafliða Þessi bók hlaut neikvæöa dóma i blöðum. Þaö finnst mjer ómaklegt og langar þvi aö ræöa hana nokkuð. 1. Umgerð Helgalok minnir nokkuð á tslenskan aöal Þórbergs. Báðar fjalla bækurnar um ungan rit- höfund, sem baöar sig i ljósi frægöarinnar. Sagt er frá ferð hans á milli Reikjavlkur og Akureirar og endað nokkurn vegin á sama staö og birjaö var. Þeir eru reindar sinn i hvorri bók. Söguhetjurnar eru báöar gagnteknar af ifirnáttúrulegri draumadis. Aþekkt er m.a.s. atriöiö þegar skáldiö kemur aöeins of seint niöur á hafnar- bakkan, strandferöaskipiö var aö leisa festar. Hin heittelskaöa er innanborös og varla aö skáld- iö nái neinu sambandi. Þetta er i upphafi tslensks aöals en i lok Helgaloka. Fleira er þó ólikt meö þessum sögum. Þórbergur var oftast snauöur, Helgi á nóga peninga. Töluveröur metingur var meö Þórbergi og listhneigðum fje- lögum hans en þeir voru þó first og fremst vinir, bræöur i anda. Kunningjar Helga eru og lista- menn eins og hann, en hann brinjar sig gegn þeim eins og öörum. Þessi munur á ástand- inu 1912 og 1978 hefur löngum verið talin timanna tákn, hitt ekki siöur athiglisvert, hve kvenmindirnar eru likar i sögunum. Metingurin, kapphlaupiö, er eitt helsta einkenni Helga, eins og best sjest framarlega i sögunni, þegar hann ekur suöur i æöisgengnum kappakstri viö sjálfan sig (kaflin 492), gefur sjer ekki einu sinni tima til aö miga. Þó er ekkert sjerstakt sem rekur á eftir, nógur tlmi til alls þegar heim er komiö. 2. Helgi og konur Hér er auövitaö sami mórallin hjá Helga og á öörum sviöum. Konur eru honum veiöibráö (sjá einkum bls. 41). Hvarvetna kemur fram að hann tekur ekki mark á þeim, hlustar ekki á þær nema i góðlátlegu grini. Þessi gegnumgangandi kvenfirir- litning er ekkert gróf eöa áber- andi, engar barsmiöar nje nauðganir. Hún er þeim mun dæmigeröari, og hún er eölileg afleiöing af þessu eilifa kapp- hlaupi. Konur eru ifirleitt dæmdar úr leik i þvi firirfram. Karlmenn eru Helga einungis keppinautar, sem áöur sagöi. Hann er sigurvegari og þvi aö sjálfsögöu búin aö tileinka sjer leikreglurnar, mikilvægi kapphlaupsins er runniö honum i merg og bein. Þessi hugsunarháttur Helga fær staöist á meöan hann er piparsveinn, stendur aöeins I ifirborðslegum skindikinnum við konur. En þegar hann hrifst af konu svo aö hann fer aö búa meö henni, hrinur kvenmind Playboy auövitaö, enda hefur þessi kona sjálfstæöar skoöanir og litur ekkert upp til Helga vegna þjóöfélagsstööu hans. Hvaöa áhrif hefur þetta á Heiga? Hann hrekkur ifiri hitt hlutverkiö gagnvart konum sem hann kann, hlutverk barns. „Afklæddist kaldri stálbrinju tilfinningakulda og aulabrand- ara þvi hjá henni var óhætt aö vera sannur og héldur ekki til neins eöa nokkurs aö þykjast. Þaö var minna um aö hún segöi honum sögur en kom samt firir ef hann þrábaö hana og sifraði bliðlega I henni. Þá kúröi hann sig i hlian armkrika hennar og ljet höfuöiö hvila ljett á brjóst- unum. Saug þau stundum og i brjóstum hennar fann hann tii öriggis og velliöan barnsins. Hann lagöi handleggin utan um mitti hennar og fitlaöi oft viö litin fæöingarblett rjett firir neöan naflan, hann vaföi sig utan um hana og þannig iá hann góöur og værmeöan Lilja mælti fram firir hann einhverja góöa sögu.” (bls. 43, undirstrikanir minar). Þessi maður hefur lengi ekki átt tilf inningasamband viö nokkra mannveru firen Lilju nú, en hrekkur þá semsagt i eina til- finningasamband sem hann þekkir, afstööu barns til móði'.r. Þessi barnalega afstaða veröur auövitaö gegnumgangandi, hannveröur sifellt ósjálfstæöari og loks sjúklega afbriöisamur (Kinórar hans um Lilju og þann keppinaut sem hann firirleit hvað mest, reinast út I hött) Lilja má engu sinna nema honum, þaöleiöir til þess aö hún gefst upp á honum. Og aö sjálf- sögöu skinjar hann hana aöeins 1 ljósi þessara þarfa sjálfs sin, þegar hún er farin, segir: ,,Og sjer til hrellingar komst Helgi aö þvi aö svo mánuðum skifti haföi hann hist Lilju nokkra Ohnesorg án þess aö hafa firir þvi aö kinnast henni” (bls. 165). Auðvitaö eiga þessar tilfinn- ingar ekkert skilt viö ást eöa væntumþikju um persónuna. Það sjest strax i upphafi sögunnar á framkomu Helga viö firrverandi draumadis (sú heitir Disa!) sem hann æöraðist ekki minna útaf á sinum tíma. Nú nennir hann ekki niður til aö opna firir henni, heldur lætur hann reisa stiga viö húsiö um bjarta nótt og vonar bara aö grannarnir sjái hana. Nú er rjett aö minnast þess aö skv. rikjandi hugmindum menningar okkar er Helgi I upphafi mikill kall. Ungur höfundur á uppleið, selst vel og fær ifirleitt jákvæöa dóma, gagnrinin á þjóöf jelagiö, mátulega þó.1' Frægur, virtur, og veöur i kvenfólki. Er þetta ekki almennur draumur i sam- fjelagi okkar? Hafliöi sinir nákvæmlega hve þetta er innan- tómt og leiðir i fullkomiö gjald- þrot. Er þaö ekki ómerkilegt?! 3. Gagnrinendur. Af þessum ástæöum finnst mjér gagnrini EJ (Mbl. 22/11) ekki fá staðist. Söguefniö er ekki first og fremst „sölumennskan i kringum bókmenntirnar”, heldur frægðarpersónan. „For- sendur firir frægö og gengi Helga eru ekki nógu ljósar” segirhann, þær skifta bara ekki máli hjer. DK (Þjv. 23/11): „Hvað getur svona naflaskoöari haft aö segja ööru fólki? Ekki nokkurn skapaðan hlut sem nokkur maður hefur áhuga firir.” Þaö er nú einmitt mergurinn máls- ins, þaö er Hafliði aö sina fram á. Og bækur hans eru ekki bara skrifaöar firir viölesiö, róttækt fólk eins og DK, Leiö 12 varð vist mjög viölesin, jeg vona bara að þessi veröi það lika. DK kvartar lika ifir ifirborös- legum kvenlisingum i sögum Hafliða — en hvernig ættu þær aö vera ööruvisi? Báöar sögurn- ar eru sagðar frá sjónarhóli andhetju, viö sjáum aöeins hugarheim Þorláks og Helga. Þar skiptast konur i giðjur og gærur — en þaö væri fáránlegt að taka þaö sem boöskap bók- anna, þvert á móti, þessi hug- mindaheimur leiðir aöalpersón- urnar i strand. Aörar persónur eruallaróskirar.þaö opinberar enn betur tómleika aöalpersón- unnar. 1 firra var Hafliöa láö aö segja Leið I2frá sjónarhóli ómótaös áhrifagjarns manns um tvitugt. En þaö held jeg aö sje alrangt. Er slikt fólk sem Þorlákur ekki algengt, er ekki hugmindaheimur þess drottn- andi, ræöur þaö ekki aö veru- legu leiti ferðinni? AI (Dbl. 18/11) trúir þvi ekki aö Helgi „hafi nokkurn tima sett saman læsilegt bókmenntaverk — nema i hæsta lagi þaö bull sem hann semur i lokin aö beiðni Fólks h/f og er hafnaö.” Nú megum viö ekki gleima þvi aö Helga hrakar mikiö I rás sög- unnar. Hjer stiöst AI lika viö dóm forstjóra Fólks h/f (skemmtileg samblanda af Máli og menningu og Gagni og gamni). Sá dómur á vissulega að vera endanlegur, en þessi maöur haföi lika hafnaö næstu bók Helga á undan, vinsælli og virtri bók (bls. 74). Siguröur i Fólk h/f vill rjetta við firirtæki sem berst gegn for- möngun bókamarkaðsins— með þvi aö gefa út sölubók eftir Helga'.Alveg rökrjett rennur hann á rassinn meö allt saman, rjetteins og Gaga á sinni tiö. Og rjett er það hjá EJ að þetta er mikilvægur þáttur i bókinni. AI segir, eftir hrós um Leið 12: „En hafi fólk búist við fram- haldi á sögu Þorláks eða ann- arri sögu i svipuöum dúr, þá er hætt við vonbrigöum á imsum vigstöðvum.” Þessu var reindar þegar svaraö i ritdæmdri bók- inni (bls 83): „Varla var blaðið á enda þegar hann var orðin öllu afhuga. Hvort sem er allt súrar hugmindir. Fáránlegar, til dæmis var ein hugmindin aö sögu sú að skrifa raunsæislega bók um ung nigift hjón sem flitja inn i splunkunia ibúö i Breiðholtinu en hið ómanneskjulega umhverfi og plastlifið sem þar er lifað veldur þvi aö hamingjan rennur þeim milli fingra. Þau gerast fráhverf hvort ööru og allt end- ar i beiskju og hatri eöa jafnvel morði, uss uss.” 4. List og lif Einmitt áöur en Helgi tekur til viö skriftirnar kemur hinn frábæri kafli Svanasöngur, sem að minu viti er einn helsti tindur sögunnar. Hann birjar hvers- dagslega. Lilja og Helgi fara að gefa öndum brauö, þau búa reindar á Tjarnarbakkanum. Helgi brilljerar rjett einu sinni með ifirborðslegri tilvitnun I viðurkenndar bókmenntir, i þessu tilviki 1. linu i kvæöi Einars Ben: Svanur. Aö sjálf- sögðu kann Helgi ekki meira, hann kann engar bókmenntir utanað, þótt hann eigi fimm herbergisveggi þakta bókum. En Lilja viðurkennir engar bók- menntir nema þær sem Tifa á vörum fólks. Eölilegur mæli- kvaröi á hvaö sjeu lifandi bók- menntir, ekki satt? Og nú flitur hún allt kvæði Einars. Hver eru viöbrögöin? Náttúran tekur undir: „söngur hennar bland- aðist andakvakinu og rislinu i trjánum, fjell saman viö gjálfur gáranna i vatninu”, o.fi..Helgi trillist hins vegar alveg, ræðst á Lilju og hristir, þangaö til hún hættir. Hann þolir ekki lifandi bókmenntir og passar það ekki alveg viö mind okkar af honum? Nú vona jeg aö hughiggja Einars Ben. falli ekki i kramiö hjá lesendum Þjv.,Hitt er aug- ljóst að hugmind hans um list- ina: leit duftsins til hins æöra, Andans.er ólikt merkilegri en útreikningar Helga i næsta kafla á eftir: „Hugsaöi: 1) hvað er efst á baugi a) innanlands b) erlendis 2) hverjir eru liklegustu lesend- ur minir? a) ifir fertugt b) undir fertugu c) vinstri sinnar d) heimdell- ingar e) idjótar (gagnr. inkl.) f )aðrir 3) hvernig bók fellur best i kramið ef svörin við 1) og 2) eru: la) barlómur, þref og þras um aukaatriði og hismi hvers máls, karp um skiftingu verö- lausra krónupeninga etc. lb) hriðjuverkapólitik og önnur einsog evrókomm. og svörin viö spurningu 2): c c og f.” (Bls. 93- 4) . Þetta er raunar mjög sönn lis- ing á stöðu rithöfunda. Hver er sá höfundur aö hann dirfist að gefa skit i þann lesendahóp sem hann hefur öðlast, hver getur valið sjer lesendahóp, allir eru höfundar bundnir af þvi sem þeir þekkja, þjóöfjelagsstööu sinni. Það má segja að lesendur skapi á vissan hátt höfundana. En Helgi sjer bara ekki annað en þetta núorðið, hvernig eigi aö falla i kramiö. Tilfinningalega vanþroska sigurvegarinn er orðin alveg ófrjór, hann hefur ekkert til að miöla öörum, eins- og DK bendir á. 5. Málið DK segir aö bókin sje ,,á mjög vondu máli”. Mjer finnst það ekki rjettur dómur l heild. Jeg hefi engin tök á aö fara út I stila- athugun, en mjer finnst stillin látlaus, viöa kaldhæöin þó. Sbr. veislulisinguna á bls. 17: „Kvöldverðurin leiö i hófsamri stillingu og hljóðlátu vinaskrafi i gagnkvæmri viöringu." Vissu- lega hnit jeg um sitthvaö sem jeg kenni nemendum minum aö kalla málvillur, og er algengt i talmáli, þ.e. einkum brenglun á falliorða (sbr. tilv. klausu á bls. 43, hjer ætti að standa skv. mál- vitund minni: „fann til öriggis og velliðan ar barnsins”). Einkennilegt uppátæki er þaö hjá Hafliða aö hafa neðanmáls- greinará mörgum siöum bókar- innar. Hver er tilgangurinn með þeim? Eöa m.ö.o., hvaöa áhrif hafa þær á lesendur sögunnar? Jeg getauðvitaö aöeins giskaö á það. En þessar neöanmáls- greinar eru first og fremst út i hött. 1 þeim eru sjaldnast skirö þau framandi orö sem viöa koma firir, heldur einkum orö einsog hlutlaus, uppskera og kýr: (fullorðiö) kvendýr naut- gripa, o.s.frv. A mig orkar þetta sem gamall kunningi, firring gagnvart verkinu. Lesendur eru sifellt minntir á aö allt er þetta tilbúningur höfundar, glima hans viö islenskt mál, um hana erlika fjallaö skinsamlega i meginmáli (t.d. á bls. 108). En til hvers er þessi firring? Hún er, held jeg, til aö gera Helga okkur framandi, en þaö er hann annars ekki. Mest áber- andi drættir i fari hans eru þaö nefnilega lika i fari lesenda, sem áður ræddi. Hafliöi er aö bregða upp spegli, og hann verður samt aö gera spegil- mindina framandi, svo aö skilj- ist að hrun þessa persónuleika er vegna þverbresta i honum sjálfum, ekki ógæfa, sem les- endur filgist með af samúö. En þarna opnast á vissan hátt grifja, sem mjer finnst ifir- hlaðnir gagnrinendur hafa fallið i, (nema helst EJ). Þeir kvarta ifir þvi að bókin sje fráhrind- andi, leiöingleg, en það stenst aö minu mati ekki. Irkisefniö, rikj- andi hugmindaheimur Islend- inga, er það. Sagan er skemmti- lega skrifuð og bisna marg- slúngin þjóðlifsskopmind. Saga þessi er afhjúpun á mik- ilvægum þáttum i islenskri menningu, og sú afhjúpun gerist með frásögn af örlögum per- sónu, ekki meö prjedikun og fullirðingum höfundar eða tals- manna hans i sögunni. Þvi finnst mjer Helgalok bisna vel- heppnuð skáldsaga og höfundur hennar Hafliöi Vilhelmsson eitthvert merkilegasta skáld sem komið hefur fram undan- farin ár. Og er þá mikiö sagt. Jeg vil að lokum undirstrika , að þvi fer viösfjarri aö jeg hafi gert þessari merkilegu sögu einhver skil með pári minu. Jeg hefi aöeins gripiö á nokkrum at- riðum til aö hvetja lesendur til að nálgast kjarna málsins með þvi að lesa söguna. 27/12 '78. Ö.Ó. 1) HP (Visi 14/11) kvartar ifir þvi hve Helgi sje hrútleiðin- legur. Meö fullri viröingu firir HP verö jeg aö leifa mjer aö efastum að honum (eða öörum) heföi þótt það viö lausleg kinni af Helga. Mindu ekki framfara- sinnaöir, leitandi menntamenn sækjast eftir fjelagsskap ungs, róttæks höfundar, sem er viö- lesin, meö viöeigandi tilvitnanir i heimsbókmenntirnar á hraö- bergi, kaldranalegur og frá- sögulaður?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.