Þjóðviljinn - 03.01.1979, Side 4

Þjóðviljinn - 03.01.1979, Side 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 3. janúar 1979 DIOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Citgefanrdi: titgáfufélag Þjóftviljans Framkvæmdastjéri: Eióur Bergmann Ritstjérar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjéri: Vilborg Haróardóttir Rekstrarstjóri: úlfar Þormóbsson Auglýsingastjéri: Gunnar Steinn Pálsson. Afgreióslustjéri: Filip W. Franksson Blaóamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig- uröardóttir, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson. Magnds H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Iþrétta- fréttamaöur: Ingólfur Hannesson Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson I.jósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Ctlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson. Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og préfarkalestur, Blaöaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar, Oskar Albertsson. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Rúnar Skarphéöinsson, Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guördn Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson. Kristin Pétursdóttir. Slmavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bflstjéri: Sigrón-Báröardóttir. Htisméöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdðttir, Karen Jónsdóttir. (Jtkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6. Reykjavfk, slmi 81333 Prentun: Blaöaprent h.f. Nefndafœkkun og stefnubreyting • Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra hefur á siðustu vikum og mánuðum tekið hressilega til i ráðuneyti sinu. Það heyrir til tiðinda þegar ráð- herra tilkynnir á einu bretti að hann hafi lagt niður tólf nefndir á vegum ráðuneytis sins og leyst frá störfum sjötiu og tvo nefndarmenn og ritara. öðr- um þræði er þessi tiltekt skýr vottur um stefnu- breytingu i iðnaðarráðuneytinu og að hinu leytinu er um að ræða verkalok nefnda eða tilgangsleysi þeirra við breyttar,aðstæður. • 1 samræmi við samstarfsyfirlýsingu stjórnar- flokkanna hefur til dæmis „Viðræðunefnd um orku- frekan iðnað” verið lögð niður. Með þeirri ráðstöfun er lögð áhersla á að engin áform eru uppi um það að efna til frekarasamstarfs viðerlenda auðhringa um stóriðju á íslandi i náinni framtið. Það virðist einnig vera heillavænlegra sjónarmið að iðnaðarráðuneyt- ið sjálft annist könnun á öllum hugmyndum um orkufrekan iðnað á íslandi og skipi til þess starfs nefndir i hverju einstöku tilfelli i stað þess að loka slik mál inni i fastanefnd. Hættan er sú að atorku- samir umboðsmenn erlendra auðhringa reyni að finna sér bakdyraleið að islensku orkulindunum með simötun slikrar nefndar á gylliboðum. Allar viðræður og hugmyndir um nýtingu islenskra orku- linda til iðnaðarframleiðslu þurfa að vera undir stöðugu eftirliti þings og ríkisstjórnar og al- menningur þarf að fá um þær greinargóðar upp- lýsingar á öllum stigum. Kröfluhotfur • Stjórnunarmál Kröfluvirkjunar hafa nú verið endurskipulögð og i tengslum við það hefur iðnaðar- ráðherra lagt niður umdeildustu nefnd siðustu ára, sjálfa Kröflunefnd. Frá og með áramótunum taka Rafmagnsveitur rikisins við eignum og rekstri Kröfluvirkjunar, svo og yfirstjórn allra frekari framkvæmda sem ákveðnar kunna að verða. Sem eignaraðili mun rikið sjálft standa undir þeim gifurlega fjármagnskostnaði sem Kröflumannvirk- in hafa safnað á sig,svo og kostnaði við áframhald- andi framkvæmdir. • Við yfirtöku RARIK á Kröfluvirkjun fellur niður umboð Kröflunefndar, svo og fyrirmæli iðnaðar- ráðuneytisins til. Orkustofnunar um þátt hennar i framkvæmdum við borholur og gufuveitu. Er þetta mjög i samræmi við eindregnar kröfur um að rekst- ur og stýring framkvæmda við Kröflu kæmist á eina •hönd hjá rikisfyrirtæki. Er þá við færri að deila um ábyrgð á mistökum eða góðum árangri i framtið- inni, enda þótt Rafmagnsveiturnar þurfi að sjálf- sögðu að leita til ýmissa aðila um ráðgjöf og pólit- íska ákvarðanatöku. • Framtiðarskipan á yfirstjórn Kröfluvirkjunar verður áfram til skoðunar og tengist undirbúningi þess stórverkefnis að stofnað verði landsfyrirtæki á sviði orkumálanna. • Flest bendir nú til þess að Kröfluvirkjun verði starfrækt með 6—8 megawatta gufuafli á þessu ári. Með þvi lagi þyrfti rikissjóður að visu að borga nokkra miljónatugi með rekstrinum, en samt sem áður ér það talið hagkvæmara heldur en að loka stöðinni vegna þess að kostnaður við gæslu og nauð- synlegt viðhald mun verða töluvert meiri en rikið þyrfti að borga með raforkusölu. Þau rök mæla einnig með rekstri að Austurlina er talin öruggari með megawöttin frá Kröflu sem bakhjarl og ekki kæmi þá til að segja þyrfti upp þjálfuðu starfsfólki. • Enn mun verða um það deilt hvernig standa eigi að gufuöflun við Kröfliuen eigi virkjunin að verða annað en minnisvarði um stórkostlega sóun fjár- muna sýnist ráðlegast að fara hægt i sakirnar og feta sig áfram tii öruggrar gufuöflunar með rann- sóknarborunum og prófunum. —*kh ! Einum möguleik- I anum fœrra • „Stæröfræöilega voru þá til |(viö stjúrnarmyndunina eftir siöustu kosningar, ath. kl.) og eru enn til fjölmargir möguleik- ■ ar á myndun meirihlutastjórn- Ia....”, segir Benedikt Gröndal, formaöur Alþýöuflokksins, I viötali viö Morgunblaöiö sl. • sunnudag. Þessum möguleikum Ifækkaöiþóum einn eftiryfirlýs- ingu Geirs Hallgrimssonar, for- manns Sjálfstæöifslokksins, I i Morgunblaöinu sama dag: I,,Sjálfstæöismenn hljóta aö vinna aö þvi, aö til kosninga veröi efnt sem fyrst eftir ráö- ! þrot núverandi rikisstjórnar, Isvo aö þjóöin geti kveöið upp sinn dóm.” Samstjórn Sjálfstæðisflokks , og Alþýðuflokks er semsagt úr Lúövik Geir sögunni sem „stærðfræðilegur” möguleikí þangað til kosningar hafa farið frám. Kosningar í sumar? Lúðvik Jósepsson formaður Alþýðubandalagsins lýsti þvi yfir i Visi að full þörf væri á nýj- um sviptingum í islenskum stjórnmálumá árinu af áþekkri stæröargráðu og á sl. ári. Um lifdaga stjórnarinnar og möguleika á kosningum á árinu hefur Lúðvik þetta að segja viö > Morgunblaöið á gamlársdagt I Ágreiningur okkar Alþýöu- bandalagsmanna við þá Al- I þýöuflokksmenn um aðgeröir I J veröbólgumálum snýst fyrst og I fremst um þá kröfu þeirra aö vilja lögbinda kaupbreytingar | án tillits til verölagsþróunar. • Haldi Alþýöuflokkurinn fast I viö þær kröfur sinar veröur stjórnin ekki langlif. Takist rik- | isstjórninni hins vegar aö færa I • lagalegan búning og siöan út I I atvinnu- og framkvæmdalffiö þær tillögur, sem stjórnarsam- | komulagið var byggt á, þá getur • stjórnin staöiö aillengi. Slitni upp úr núverandi ! stjórnarsamstarfi, þá veröa | kosningar á næsta sumri. Ég hef ■ ekki trú á, aö aðrir flokkar en I þeir, sem nú eru saman I stjórn, I komi sér saman um myndun | rikisstjórnar viö núverandi aö- ■ stæöur.” —e.k.h. | ■i ÍÓIafur Ragnar Grímsson: I ÞINGHLEI Bréfið. Viku fyrir jól barst þingmönn- um bréf. Viröulegt umslag og höfðinglegur haus. Verslunar- ráð Islands var aö láta boð út ganga likt og keisarinn forðum. Þingmenn voru teknir til bæna og tilkynntur stórisannleikur. Bréfið var sérstakt á ýmsan máta. Boðskapurinn var um efnahagslegan heimsendi Islandsbyggöar ef vondu vinstri karlarnir væru áfram við völd. „Atvinnurekendur geta ekki lengur setið aögerðarlausir og horft á efnahagslíf landsins lagt I rúst”. Nú yrði fylkt liði og blásið I herlúðra. Höfðingjar at- vinnurekendavaldsins halda til orrustu: „Verslunarráð Islands hvetur atvinnurekendur og samtök þeirra að standa þétt saman og hefja virka baráttu til varnar framtíð Islénskra fyrir- tækja”. Þeir blása bara stift I herlúðra, höfðingjarnir. Þaö er mikiö i húfi. önnur eins heróp hafa ekki heyrst árum saman úr búöum peningavaldsins. Er virkilega orðið svona þröngt i búi hjá heildsölunum? Það vakti athygli að undir- skriftir bréfsins voru lengri en samanlagður textinn. Það voru greinilega engir smáhöfðingjar á ferð. Nú yrðu þeir allir, bræð- ur i braskinu, að sameinast gegn óvinum. Fríður var hann f lokkurinn Þegar undirskriftir skara fram úr meginmáli þá hlýtur athyglin fyrst að beinast aö höf- undum slikra tilskipana. Tuttugu og niu voru þeir kapp- arnir sem aðfararviku jóla lýstu yfir striði á hendur hinni illu rikisstjórn og öllum aðstand- endum hennar, boöuöu „bar- áttu” og bentu á „rústir”. Þessi f jandmannaflokkur rikis- stjórnarinnar er vissulega friöur. Hann myndi sóma sér vel I veislusölum fyrirmanna.en hann afhjúpar lika leyniþræði peningavaldsins. Viti menn, á einu blaði birtist skrá um hina heilögu Ihaldsþrenningu. Hún tilkynnir stóryrt strið á hendur rikisstjórn. Hér getur aö lita saman i sveit brjóstvörn þess bræðralags sem löngum hefur dugað ihaldinu vel og enn á greinilega að beita. Kapparnir 29 voru svo vinsamlegir að merkja nöfn sin hlutaðeigandi fyrirtækjum. Enginn átti aö fara i grafgötur um hve mikið þeir ættu nú undir sér. Efstur á blaði var Hjalti Geir Kristjánsson, erfingi Kristjáns Siggeirssonar h/f sem áöur fékkst við iðnrekstur en helgar sig nú heildsölu af öllum krafti, enda gerir EFTA-dýrðin heildsala rfkari og rikari á sama tima og iðnaðurinn verður sifellt rýrari og rýrari. Síðan kemur röð af gamal- grónum heildsölum sem nú óttast mjög um sinn hag. Þar eru fulltrúar Eggerts Kristjáns- sonar og Co. h/f, J. Þorláksson- ar og Norðmann h/f, Natan og Olsen h/f, I. Brynjólfssonar og Kvaran h/f að ógleymdum Ræsi blessuðum h/f, óðalsetri Geirs okkar Hallgrímssonar. Hér eru lika Viglundur frá B.M. Vallá sem frægur varð i kosningasjónvarpi ihaldsins, Eggert Hauksson fyrir hönd pabba sins I Plastprenti h/f, Leifur fyrir pabba i Völundi og fleiri góðir pabbastrákar sem komnir eru I bissnesinn I nafni þeirrar undanþágu frá gullregl- unni um hina frjálsu samkeppni, að þeir einir skulu hafa forskot sem passa sig á að velja réttan pabba. I þessum jólagraut Verslunarráðsins reyndust vera fleiri möndlur. Heildsalarnir eru bara einn armurinn af þremur I þeirri ihaldsþrenningu sem sendi þingmönnum striðs- yfirlýsingu I jólapóstinum. Meðal fyrirtækjanna 29 sem sjálfkrafa birtast sem brjóst- vörn ihaldsins eru einnig Fiug- leiöir og Eimskip.Þessar einok- unarsystur I samgöngusam- steypunni sýna nú svart á hvitu hvar þær eiga heima. Óska- barnið afhjúpast sem banda- maður heildsalanna og Flug- leiðir skipa sér I þá áróðurssveit sem aö eigin sögn er ætlað að brjóta á bak aftur rikisstjórn launafólksins. Það er þakkarvert að þessí „ópólitisku fyrirtæki allra landsmanna” skuli með einu bréfi sýna hvar þau af eigin rammleik eru i sveit sett. Þá þurfum við ekki að deila um pólitiskt heimilisfang þeirra. Vinur vor Óttar og allir hinir forstjórarnir þurfa ekki lengur að vera með nein látalæti um að Eimskip og Flugleiðir „taki ekki afstöðu i pólitíkinni”. Nú höfum við afstöðuna bréfaöa I jólaboðskap Verslunarráðsins. Og svo er þaö þriðji þrenn- ingararmur Ihaldsins, sá tuttugasti og niundi i flokknum friða, sjálfur Mogginn i öllu sinu veldi. Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri Morgun. blaðsins, skrifar stoltur undir bréf Verslunarráðsins og leggur þannig blessun blaðsins yfir tilskipun heildsalanna, Eimskips og Flugleiöa. Morgunblaðiö lokar hringnum. Þrenningin birtist fullsköpuð, sú fylking sem duga skal til að koma rikisstjórninni á kné: Heildsalarnir, Eimskip/ Flug- leiðir og Morgunblaðið. Slik er hin tigna sveit, sem undirritar bréfið góða og sýnir þar með þingmönnum hverjir kjósa að teljast bræður i baráttunni gegn rikisstjórn launafólksins. Stöövast útgáfa Morgunblaðsins? Þótt sérkenni bréfsins felist i yfirburðum undirskriftanna i samanburði við texta, var þó meginmálið á margan hátt upplýsandi. Hin heilaga ihalds- þrenning segir aö eftir fárra mánaða feril rikisstjórnarinnar sé svo komið að „ekici er lengur um að ræða skattlagningu tekna heldur hreina upptöku eigna”. Og lokaorðin eru ekki heldur nein smásmiöi: „Verslunarráð- ið lýsir þvi allri ábyrgð á yfir- vofandi stöövun fyrirtækja og atvinnuleysi á hendur stjórn- völdum vegna stefnu þeirra I verðlags- og skattamálum”. Já, hver skrambinn, heildsalarnir ætla bara að fara að hætta. Guð láti gott á vita, sagði einn sessu- nautur minn. Það væri ekki til einskis unnið ef við orkuðum nú aö fækka eitthvaö blessuðum heildsölunum. I bréfinu góða stendur að sumir kappanna i Verslunar- ráðinu verði jafnvel, „að hætta rekstri fyrirtækjanna alveg.” Við lestur þessara orða stendur undirskrift framkvæmdastjóra Morgunblaðsins ljósum prýdd fyrir hugskotsjónum, einskonar pólitiskt neon-ljós af betra tagi. Er rikisstjórnin virkilega svo kröftug aö eftir fáeina mánuði blasi sú „hætta” við að útgáfa Morgunblaðsins kunni aö stöðvast? Er atvinnuleysi yfir- vofandi i höllinni við Aðal- stræti? Varla er Haraldur Sveinsson óábyrgur orða sinna. Það er von að þjóti hátt i herlúörunum. Rekstur Morgun- blaösins að stöðvast! Ritstjór- arnir kannski bráðum atvinnu- lausir. Það er þó huggun fyrir hina vondu vinstri menn að varla Framhaid á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.