Þjóðviljinn - 03.01.1979, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.01.1979, Blaðsíða 9
Miövikudagur 3. janúar 1979 þjóÐVILJINN — SIÐA 9 Alþjóðaár barnsins 1979 er hafið Greinargerð frá framkvæmdanefnd barnaársins á íslandi Erla Elin Hansdóttir: Börn i þróunarlöndunum. Á allsherjarþingi Sameinuöu þjóöanna 21. desember 1976 var samþykkt aö áriö 1979 skyldi meö aöildarþjóöum helgaö málefnum barna, en þá eru Köin tuttugu ár frá þvf aö Sameinuöu þjóöirnar samþykktu yfirlýsingu um réttindi barnsins. Rikisstjórn Islands hehir faiiö menntamálaráöuneytmu aö hafa umsjón meö skuldbindingu þeirri, sem i þessari samþykkt felst. Ráöuneytiö hefui- skipaö 7 manna framkvæmdanefnd til aö vinna aö þvi aö sem bestur árangur náist I starfi á ári barnsins 1979. Hlutverk framkvæmda- nefndarinnar er aö örva sem flesta tilstarfs iþágu barnaársins og aö samræma aögeröir þeirra, en hiö raunverulega starf hvilir á f éla gasamtökum.sveitarfélögum, stofnunum og einstaklingum. Unnið veröur að verkefnum meö ýmsu móti, haldnar veröa ráöstefnur, fræöslufundir, skemmtanir, gefin veröa út fræöslurit. Gerð veröur athugun ogúttekt á einstökum málefnum sem varöa börn, tillögur til úrbóta samdar og þær siðan kynntar viðkomandi aðilum. Hér er ekki rúm til aö lýsa þessum verkefnum, en stutt upptalning látin nægja: Endurskoöun laga er varöa réttarstöðu barna og foreldra ungra barna. Kynning á stööu barna i þróunarlöndum og fjársöfnun til þeirra. Skipulag og framkvæmd for- eldrafræðslu. Barniö, fjölskyldan og atvinnu- li'fiö, hvernig má samræma betur þarfir fjölskyldna meö börn og kröfur atvinnulifsins. Skilgreining á markmiöi dag- vistarheimila og könnun á innra starfi þeirra. Trúarlegt uppeldi barna. Fræöslaum hollustu í mataræöi barna. Börn, fjölmiölar og listir. öryggi barna i umferöinni og á heimilum. Heilsugæsla barna og heil- brigöisþjónusta fyrir börn. Aðstæður fatlaöra og þroska- heftra barna. Samvera foreldra og barna. Leikaðstaða barna. Skólinn og vinnutimi barna. Samstarf foreldrafélaga viö skóla og dagvistarheimili. Áhrif skipulags bæja á lifshætti og leikmöguleika barna. Gestur ólafsson: Skólar, dagvistarheimili og æsku- lýðsmiðstöðvar. Ljóst er aö fleiri en einn aöili munu vinna aö hinum ýmsu verk- eftium og er þvi' nauösynlegt aö fylgja eftir þvi samræmingar- starfi sem hefur verið unniö á þeim tveimur undirbúningsráð- stefnum sem þegar hafa veriö haldnar. Verður þetta skipulags- starf unnið af sex vinnuhópum, sem hver um sig sinnir ákveönum verkefnum. Fyrir hvern hóp hefur verið skipaöur forsvars- maöur eða tengill, og mun hann boða saman þá fulltrúa og ein- staklinga sem hafa ákveöið aö vinna aö verkefnum viökomandi starfshóps. Starfshóparnir eru eftirfarandi: 1. Barniö og þjóöfélagið. Tengill þessa hóps er Sigríöur Asgeirsdottir lögfræöingur fulltrúi Félags einstæöra for- eldra. 2. Börn i þróunarlöndum. Tengiller Erla Elln Hansdóttir, fulltrúi fyrir Kvenstúdenta- félag Islands og UNICEF nefndina á tslandi. 3. Skólar, dagvistarheimili og æskulýösmiöstöövar. Tengill er Reynir G. Karlsson, fulltrúi Æskulýösráös rikisins. 4. Félagslif og börn. Tengill er Reynir G. Karlsson, fulltrúi Æskulýösráös rikis» ins. 5. Barniö, fjölmiölar og listir. Tengill er Bogi Agústsson, full- trúi fyrir Félag Sameinuöu þjóöanna á Islandi. 6. Þroskaheft börn. Tengill er Margrét Sigurðar- dóttir, fulltrúi Blindraskólans. Frekari upplýsingar um starf og verksviö einstakra hópa má fá hjá Svandisi Skúladóttur i Menntamá la ráðuneytinu. Sýningar, ráöstefnur og fundir á áribarnsins 1979, sem þegar hafa veriö ákveönir: Bandalag kvenna i Reykjavik efnir til fræðslufundar 13. janúar um mataræöi barna og heldur ennfremur barnaviku i Reykjavik i samráði viö skólastjóra og presta 5.-11. mars. Sunnudaginn 11. mars veröa fjölskyldusam- komur i kirkjum og félags- heimilum. Samband Alþýðuflokkskvenna mun halda fræðslufund um þróunarlöndin seinustu viku janúar. Norræna húsiö og Fóstruskóli Isiands gangast fyrir sýningu á barnabókum og leikföngum 17.-24. mars. A sama tima veröa Reynir G. Karlsson: Félagslíf og börn. haldin i Norræna húsinu fræðslu- erindi fyrir almenning um barna- menningu og veröa fyrirlesarar frá Noröurlöndum. Fræösluráö Reykjavfkur og Félag islenskra myndlistar- kennara halda „Listahátiö barna” 28. april til 7. mai aö Kjarvalsstööum. Skólar og sér- kennarafélög munu taka þátt 1 undirbúningi og starfi hátiöar- innar. Á hátiöinni veröur m.a. sýning á barnamyndlist, hannyrðum, smiði og vefnaöi. Börn munu flytja tónlist og sýna leikrit. Börn lesa frumsamið efni: sögur, Jjóö og ritgeröir. Gert er ráö fyrir aö starf brúðuleikhúsa verði kynnt og að leikflokkar sýni þætti ætlaða börnum og unglingum. Sýningar veröa á fimleikum, gllmu og dansi. Skák veröur þreytt og ýmislegt fleira er i athugun. Dagana 7.-11. maí verður haldiö i Reykjavik 12. þing norrænna sálfræöinga. Þing þetta er helgaö málefnum barna i tengslum viö barnaár S.þ. og er gert ráð fyrir að um 300 fulltrúar sæki þetta þing. Félag skólastjóraog yfirkennar á grunnskólastigi mun halda ráö- stefnu I júni um barniö i fslenska þjóöfélaginu. I Arbæjarsafni veröur I ágúst haldin sýning á gömlum leik- föngum. Safnið beinir þeim til- mælum til fólks aö þaö láni safninugömul leikföngog gamlar myndir af börnum að leik, sem þaö kann aö eiga i fórum sinum fyrir þessa sýningu. Þeir sem geta lagt safninu liö við að koma þessari sýningu upp eru beönir aö hafa samband við safnið. Framkvæmdanefnd barna- ársins hefur skirfaö öllum sveita- stjórnum á landinu og hvatt þær til aö helga einn sveitastjórnar- fund á fyrsta ársfjóröungi 1979 málefnum barna i byggðarlaginu einvöröungu. 1 ýmsum sveita- félögum hafa verið stofnaðar barnaársnefndir. I Kópavogi hefur t.d. þegar verið lagöur grundvöllur aö allviötæku starfi i tilefni barnaársins. Innan barna- heimila og skóla veröa m.a. sýningar og fundir. Stefnt er aö þvi að á vegum bæjaryfirvalda veröi málefnum barna á ýmsan hátt sinnt sérstaklega. Þá veröa skipulagðar þar umræöur og fræösla um einstök málefni sem varöa börn og sérstakar skemmt- anir fyrir börn haldnar. Framkvæmdanefndin hvetur öll Bogi Agústsson: Barnið, fjölmiðlar og listir. sveitarfélög til aö vinna skipulega aö málefnum barna á ári barns- ins 1979. „Þaö er skoðun okkar, aö I til- efiii barnaársins eigi aö leggja megináherslu á grundvallaratriði i uppeldi barna almennt meö framtiöarverkefni I huga. 1 rauninni eru öll ár ár barns- ins. Hitt er jafnvist, aö I krafti alþjóðaársins geta komið fram hugmyndir, sem kunna að valda straumhvörfum i lifi barna um vfðaveröld. Þaö er þvi mikilvægt aönota þetta tækifæri sem best.” Allir þessir atburöir veröa kynntir nánar i auglýsingum og fréttum siöar. Meö skirskotun til framan- greindrar tilvitnunar, sem tekin er úr bréfi frá fræöslustjóra Austurlandsumdæmis, vill fram- kvæmdanefndin itreka hvatningu Sameinuðu þjóöanna um aö i öllum aöildarrik jum þeirra verði á alþjóðaári barnsins 1979 unniö að varanlegum umbótum á kjörum barna um heim allan. Félög og stofnanir, sem sent hafa fulltrúa á ráðstefnur Fram- kvæmdanefndar Alþjóöaárs barnsins 11. okt. og 25. nóv. 1978. Auk þess sóttu margir einstak- lingar ráðstefnuna. 1. Aðstoð Islands við Þróunar- löndin. 2. Alþýðubandalagiö. 3. Alþýðublaöið. 4. Alþýöuflokk- urinn. 5. Alþýðusamband Islands. 6. Arbæjarsafn. 7. Arkitektafélag Islands. 8. Afengisvarnaráö. 9. Bandalag islenskra skáta. 10. Bandalag kvenna i Reykjavik. 11. Bandalag starfsmanna rikis og bæja. 12. Barnaspitali Hringsins. 13. Barnaverndarfélag Reykjavikur. 14. Barnaverndar- ráð tslands. 15. Blindraskólinn. 16. Dagheimili Njarðvik og Kefla- vik. 17. Dagvistun barna i Reykjavik. 18. Embætti lögreglu- stjórans i Reykjavik. 19. Félag bókasafnsfræöinga. 20. Félag einstæðra foreldra. 21. Félag islenskra barnalækna. 22. Félag islenskra landslagsarkitekta. 23. Félag heimilisfræöikennara. 24. Félag húsgagna- og innanhúss- arkitekta. 25. Félag islenskra leikara. 26. Félag kvenna i fræðslustörfum. 27. Félag kvik- myndageröarmanna. 28. Félag Sameinuöu þjóöanna. 29. Félag skólastjóra og yfirkennara i grunnskólum. 30. Félag þroska- þjálfa. 31. Félagsmálaráö Isa- fjaröar. 32. Félagsmálaráö Hafnarfjarðar. 33. Félagsmála- ráö Sauöárkróks. 34. Félags- málastofnun Akureyrar. 35. Félagsmálastofnun Keflavikur. Margrét Sigurðardóttir: Þroskaheft börn. .. ■ .............. 1 36. Félagsmálastofnun Kópavogs. 37. F é 1 a g s m á 1 a s t of n u n Reykjavikur. 38. Félagsmála- stofnun Selfoss. 39. Foreldrafélag leikskólabarna Hellu. 40. Fóstru- félag Islands. 41. Fósturskóli Islands. 42. Framsóknarflokkur. 43. Fræðsluskrifstofa Austur- iands. 44. Fræðsluskrifstofa Norðurlandsumdæmis eystra. 45. Fræðsluskrifstofa Reykjaness. 46. Fræðsluskrifstofa Reykjavikur. 47. Fræðsluráð Reykjavikur. 48. Fræösluskrif- stofa Suðurlands. 49. Fræösiu- stjóri Vesturlandsumdæmis. 50. Gigtarfélag Islands. 51. Háskóli Islands. 52. Heiibrigðis- og tryggingamálaráöuneytiö. 53. Heyrnleysingjaskólinn v/öskju- hlið. 54. Hjúkrunarskóli Islands. 55. Iþróttasamband Islands. 56. Jafnréttisráð. 57. Junior Chamb- er íslandi. 58. Kennaraháskóli tslands. 59. KFUM og K. 60. Kvenfélagasamband Islands. 61. Kvenréttindafélag Islands. 62. Kvenstúdentafélag Islands (Unicef-nefndin á Islandi). 63. Landssamband barnaverndunar- félaga. 64. Lions umdæmi 109. 65. Ljósmæðrafélag Islands. 66. Menningar og friðarsamtök islenskra kvenna. 67. Mennta- málaráðuneytið. 68. Morgun- blaðið. 69. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. 70. Nemendaráö Kennaraháskóla Islands. 71. Norræna félagið. 72. Ráðgjaf- arnefnd Jafnréttisráðs. 73. Rauöi Kross tslands. 74. Round Table lslandi. 75. Rikisútvarp: Hljóö- varp. 76. Rikisútvarp: Sjónvarp. 77. Samband Alþýöuflokks- kvenna. 78. Samband islenskra grunnskólakennara. 79. Samband islenskra samvinnufélaga. 80. Samband islenskra sveitarfélaga. 81. Samstarfsnefnd um reykinga- varnir. 82. Samtök Astma- og ofnæmissjúklinga. 83. Samtök heimsfriðar og sameiningar. 84. Samtök tónlistarskólastjóra. 85. Sjálfstæðisflokkur. 86. Sjávarút- vegsráðuneytiö. 87. Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Islands. 88. Stórstúka Islands. 89. Sumargjöf. 90. Sálfræöingafélag tslands. 91. Timinn 92. Umferöarráö. 93. Visir. 94. Zonta klúbbur Reykjavikur. 95. Þjóðkirkjan. 96. Þjóöviljinn. 97. Þroskahjálp. 98. Æfinga- og tilraunaskóli KHI. 99. Æskulýösráð Reykjavikur. 100. Æskulýðsráð rikisins. 101. Æsku- lýðsstarf Þjóðkirkjunnar. 102. Æskulýösnefnd Flateyrar. 103. öryrkjabandalagið. 104. öskju- hliðarskóli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.