Þjóðviljinn - 04.01.1979, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.01.1979, Blaðsíða 1
upp á innfluttum húsgögnum * .* ■ Þótt snjó hafi yfirleitt veriö rutt af götum Reykjavikur og nágrennis eiga margir erfitt meö aö komast leiöar sinnar-ekki sist fótgangandi, sem nú mega klöngrast yfir garðana sem ýtt hefur verið upp á gangstéttarnar. Myndina tók Eik I Kópavoginum i góöa verörinu i gær. Innflutningur stöðvaður nú Gjaldeyrisafgreiðsiur til innflutnings á fullunnum hús- gögnum og innréttingum hafa nú veriö stöövaöar. Svavar Gestsson viöskiptaráöherra sagöi I gær aö ekkert yröi afgreitt af slikum beibnum fyrr en rlkisstjórnin heföi tilkynnt um ráöstafanir sinar til verndar og stuönings Islenskum iönaöi. Frá þessum ráöstöfunum mun rlkisstjórnin skýra á næstu dögum. Aö þvi er Þjóöviljinn kemst næst veröur nú tekin upp inn- borgunarskylda á innflutt húsgögn og hefur þaö þegar veriö samþykkt í rlkisstjórninni. Þess Framhald á 14. siöu Gjaldeyrisleyfi til innflutnings á húsgögnum og innréttingum veröa ekki veitt fyrr en tilkynnt hefur veriö um innborgunarskyldu, sem nema mun amk. 30%. Ljósm. Leifur. Þotan bjargaði málum Mikil röskun varö á inn- anlandsfluginu af völdum snjókomunnar um og eftir helg- ina, einkum til noröur- og austurlands. Biöu fleiri hundruö farþegar flugs á milli Akureyrar og Reykjavikur og voru sumir búnir aöbiöa slöan á gamlársdag. 350 manns biöu á Egilsstööum, en þangaö voru farnar 4 feröir i gær, en 5 á lsafjörö, 2 á Sauöár- krók, ein til Patreksfjaröar, ein á Hö&i og ein til Vestmannaeyja, en sú siöari féll niöur vegna veöurs. Einnig félluniöur i gær 3 ferðir til Húsavikur og biöa nú margir fars þaöan, þótt flogið væri í fyrradag. Verst hefur ástandiö veriö i samgöngum viö Akureyri, en þangaö var ekki hægt aö fljúga á gamlársdag. Margir þeirra sem þá áttu bókaö til aö fangna nýju ári meö vinum og ættingum á ööru landshorni slepptu reyndar feröinni þegar ekki var hægt aö fljúga fyrir áramót. Á þriöjudag biöu samt fleir hundruö fars, ekki sist skólafólk, og fór Flugfélag Noröurlands 2 feröir suöur meö Twin Otter vélum sinum, en 3 Fokker vélar Flugleiöa sem flugu noröur um kvöldið fullskipaöar uröu aö snúa viö eftir sveim yfir Eyjafiröi. I gær tókst aö bjarga málunum viö og sækja 500 farþega frá Akureyriogflytja 300 frá Reykja- vik noröur og reiö þar baggamun- inn, aö Boeing þota félagsins fór tvær feröir noröur auk fjögurra feröa Fokkeranna. Þurftu farþegar fyrri þotuferöarinnar aö fara frá Keflavik og þeir sem komu suöur i þeirri seinni aö lenda þar. Starfskonur sjúkra- hússins á Akranesi hóta verkfalli Krefjast sömu kjara og opinberir starfsmenn Starfsfólk s júkrahússins á Akranesi sem boöaö haföi til verkfalls frá og meö 2. janúar hefur nú fallist á aö fresta verk- fallinu til 15. janúar. Krefst þaö sömu launa og sömu réttinda og bæjarstarfsmenn i sambærileg- um störfum eöa inngöngu I félag bæjarstarfsmannanna,STAK. Bæjaryfirvöld þráast viö og segja, aö kostnaöur af sllkri breytingu muni nema 35—40 milj. króna á ári. | Hér er um aö ræða ófaglært starfsfólk, langflest konur, og !félaga 1 Verkalýösfélagi Akraness. Er siöan i sólstööu- samhingunum 1977 búiö aö reyna aö ná viöunandi samningum fyrir þetta fólk, aö þvi er þær Bjarnfriöur Leósdóttir vara- formaöur verkalýösfélagsins og Herdis Ölafsdóttir formaöur kvennadeildar þess sögöu i viötali við Þjóöviljann, en allt kemur fyrir ekki. Búiö er aö skrifa fjölda bréfa, bæöi til STAKs, bæjarstarfs- mannafélagsins, og til bæjar- stjórnar meö beiöni um aö fólk i svokölluöum „sóknarstörfum”, þe. starfsfólk sjúkrahúsa, dag- heimila og sambærilegra sto&i- ana, fái inngöngu i STAK, en sömu laun og réttindi ella, en þessir aöilar hafa velt málinu á undan sér þar til nú nýlega, aö fariö var aö tina upp smærri hópana. Var starfsfólk dagheimilanna tekiö i STAK á sl. ári og skömmu fyrir jólin starfskonur nýja elli- heimilisins Höföa, en fyrir þær hefur reyndar ekki enn veriö gengið frá lifeyrissjóösréttindum. Er þannig komin upp sú staöa, bentu þær Herdis og Bjarnfriöur á, aö fólk sem vinnur sömu störf hjá sama atvinnurekanda fær greidd allt önnur laun og nýtur ekki sömu réttinda. Þaö eru milli 70—80 manns sem vinna þessi störf og hafa bæjar- yfirvöldreiknaö út, aökostnaöur I launum ogréttindum viö aö taka þetta fólk allt inn í STAK yröi uþb. 50 þús. kr. á mann á mánuöi eöa um 40 miljónir króna á ári. Veröi af verkfalli sjúkrahús- starfsfólksins á Akranesi er þaö hiö fyrsta af sliku tagi i áraraöir i landinu, þvi þótt t.d. Sóknarfélag- ar í Reykjavik hafi stundum hót- aö verkfalli hefur þaö ekki komiö til framkvæmda „af mannúöar- ástæöum” sem ævinlega hefur veriö skirskotaö til jafnt af at- vinnurekendum sem öörum félögum innan verklýöshreyf- ingarinnar. Himinhrópandi óréttlæti Herdis og Bjarnfriöur sögöu, aö launamunur þeirra sem vinna sömu störf, en eru annarsvegar i verkalýösfélaginu og hinsvegar i félagi bæjarstarfsmanna,væri miöaö viö grunnkaup um 25 þús. kr. á mánuöi og munur á álags- vinnu 278kr. á timann. Fá félagar i STAK kr. 587 á timann meö álagi, en hinar kr. 311. Hæsta grunnkaup sjúkrahússstarfs- Framhald á 14. siöu Vegna þeirrar ákvöröunar fjármáiaráöuneytisins aö láta fólk greiöa 75% af gjöidum fyrra árs á fyrstu 5 mánuðum þessa árs, sem er hærra hlutfaii en nokkru sinni hefur veriö áöur, höföum viö i gær samband viö UOÐVIUINN Fimmtudagur 4. janúar 1979. — 2. tbl. —44. árg. Fyrirframgreiósla skatta hækkar í 75% Til að dreifa greiðslum jafnar yfir árið segir Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri jjármála Við munum taka þetta mál fyrir — sagði Snorri Jónsson forseti ASI Fjármálaráöuneytiö hefur ákveöiö aö l fyrirframgreiösiu skatta á þessu ári skuU greiöa 75% af gjöldum fyrra árs. Vitaö er aö þessi ákvöröun hefur valdið mikilli óánægju hjá verkalýös- félögunum og til aö fá aö vita ástæöuna fyrir þessari hækkun frá í fyrra höföum viö samband viö Höskuld Jónsson ráöuneytis- stjóra I fjármálaráöuneytinu. „Þaö hefur jafnan legiö aö baki hækkunum á fyrirframgreiösl- um, aö reyna aö dreifa greiöslu skatta, þannig aö þeir veröi á hverjum tíma sem jafnast hlut- fall af launum og likist þvi sem mest staögreiöslu skatta, hjá þeim sem hafa reglubundnar tekjur. Meö þessu móti er þvi lik- legt aö maöur meö föst laun, borgi svipaö hlutfall af launum i febrúar eins og hann mun gera I desember nk.”, sagöi Höskuldur. Hann bætti þvi viö, aö meö þessu væri einnig veriö aö vega upp væntanlega hækkun á skött- um I haust. Höskuldur benti á, aö engin lög segöu fyrir um hve hátt hlutfall fyrirframgreiöslu skatta eigi aö vera, heldur sé þaö fjármálaráöherra aö ákveöa þaö hverju sinni hve átt hlutfalliö er. Aöspuröur um hvort rikis- sjóöur væri ekki lika aö vega upp á móti veröbólgunni, meö þvi aö hækka hlutfall fyrirframgreiðslu, sagöi Höskuldur þaö vera alveg rétt, þaö kæmi sér vel fyrir rikis- sjóö aö fá þetta fé strax. Loks benti hann á, aö þegar nú væri talaö um 75% af greiöslum fyrra árs, væri ekki átt viö þaö sem nefndur var skyldusparnaö- ur hjá hátekjufólki i fyrra né þær viðbótargreiðslur skatta, sem hátekjufólk var látiö greiöa sl. haust. —S.dór Snorra Jónsson forseta Alþýöu- sambands tslands og spurðum hann um álit stjórnar ASl á þessu máli. Snorri Jónsson sagöi aö stjórnin heföi ekki fjallaö um þetta mál, enda væri þaö alveg nýtilkomiö, en aö þaö yröi án vafa tekiö fyrir. „Þaö liggur ljóst fyrir aö mörg- um mun reynast erfitt aö greiöa svo hátt hlutfall, svo ég nú ekki tali um ef atvinna dregst eitthvaö saman. Og ekki kæmi mér á óvart þótt viöa myndi stefna i óefrii útaf þessu, enda Ibúöir fólks aö veöi, auk gifurlega hárra refsivaxta” sagöi Snorri. Þvi má bæta hér viö, aö Þjóöviljinn hefurfregnaö aö mjög mikil óánægja sé hjá flestum verkalýösfél.öigum iandsins vegna þessarar hækkunar á fyrir- framgreiöslunni og ekki ótrúlegt aö heyrast muni frá þessum aöil- um á næstunni. —S.dór. Innborgunarskylda verður tekin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.