Þjóðviljinn - 04.01.1979, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 4. janúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Alþjóðleg
barnasöngva
keppni1979
VIAs vegar um heiminn hefst nú
um áramótin alþjóóleg keppni um
nýja barnasöngva, og er einnig
bofiað til hennar hér á landi.
Keppnin er haldin af frumkvæði
Sivssnesku UNICEF-nefndarinn-
ar (Barnahjálp Sameinuðu þjóð-
anna) og i tilefni af alþjóðaári
barnsins. UNICEF-nefndir I þátt-
tökulöndunum hafa tekið að sér
að sjá um framkvæmd keppninn-
ar. Markmiðið er aö hvetja til að
samdir veröi nýir barnasöngvar,
sem bæði eru i takt við timann og
i anda alheimsfriöar og bræðra-
iags.
Keppnin er i tveim hlutum: inn-
lend og siðan alþjóöleg úrslita-
keppni. Innlenda keppnin er i
tveim áföngum. Fyrst er boðiö til
barnaljóðakeppni, þ.e. að búa til
texta i barnasöng. Er það sá hluti
keppninnar sem hefst núna.
Orslit I þessum hluta verða birt 2.
april og verður þá boðið til laga-
keppninnar, þ.e. að búa til lög við
þau tvö ljóð sem valin hafa verið.
tJrslit i siðari áfanga verða til-
kynnt 30. júni. Þá hefst undirbún-
ingur undir þátttöku i erlendu úr-
slitakeppninni, en til hennar eiga
að berast tveir barnasöngvar frá
öllum þátttökulöndum. I henni
verða valdir 24 bestu barna-
söngvar 1979. Til alþjóðlegu úr-
slitakeppninnar verða barna-
söngvarnir sendir á hljómbandi i
flutningi barnakórs, auk þess sem
nákvæm þýðing á ljóðum og nótur
munu fylgja. Keppninni mun
ljúka meö hátlðatónleikum i ein-
hverri höfuðborg Evrópu, þar
sem allir vinningssöngvarnir
veröa fluttir, auk þess sem þeir
verða gefnir út á plötu o.fl.
i þeim hluta keppninnar sem
hefst núna er i raun um tvöfalda
ljóðakeppni að ræöa, þar sem
hægt er að senda inn tvær geröir
ljóöa, annars vegar venjulegan
barnasöngstexta og hins vegar
barnasöngstexta, sem saminn er
sérstaklega i tengslum við 10.
grein Yfirlýsingar Sameinuöu
þjóðanna um réttindi barnsins,
enþarsegirm.a.: Réttur til varn-
ar gegn ofsókn og að mega alast
upp f anda alþjóðlegs bræðralags
og friðar.
Allir landsmenn hafa rétt til
þátttöku og mega senda inn eins
mörg ljóð og þeir vilja. Ljóðin
verða að hafa borist UNICEF á
tslandi eigi siðar en 17. mars n.k.
Veitt verður sérstök UNICEF-
viðurkenning fyrir besta ljóðið
sem samið er i tengslum viö 10.
greinina, auk þess sem höfundar
beggja ljóða fá veglega viður-
kenningu, en engin peningaverð-
laun eru i boði.
Þeim sem hafa áhuga á að taka
þátt i keppninni er bent á að snúa
sér til UNICEF á Islandi, Stóra-
gerði 30, 108 Reykjavik, s. 34260,
sem veitir nánari upplýsingar um
keppnina, auk þess sem þar er
hægt að fá eintak af reglum
keppninnar.
Útdráttur úr reglum ICCS
79.
1. ICCS 79 er undir umsjá
UNICEF og hefur verið skráð
á Evrópuskrifstofu UNICEF
oghjá Frmkvæmdastjóra IYC
i Evrópu, en þetta er i Genf.
2. ICCS 79 lýtur þeim reglum,
sem gefnar hafa verið út af
Alþjóðlegu framkvæmda-
nefndinni i Ziirich i Sviss.
Dagskrá og skilafrestur,
skipulagning og markmið
keppninnar eru hluti regln-
anna.
3. Allir geta tekiö þátt i ICCS 79
(sjá 4. gr.).
4. Þó geta starfsmenn UNICEF,
framkvæmdanefndir ICCS 79;
hvorki sú alþjóðlega né þær
24 bestu bamasöngvamir
1979 valdir og gefnir út
Barnahjálp Sameinuöu þjódanna
stendur fyrir keppninni
sem starfa I hverju landi; aug-
lýsendur keppninnar; dóm-
nefndir eða ættingjar ófan-
taldra ekki tekið þátt I keppn-
inni.
5. Þátttakendur i keppninni
verða að undirskrifa yfirlýs-
ingu þar sem þeir veita
UNICEF allan höfundarrétt.
Þó halda þeir þeim rétti að
nafn þeirra veröur nefnt.
6. Þátttaka I keppninni bindur
UNICEF ekki á neinn hátt
fjárhagslega gagnvart höf-
undum.
7. Með þátttöku i keppninni
samþykkir þátttakandinn
reglur keppninnar og þar með
að hlita ákvörðun dómnefnd-
ar. Það er ekki hægt að áfrýja
ákvöröunum dómnefnda,
hvorki alþjóðlegrar, né
þeirra, sem starfa I þátttöku-
löndunum.
8. AUir meðlimir dómnefnda
samþykkja reglur keppninnar
og ákvarðanir sem eru teknar
samkvæmt þeim.
9. ICCS 79 fer fram i tveimur
hlutum: keppni I þátttöku-
löndum og alþjóðleg úrslita-
keppni.
10. ICCS 79 fer fram I tveimur
áföngum I hverju landi:
10.1. Fyrri áfangi: Texta-
keppni
Hægt er að skila inn tveimur
mismunandi textum.
A. Venjulegur texti við barna-
lag.
B. Texti viö barnalag sem er
sérstaklega I tengslum við 10.
grein Yfirlýsingar Sameinuðu
þjóðanna um réttindi barns-
ins frá 20. nóvember 1959, en
þar segir: Réttur til varnar
gegn ofsókn og að mega alast
Framhald á 14 siöu
Spenna - leikur - málefnið - vonin
- um þann stóra.
Svörin eru af ýmsu tæi þegar spurt er
hvers vegna menn spili í happdrætti.
Happdrætti SÍBS sameinar góðar
vinningsvonir og stuðning við gott
málefni. Hér er lögð áhersla á
marga vinninga sem munar þó um.
Og fjórði hver miði hlýtur vinning.
Hæstu vinningar nema nú
2 milljónum
Og milljón er dregin út mánaðarlega.
Aukavinningur dreginn út í júní er
Rover 3500
Bfll ársins í Evrópu 1977 - óskabfll
í alla staði. Eiginlega framtiðarbifreið.
SÍBS — vegna þess
að það gefur góðar vonir.
Happdrætti SÍBS