Þjóðviljinn - 04.01.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.01.1979, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 4. janúar 1979 (ÞJÓÐVILJINN — SIDA 11 23. Olympíuskákmótið Valkyrjurnar kljást Það getur verið erfitt að þola góða daga og i 7. umferð sann- aðist sú kenning fyrir islensku karlasveitinni. Eftir góða sigra i undangengnum umferðum kom nú aftur heiftarlegt bakslag, 1 1/2 : 2 1/2 tap fyrir gestgjöfunum Argentínumönnum. Að ósekju hefði mátt halda að slikt væri ekkert til að skammast sin fyrir þegar þekkt nöfn f skákheiminum . eins og Panno, Najdorf og Quint- eros eru höfð i huga. En þessir menn voru bara ekki f sveitinni. Astæðurnar voru bæði fjárhags- legs eðlis svo og að þessir menn sáu ekki ástæðu til að taka þátt i Skákþingi Argentinu sem fyrir- fram var útblásið sem úrtökumót fyrir ólympfumótið. En hvað um það. A 1. boröi gerði Guðmundur jafntefli við Emma. Heima á Islandi hafa menn kanski haldið að um kven- mann væri að ræða, jafnvel sveitarmeðlimir, þvi er heim var komið fékk Guðmundur góðlát- lega ofanlgjöf hjá fyrirliðanum. Nú, undirritaður tapaði illilega, en þó má geta þess aö andstæð- ingur minn Hase hefur m.a. gert jafntefli við Karpov svo eitt- hvert hálmstrá sé gripið á lofti. Margeir vann Campora laglega en Jón tapaði fyrir Grinberg en þaðtap má e.t.v. skrifast á reikn- ing handhófskenndra biðskákaat- hugana. A efstu borðunum tryggðu Sovétmenn stöðu sina á toppnum með 2 1/2: 1 1/2 sigri yfir Búlgör- um. Staða efstu þjóða eftir þessa umferð var þessi: 1. Sovétrikin 19 1/2 v. 2-3. Bandarlkin 18 1/2 v. 2-3. Danmörk 18 1/2 v. 4-6. V-Þýskaland 18 v. 4-6. Búlgaria 18 v. 4-6. Pólland 18 v. Við tapið fyrir Argentinu hrap- aði landinn niður 113.-21. sæti. At- hygli vekur frábær frammistaða 1 frænda vorra Dana — Larsens- lausra I þokkabót. Þennan dag lauk keppni I öllum undanrásar- riðlum kvennakeppninnar. Island tapaði sinni siðustu viðureign fyrir Ungverjum 0:3. Lokaniður- staðan I þeim riðli varð þvi þessi: 2, — riðill — Urslit 1. Ungverjaland 19 v. 2. V-Þýskaland 16 v. 3. Bandarikin 13 1/2 v. 4. Argentina 12 v. 7. UMFERÐ 5. Danmörk 11 v. 6. Skotland 6 v. 7. lsland 4 1/2 v. 8. Mónacó 2 v. ísland hafnaði þvi I D — riðli úrslita. t A — riöli tefldu eftir- taldar þjóðir: Sovétröcin, Eng- land, Ungverjaland, V-Þýska- land, Júgóslavia, Pólland, Spánn, Búlgari'a. Það er ekki úr vegi svona I framhaldi af umfjölluninni um kvennakeppninaað birta úr henni eina skák. Þær sem hér eigast við eru Maja Chiburdanidze og Jana Miles. Maja, sem er aðeins 17 ára gömul,vann fyrir stuttu Heims- meistaratitil kvenna úr höndum Nonu Gaprindhasvili sem haldiö hafðihonum samfleyttl 17 ár,eða allt frá fæðingu Maju. Maja er ansi stæðileg stúlka og hún á örugglega fáa jafnoka meðal karlmannanna á svipuðum aldri. Væri gaman að fylgjast með henni i keppni um titilinn „Heims- meistari umglinga 20 ára og yngri en þar eru keppendur allir karlkyns. Sovétmenn spara ekkert til að auka veg hennar 1 skákheiminum og nokkur undan- farin ár hefur hún haft fastan þjálfara. Andstæöingur hennar Jana Miles er einnig velþekkt skák- kona. Hún var gift enska skák- meistaranum Hartston en I lok ársins 1976fórhúnaðsjást i slag- togi með Tony Miles, fyrsta stór- meistara Bretlands. Vakti það mikla áthygli og þvert ofani spár ýmissa var enginn lausagangur á sambandi þeirraogi upphafi þess létu þau pússa sig saman. Hvltt: M. Chiburdanidze (Sovét- ríkin) Svart: J. Miles (England) Caro — Kann 1. e4-c6 (Tony Miles hefur beitt Caro- Kann vörninni að undanförnu. Ahrifin leyna sér ekki!) 2. d4-d5 3. Rc3-dxe4 4. Rxe4-Bf5 5. Rg3-Bg6 6. Rf3-Rd7 7. h4-h6 8. h5- Bh7 9. Bd3-Bxd3 10. Dxd3-Rgf6 11. Bd2-Dc7 12. 0-0-0 e6 13. C4-0-0-0 14. De2-c5 15. Bc3-Bd6 16. Re4-Rxe4 17. Dxe4-Rf6 18. De2-cxd4 19. Rxd4-Bc5 20. g3 (Tekur f4 — reitinn af drottn- ingunni.) 20. .. Db6(?) 21. Rb3-Dc6 (Ef 21. — Bxf2 22. c5! Bxc5 23. Dc4 o.s.frv.) 22. f3-Hxdl+ 23. Hxdl-Hd8 24. Hxd8+-Kxd8 25. Rxc5-Ðxc5 26. g4-Ke7 27. Kc2-g6 28. b4-Dc6 29. b5-Dc5 30. Kb3 (Þessi kóngsleikur reynist ban- vænn. Hvítur hótar 30. Bb4 og við undanhald drottningarinnar tapast peð.) 30. .. Dc7 31. Bb4+-Kd7 32. Dd2+-Kc8 33. hxg6-fxg6 34. Dxh6-Dd7 35. De3-b6 36. Kc2 — Jana sá ekki ástæðu til að halda þessari tilgangslausu baráttu áfram og gafst upp. Einkennandiskákfyrir rökréttan stil hins unga heimsmeistara. —hól nun Blaðberar óskast Vesturborg: Melhagi Melar Skjól Austurborg: Grensásvegur Breiðagerði Kópavogur: Viðihvammur MÚÐVIUINN Siðumúla 6, simi 8 13 33 Noregur — sumarið Lionshreyfingin á Islandi býður 5 ungling- um á aldrinum 15—17 ára til 3 vikna dval- ar i norrænum unglingabúðum sem verða i Svolvær i Noregi 23. júni til 14. júli. RITGERÐASAMKEPPNI: Til að velja þá 5 unglinga sem fara til Nor- egs er hér með efnt til ritgerðasam- keppni um efnið: „Unglingavandamál — Hvað getur samfélagið gert til að leysa þau.” Ritgerðirnar skulu sendast Lions- umdæminu, Háaleitisbraut 68, 105 Reykjavik, fyrir 25. janúar n.k. Lions- hreyfingin áskilur sér rétt til birtingar á verðlaunaritgerðunum. Kynning á sovéskum kvikmyndum A undanförnum misserum hefúr kynning á sovéskri kvik- myndagerð og gömlum ognýjum sovéksum kvikmyndum verift snar þáttur I starfi félagsins MIR, Menningartengsla tslands og Ráftstjórnarrikjanna. Félagift gekkst t.d. á fyrri hluta iiftins árs fyrir umfangsmikilli kynningu á verkum Sergei Eisensteins, hins fræga sovéska brautryftjanda á svifti kvikmyndagerftar, og jafn- framt hefur verift efnt tii sýninga á fjölmörgum gömlum og nýjum sovéskum kvikmyndum, ýmist i kvikmyndahúsum borgarinnar eöa I MlR-salnum, Laugavegi 178. Kvikmyndasýningar hefjast að nýju í MlR-salnum nú I ársbyrjun og þar verða siðan sýningar i janúar og febrúa'r alla laugar- daga kl. 3 siðdegis. Fyrsta kvik- myndasýningin á árinu veröur á þréttándanum, 6. janúar, og þá sýnd kvikmynd sem gerð er eftir gleðileik W. Shakespeares „Þrettándakvöldi”. Laugar- Meftal sovésku kvikmyndanna sem MIR sýnir I janúar og febrú- ar eru tvær heimildarmyndir um Lév Tolstoj. daginn 13. janúar veröa sýndar tvær heimildarkvikmyndir um rússneska skáldið Lév Tolstoj og er önnur þeirra alveg ný af nálinni, gerö I tilefni 150 ára afmælis skáldsins i september 1978. Laugardaginn 20. janúar verður svo sýnd heimildarkvik- myndin „Minningar um Sjosta- kovitsj”, frá árinu 1977. Aðrar sovéskar kvikmyndir sem fyrirhugað er að sýna i MlR-salnum, Laugavegi 178, á laugardögum kl. 3 siödegis i janúar og feta-úar eru þessar: 27. janúar: Kennari I sveit (frá árinu 1947). 3. febrúar: Rúmjantsév-málið (1955). 10. febrúar: Landnemar (1956). 17. febrúar: Tveir skipstjórar (1955). 24. febrúar: Hviti hundurinn (1956). Aðgangur að kvikmynda- sýningum MIR aö Laugavegi 178 er ókeypis og öilum heimill meðan húsrúm leyfir. Folaldaveröid upp í 150 þúsund Aft þvi er fram kemur I nýút- komnum ..Eiftfaxa” eru þess dæmi, aft folöld séu seld á alltaft 150 þúsund krónur. Lágmarksverö á folöldum til lífs hefur í haust og vetur verið rúmlega 50 þús. kr„ segir blaðið, og er það áþekkt og fæst fyrir meöalfolald til afsláttar. Algengt mun samt aö liffolöld séu seld á 55 til 70 þúsund og séu folöldin talin áUtleg efni hefur verð þeirra verið nær 90 þúsund krónum.Sigurftur Haraidsson i Kirkjubæ hefur I haust selt folöid af búi sínu á 100 þúsund krónur. Vatnsleysubúið i Skagafirði hefúr selt folöld á 70 til 80 þúsund krón- ur hvern grip. Þá seldi Guðmund- ur Gfslason á Torfastööum I Biskupstungum I haust fjögur merfolöld noröur i land, voru tvö þeirra undan Sörla frá Sauðár- króki en hin undan Fáfni frá Laugarvatni. Fór ein Sörladóttir á 150 þúsund, en hin voru seld á um 90 þúsund. $ Sendlastörf Unglingar óskast til sendlastarfa hálfan eða allan daginn. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra. ^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGÁ Timarít frá Sovétrikjunum Þar sem „Erlend timarit” hafa hætt starfsemi sinni. hefur orðið að samkomu- lagi að bókabúð Máls og menningar taki að sér umboð fyrir blöð og timarit frá Sovétrikjunum. Þeir sem verið hafa áskrifendur eru þvi beðnir að láta vita ef þeir óska að halda áskrift sinni áfram. Bókabúð Máls og menningar. Ég þakka af alhug heimsóknir, kveðjur og vinsemd mér sýnda á niræðisafmæli minu 26. nóvember siðast liðinnjafnframt sendi ég ykkur bestu óskir um frið og farsæld á nýbyrjuðu ári. Lára Tómasdóttir frá ísafirði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.