Þjóðviljinn - 04.01.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.01.1979, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. janúar 1879 Ólafur Ragnar Grímsson: Framganga Alþýöuflokksins i þingsölum siöustu vikur fyrir jól endurspeglaöi djúpstæöan klofning i flokknum. Fyrirvarar um afgreiöslu fjárlaga, frum- varp um efnahagsmál, breytingartillögur sem birtust aö kvöldi og voru teknar aftur um miöja nótt, afneitun Braga á forsetasætinu, tiöir flokks- stjórnarfundir, samþykki ráö- herra á rikisstjórnarfundum og tilraunir hluta þingflokksins til aö gera Benedikt, Magnús og Kjartan ómerka oröa sinna — allt þetta og ótal margt annaö sýnir aö Alþýöuflokkurinn var á siöasta mánuöi ársins á góöri leiö meö aö leisast upp i félags- legan óskapnaö. Þessi upplausn byggöist á markvissri tilraun Gylfa arms- ins i flokknum til aö ná á ný völdum, beina Alþýöuflokknum af vinstri braut og til samstarfs viö ihaldiö. Þannig átti aö koma iframkvæmd ýmsum draumum hægri aflanna sem Gylfi Þ. Gislason hefur boðaö á undan- förnum árum og sonurinn flytur nú 1 poppaðri útgáfu i þingsöl- um. Rétt er aö hafa I huga aö ósig- ur Gylfa Þ. Gislasonar fyrir Benedikt Gröndal I prófkjörsaö- dragandanum er geymdur en ekki gleymdur hjá þeim Ara- götu-feögum. Og Vilmundur tel- ur aö Benedikt sitji i efsta sæti listans I Reykjavik eingöngu vegna þess aö Vilmundar-liöiö kaus aö styöja Benedikt á loka- spretti prófkjörsins. Glima Aragötuættarinnar viö Benedikt Gröndal hélt áfram I stjórnarmyndunarviðræöunum siöastliöiö sumar. Vilmundur og Gylfi voru ötulir talsmenn ihaldsstjórnar, töldu vilja verkalýðshreyfingarinnar litils viröi þegar til lengdar léti og reyndu á elleftu stundu aö koma I veg fyrir myndun núverandi rikisstjórnar meö þvi aö kalla eftir tilboöi frá Geir Hallgrims- syni. Andstæöa Aragötu- ættarinnar varö enn hatramm- ari fyrir þá sök aö Benedikt Gröndal fórnaöi dómsmálaráö- herraembættinu sem ætlaö var Vilmundi — á lokastigi verka- skiptingasamninganna viö Ölaf Jóhannesson. Aragötuættin beið færis. öll þessi forsaga er nauðsyn- legur lykill aö skilningi á átök- um I þingflokki Alþýöuflokksins á fyrrihluta þingsins. Aragötu- ættin beiö færis á aö knésetja Benedikt Gröndal og aöra ráö- herra Alþýöuflokksins, taka völdin i flokknum og koma rikisstjórnnni frá. Vilmundur hafði I sifellu uppi bullandi skammir á frammistööu ráö- herra Alþýöuflokksins og beitti sér fyrir maraþonfundum I þingflokknum I þeim tilgangi aö terrorisera liöiö. Utan þings birti Gylfi svo föðurlegar vandlætingargreinar um svik viö stefnu Alþýöuflokksins 1 skattamálum og boöaöi nýja „þjóöhagsvisitölu” sem allir sérfræöingar töldu aö visu óframkvæmanlegt skrum. Grunntónninn I boöskap Ara- götuættarinnar innan og utan þings var aö stuðningur verka- lýöshreyfingarinnar væri litils viröi. Alþýöuflokkurinn mætti alls ekki binda sig við vilja sam- taka launafólks. Vilmundur Afneitun Aragötuættarinnar á virkum tengslum Alþýöuflokks- ins viö yfirlýstan vilja samtaka launafólks á sér tvennskonar orsakir. Annars vegar er verka- lýðshreyfingin andvig öllum helstu atriöunum I hægri sinnaöri efnahagsstefnu Ara- götuættarinnar. Hins vegar hef- ur verkalýðsarmur Alþýöu- flokksins veriö traustustu liös- menn Benedikts Gröndal og annarra ráöherra Alþýöu- flokksins, 1 raun upphafsmenn núverandi stjórnarsamstarfs. Meöan vilji verkalýösarmsins ræöur úrslitum i Alþýöuflokkn- um þá er útilokaö aö Aragötu- ættin komi áformum sinum i framkvæmd. Formennska Benedikts Gröndal hvilir á stuöningi vinstrisinna og verka- lýös i Alþýöuflokknum. Valda- taka Vilmundar byggist á þvi aö brjóta þetta stuðningsliö Grön- dals á bak aftur. 1 aödraganda 1. desember- aðgerðanna reyndi Aragötuætt- in aö knýja fram tillögur sem verkalýöshreyfingin heföi alls ekki getaö samþykkt. Ósigur þeirrar tilraunar sveiö sárt og voru þingræöur Vilmundar til marks um þaö. Brigslaöi hann Ólafi Jóhannessyni um svik en I ÞINGHLEI hældi Tómasi Árnasyni fyrir aö vera eini maðurinn i rikisstjórn- inni sem Aragötuættin heföi vel- þóknun á. Þegar Benedikt Gröndal hélt á þing Sameinuðu þjóöanna til aö mæla fyrir mannréttinda- kröfum Norðurlandaþióöa bjó Aragötuættin sig til nýrrar at- lögu. Nú haföi siöasti Móhikani Marbakkaættarinnar bæst i hópinn og miðlaöi óspart af sögufrægri reynslu I pólitiskri sprengistarfsemi. Þeir Vil- mundur og Jón Baldvin sömdu frumvarp um efnahagsmál sem eingöngu var ætlað þaö hlutverk aö sprengja rikisstjórnina i loft upp, skapa skilyröi fyrir minni- hluta stjórn Alþýöuflokksins — (undir forsæti Gylfa?) — eöa fyrir nýrri viöreisn. Þaö var gert aö skilyröi fyrir samþykkt fjárlaganna aö efnahagsfrum- varpiö yröi aö lögum. Meö hamagangi og blekkingarkúnst- um tókst þeim félögum að fá meirihluta i flokkstjórn Alþýöu- flokksins fyrir sliku skilyröi enda Benedikt Gröndal fjarver- andi siöustu dagana fyrir fund- inn. Nokkru siöar boöaöi Benedikt Gröndal upp á eigin spýtur nýj- an flokkstjórnarfund, braut þar sprengjusérfræðingana á bak aftur, fjárlögin náöu fram aö ganga — eins og ekkert heföi i skorist — og frumvarp Alþýöu- flokksins var sett i nefnd. Verkalýösarmurinn og vinstri- sinnarnir I Alþýöuflokknum höföu aftur oröiö ofan á. Ara- götuættin sat eftir meö sárt enn- iö. Sprengjutilraunin var farin út um þúfur. Benedikt Gröndal haföi þrátt fyrir allt enn einu sinni skotiö þeim ref fyrir rass. Vilmundur einangrast. Afleiðingar hinna dramatisku átaka i Alþýöuflokknum blöstu svo viö þegar fjárlagafrum- varpiö kom til atkvæöa siöasta dag þingsins. Ofsafenginn mál- flutningur Aragötuættarinnar og afhjúpun á hinum raunveru- lega tilgangi efnahagsfrum- varpsins — sem var tortiming á rikisstjórninni — haföi svipt Vil- mund Gylfason hverjum liös- manninum á fætur öörum i þingflokki Alþýöuflokksins. Hann stóö aö mestu uppi aleinn. 1 sérhverri atkvæðagreiöslu var þaö ihaldiö eitt sem galt honum ]áyröi. Aörir þingmenn Alþýöu- flokksins stóöu meö rikisstjórn- inni. Valdatökutilraun Aragötu- ættarinnar I Alþýðuflokknum i desember 1978hafðil reynd or- sakaö afgerandi einangrun Vil- mundar i þingflokknum. Hann haföi glataö verulegri tiltrú til forystu. Tafiiö var tapaö — aö sinni. Sjálfsagt búast þeir feögar enn á ný til orustu. Vigstaöa þeirra er þó nú mun verri en áö- ur. Þvi veldur einangrun Vil- mundar i þingflokki Alþýöu- flokksins. Sú einangrun er reyndar forsenda fyrir áfram- haldandi tilveru rikisstjórnar launafólksins. j Popp í þágu alþýöunnar IHvernig stendur á þvi, aö poppþáttur blaösins er oröinn aö ■ ruslakistu fyrir einhverja i- Ihaldsseggi? Þessari spurningu er hér varpaö fram vegna þess aö allt i kringum okkur er fram- » sækiö listafólk aö syngja og Ispila fyrir og um málstaö vinstrihreyfingarinnar, en á þetta fólk er ekki minnst I eina * dagblaði verkalýösins, Þjóövilj- Ianum. Þess I staö kynnir popp- þátturinn okkur vikulega eitt- hvert bull um músikanta sem * frægir eru fyrir flest annaö en Iaö bera hag verkalýösins fyrir brjósti. Heföi t.d. ekki sómt sér betur I Þjóðviljanum viötal viö ■ Halldór Gunnarsson Þokka- I bótarmeðlim i staö bullsins viö lummuframleiðandann Gunnar Þóröarson? Og heföi ekki staöið poppþætti Þjóöviljans nær aö skýra frá hljómleikum The Feminist Improvising Group sem haldnir voru hérlendis fyrir skömmu, i staö þess aö bulla um hljómleika Brunaliösins og slika Ihaldsseggja? Og erlendis er allt morandi i vinstrisinnuðum poppurum sem náö hafa mikl- um vinsældum, en poppþáttur Þjóöviljans sér enga ástæöu til aö kynna lesendum þessa popp- ara. Þess I staö eru gamlir I- haldsklumpar eins og Who kynntir mjög rækilega, svo rækilega aö þaö vantaöi ekkert i annaö en frásögn af þvi þegar aöalsprauta Who, Pete Towns- hend, kveikti i stóru seðlabúnti inni á bar fyrir framan fjölda fátækra námsmanna til þess eins aö ergja þá vegna fátæktar þeirra. Ég held áreiöanlega aö lesendur Þjóöviljans heföu meira gagn af aö lesa um bar- áttu punkaranna i Bretlandi gegn nasistunum og kynþátta- misrétti þar I landi en aö lesa um hvenær Pete Townshend fæddist. Einu sinni var I Þjóöviljanum ágætur poppþáttur sem hét Klá- súlur. Hvernig væri fyrir Jónat- an Garöarsson aö kynna sér þann þátt og athuga slöan hvort hann sé maður til aö kynna vinnandi stétt sina poppmúsik? Tómas Sigurösson verkamaöur. Vetrarvertíö hafin á Snæfellsnesi Bátar frá Rifi byrjuöu róðra í gærkveldi Vetrarvertiö er nú aö hefjast viöast hvar og sumsstaðar eru bátar þegar byrjaöir róöra. 1 gærkveldi fóru bátar frá Rifi á Snæfellsnesi i fyrsta róöurinn, eftir aö þorskveiðibanninu létti. Skúli Alexandersson á Hellis- sandi sagði i gær, aö i vetur myndu á milli 10 og 15 bátar verða geröir út frá Rifi. Tveir stærstu bátarnir, sem þaðan eru gerðir út, Hamar og Hamrasvan- ur sem eru 250 tonna stálbátar voru yfirbyggöir sl. sumar og flikkaðir upp. Þeir munu báöir fara strax á net. 1 haust hefur veriö sæmileg veiöi á linu hjá Rifs-bátum og at- vinna ágæt á Rifi og Hellissandi, að sögn Skúla. —S.dór Orgeltónleikar i Fíladelfiukirkju Föstudaginn 5. janúar 1979 kl. 20.30 ieikur Ragnar Björnsson á orgel Flladelflukirkjunnar tón- verk eftir J.S. Bach. A efnis- skránni eru m.a. aöventu og jóla- forleikir úr „Das Orgelbuchlein”. önnur verk sem Ragnar leikur á föstudagskvöld eru Fúga I G- moll, Toccata og fuga I D-moll og Fantasia og Fuga i G-moll. Ragn- ar lék þessi verk á tónleikum I Akureyrarkirkju, annan jóladag s.l. viö mjög góöar undirtektir. Aögangur aö tónleikunum er ó- keypis. Tekiö veröur viö frjálsum framlögum viö útgöngudyr kirkj- unnar. Þaö sem kann aö koma inn rennur i orgelsjóö kirkjunnar. Til gamans má geta þess aö á þrettándanum fyrir ári siöan hélt Ragnar tónleika i Dómkirkjunni. Afhenti Ragnar þá þaö sem inn kom til gjaldkera Dómkirkjunnar I orgelsjóö kirkjunnar. Mun þaö hafa verið fyrsta framlagiö, til kaupa á nýju hljóöfæri I Dóm- kirkjuna. En þá höföu fariö fram nokkrar bréfaskriftir við erlenda orgelverksmiöju, varöandi kaup á nýju hljóöfæri I Dómkirkjuna. Var þaö von Ragnars aö af þess- um orgelkaupum yröi. Þar væri um „Raritets” hljóöfæri aö ræöa. Kynnir á tónleikunum i Filadel- fiukirkjunni veröur Arni Arin- bjarnarson orgelleikari. 81333X1 Sjónvarpið og fjölskyldulíf ! „Aödáandi f jöiskyidulifs’ hringdi og haföi þetta aö segja: Ég hef af þvf þungar áhyggj- ur, aö sjónvarpiö sé aö drepa niöur allt sem áöur var jákvætt i fjölskylduboöum um jólin. A.m.k. hefur þaö gerst i minni fjölskyldu, og ég veit aö hún er engin undantekning. Hér áöur fyrr voru t.d. börnin meö i aö skreyta jólatréö og búa til alls- kyns dótariá aöfangadag, en nú sitja þau limd viö kassann mestallan eftirmiödaginn. I jólaboöunum var dansaö kring- um jólatré, fariö I leiki og sföast en ekki sist: fólk talaöi saman.. I Nú kemst ekkert slikt aö: fólk smokrar sér úr yfirhöfnunum, . treöur i sfg matnum og fer aö glápa. Kveöur svo og fer. Ég er ekki aö segja aö sjón- varpiö eigi sök á uppflosnun stórfjölskyldunnar sem er fé- lagslegt og sögulegt vandamál I og talsvert miklu alvarlegra en þaö sem ég er aö tala um. En J mér finnst sjónvarpiö ekki stuðla aö því aö gera heimilis- I lifiö ánægjulegt um jólin. Ég held þaö væri réttast aögefa þvi ■ jólafri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.