Þjóðviljinn - 04.01.1979, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.01.1979, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. janúar 1979 EYÐSLUSAMIR RÁÐHERRAR Anker Jörgensen hefur nú misst einn besta flokksbróöur sinn úr stjórninni. Ritt Bjerregaard kaus heldur aö láta reka sig en borga 1,2 miljónir úr eigin vasa. Stuttu fyrir jól var kennslumálaráðherra Dana, Ritt Bjerregaardi, rekinn úr starfi vegna óhóf legrar eyðslu á utanlands- reisu sinni þar sem hún sat ráðstef nu UNESCO í París. Anker Jörgensen varð æfareiður og skipaði henni að koma strax heim þar sem hún var stödd í Austurlöndum fjær. Hann gaf henni kost á að borga 1,2 miljónir íslenskra króna úr eigin vasa ellegar hætta störfum. Ritt Bjerregaard valdi þann kostinn aö láta reka sig og fannst henni ekki að ferðakostnaður sinn væri óeölilega mikill miðað við það sem gerist með ráöherra. Fjölmiðlar smjöttuöu vel og innilega á þessu máli. Bjerre- gaard er þekkt fyrir takmarka- laust sjálfstraust og dugnaö jafnt af andstæðingum sínum sem stuöningsmönnum. Þarna var hitt á veikan blett og voru teikn- arar blaðanna ólatir við að teikna hina eyðslusömu prinsessu á bauninni. Kynferði ráðherrans var óneitanlega krydd á brand- arann, skrýtla er ekki skrýtla nema vitlausi ökumaðurinn sé kvenmaður. Annars væri aðeins um að ræöa óhapp i umferðinni. Eftir brottrekstur kennslu- málaráðherrans má óneitanlega segja að þar hafi Anker Jörg- ensen misst einn besta og dug- legasta flokksbróður sinn úr rlkisstjórninni. Högg það sem hann hefur greitt spillingunni sannar þó óneitanlega stéttvisi hans sem sósialdemókrata eða hvað? 1 lok septembermánaðar var utanrikisráðherrann úr sam- steypustjórn krata og Venstre I (n.k. framsóknarflokkur), Henning Christophersen, í New York til að sitja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Reisu- kostnaöur hans hefur ekki haft sömu afleiðingar og eyðsla Bjerregaard en tæplega er hægt að segja að þar hafi hann orðiö stétt sinni til sóma (hann er að vlsu Venstre-maður, en ekki krati...) Ef litið er á flugmiða hans kemur i ljós að ekki hefur honum nægt að fljúga á fyrsta farrými hjá SAS heldur kaus hann að fljúga með Concordeþotu sem er 120.000 krónum dýrara. A meðan á dvöl hans stóð I Nýju Jórvlk leigði hann bifreið í félagi viö samráðherra sinn, Lise öster- gaard,og kostaði sá nærri 900.000 Islenskar krónur I fimm daga. Ef við berum þannig saman fararkostnað Ritt og utanrikis- ráðherrans lltur dæmið þannig út. Ritt Bjerregaard: Bllládag: 78.000 kr. Nóttáhóteli: 84.000 kr. Henning Christophersen: Bniádag: 175.000 kr. Nótt á hóteli: 60.000 kr. Utanrlkisráðherrann heldur þvl fram að eyðsla sin eigi sér mun skynsamlegri forsendur en kostn- aður við ferðalag Ritt Bjerre- gaard . Hann sjálfur hafi verið á mikilvægum fundi og haft þörf fyrir öruggt farartæki. Hún hafi hins vegar verið á ósköp venjulegum fundi og séð sjálf um skipulagningu ferðar sinnar. Christophersen lét hafa eftir sér við Ritzaus fréttastofuna að eyðslusemi Bjerregaard væri til háborinnr skammar en seinna hélt hann þvi fram að rangt hafi verið haft eftir honum. Hvorki Anker forsætisráðherra né Bjerregaard fyrrum kennslu- málaráðherra hafa viljaö segja nokkuð um fjármál Christopher- sens utanrlkisráöherra. Þing- maður Fremskridtspartiet hefur þó farið fram á að hann borgaði 450.000 krónur úr eigin vasa en sams konar kröfur til Ritt Bjerre- gaard námu um 1,2 miljónum króna. E.S. Blaö samvinnu- starfsmanna Hlynur Slðasta tbl. Hlyns, — blaðs Landssambands samvinnustarfs- manna, — sem okkur hefur bor- ist, er að verulegu leyti helgað 60 ára afmæli Samvinnuskólans. Þar ritar Reynir Ingibjartsson, formaður Landssambandsins forystugrein um Samvinnu- skólann 60 ára. Birt er viðtal Reynis við Hauk Ingibergsson skólastjóra. Sagt er frá afmælis- ráðstefnu Samvinnuskólans. Reynir Ingibjartsson ritar grein- arnar: Samvinnustarfsmenn flytja I Ugluhóla, Vinnan byggir og Mistök. Birt er myndaopna af kaupfélagsfólki á Suöurnesjum. Sagt er frá ráðstefnu Landssamb. Isl. samvinnustarfsmanna að Bif- röst 23. og 24. okt. sl. Sumarhús og kartöflurækt, Reynir ræðir við Svavar Laxdal á Svalbarðseyri. Kristinn Jónsson ritar Pistil úr Búðardal og Sigurjón Hjartarson á Djúpavogi um Heiðarsel. Fréttir eru af námskeiðum sam- vinnumanna á Austurlandi og birtar myndir frá þeim. Mikill fjöldi mynda er I ritinu. Útgáfustjórn Hlyns skipa: Reynir Ingibjartsson (ábm.), Guðmundur R. Jóhannsson, Gunnar Sigurösson, Bryndis Ellasdóttir og Pálmi Glslason. —mhg Sovésk hjálp tíl rnaiina Nkonios LUSAKA, 2/1 (Reuter) — Táls- maður Föðurlandsfylkingarinnar skýrði frá þvl I dag, að Sovét- menn heföu sent skæruliðum sem aðsetur hafa i Sablu tlu tonn af lyfjum og teppum. Var það sovéski Rauöi lvossinn sem varð við bón þeirri sem Nkomo bar til umheimsins eftir árásir hers Ródeslumanna á flóttamanna- búðir fyrr á þessum vetri. Slðustu árááir þeirra voru gerðar tveimur dögum fyrir jól. Þessi mynd birtist i dönsku dagblaði en hún er tekin i einni krá I Krist- janiu sem nefnist Woodstock. Höfuðin sem sett eru inn I myndina eru af heistu andstæðingum Kristjaniu á danska þinginu. Ef myndin er skoðuð vel má sjá að ólögleg flkniefni eru þar höfð um hönd, en svipur fólksins bendir ekki til annars en að allt sé i himnalagi. Lögreglumadur hand- tekinn fyrir þjófnad í Kristjaníu KAUPMANNAHÖFN — A Þorláksmessu var tuttugu og sjö ára gömlum lögreglumanni stefnt fyrir rétt i Kaupmannahöfn, þar sem hann var sakaður um þjófnaðog ólöglega meðferð hass. Maðurinn er i óeirðalögreglunni sem leggur oft leið sina I Krist- janiu, en einmitt þar mun hann hafa fallið fyrir freistingum Satans. Lögreglumaðurinn á að hafa stolið þremur gullhringjum þegar hann framdi húsrannsókn ásamt vinnufélögum slnum I örk friðar- ins I Kristjanlu. Að sögn hans sjálfs seldi hann gullsmiði einum tvo hringi en hélt þeim þriðja sjálfur. Hann er einnig sakaður um að hafa tekið segúlbandstæki ófrjálsri hendi þar sem hann átti leið um grisastiuna I sömu Kristjaniu. Sama dag gerir hann 18 grömm af hassi upptæk en stingur þeim I eigin vasa. Þarna afsakaði hann sig með að segja að hann hefði verið á leið I jólamat til vina sinna svo hann hefði ekki haft tima til að skrifa skýrslu um málið sama dag. Hins vegar hefði hann ætlað að gera svo daginn eftir, en þá var hann handtekinn. Lögreglumaðurinn hefur verið settur frá störfum um óákveðinn tima. (Information) Athugasemd vegna staöla fyrir mid- stöðvarofna Iðntæknistofnun lslands hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatil- kynningu: Af gefnu tilefni þykir rétt að upp- lýsa eftirfarandi. I júni s.l. var gefinn út staöall „Ofnar fyrir miðstöðvar- og hita- veitukerfi, Stálofiiar ÍST 69.1”. 1 staölinum segir m.a.: „Gerðar eru lágmarkskröfur um efiii, efnisþykkt , þrýstiþol og suðugæði. Um hæfni suðumanna vísast til hæfnisvottoröa Iön- tæknistofnunar Islands (áöur Rannsóknastofnunar iðnaöarins). Staðall þessi nær einnig til próf- ana á varmagjöf stálofna.”. Alkunna er aö staölar eru ekki lög, né hafa þeir lagagildi. Aftur á móti er algengt að byggingaryfir- völd tileinki sér ákveðna staðla, einkum staöla er ná til öryggis og gæða mannvirkja eða hluta þeirraog öðlast þeir þá lagagildi. Liklegt má telja aðsú verði raun- in á einnig hér. Eftírtaldir framleiðendur mið- stöövarofna hafa sent stofnuninni staðfestar prófanir á varmaaf- köstum ofna þeirra er fyrirtækin selja: Ofnasmiðjan hf. Reykja- vík, Vélsmiðjan Oddi hf. Akur- eyri, Runtal-ofnar hf. Reykjavlk, Ofnasmiðja Suöurnesja hf. og Ofnasmiðja Norðurlands hf..Tvö fyrst nefndu fyrirtækin hafa feng- ið staðfestar ofnatölur. Hin fyrir- tækin hafa öll sent inn fullnægj- andi prófunargögn fyrir flestar þær ofnategundir er þeir fram- leiða, en nokkuð skortir þó á hjá sumum þeirra, en mismikið þó. Rætt heftir verið um að Iðntækni- stofnun Islands taki að sér eftirlit með framleiðslugæðum þessara fyrirtækja og er sennilegt að samkomulag náist þar um. Fyrirtækið Skorri hf I Reykjavlk hefur I auglýsingum undanfarið staðhæft að þeirra ofnar uppfylli kröfúr Islenskra staðla. 'Fyrir- tækinu hefur verið bent á að okk- ur sé ókunnugt um aö svo sé og þeir þá væntanlega þeir einu er þaö vita.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.