Þjóðviljinn - 11.01.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.01.1979, Blaðsíða 8
8SÍÐA —ÞJÓÐVILJINN— Fimmtudagur 11. janúar 1979 a/ erfencfum veitvangi Hinir aumu landagleypar Pim fussaöi og sveiaði þegar hann var aö því spurður hvort hugsanlegt væri aö andstæöing- arnir gætu sótt fram til höfuö- borgarinnar Pnom Penh. — Viö eigum okkur dugmikinn byltingarher, sagöi hann, og góöa forystu. Enda þótt Vietnamir beiti flugvélum og brynvögnum og nútima stórskotaliöi og enda þótt þeir fái allskonar stuöning frá Sovetmönnum, þá getur bylt- ingarher okkar útrýmt þeim hvenær sem þeir ganga til atlögu gegn okkur. Þeir starfsmenn Kampútseu- stjórnar, sem fylgdu blaöamönn- unum, voru ósparir á formæling- ar i garö Vietnama. Þeir kölluöu þá „fasista”, „falskommúnista”, „landagleypa” og „vanþakkláta krókódlla”. í samtali blaöamannanna viö Pol Pot, sem var forsætisráö- herra i Phnom Penh þar til um siöustu helgi, kom einnig fram Vietnamskir hermenn meö striösfanga; hver var hlutur þeirra I sigrinum og hverju réöu uppreisnar- menn? hafa um aldir legið I grimmileg- um styrjöldum hver við aðra. Og ýmislegur ágreiningur var svo djúpstæöur, aö byltingarsinnum af þessum þjóöum tókst ekki einu sinni aö ná fullgildri samstööu I baráttu viö franska nýlenduveld- iö né heldur bandariska herinn siöar. Ef aö hér væri einfaldlega um innrás Vletnama og nokkurra leppa þeirra aö ræöa, þá heföi átt aö vera auðvelt aö magna and- stööuna meö þeirri þjóöernis- kennd sem reynist allri stéttar- vitund sterkari þegar á reynir. Túlkanir Hér er semsagt rétt einu sinni enn komiö aö þeirri spurningu sem mest hefur vafist fyrir mönnum að svara meö vissu: hvert var þaö skipulag sem bylt- ingarmenn I Kampútseu reyndu aö byggja upp I landinu eftir aö þeir sigruöust á stjórn Lon Nols áriö 1975? t stuttu máli sagt: þess eru fá dæmi aö bylting hafi orðið fyrir jafn margraddaöri fordæmingu. í Osigur stjórnar Kampútseu bandariskum, sovéskum, viet- nömskum og thailenskum blöðum (svo andstæöur séu nefndar) var uppi höfö svipuö túlkun. Stjórn Kampútseu var blóöug upp fyrir axlir. Þeir sem lengst gengu sögöu, aö nauöungarflutningar, þrældómsvinna og geöþóttaaftök- ur heföu kostað allt aö tvær mil- jónir manna lifiö. Þeir sem tóku upp hanskann fyrir stjórn Kampútseu bentu á þversagnir og stórýkjur I frá- sögnum af mannfalli. Þeir áttu sinar útskýringar á skyndilegum brottrekstri fólks frá borgum 1975 (ill nauðsyn sem stafaöi af mat- vælaskorti). Þeir vildu telja, aö i Kampútseu væri veriö aö gera dæmafáa tilraun meö sóslalisma sem byggöist á algjöru jafnrétti og afnámi markaöskerfis og pen- inga og vildu gefa slíkri tilraun lif. Áróöursstríd Eitt af þvi sem helst magnaöi tortryggni jafnvel velviljaöra manna I garö stjórnar Kampútseu var þaö, aö lengi vel var erlendum mönnum synjaö um möguleika til aö skoöa á- standiö heimildir blaöa voru flestar frá flóttamönnum sem ýmist fóru vestur til Thailands eöa austur til Vietnams. En þegar Vletnamar fyrir um þaö bil ári siöar hófu allmikla árdöursher- ferö til aö sýna fram á aö hin hrottalega stjórnsýsla Pol Pots bæri ábyrgö á grimmdarlegum skyndiáhlaupum yfir landamæri rikjanna, þá sá stjórnin I Phnom Penh sig neydda til aö bregöast til andsvara. Fleiri erlendum mönn- um, sendifulltrúum og öörum, var hleypt inn i landið. Ferö bandarisku blaöamannanna, sem fyrr voru nefndir, þótti allmiklum tiöindum sæta, þvi aö þeir fóru víðar um landiö og hittu fleiri aö máli en aörir höföu gert. Þaö er þvi ekki úr vegi aö llta yfir þann heildarsvip sem skýrslur þeirra bera. Skýrsla sídustu gesta Þau Dudman og Becker komast aö þeirri niöurstööu, aö hvaö sem öllum hrakspám liöur, þá hafi efnahagskerfið I Kampútseu reynst starfhæft. Þetta kerfi, sem þau kenna viö landbúnaöar- kommúnisma, sameign, sam- yrkju, sjálfsnægtabúskap, hafi tryggt fólkinu nægan mat, en fá- breyttan. Þau byggja i þvi efni ekki á ummælum fólks, sem svar- aöi spurningum ósköp vélrænt I desember leið voru tveir bandariskir blaðamenn, Richard Dudmanog Elizabeth Becker á ferð í Kambodiu (Kampútseu) ásamt breska Asiufræðingnum Malcolm Caldwell. Þau komu að bænum Krek í austurhluta lands- ins, en skammt þar frá lá þá víglínan í því stríði sem háð hafði verið um nokkurra mánaða skeið við landamæri Víetnams. Þau hittu þar fyrir ungan herforingja sem kallaði sig Pim og spurðu hann um vígstöðuna. mikiö sjálfstraust. Hann sagöi, aö 95% af landsmönnum væru „góö- ir” i pólitiskum skilningi, og aö fjögur prósent til viöbótar mætti „ala upp aftur” meö lagni. Snögg umskipti Tæpum mánuöi eftir aö þetta var sagt hafa mikil umskipti orö- iö i þessu striöshrjáöa landi. Mik- iö herliö bæöi kampútseiskra stjórnarandstæöinga og Viet- nama hefur sótt hratt fram. Höf- uðborgin er fallin, og ný stjórn manna úr samtökunum Einingar- fylking til frelsunar Kampútseu (EFFK), sem stofnuö voru form- lega á vietnömsku landi fyrir aö- eins um þaö bil mánuöi, hefur tekiö viö völdum. Stjórn Pol Pots er sögö I felum. Hún hefur þegar þetta er skrifaö enn hátt um aö baráttunni sé ekki lokið og muni hún leggja út I skæruhernað gegn hinum nýju valdhöfum. En flestir munu telja mikinn og skjótan ósigur hennar oröinn hlut. r Ihlutun og innanlandsástand 1 sömu mund hefst upp i margs- konar blöðum fordæming á ihlut- un Vietnama. Þar mun i senn hlakkaö yfir þvi aö ein kommún- istastjórn hafi steypt annarri af stóli meö vopnaöri innrás og þvi mótmælt aö sjálfsforræöi þjóöar skuli troöiö um tær. 1 mörgum hægriblööum mun sú fordæming hljóma nokkuö undarlega vegna þess aö þau hafa um langt skeið birt svo skelfilega frásagnir af ástandinu I Kampútseu, aö þær gátu ekki annaö en útbreitt þá skoöun aö réttmætt væri fyllilega aö steypa stjórn hinna Rauöu Khmera meö öllum hugsanlegum ráöum i nafni mannúöar. En nú koma stórveldasjónarmiö til skjalanna. Vietnamar eru banda- menn Sovétrlkjanna og þar meö getur þátttaka þeirra I uppgjör- inu i Kampútseu sjálfkrafa ekki veriö nema af hinu illa. Viö skulum i bili reyna aö sleppa þeim vangaveltum. Viö getum búist við löngum deilum um þaö, I hvaöa mæli hernaöar- sigurinn var verk Vietnama og i hvaöa mæli verk kampútseiskra uppreisnarsveita. Engum dettur i hug aö Einingarfylkingin sem áö- ur var nefnd sé óháö stjórnvöld- Áveitu-framkvæmdirnar voru farnár aö skila árangri. En hve mikiila fórna krafðist hin nýja skipan? um I Hanoi. Samt má þaö vera ljóst, aö hiö skyndilega hrun hers og stjórnar Pol Pots hlýtur aö eiga sér forsendur i þvi ástandi sem skapast hefur I landinu sjálfu. Ef aö stjórn Pol Pots heföi notið þess eindregna stuönings sem hún svo mjög státaöi af, heföi andspyrna hers hennar oröiö lengri og haröari. Hér I blaöinu hafa aö undanförnu veriö rif jaöar upp ýmsar staöreyndir sem varöa fyrri sögu samskipta Viet- nama og Khmera þeirra sem Kampútseu byggja. Þessar þjóöir Pol Pot, fyrir mánuði kvaðst hann geta treyst á 95% iandsmanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.