Þjóðviljinn


Þjóðviljinn - 11.01.1979, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 11.01.1979, Qupperneq 16
DlQÐVIUINN Fimmtudagur 11. janúar 1979 AAalsimi bjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12 og 5 — 7 á laugardögum. Utan þessa tlma er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaös- ins i þessum simum: Ritstjörn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. Skipholti 19, R. \ BUÐIIM simi 29800. (5 linurr"-.*^ , Verslið í sérvershm, með litasjónvörp og hljómtæki Tveir gamalkunnir skiöamenn, þeir Valdimar Ornólfsson og Ólafur Nilsson, prófa nýju skiðalyftuna við vigslu hennar i gær. Stjórnandi lyftunnar er fólksvangsvörðurinn i Bláfjöllum, borsteinn Hjaltason. Ljósm. Leifur. Getur flutt 980 manns á klukkustund Nýja stólalyftan i Bláfjölium var vigð I gær við hátiölega at- höfn á lyftusvæðinu og I Skiöa- skálanum i Hveradölum. For- maöur Bláfjallanefndar, Gestur Jónsson, hélt ræðu við lyftuna, lýsti verkinu og þakkaði þeim sem að gerðhennar hafa staðið. 1 Skiðaskólanum voru einnig flutt nokkur ávörp. Hin nýja stólalyfta i Bláfjöll- um er lang afkastamesta og tæknilega best útbúna lyfta, sem reist hefur veriö hérlendis. Lyftan er i Kóngsgili, miösvæöis i Bláfjöllum, og er skiöaunnend- um kærkomin viöbót viö þær fjórar lyftur sem fyrir eru á svæöinu. Sveitarfélögin sem standa straum af kostnaöi viö framkvæmdir i Bláfjöllum eru auk Reykjavikur Kópavogur, Hafnarfjöröur, Seltjarnarnes, Garðabær, Keflavik ogSelvogs- hreppur. Eins og áður sagöi er stólalyft- an miösvæöis, neöri endastöö niöri á sléttunni noröan megin Kóngsgilsins, en efri endastöö á fjallsbrún. Hægt er aö velja um tvær leiðir niöur, aöra auövelda þar sem brekkan hefur veriö löguö og hina nokkuö brattari . Milli aöalleiöanna aö endastöö- inni er hægt aö skiöa undir lyft- una. Hægt er aö nota lyftuna aö sumarlagi fyrir fólk sem njóta vill Utsýnis af fjallinu eöa hefja gönguferö meö þvi aö taka lyft- una upp á fjallsbrún. Stólalyftan er um þaö bil 700 metra löng og eru i henni niu möstur auk endastööva. 88 tveggja sæta stólar eru i lyft- unni o g á me sta hr aöa getur hún flutt 980 manns á klukkustund. Oryggisbúnaður er allur mjög fullkominn og lyftuhlutar allir galvaniseraðir. Lyftan mun kosta fullbúin 140 miljónir og greiöist kostnaður á tveimur árum i hlutfalli við ibúatölu sveitarfélaganna sem aö henni standa. — ekh JÖTUNN FLUTTUR * 'S.f' ^ Jf LANDSBANKAMÁLIÐ: Ljóst hvernig féð var flutt út úr landinu Rannsóknarlögregla rikisins sendi i gær Landsbankamálið til rikissaksóknara, rúmu ári eftir aö Landsbankinn kærði Hauk Heiðar, þáverandi deildarstjóra ábyrgöardeildar bankans, fyrir meintan fjárdrátt og misferii. t fyrravor lá fyrir að deildarstjór- inn hafðiá sjö ára timabili dregið sér rúma 51 miijón króna sem að núvirði er að sjálfsögðu töluvert hærri upphæð. Rannsókn á afmörkuðum atriö- um tók lengri tima en ætlaö var og var meöal annars aflaö gagna erlendis frá varðandi þaö atriði hvernig deildarstjórinn fór aö koma fénu tlr landi á bankareikn- ing ytra. Aö því er bjóöviljinn kemst næst telur rannsóknarlög- reglan að það sé nú í grófum dráttum ljóst eftir hvaöa leiöum fénuvar komið Ur landi og frekari rannsókn sé ekki i þágu málsins, enda yrði hún æði timafrek. baö er hinsvegar saksóknara aö meta hvort málshöföun á hendur deild- arstjóranum kemur fram nú strax eða hvort óskaö veröur eftir nánari rannsókn á einstökum þáttum málsins. — ekh Kröfur í þrotabú Breiðholts hf: Víða ófært t gær var vetrarriki um allt iand og vegir víða ófærir vegna skafrennings eöa byls. Ágæt færð var þó oröin i nágrenni Reykja- vikur, bæði um Suðurnes, austur fyrir fjall og upp i Borgarfjörö. Fært var austur aö bjórsá en þaöan aö Hvolsvelli var blindbyl- ur og ófært. Aö ööru leyti var hreinsaöur snjór af Austurvegi i gær og búist viö aö hann yröi fær austur í Homafjörö. baöan var reynt aö ryöja vegi austur á firöi en reyndist ekki unnt I nágrenni Breiödalsvikur og Djúpavogs. A Austfjöröum var fært um Fagra- dalsheiöi, Oddsskarö og til Fá- skrúösfjaröar en Fjaröarheiöi var ófær. A NA-landi var blindbylur I gær og litt vitaö um vegi. Einnig var Siglufjaröarleiö og Olafsfjaröar- múli ófær en Noröurleiö fær. A Vestfjöröum var stórum bll- um og jeppum fært austur á Baröaströndogum Kleifaheiöi og I gær var einnig rutt til Tálkna- fjaröar en Hálfdán, Breiöadals- heiöi og Botnsheiöi voru ófærar. Fært var frá ísafiröi til Bolungar- vlkur og stórum bilum til Súöa- vlkur. Reynt var aö ryöja Gilsfjörö, Svlnadal og Heydal I gær on tókst ekki vegna skafrennings. — GFi Holan við Sjómannaskólann sem borinn Jötunn hefur verið að dýpka að undanförnu hefur heppnast velog hefur fengist vatn neðan viö 2000 metra dýpi. Var i gær búið aö fella borinn og stendur til aö flytja hann á móts viöHótel Esju viö Suöurlandsbraut ogdýpka aöraholu þar. Mynd Eik. 126,5 miljónir Skiptafundur eftir helgi Kröfur þær sem komnar eru fram i þrotabú Breiðholts hf. nemanú um 126.500.000.-krónum. Er þá með talin krafa Gjald- heimtunnar I Reykjavik, sem ekki hefur verið lögð fram form- lega, en Gjaldheimtan hafði áður fariö fram á lögtak hjá fyrirtæk- inu fyrir nálægt 60 miljónum. Aðrir stærstu kröfuhafar eru Tollstjóraskrifstofan með tæpar 42 m iljónir króna og Póstgfróstof- an, sem gerir kröfu um tæpa 21 miljón kr. eins og skýrt var frá i bjóöviljanum fyrir skömmu. Unnsteinn Beck borgarfógeti sagöi i samtali viö bjóöviljann i gær, aö ekki heföi enn unnist tlmi til aö skrifa upp endanlegan lista yfir eignir fyrirtækisins. Skipta- fundur verður í þrotabúinu strax eftir næstu helgi og munu for- svarsmennfyrirtækisins þá koma og leggja fram bráöabirgöaupp- gjör. Enn er ekki búiö aö ákveöa hverjum veröur falin endurskoö- un á uppgjörinu, en þaö veröur gert áöur en skiptafundur fer fram, svo aö hægt veröi aö taka strax til viö að endurskoða bók- haldsgögnin Ekki er ljóst, hve margir ibúö- areigendur, sem keypt hafa fbúö- ir sfnar af Breiðholti hf., eiga á hættu að skuldir þrotabúsins falli á íbúöirnar vegna veösetningar. Unnsteinn sagöi að alltbenti til aö i slfkum tilvikum yröu menn aö þola þaö aö veöiö hvDdi áfram á Ibúöinni, og þyrftu þeir þá aö greiða þaö ef þeir ætluöu aö halda henni. — eös Sölusamningar um lýsi og mjöl Samið hefur veriö um sölu á 25 þús. lestum af loönumjöli og 4000 lestum af loðnulýsi, aöallega til Rúmenlu, Bretlands og Ung- verjalands. Fyrstu 11 mánuöi siöasta árs seldust 129 þús. lestir af toönu- mjöli fyrir rúml. 14,3 milj. kr. og 43 þús. lestir af loönulýsi fyrir tæplega 4,5 milj. kr.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.