Þjóðviljinn - 11.01.1979, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 11.01.1979, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN iFimmtudagur IX. Janúar 1979 Seðlar um fasteignamat fylgja nú skattframtals- eyðublöðum: Sparar miljónir króna í burdar- gjöldum Skattaframtalseyöublöðum veröur dreift i hús fyrir og eftir næstu helgi. Sigurbjörn Þorbjörnsson rikis- skattstjóri sagöi i samtali við Þjóöviljann i gær aö seölum um mat á fasteignum frá Fasteigna- mati rikisins væri nú smeygt inn i skattframtalseyöublööin en hing- aö til hafa þeir veriö sendir sér- staklega út. Sigurbjörn sagöi aö þessi ráö- stöfun sparaöi rikinu fleiri milj- ónir i buröargjöld oger þaö gleöi- legur vottur um sparnaö hjá hinu opinbera á þessum siöustu og verstu timum. Þess skal getiö aö leiöbeiningar um skattaframtal frá rikisskattstjóra munu fylgja Þjóöviljanum á morgun. — GFr Cleveland á barmi gjaldþrots CLEVELAND, Ohio. (Reuter) — Borgaryfirvöld i Cleveland leita nú aö kaupendum aö einhverjum eignum borgarinnar, en hún er nú á barmi gjaldþrots. Ef tekst aö selja einhverjar eignir, veröur hægt aö borga skuldir og komast hjá aö segja fjögur hundruö manneskjum upp starfi. Borgarráö hefur samþykkt aö selja eigniraö verömæti 5,23 milj- ónum doDara (166 miljaröir is- lenskra króna). Skuldir borgar- innar nema um 21 miljón dollara. Einnig á aö bregöa á þaö ráö aö hækka skatta svo og aö selja raf- magnsveitu bæjarins, en stefna borgarstjórans Dennis Kucinich var aö nýta þá rafmagnsveitu i staö þess aö kaupa orku af einka- rafmagnsveitu eins og nú er gert. Sú haföi boöiö borgaryfirvöldum aö borga skuldir meö þvi aö láta hina opinberu rafmagnsveitu af hendi. Almenn atkvæöagreiösla um þessar aögeröir fer fram þann 27. febrúar. Sinfónian Framhald af bh;. 6 siöasta starfsán. Hann hefur siö- an 1938 veriö einn af aöalhljóm- sveitarstjórum rikisóperunnar i Hamborg og stjórnaö þar hátt á þriöja þúsund sýningum. Hann hefur stjórnaö óperum og tónleik- um viöa um lönd, einkum i Suö- ur-Ameriku. Frá árinu 1943hefur hann veriö kennari I hljómsveit- arstjórn viö tónlistarháskólann i Hamborg og hafa hljómsveitar- stjórar hvaöanæfa aö sótt mennt- un sina til hans. Pi-hsien Chen. er fædd I Taiwan ariö 1950.Húnhóf pianónám 4ára gömul og kom I fyrsta sinn fram opinberlega þegar hún var fimm ára. NIu ára gömul var hún send til Þýskalands til framhaldsnáms viö tónlistarháskólann i Köln, og tók hún einleikarapróf frá þeim skóla áriö 1970. Aöalkennari hennar var Hans Otto Schmidt. Framhaldsnám stundaöi hún hjá Wilhelm Kempff, Tatjönu Nikola- jewu og Geza Anda. Alþjóöa viö- urkenningu hlaut hún áriö 1972 er hún vann f yrstu verölaun i keppni þeirri, sem kennd er viö Elisa- betu drottningu, og einnig i keppni sem útvarpiö i Milnchen efndi til. Siöan hefur hún leikiö viöa um heim, á fjölda tónlistarhátiöa og meö frægustu hljómsveitarstjór- um og hljómsveitum. 1977 vann hún fyrstu verölaun I Schönberg- keppninni, sem haldin var i Hol,- landi. Þungu fargi Framhald af 1 yfirleitt væri rækjan mun verö- minni út af smárækju eftir ára- mót og til aö geta fyllt upp I kvót- ann yröu þeir aö vera langt fram á vor þegar timi væri til aö fara á annars konar veiöar. Þeir væru þvi frekar vonlitlir um aö ná skammtinum. Hjá Ragnari Helgasyni á Kópa- skeri, en þaöan eru geröir út 6 rækjubátar af þeim 16 sem leyfö- ir eru á Oxarfjaröarsvæöinu, fengum viö þær upplýsingar I gær aö þar væri noröan stórhriö og ekki viölit fyrir bátana aö fara út. Hann sagöi aö skv. athugun Haf- rannsóknarstofnunarinnar virtist irækja vera mjög litil og léleg á 'öxarfiröi. Jón B. Jónasson deildarstjóri i Sjávarútvegsráöuneytinu sagöi í samtali aö seiöi á rækjumiöum væru nú komin langt fyrir neöan þau viömiöunarmörk sem Haf- rannsóknarstofnunin setur og þvi heföu miöin veriö opnuö á ný nema I Steingrimsfiröi. Hann veröur lokaöur áfram. —GFr Færeyingar Framhald af 1 innan færeysku fiskveiöimark- anna og Færeyingum allt aö 17.500 smálestum hér viö land, en þetta er m.a. hagkvæmt þar sem kolmunnagöngur eru á misjöfn- um timum viö löndin. Fjöldi is- lenskra skipa sem stunda veiö- arnar má vera 15, aö jafnaöi, en 17 ef notuö er tveggja skipa varpa. Skulu skip beggja aöila hlita sömu reglum viö sömu veiö- ar. Þá munu islensk og færeysk stjórnvöld efla samvinnu um rannsóknir á loönu og kolmunna og samstarf sin i milli og viö önn- ur hlutaöeigandi lönd um skyn- samlega hagnýtingu kolmunna. Undirrituö var bókun varöandi Leikfélag Mosfellssveitar Græna lyftan Sýningar I Hlégaröi Fimmtudagskvöld kl. 9 Föstudagskvöld kl. 9 Laugardag kl. 5 H aöstööu Færeyinga til fiskveiöa viö Island sem þeir hafa notiö frá 20. mars 1976. Þar er kveöiö á um, aö af heildarafla Færeyinga á !s- landsmiöum skuli þorskafli enn minnka um 1000 lestir, þ.e. úr 7000 smálestum I 6000 smálestir. í bókuninni eru einnig ákvæöi um mjög hert eftirlit meö veiöum og afla færeyskra skipa, þ.á.m. skyldu þeirra til aö koma til hafn- ar til skoöunar ef æskilegt þykir, halda afladagbók og skila sund- urliöuöum aflaskýrslum, marg- háttaöa tilkynningaskyldu, sér- stakan eftirlitsmann Islenskra stjórnvalda er fylgist meö löndun I Færeyjum og kanni aflatölur og fleira. Loks var undirrituö yfirlýsing um aö efnt skuli aö 6 mánuöum liönum til viöræöna um endur- skoöun fiskveiöiheimilda Færey- inga hér viö land, sem gilt hafa frá 20. mars 1976. Samkomulagiö, bókunina og yf- irlýsinguna undirrituöu af íslands hálfu Benedikt Gröndal utanrik- isráöherra og Kjartan Jóhanns- son sjávarútvegsráöherra og af Færeyinga hálfu Atli Dam lög- maöur og Pétur Reinert sjávarút- vegsráöherra. Plastprent Framhald af bls. 9. Plastþrent hf haföi aldrei veriö sakaö um aö setja of fáa poka i pakkningu og bjóst heldur ekki við þvi af öörum. Plastprent hf er fylliiega ljós á- byrgösin gagnvart neytendum og reynir ekki aö skjóta sér undan þvi. Neytendur hafa aö ósekju oröiö fyrir tjóni fyrir mistök, sem Plastprent hf veröur aö svo stöddu aö skrifa á sinn reikning. Núeru liölega 2 mánuöir slðan Plastprent hf leysti út loka- sendingu af þessum erlendu plastpokum, þar sem fyrirtækiö er á ný tekiö til viö aö framleiöa alla sina heimilispoka sjálft, enda eru þeir, eins og könnunin sýnir, komnir á markaöinn. Erlendu pokarnir eru hins veg- ar aö seljast upp i verslunum og skaöinn þvi' skeöur. Veröur hann héöan af ekki á annan hátt bættur þeim, sem um skeið hafa keypt færri poka en þeir greiddu fyrir, en meö tlmabundinni lækkun frá gildandi veröi. Plastprent hf. mun þvi lækka verö á „Plastfix 15” um 10% frá veröskrárveröi næstu 6 mánuöi. Reykjavik, 8. janúar, 1979 F.h. PLASTPRENTS HF Eggert Hauksson, framkv.stj. & KIPAUTf.tRB RlhlSINS Ms. Hekla fer frá Reykjavik miöviku- daginn 17. þ.m. til tsafjaröar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: tsafjörö, Bolungavik, (Súgandaf jörö og Flateyri um tsafjörö), Þingeyri, Patreksfjörö, (Bildudal og Tálknafjörö um Patreks- fjörö) Móttaka alla virka daga nema laugardaga til 16. þ.m. Ms. Esja fer frá Reykjavik föstudag- inn 19. þ.m. austur um land tii Vopnafjaröar og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Vestmannaeyjar, Horna- fjörö, Djúpavog, Breiödals- vik, Stöövarfjörö, Fáskrúös- fjörö, Reyöarfjörö, Eski- fjörö, Neskaupstað, Seyöis- fjörö, Borgarfjörö Eystri og Vopnafjörö. Móttaka alia virka daga nema laugardaga til 18. þ.m. HERSTÖÐVAANDSTÆÐINGAR Herstöðvaandstæðingar ísa- firði! Herstöövaandstæöingar halda fund laugar- daginn 13. janúar kl. 16.00 i Sjómannastof- unni. Asmundur Asmundsson formaöur miönefnd- ar mætir á fundinn, og allir stuöningsmenn hvattir til aö mæta. — Samtök herstöövaand- stæöinga tsafiröi. Móöir okkar Ragnheiður Mölier Reynimel 84 veröur jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 12 janúar kl. 15. Blóm eru vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Menningar- og minningarsjóö kvenna. Magnús Jónsson Hrafn E. Jónsson Friörik Páli Jónsson. Við borgum ekki Við borgum ekki Eftir Dario Fo i Lindarbæ 3. sýn. fimmtudagskvöld kl. 20.30 uppselt 4. sýn. sunnudagskvöld kl. 20.30 Miðasala ILindarbæ kl. 17—19 alla daga og 17—20.30 sýning- ardaga simi 21971 Þrýstum ekki Framhald af 5. siðu. þau frá siöasta sumri varöandi togarakaupin frá Portúgal. Viö höfum þegar gert ráöstafanir til aö viö þau veröi staöið m.a. meö þviaö borga inná smiöaveröiö 3% af kaupveröinu. Þaö er Bæjarút- geröarinnar aö gera þaö upp viö sig meö hvaöa hætti þeir endur- nýja skipakost sinn og þaö er sist hlutverk viöskiptaráðuneytisins aö vasast I þvi. — Hverjar eru söluhorfur á þessum togara ef Bæjarútgeröin kaupir Stálvikurtogarann? Þaö er augljóst mál aö auövelt er aö selja þetta skip, þar sem hér er um óvenjumikla lánafyrir- greiöslu aö ræöa. Einmitt þess vegna heföi manni veriö kært aö Bæjarútgeröin heföi tekiö skipiö. Þaö er ekkert vandamál aö selja skipið, — en getur ekki veriö aö BOR þurfi 2 togara? — Gera ekki þessi góöu kjör innlendum skipaiönaöi erfiöara fyrir? Ég tel ekki aö samningurinn sem fyrrverandi rikisstjórn geröi viö Portúgali hafi veriö geröur af fjandskap viö islenskan skipaiönaö, og ég tel ekki aö hægt sé aö lita á þetta sem fordæmi, þvi ég vona aö viö þurfum ekki aö kaupa togara i hvert sinn sem Portúgalir kaupa af okkur sait- fisk. Þaö er mikil nauösyn á þvl aö tryggja stööu islensks skipa- iönaöar en þaö tel ég þurfi aö gera meö sérstökum skipulögöum ífiÞJÓÐLEIKHÚSIfl MATTARSTÓLPAR ÞJÓÐFÉLAGSINS 8. sýning I kvöld kl. 20. Grá aögangskort gilda. sunnudag kl. 20. SONUR SKÓARANS OG DÓTTIR BAKARANS föstudag kl. 20. KRUKKUBORG Frumsýning laugardag kl. 15 2. sýning sunnudag kl. 15. A SAMA TtMA AÐ ARI laugardag kl. 20. Litla sviðið: HEIMS UM BÓL sunnudag kl. 20.30. Miöasala 13.15 — 20. Simi 1-1200. LFIIKFRIAC, RFYKJAVIKUR LIFSHASKI I kvöld kl. 20.30 sunnudag kl. 20.30. SKALD-RÓSA 75. sýning föstudag kl. 20.30. VALMÚINN SPRINGUR ÚT ANÓTTUNNI laugardag kl. 20.30. Alira siöasta sinn. GEGGJAÐA KONAN t PARIS eftir Jean’Giraudoux þýöing: Vigdis Finnbogadótt- ir. Leikstjórn: Steindór Hjör- leifsson. Leikmynd og búningar: Messiana Tómasdóttir Lýsing: Daniel Williamsson Frumsýning miðvikudag kl. 20.30 UPPSELT Miöasala I Iönó kl. 14. - 20.30. Simi 16620. hætti sem auðvitaö krefst fjár- magns. Iönaöarráöherra hefur nú unniö upp tillögur til úrböta I ' þessum efnum, þar sem gætt er heildarsjónarmiöa eins og vera ber. Eg lit ekki á vandamál Stál- vikur I sambandi viö togara- smlöina sem einangraö mál, heldur sem hluta af heildarvand- anum. —AI HERSTÖÐVAAN DSTÆÐINGAR Happdrætti herstöðvaandstæðinga dregið eftir fimm daga — Gerið skil! Skrifstofan er í Tryggvagötu 10 simi 17966 — Gíró nr. 30 309—7 AGþýöubandalagiö Alþýðubandalagið Akranesi Alþýöubandalagiö Akranesi og nágrenni heldur fund mánudaginn 15. janúar kl. 20.30 I Reyn. Alyktun um herstöövamál. önnur mál. Engilbert Guömundsson mætir á fundinn. Kaffi — mætum öll. — Stjórnin Alþýðubandalagið Hveragerði Alþýðubandalagiö I Hverageröi heldur félagsfund þriöjudaginn 16. janúar i Kaffistofú Hallfriöar kl. 20.30. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Staöa islenskra stjórnmála, stuttar ræöur flytja Garöar Sigurösson og Baldur Óskarsson. 3. Fjárhagsáætlun hreppsins. 4. Málefni kjördæmis- ráös. 5. önnur mál.-stjórnin. Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Félagsfundur Alþýöubandalagiö á Selfossi og nágrenni held- ur félagsfund i Tryggvaskála sunnudaginn 14. janúar kl. 14. Dagskrá: 1. Ræöa: Svavar Gestsson viö- skiptaráöherra. 2. Félagsmálin 3. önnur mál. Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni. Félagsvist Alþýöubandalagiö Selfossi og nágrenni gengst fyrir þriggja kvölda spilavistá næstunni. Spilaö veröur I Tryggvaskála. Fyrst veröur spilaö föstudagskvöldiö 26. janúar næstkomandi. Nánar auglýst siöar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.