Þjóðviljinn - 13.01.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.01.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. janiiar 1979. ÉUmsJón: Guðrún Ögmundsdóttir I Hallgerður Gísladóttir I Kristín Ásgeirsdóttir I Kristín Jónsdóttir É Sólrún Gísladóttir Hvad kosta getnaðarvamir? Hvernig er hœgt að nálgast þœr? Á síðastliðnu ári urðu nokkrar umræður um f ækkun að kanna hvað allar þessar varnir kosta og hvað hér er á fæðinga hérlendis. Orsökin er aukning fóstureyðinga og boðstólum. notkun getnaðarvarna. Jafnréttissíðan fór á stúfana til Make Love — notBabies (Elskisten getiö ekki börn) Plöntur og sítrónur Fátt hefur haft eins afgerandi áhrif á lif kvenna á þessari öld og aukin þekking á starfsemi llkamans og tilkoma öruggra getnaðarvarna sem gera konum kleift aö ráöa sjálfar hvort þær ala börn eöur ei. Aöur fyrr voru konur dæmdar til aö ganga meö hvert barnið á fætur ööru og ólu margar 18—20 börn. Sjaldnast var þess aö vænta aö þau kæm- ust öll til manns, hungur og sjúkdómar herjuöu, enda barnadauöinn mikill. Ekki er okkur kunnugt um aö neinar getnaöarvarnir hafi þekkst hér á landi fyrr á öldum, en heim- ildir höfum viöfrá Noregi um aö þar hafi fólk notað plöntuhluta og hálfar sitrónur sem hettur, en aö öllum likindum var örygg- iö ekki mikiö. Eins voru búnir til smokkar úr görnum dýra llkt og viö bjúgnagerö. Gömul kona sagöi okkur aö þegar hún var aö alast upp um aldamótin hafi ungar stúlkur vitaö þaö eitt um kynferöismál- in aö færu þær á eintal viö karl- mann, fylgdi barn i kjölfariö. Þvi varö aö foröast allt slikt, þar til komiö var i hjónasæng- ina. Nú er öldin önnur, viö státum af lægsta barnadauöa i heimi og fæöingum fer fækkandi, en enn- þá er barnadauði mikill I heim- inum og mannfjölgunin meiri en nokkru sinni. Hitt er verra aö kynllfsfræðsl- an er öll I molum hér á landi, jafnt I skólunum sem á heimil- unum. Okkur er tjáö aö flestir kennarar hlaupi á hundavaöi yfir kaflann um kynllfiö I heilsu- fræöinni, þó aö hann segi reynd- ar harla fátt og enn hefur ekki veriö gefiö út handhægt efni fyr- ir kennara, þrátt fyrir ný grunn- skólalög og lög um kynlifs- fræðslu. Hvert getur fólk þá leitaö tii aö fá fræöslu? Hvaöa getnaðar- varnir eru á markaönum? Hvað kosta þær og hvernig er hægt aö nálgast þær? Okkur lék forvitni á aö fá svör viö þessum spurn- ingum svo og ýmsu ööru sem drepið veröur á hér á eftir. Kynfræðsludeild Að sjálfsögöu getur hver og einn ieitaö til sins heimilislækn- is um fræöslu og ráöleggingar og sjálfsagt notfæra margir sér þaö. Þar fyrir utan er aöeins um aö ræöa kynfræösludeildina á Heilsu verndarstööinni i Reykjavík. Þar er hægt aö fá bæklinga um getnaöar- varnir og viötal viö hjúkrunar- fræöinga og lækna eftir þvi hvers eðlis vandamálin eru. Þar er einnig hægt aö fá getnaðar- varnir og þungunarpróf. öll fræösla er ókeypis fyrir Reyk- vikinga en utanbæjarmenn veröa aö greiöa gjald. Hins veg- ar kostar þungunarpróf 2500 kr. eöa sama og á spltölunum. Hjúkrunarfræöingur sem viö hittum þar á deildinni sagöi okkur aö mikiö væri leitaö til þeirra þann tima sem opiö er á mánudögum milli 5 og 6.30. Þaö eru einkum konur sem leita ráöa, karlmenn eru heldur fá- séöir, kom t.d. aöeins einn s.l. mánudag, en 27 konur. Hún sagöi aö sifellt væri meira um aö fólk kæmi til aö ræöa sin kyn- llfsvandamál frekar en aö fá fræöslu. Sagöi hún það reynslu þeirra aö vanþekking kvenna á starf- semi llkamans væri mikil, margar þekktu ekki tiöahring- inn, eöa hvernig legiö, eggja- stokkarnir og eggjaleiöararnir vinna og eru staðsett I líkaman- um. Þetta á sér auðvitaö þær or- sakir aö lengi vel hafa allar um- ræöur um þetta veriö nánast tabú og sáralitið er til á islensku sem veitir haldgóöar upplýsing- ar. Þó má til dæmis benda á kennslubók I liffræöi sem kennd er I menntaskólum eftir P.B. Wiesz (II hefti, Iöunn) þar sem nokkuö góöir kaflar eru um kyn- færi karla og kvenna. Einnig getum viö glatt lesendur meö þeim fréttum aö nú er unniö kappsamlegaaöþýöinguog staö- færslu dönsku bókarinnar „Kvinde kend din krop” og er ekki aö efa aö mikill fengur veröur aö henni. Hvað er á boðstólum? Viö brugöum okkur I apótek til aö kynna okkur hvaö væri þar á boöstólum. I öllum lyfjaversl- unum bæjarins er nú mikiö úr- val af smokkum I öllum regn- bogans litum. Þeim er komiö fyrir á áberandi stööum, I statlf- um eöa I afgreiðsluboröinu, þannig aö ef einhver er feiminn og þorir ekki aö nefna hlutinn slnu rétta nafni, er bara hægt aö benda. Til gamans má geta þess aö smokkarnir bera fögur og virðuleg heiti eins og „Black Knight” (svarti riddarinn), „Black Shadow” (svarti skugg- inn, „Black Cat” (svarti köttur- inn) og „Fiesta” (hátiöin). Enn sem komiö er fást ekki aörar getnaöarvarnir fyrir karlmenn, en nýlega bárust fréttir frá Kina um aö þar væri komin á markaö pilla fyrir karla sem ekki heföi neinar aukaverkanir. Nú eru Banda- rlkjamenn aö kanna máliö, en þaö fylgdi fréttinni aö karlarnir væru heldur tregir til ab reyna pilluna. Verö á smokkum er þetta frá 205 kr. (3 stk.) upp I 280 kr. (3 stk.). Einnig fást pakkar með 10 stk. á 2795 kr. Smokkar eru tald- ir vera um 92%—94% öruggir. Ef viö hugsum okkur karlmann sem aö staöaldri notar smokka og hefur samfarir þrisvar I viku, kostar þaö hann pakka á viku eöa rúmlega 14000 krónur á ári á núverandi verölagi. Þaö er nokkuð vel sloppiö eða hvaö? Konan sér um varnimar Venjulegast kemur þaö I hlut konunnar að sjá um varnirnar. Fjölbreytnin er mun meiri á getnaðarvörnum fyrir konur. Fyrst nefnum viö P—pilluna. Hún fæst gegn resepti. 1 bæk- lingi landlæknisembættisins er taliö aö nálægt 10.000 konur neyti pillunnar(1978)hér á landi. Tegundin Microgyn sem er einna algengust kostar 1120 kr. hver mánaðarskammtur. Þriggja mánaöa skammtur kostar þá 3360 kr. + 250 kr. til læknis + 100 kr. til apóteksins. A einu ári verður þaö 14.480 kr. Miklar umræöur hafa fariö fram um aukaverkanir sem pillunni fylgja og eru menn ekki á eitt sáttir.enda fátt veriö sann- aö ennþá svo óyggjandi sé; þó er taliö aö nokkur dæmi séu þess aö konur hafi fengið blóötappa eftir notkun pillunnar. Konur I Danmörku hafa staöiö I mála- ferlum við framleiöendur pill- unnar vegna þessa, en hefur gengiö illa aö þoka málinu áfram. Hins vegar er pillan langsamlega öruggust allra getnaöarvarna, um 99%. Þá er næst aö nefna lykkjuna. Hún er talin vera 97%— 98% örugg. Læknir veröur aö koma henni fyrir og kostar sú aögerö 9000 kr. hjá sérfræðingi en 5000 kr. á kynfræösludeildinni. Meö- al kvenna fer ýmsum sögum af lykkjunni og lykkjubörnum; sumar fá miklar blæöingar og slæma verki, en aö sögn lækna stafar þaö oftast vegna þess að lykkjan passar ekki eöa þá aö legið er of þröngt eöa skakkt. Hettan fæst I apótekum og kostar 2165 kr., með henni er notaö sæðisdrepandi krem á 814—1480 kr. Læknir verður aö mæla með hettunni og finna rétt númer. Hettan hefur þann ókost (finnst sumum) aö henni veröur aö koma fyrir á undan hverjum samförum. Hún er talin vera um 90% örugg. Þetta férnt sem nú hefur verið nefnt er þaö al- gengasta sem er á markaðnum, en þar fyrir utan fást stautar, froöa og spray sem eru sæðis- drepandi og eru talin um 80% örugg. Iðnaðurinn blómstrar En þaö er önnur hliö á þessu máli sem snýr aö konum. Þaö erublæðingarnarsemá hverjum mánuöi kosta sitt. Viö könnuö- um verð á dömubindum og töppum I þessu sama apóteki. Tappar kosta frá 225—255 kr. (10 stk.) og dömubindi 260—490 kr. (10 stk.). Viö reiknuöum út aö þaö kostar konu sem notar u.þ.b. pakka á mánuöi 3120—5880 kr. aö hafa blæðingar á ári. Og ef viö áætlum aö um þaö bil 50.000 konur hafi blæö- ingar á tslandi þá gerir þaö 156—294 miljónir á ári. Þarna er um stóran og öruggan markaö ræða, enda hafa auglýsendur notfært sér þaö svo sem sjá má á auglýsingaskruminu I dönsk- um kvennablööum. Þar er lögö áhersla á aö gæði vörunnar séu helst þau að þaö sjáist ekki aö konan sé á túr. Þú getur farið 1 sund og hlaupiö um segir I aug- lýsingunum. Konur eiga alltaf aö fela þennan þátt llkamsstarf- seminnar, enda búum viö enn aö þeirri fornu hugmyndafræði Gyöinga aö konan sé óhrein meöan á blæðingum stendur. Þess er hins vegar aldrei getiö aö þessir lausnarar kon- unnar, tapparnir, þurrka upp slimhúðina, blóöiö er lengur innan likamans og þar getur myndast gróörastia fyrir bakte- riur. En hver er ekki máttur auglýsinganna þegar gróöinn er annars vegar? Blaðberabíó Varist vætuna, Aðalhlutverk Jackie Gleason. Sýnd kl. 1. eh. i Hafnarbiói, laugardaginn 13. jan. Þjóðviljinn, Siðumúla 6. simi 81333.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.