Þjóðviljinn - 13.01.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.01.1979, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. janúar 1979. — ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 En hafa ber í huga að byltingar krefjast fórna og sá kraftur sem braust út í menningarbylt- ingunni hefur eflaust sópað burt einhverjum fyrir litlar eða jafnvel engar sakir Asta Kristjánsdóttir og Tryggvi Harðarson Réttarfar í Kína Þaö sem ýtti viö okkur aö skrifa Þjóöviljanum „málgagni sósialisma, verkalýöshreyf- ingar og þjóöfrelsis” var „klippt og skoriö” miöv.d. 29. nóv. 1978. Þaö er litillega fjallaö um mannréttindi og réttarfar i Kina, klippt og skoriö af áb. Tvöfeldni allsstaðar Vitnar áb. þar m.a. í skýrslu Amnesty International um Kina og birtir aftökutilkynningu frá Hæstarétti alþýöunnar i Guang- dongsýslu. Er ekkert nema gott um þaö aö segja og vissulega fréttnæmt. Hitt er verra aö áb. blandar saman upplýsingum Amnesty og vægast sagt afar óáreiöanlegum heimildum frá APN i grein sinni. Vart veröur þaö Amnesty til framdráttar. Eigi svo aö skilja aö viö teljum ekki sjálfsagt aö vitna i hvaöa heimildir sem vera ber, en viö héldum þó aö Þjóöviljinn væri ekki eitt af svokölluöum „frjálsu, óháöu dagblööum” og bæri þvi aö stunda gagnrýna blaöamennsku i þágu þeirra er hann kennir sig viö. Ekki er langt siöan Þjóöviljinn fetti fingur út i óábyrga frétta- mennsku DB, þar sem DB birtir gagnrýnislaust frétt frá vesæl- um landa, hvar hann hælir sér af því aö senda byssukúlur I bak bræöra vorra i S-Afriku. Rannsóknarblaða- mennska Ab. vitnar i APN þar sem fram kemur hörö gagnrýni á fréttamenn Vesturlanda I Kina. Þeir eru sagöir loka augunum fyrir þvi sem er aö gerast 1 Kina. Ab. tekur undir þaö. Nokkuö hörö gagnrýni á starfs- félaga hans sem áb. hefur þó byggt á i mörgum greina sinna. Þó höldum viö aö blöö eins og t.d. Le Monde geri meiri kröfur um ábyggilega fréttamennsku en annars ágætur Þjóöviljinn. Nú á dögum rannsóknarblaöa- mennsku eru fréttamenn á Vesturlöndum fljótir aö fjúka, ef þeir standa sig ekki i sam- keppninni. Enda er þaö svo aö vestrænir fjölmiölar hafa nær undantekningalaust veriö á undan starfsbræörum sinum I Sovétrikjunum meö fréttir frá Kina. Nóg um þaö. Dauðarefsing í Kína Dauöarefsing er enn viö lýöi I Kina. Henni fylgir sú skilyrðis- lausa krafa um aö hún sé opin- beruö fyrir almenningi. Þaö er gertmeöþviaö upp eru fest „bú gá” (þ.e. veggspjöld sem til- kynna dauöadóm) og er þar til- kynntur glæpur (glæpir) og fyrirhuguö refsing hins dæmda. Þá er og ekið meö dæmda um götur viökomandi borgar. Fer þaö yfirleitt rólega fram. Oft gengur þó fólk á eftir þeim dauöadæmdu þar sem ekiö er með þá um strætin og sýnir meö þvi þögult samþykki sitt á fyrir- hugaöri refsingu. Eru þaö yfir- leitt aöstandendur og vinir fórnarlambs viðkomandi glæpamanns. Dauöadómur þýöir þó ekki alltaf dauöarefs- ingu A „bú gáum” er strikað yfir nafn dæmda meö rauöum krossi þar sem fyrirhugað er aö fylgja dauöadómi. Sé þaö ekki breytist dauöadómur i ævilanga fangelsisvist. Dauöarefsing er talin ill nauðsyn i Kina og reynt að forðast hana. Dauðarefsingu er yfirleitt ekki beitt nema um morðingja eöa fööurlands- svikara sé aö ræöa. Dauöa- dæmdum er oft gefinn kostur á að betrumbæta sig og staöa þeirra endurskoöuð með tilliti til þess. Þaö gefur auga leiö að i 900 miljón manna samfélagi finnast óforbetranlegir glæpa- menn þó deila megi um rétt- mæti dauðarefsingar. „Mádún" Kinverska oröiö „má” þýðir spjót en „dún” skjöldur. Standi þau saman þýöa þau mótsetn- ing. Gömul kinversk saga segir frá þvf hvar vopnabraskari nokkur stendur á götuhorni og hrópar ýmist: „Spjót til sölu sem enginn skjöldur fær staö- ist” eöa „Skildir til sölu sem ekkert spjót fær klofiö”. Eitt- hvaö þótti vegfarendum at- hugavert við hróp vopnasalans og upp frá þvi þýddi „spjót- skjöldur” mótsetning. Eftirfarandi klausa út tilvitn- um áb. I fréttabréf APN minnir óneitanlega á söguna um vopna- braskarann. „Skrár meö nöfn- um hundraöa manna, er teknir hafa veriö af lifi, birtast enn i kinverskum borgum. Og likt og áöur er ekiö meö þá, sem dæmdir hafa veriö til dauöa, um göturnar almenningi til sýnis. Eaunverulegri tölu fórnarlamba þessa fjöldaof- beldis er leynt fyrir almenn- ingi”. Hálf kjánalegt að halda þvi fram i sömu andrá aö allar aftökur séu tilkynntar opinber- lega og samt sé verið aö fela tölu dauðadæmdra. Geðbilun Sovéska ráöamenn viröist skorta nokkuö dómgreind til aö dæma um hverjum beri vist á geðveikrahælum. Ab. lætur sig þó ekki muna um aö vitna at- hugasemdarlaust i geöveikis- legar lygar APN um þjóöernis- minnihluta Kina. Dæmi: „Heilu þorpin standa mannauö eftir i kjölfar reglulegra „hreinsunar- aögeröa” sérstakra dauöa- sveita”. Og áb. lætur sér nægja aö segja Sovétmenn ekki barn- anna besta sjálfa. Þetta eru ein- hverjar hinar makalausustu lygar um Kina hin slöari ár. Ekki furöa þótt APN harmi ab vestrænir f jölmiðlar hafi látib af mesta lygaáróörinum um Kina. Enn segir i fréttabréfi APN: „Menning þeirra er upprætt og þeim sjálfum útrýmt”. Er þaö ekki I fyrsta skipti sem sú lyga- þvæla heyrist. En það vill svo nú til aö við höfum kynnst hér i Peking-háskóla nokkrum Tibet- búum og annað okkar á . bekkjarfélaga frá Sin Kiang. Attu þeir þaö allir sameiginlegt aö þegar þeir komu hér til háskólanáms, aö þá kunnu þeir litt eöa ekkert i kinversku. A sama tima er þvi haldið fram af sumum, aö verið sé aö útrýma móöurmáli þeirra. A hvaöa máli skyldu þeir hafa lært til háskólanáms? Fyrir þá, sem ekki vita skal það tekiö fram, aö stærstu þjóðernisminnihlutahóparnir innan kinverska Alþýöulýð- veldisins hafa sjálfstjórnar- svæöi. T.d. Tibetar, Innri- Mongólar, Sin Kiangbúar og Ning Sja múslimir. Njóta þessi sjálfstjórnarsvæöi ýmissa sér- réttinda varöandi trúarbrögö efnahagsmál og þjóðlegar venjur. Einnig kemur fram i stjórnarskrá Kina aö minni- hlutahópar hafi fullan rétt til aö þróa sina eigin tungu, jafnt rit- mál sem talmál. Kremlherrar skyldu lita sér nær. Okkur skilst, aö þeir hafi þurrkaö út úr stjórnarskrá sinni aö innan Sovétrikjanna fyrir- finnist þjóöernisminnihluta- hópar. Skýrsla Amnesty Litum nú aöeins á upplýs- ingar Amnesty, sem eiga ekkert skylt viö rögburö APN. Þar er sagt aö „löggjöf sú sem geri ráö fyrir fangelsum manna af póli- tiskum orsökum sé mjög óskýr og gefi möguleika á vlðtækum geöþóttahandtökum”. Utan Kina er lltið vitaö um klnverskt réttarfar þvi miöur og þvi margt óskýrt og gefur mögu- leika til misskilnings. Þá er og gagnrýnt aö i kinversku stjórnarskránni er gert ráð fyrir „aö menn séu sviptir þegn- legum rétti á grundvelli „stéttarlegs uppruna” einum saman”. „Alræöi öreiganna” er kannski ekki i tlsku á siöum Þjóöviljans lengur, en ööru máli gegnir hér i Kina. Jarðeigna- aöall og stórkapltalistar sem boriö höfðu ábyrgð á kúgun miljóna manna og dauöa þeirra I mörgum tilfellum, fengu ekki aö setjast viö sama borö og al- menningur aö byltingu lokinni. Það er alveg á hreinu. Og margir þeirra voru sendir I sveitina til aö yrkja jöröina og aðrir I verksmiöjur. Þaö þykir ef til vill ómannúölegt út frá lýö-. ræðissiðgæðisvitund Vestur- landabúa, en annaö gildir þar sem almenningur hefur veriö barinn og sveltur um aldaraöir. Og fram á miöja þessa öld var almúginn réttdræpur af þeim sem meira máttu sin. Þetta lifir enn I hugum fólks og þaö er þvi ekki tilbúið ennþá aö afnema dauðarefsingu. En breyttar aö- stæöur breyta manninum og stéttir liöa undir lok. Vel má og vera, aö fangar sumstaöar i Kina liöi einhvern skort. En þess ber aö gæta aö sum héruö Kina eru æöi fátæk ennþá og hafa þar margir litlu aö brenna og blta þó ekki svelti. Mistök geta alltaf oröiö I hvaöa réttarkerfi sem er. Svo sannar- lega hafa Kinverjar gert sin mistök og þau sum slæm. En hafa ber i huga aö byltingar krefjast fórna og sá kraftur sem braust út i menningarbylt- ingunni hefur eflaust sópaö burt einhverjum fyrir litlar eöa jafn- vel engar sakir. Þaö er aö sjálf- sögöu slæmt, en svo vill oft fara þegar tvær sterkar stefnur eigast viö og taka þá bara af- stööu hvor hafi réttinn sin meg- in. Annars eru Klnverjar til- búnir aö viðurkenna aö margt hafi farið úrskeiöis i sinu réttar- kerfi. Þaö skilur meö feigum og ófeigum. Þaö sem mestur skiptir Og svo viö vitnum nú i áb. sjálfan og persónulegan: „En þegar allt kemur til alls er þaö einn sannieiki sem mestu skiptir: og þaö er sannleikurinn um sjálfa hina pólitisku fanga eða samviskufanga og hlut- skipti þeirra”. Tökum viö heils- hugar undir þau orö áb. En það verður ekki gert meö þvi aö blanda saman nokkuö staö- góöum upplýsingum Amnesty og lygaáróöri APN Asta Kristjánsdóttir Tryggvi Haröarson. Athugasemd um Kína Þar sem nokkuð er liöiö slðan Klipp þaö birtist sem íslenskir námsmenn i Kina vitna til er rétt aö minna á eftirfarandi. Ivitnanir i grein frá APN voru til færöar ekki vegna þess aö sú fréttastofa þyki sérlega áreiðanleg, heldur til aö minna á ákveönar þversagnir i sovésk- um málflutningi. Hann er al- gjörlega bundinn þvl hvernig vindur blæs I utanrikismálum: þegar sambúðin viö Klna er stirö þá eru mannréttindi þar fótum troöin, þegar sambúöin er góö þá er ekki á slik mál minnst. Þetta átti öllum aö vera ljóst. Þaö er mikill misskilningur að IKlippihafi veriö gagnrýndir hart vestrænir fréttamenn i Kina. Um þaö mál segir aöeins þetta: „Þaö er nokkuö til í þvl aö vestræn blöö haga seglum eftir pólitiskum vindum 1 mannrétt- indamálum I rikari mæli en menn gera sér almennt grein fyrir. Þaö er rétt aö meöan Kln- verjar voru taldir fjandmenn Bandarikjanna og vinir Rússa þá var þeim allt fundiö til for- áttu, en eftir aö veður breyttust hefur Klna haft mjög góöan byr i borgaralegum fjölmiðlum”. AB Kampútsea: Loftárásir á flugvelli BANGKOK, 12/1 ( Reuter ) — Enn er barist i Kampútseu og munu bardagar ihilli hermanna Pol Pots annars vcgar og Eining- arfylkingar og Vietnama hins vegar vera aöallega I tveimur borgum. Loftárásir voru geröar á flug- völlinn viö Siem Reap en hann er aðeins þremur km sunnan viö hiö heilaga Angkor Wat-hof. Flug- völlurinn I Battambang varö einnig fyrir loftárásum, en Batt- ambang var önnur stærsta borg landsins fram aö 1975. Aö sögn hermanna Pol Pots réöust Einingarfylkingarmenn á Battanbang frá noröri. Einnig hafa hermenn hinna nýju vald- hafa farið fram hjá Siem Reap i áttina aö Sisophon sem liggur i 50 km fjarlægö frá landamærum Tælands. Ieng Sary varaforsætisráö- herra úr stjórn Pol Pots er nú kominn til Klna ásamt Yun Yat fyrrum upplýsingaráöherra en hún er gift Son Sen fyrrum varn- armálaráöherra. Þau fóru frá borginni Poipet I þyrlu til Bang- kok, en þaöan meö áætlanaflugi til Hong Kong þar sem þau gistu I nótt. Feröinni var haldiö áfram I dag og var þá ekiö I bil til Klna. Fimm utanrlkisráöherrar Suö- austur-Asiurlkja þinga nú I Tæ- landi vegna ástandsins i Kam- bodlu. Tælendingar búast nú viö nýjum straumi flóttamanna og er byrjaö aö undirbúa flóttamanna- búðir. Nú þegar eru 180 Kampút- Framhaldá bls. 18 VEISTU... . . . .að árgjald flestra liknar- og styrktar- félaga er sama og verð eins til þriggja. sigarettupakka? Ævifélagsgjald er al- mennt tifalt ársgjald. Ekki hafa allir tima eða sérþekkingu til að aðstoða og likna. Við höfum hins vegar flest andvirði nokkurra vindlingapakka til að létta störf þess fólks sem helgað hefur sig liknarmálum. AUGLÝ SINGASÍMI ÞJÓÐVILJANS ER V. 81333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.