Þjóðviljinn - 13.01.1979, Síða 10
10 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Laugardagur 13. janúar 197».
Neskaupsta&ur I vetrarbúningi
— Þaö er mun viturlegra aö viö
tökum okkur bilferö um bæinn,
meöan bjart er tii ljósmyndatöku,
heldur en aö setjast niöur og ég
fariaö þylja yfir þér um þaö sem
viö erum aö gera, viö skulum
bara lfta á þetta, sagöi Logi
Kristjánsson bæjarstjóri i Nes-
kaupstaö er blaöamaöur Þjóövilj-
ans baö hann segja frá þvi helsta
sem þar er á döfinni eöa unniö er
aö um þessar mundir. Og lagt var
af staö i bilferöina og viöa stopp-
aö til myndatöku, eöur þá aö Logi
haföi frá einhverju skemmtilegu
aö segja.
Ótæmandi verkefni
— 1 bæjarfélagi eins og Nes-
kaupstaö eru verkefni bæjar-
stjórnar óþrjótandi og þaö er al-
veg sama hve vel er haldiö á
spööunum; verkefnaskráin verö-
ur aldrei tæmd. Þegar bæjarbú-
um fjölgar þarf aö stækka skól-
ana, sjúkrahúsiö og ýmsar aörar
þjónustustofnanir.Núsemstendur
er viöbygging viö sjúkrahúsiö
stærsta verkefniö hér. Þaö kostar
aldrei undir hálfum miljaröi aö
Ijúka þessari viöbyggingu, sagöi
Logi um leiö og viö stoppuöum
fyrir framan sjúkrahúsiö til
myndatöku.
Þar skammt frá er svo veriö aö
byggja annaö stórhýsi, hvaö er
þaö?
— Þetta er fjölbrautaskólahús
uppá 1350 ferm. sem er meira
húsnæöi en allir aörir skólar hér
hafa til samans. Viö erum þegar
komnir meö 2 bekki i fjölbraut i
bóklegu námi, en þaö verklega
kemur, þegar þetta nýja húsnæöi
veröur tekiö í notkun. Viö erum
meö iönskóla hér i Neskaupstaö,
þann eina á Austurlandi og hann
mun falla undir fjölbrautaskól-
ann þegar nýja húsnæöiö veröur
tekiö i gagniö.
Númer 3 á verkefnalistanum er
svo gatnagerö, þaö er lagning
varanlegs slitlags á götur. 1 fyrra
lögöum viö varanlegt slitlag á
tæpa 2 km. og næsta sumar er
fyrirhugaö aö ieggja slitlag á um
1500 m. kafla.
— Nú skulum við skreppa og
skoöa nýja ibúöahverfið. Bygging
ibúöarhúsnæðis hér hófst 1973 og
hér hefur veriö byggt siöan. Viö
eigum eftir nokkuö af lóöum hér
og einnig höfum viö veriö aö út-
hluta nokkrum lóöum inni gamia
bæjarhlutanum; þar hefur á liön-
um árumoröiðeftir einogeinlóð.
Nú eru þær aö mestu búnar og
þegar lóðir hér i nýja hverfinu
þrýtur, er svæði hér utar, sem
fyrirhugaö er aö taka undir Ibúö-
arhúsnæöisbyggingar. Þaö er tal-
iö aö viö eigum hér lóðir fram að
aldamótum.
Siöan var haldiö enn utar, eöa
eins langt og bilvegurinn náöi.
— Hér erum viö komnir aö fólk-
vanginum hansHjörleifs. Þaö var
áriö 1972 sem Hjörleifur Gutt-
ormsson kom þvi I gegn aö þetta
svæöi yröi gert aö fólkvangi og
'mun þetta vera fyrsta svæöiö á
landinu sem tekiö er undir fólk-
vang.
í gamla bænum
Þvi næst var haldiö niöur i
gamla bæinn.
— Sjáöu húsiö þarna, þetta er
elsta húsiö sem enn stendur i Nes-
kaupstaö. Þaö var byggt af Ola Ib
Hansen hér inná strönd 1881 eöa
1882 en siöan flutti Sveinn
Stefánsson kaupmaöur þaö hing-
aö tii Neskaupstaöar 1885. Fyrst
notaöi hann þaö sem verslunar-
húsnæöi, en siðan var þvi breytt i
ibúöarhús og enn er búiö i þvi.
Þarna eru i þyrpingu nokkur
gömui falieg hús og þvi var Logi
spuröur um varöveislu gamalla
húsa I Neskaupstað.
— Nú sem stendur er veriö aö
vinna aö aðalskipulagi Neskaup-
staöar og viö leggjum áherslu á
aö reyna aö varöveita gömul og
söguleg hús og aörar þær min jar,
sem telja má aö hafi gildi i fram-
tiöinni. Sjáöu fjöruna hérna meö-
fram gamla bænum; hana ætlum
viö aö varöveita óspillta. Hér er
tiltölulega litiö um svæöi I bæn-
um, þar sem hægt er að ganga
niöur I fjöru. Þess vegna ætlum
viö aö varöveita þetta fjörusvæöi
og nokkra gamla skúra sem
þarna eru ogminna á liöna tima i
útgeröarmálum hér. Nú er verið
aö gera viö elsta bátinn sem gerð-
ur hefur veriö út frá Neskaupstaö
ogenn er-til oghann ætlum viðaö
varöveita. Annars á ég ekki von á
þvlaöhér veröikomiö upp minja-
safni. Astæöan er sú, aö reyna á
aö skipta söfnum niöur á staöina
hér á Austfjöröum og er þegar
risiö hér myndarlegt náttúru-
gripasafn, san er verk Hjörleifs
Guttormssonar.
Myndarleg atvinnufyrir-
tæki
— Núskulum viö akainneftir oe
lita á smábátahöfnina og at-
vinnufyrirtækin. Hérna er frysti-
hús Sildarvinnslunar og þama
séröu loðnubræösluna, sem er al-
veg ný; var reist eftir snjóflóöiö
1975 sem eyðilagöi þá sem fyrir
var. Og þarna séröu nýju smá-
bátahöfnina, hún er sérlega góö,
þessi renna sér til þess aö hafrót
og stormur hefur engin áhrif innl
höfninni. Og þarna innl dalnum
eru 13 sveitabýli. Þau sjá okkur i
bænum fyrir mjólk,og eins og þú
sást áöan er mjólkubú inni bæn-
um. Viö höfum áhuga fyrir sam-
einingu sveitarinnar viö Nes-
kaupstaö, en bændur eru ekki á
sama máli ennsem komið er. Ef
viö svo ökum hér aðeins uppl
hllöina sést vel yfir bæinn.
Þaö var svo gert og mikiö rétt,
útsýni yfir Neskaupstaö er ægi-
fagurt þaöan.
Vel tekið
Nú snúum viö talinu aö Loga
sjálfum og spyrjum hann hvernig
honum, aökomumanninum, hafi
veriö tekiö sem arftaka Bjarna
Þóröarsonar sem var bæjarstjóri
i Neskaupstaö i 23 ár?
— Mjög vel. Mér hefur likað af-
buröa vel i Neskaupstaö oghérer
gott aö vera bæjarstjóri. Mér hef-
ur likaö afar vel viö þaö fólk sem
ég hef unniö meö og get sagt þaö
meö sanni aö ég hef ekki veriö i
skemmtilegri skóla en þessu
starfi. Þaö segir kannski mikla
sögu um þaö hve góður bæjar-
stjóri Bjarni Þóröarspn var, hve
létt var fyrir mig aö setjast I sæti
hans.Aukþess sem hann hjálpaöi
mér óendanlegamikiö til aö by-rja
meö, meðan ég var aö komast
inni starfiö. Alltaf var hægt aö
leita til Bjarnaoghannkunni skil
á öllu. Eins er þaö aö hópurinn
sem vinnur hér meö mér er sér-
legagóöur og samvinna uppá þaö
besta; ég hef sannarlegaekki yfir
neinu aö kvarta. Hitt er annaö
mál, aö ég hef mikiö aö gera,
starfiö er annasamt og ekki til
hvildar eöa hressingar. Vinnu-
dagurinn er oft langur og hér
vinna menn þegar þarf aö vinna.
Hræsni svefnbæjanna
Oft heyrir maöur talaö um
Eeykjavikurvaldiö þegar maöur
kemur út á land; er þaö svo aö um
óeölilegt Reykjavfkurvald sé aö
ræöa?
— Alla vega fullyröi ég aöóeöli-
lega margar þjónustugreinar eru
staösettar i Reykjavlk. Margar
þeirra ættu og þyrftu aö vera
meira miösvæöis á landinu heldur
en raun ber vitni. Þjónustustarf-
semin er oröin alltof mikil i
Reykjavlk, og þess vegna þarf aö
færahana nær þeim stöðum, sem
þurfa aö nota hana. Littu til aö
mynda á þaö, aö hér i Neskaup-
staö eru 0,7% ibúa landsins, en
þessi litli hópur framleiöir 4% af
þjóöarframleiðslunni. Viö erum
aö vlsu meö um 1000 kr. hærri
brúttótekjur á ibúa hér en i
Reykjavik, en þá er sjaldan spurt
um hve margar vinnustundir
liggi að baki, þegar á það er
minnst. Störf i sjávarútvegi eru
þvimiöur alltof lágtmetin miðaö
viö þaö sem gerist I öörum grein
um. Og þegar menn tala um
Reykjavik sem láglaunasvæöi,
hvilik fjarstæöa.
Þaö má aö visu segja aö búiö sé
að draga menn i dilka á
Reykjavikursvæöinu. Þeir rlku
búa á Seltjarnarnesinu og i
Garðabæ. Þessir bæir hafa dregið
til sín efnafólk. Og svo guma
þessir svefnbæir af þvf aö þeir
gefi afslátt af útsvörum og fast-
eignaskatti. Þaö þykir mér há-
mark hræsninnar.
Rólegra mannlíf
Maöur heyrir þaö oft,Logi, aö i
Reykjavik sé meira svonefnt
„stress” á fólki en úti á lands
byggöinni, og þar sem þú þekkir
vel til á báöum stööum, ef svo má
segja, ertu sammála þessu?
— Tvímælalaust. Maður tekur
strax eftir því, þegar maöur er
sestur aö út á landi, hve mannlifiö
allt er rólegra en I Reykjavik.
Tökum sem dæmi aö koma innl
verslun hér. Fólk verslar i róleg-
heitum, enginn asi á neinum, og
slöan rölta menn meö sinn varn
ing heim. 1 Reykjavik er allt á
suöupunkti i verslunum og menn
á hlaupum um göturnar, á eftir
strætisvögnum eöa I næstu búö.
Hér liggurfólki miklu minna á en
fyrir sunnan; allir hafa ti'ma til aö
stoppa og spjalla saman þegar
þeir hittast á götu. Stundum hef
ég verið aö velta þvi fyrir mér
hvort veöráttan hafi ekki einhver
áhrif á þetta allt saman. Hér eru
langtimum saman staöviöri, en á
Suöurlandi þessar eillfu um-
hleypingar, rok og rigning annan
daginn.frost þann næsta. Hér er
stundum logn dögum saman. Þá
sló þaðmig einnig fyrst eftir aö ég
fluttist til Ne^kaupstaöar, hve
fólk hér klæðir sig skynsamlega.
Ef þaö er rigning, þá er fólk klætt
samkvæmt þvi, og ef þaö er snjór
og kuldi, þá samkvæmt þvi. Maö-
ur sér ekki konur hér tipplandi á
opnum bandaskóm og hýjalini á
vetrum. Aökomumaður aö sunn-
an tekur eftir þessu. Já, þú mátt
hafa þaö eftir mér aö annarsstaö-
ar er ekki betra aö vera en I Nes-
kaupstaö.
—S.dór.
örin bendir á elsta húsiö I Neskaupstaö, byggt 1881.
Hin glesilega smábátahöfn I Neskaupstaö