Þjóðviljinn - 13.01.1979, Blaðsíða 11
Laugardagur 13. janúar 1979 —ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Kátir krakkar I nýja diskótekinu I Neskaupstaö
.. og Travoltadans var troöinn þar...
Þá gerdum viö það
bara sjálf
Rætt viö nokkra unglinga í Neskaup-
stad, sem innréttuðu sér sjálf diskótek
Rétt hjá féiagsheimilinu Egils-
búö i Neskaupstaö stendur litiö
timburhús meö skilti sem á
stendur Sjómannastofa. A
laugardagskvöldiö var barst þaö-
an út ómur af diskólögum og viö
nánari athugun kom i ljós aö
þarna var nýbúiö aö opna diskó-
tek fyrir unglinga 12 ára og eldri.
Þegar okkur bar aö baröi var alb
stór hópur unglinga aö skemmta
sér i hálfrökkrinu og miklum
hávaöa frá diskótekinu og
„Travoita’-dansar voru troönir.
Nokkrir unglingar voru teknir tali
um staöinn og fleira og kom þá i
ljós aö þetta var i annaö sinn sem
þarna var opiö hús.en unga fólkiö
Óiöf Gisiadóttir, Kristján Högnason, Niels Einarsson og Margrét
Högnadóttir, foringjar viö diskóteksbygginguna
haföi tekiö sig til I haust og
innréttaö sjálft þetta hús til
diskótekshalds. Og hvernig stóö á
þessu framtaki þeirra?
— Jú, sjáöu til viö vorum sam-
mála um þaö krakkarnir i skólan-
um aö þaö væri ófært aö hafa
ekkert danshús og þegar okkur
var boöiö aö innrétta Sjómanna-
stofuna, sem haföi veriö notuö
sem æskulýöshúsá staönum, eftir
aö hætt var aö nota hana sem
sjómannastofu...
Fyrir svörum votu þau
Margrét Högnadóttir, Ólöf Gisla-
dóttir, Kristján Högnason og
Niels Einarsson.
Framhald á ,bls. 18
U nglinga vandamál
þekkjum viö ekki
Þegar viö heimsóttum krakk-
ana i diskótekiö i Neskaupstaö
var þar meö þeim einn fullorö-
inn maöur, Valur Þórarinsson,
æskuiýösfuiltrúi i Neskaupstaö,
en hann vann meö krökkunum aö
því aö innrétta diskótekiö i Sjó-
mannastofunni.
— Þaö þótti upplagt aö nota
húsiö undir þetta, enda haföi
æskulýösráöhaftafnot af þvi frá i
fyrraaöhætt var aö nota þaö sem
skólahús, en þar áöur var þaö s jó-
mannastofa, sagöi Valur þegar
viö spuröum um þetta framtak
krakkanna.
— Þaö er fyrirhugaö aö reyna
aö fá einhver leiktæki i húsiö og
aö reka hér klúbba fyrir krakka
Rœtt við Val
Þórarinsson
œskulýösfulltrúa
í Neskaupsstað
yngri en 12 ára. Meö tilkomu
þessa diskótekser all-velséö fyrir
þörfum þeirra eldri, en miöur
fyrir þeim yngri, en þaö stendur
til bóta.
Er þaö mikiö starf aö vera
æskulýösfulltrúi i svona bæ?
—Þaöerallavegaekki erfitt aö
vera æskulýösfulltrúi hér i Nes-
kaupstaö. I svona litlum bæ er
maöur i svo nánum tengslum viö
alla og tengslin milli krakkanna
veröa meiri en i stórum bæjum.
Þá tel ég aö þau nánu tengsli sem
krakkar hér I Neskaupstaö kom-
ast i viö atvinnuvegina, og aö
unglingar hafa hér næga atvinnu
yfir sumariö.hafióskaplega mikiö
aö segja, sé raunar ómetanlegt.
Vegna þessa þroskast böbn og
unglingar betur og skilja hlutina
fyrr en ella. Þau eldri fá atvinnu
yfir sumariö i fiskvinnslunni og
þau yngri I svo neftidri unglinga-
vinnu, þannig aö enginn þarf aö
ganga iöjulaus.
Unglingavandamál i Neskaup-
staö?
— Annaö hvort veröur maöur
Valur Þórarinsson æskulýösfuil-
trúi
ekki var viö þau eöa þá aö ung-
lingavandamál eöa kynslóöabiliö
svo nefnda er ekki fyrir hendi
hér. Þarna kemur einnig til þetta
sem ég var aö segja áöan aö
unglingar hér eru i nánum tengsl-
um viöatvinnuvegina, vinna meö
þeim eldri yfir sumariö, og þá
hygg ég aö ýmis misskilningur
semsumsstaöarviröist vera milli
unglinga og fulloröinna, eyöist.
Vissulega kemur ákveöin
greining fram hér sem annars-
staöar á milli unglinga og full-
oiöinna, annaö væri ekki eölilegt.
Mest kemur þessi greining fram i
skemmtanalifinu.
iþróttalif hér, er þaö f jölbreytt?
— Hér er mikið Iþróttalif og
starf, en kannski má segja aö þaö
mætti vera fjölbreyttara. Segja
má að þaö sé knattspyrna og
aftur knattspyrna sem ræöur
rikjum í iþróttalifinu. Aöeins er
þetta þó aö breytast. Til aö
mynda er vaxandi áhugi fyrir
skiöaiþróttinni og ýmsar inni-
iþróttir eiga vaxandi vinsældum
aö fagna yfir veturinn. En þaö
vantar ekki aö iþróttastarfiö er
liflegt og gott hér I Neskaupstaö.
EINS OG DAGUR OG NÓTT
Lilja Viglundsdóttir
Rætt við Lilju
V íglundsdóttur
sem búið hefur
í Neskaupstað í
50 ár
Mikiö fjölmenni kom og þáöi
kaffiveitingar bæjarstjórnar Nes-
kaupstaöar á 50 ára afmæii kaup-
staöarins þann 8. janúar si. Meöal
gesta var fulloröin kona, Lilja
Vfglundsdóttir, sem búiö hefur i
Neskaupstaö i 51 ár, fluttist
þangaö áriö áöur en bærinn fékk
kaupstaöarréttindi. Hún man þvi
timana tvenna og viö báöum hana
aö segja okkur svolitiö frá þessu
timabili eins og þaö snýr gagn-
vart henni.
— Ef viö gerum samanburö á
hlutunum i dag og á þeim tima er
ég flutti hingaö, þá er munurinn
eins og dagur og nótt. A fyrstu
árum minum hér I Neskaupstaö
var óskapleg fátækt hér, atvinna
stopul og sannkallaðir erfiöleika-
timar fyrir almenning. Hægt og
rólega hefur þetta breyst, en mest
hefur þó breytingin oröiö nú allra
slöustu ár, næg atvinna handa öll-
um, gott Ibúöarhúsnæöi og vel-
megun á flestum sviöum hér
I Neskaupstaö.
Hvaöan komst þú til Neskaup-
staöar?
— Ég kom úr Mjóafiröi, er fædd
þar og uppalin. Þar kynntist ég
manninum mlnum Halldóri Jó-
hannssyni, sem nú er látinn og viö
bjuggum þar okkar fyrstu bú-
skaparár, bjuggum á Krossi i
Mjóafiröi I 6 ár. Bærinn stendur
afskekkt og viö hættum búskap
1928 og fluttumst þá til Noröfjarö-
ar. Maöurinn minn var dverghag-
ur I höndunum og tók sér húsa-
smiðar fyrir hendur þegar til
Neskaupstaöar kom og vann viö
þaö eins og heilsan leyföi upp frá
þvi. Auövitaö var þaö svo á fyrstu
árunum okkar hér aö hann vann
viö hvaö sem til féll; þannig var
þaö meö alla. Ég var til aö mynda
i fiskvinnu á þeim árum, bæöi i
vaski og ööru. Eins vann ég viö aö
beita bjóö, stokka upp og beita og
fékk 65 aura fyrir bjóðið.
Þaö var algengt á þessum
árum aö fólk I Neskaupstaö heföi
skepnur, kýr og kindur til aö létta
undir viö heimiliö, þaö geröum
viö lika. Viö vorum átta manns i
heimili og þá vann maöur i fiski á
daginn, sá um skepnurnar á
kvöldin og sinnti heimilinu á nótt-
unni. Þetta þætti sjálfsagt
strembiö i dag, en svona var þetta
þá og þótti sjálfsagt. Auövitaö var
þetta þrældómur, ómannúölegur
þrældómur, en allir gripu þá
vinnu sem var aö fá, enda veitti
ekki af og oft komu atvinnuleysis-
kaflar hér á þessum árum. Ég
man aö þaö voru þónokkuö marg-
ir sem uröu aö segja sig á bæinn á
þessum árum til aö komast af. Og
þaö geröi enginn aö gamni sinu,
enda voru þaö áreiöanlega
þyngstu spor, sem nokkur maö-
ur gekk, þegar hann þurfti aö
segja sig til sveitar.
Hvenær fór ástandiö fyrst aö
breytast til batnaöar?
— Astandiö var likt þvl sem ég
var aö lýsa öll kreppuárin og þaö
var ekki fyrr en á striðsárunum
aö breyting varð á og siöan hefur
sú þróun oröiö, sem viö þekkjum
öll I dag. Ég get nefnt svona sem
dæmi hvaö fólk sætti sig viö á
árunum áöur, aö viö byggöum
okkur hús hér I Neskaupstaö, sem
viö nefndum Heiöarbýli. Þetta
var 38 fermetra hús og þar
bjuggum viö 8 manns. Viö hjónin
meö fjögur börn okkar og tvö
gamalmenni sem viö sáum fyrir.
Sjálfsagt þætti þröngt setinn
bekkurinn 1 dag ef byggju 8
manns i 38 fermetra húsnæöi. En
sem betur fer hefur þetta allt
breyst.
Datt ykkur aldrei I hug aö flytja
frá Neskaupstaö?
— Nei, slikt heföi aldrei hvarfl-
aö aö Halldóri, og okkur likaöi
alltaf vel hér eftir aö viö losnuö-
um úr þeirri miklu einangrun,
sem var i Mjóafiröinum. Enda
fluttist fólk þaöan unnvörpum.
Þegar viö bjuggum þar bjó um
300 manns i Mjóafiröi, en I dag
munu búa þar um 30 manns.
Nú veit ég ekki hvaö ég geri,
kannski flyt ég suöur, ég er orðin
ein hér og kannski flyt ég til
Reykjavikur eins og svo margir
hafa gert á liönum árum, hver
veit?
Myndir og texti S.dór