Þjóðviljinn - 13.01.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.01.1979, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Umsjón: Magnús H. Gíslason aannleikurinn er sá, aö her- valdasinninn, Ólafur Jóhannes- son, er aB verja þennan svika- samning, sem var jafn ólöglega gerBur eins og ef viö, nokkrir málarar, heföum læðst niöur i Alþingishiisen gert áöur viðvart fulltrúa Bandarikjanna í Kefla- vikurherstööaökoma þangaö til okkar I AlþingishUsið ogauövit- aö lokaö aö okkur og gert svo hliöstæöan samning þeim, sem sálufélagar Ólafs geröu, og rit- aö nöfn okkar undir. Punktum og basta. Ólafur forsætisráöherra sagöi i áramótagrein sinni eitthvaö á þá leiö, aö gott væri aö eiga ein- hvern aö, sem segöi: „Ég þekki verkin þin”. Þeir, sem taka aö sér aö ver ja ólöglegt athæfi manna, sem ég fæ ekki betur séö en framiö hafi landráö, viö þá mun e.t.v. veröa sagt aö lokinni hérvist: ,,Ég þekki verkin þin; aumt mun veröa hlutskipti þitt”. Þaö er ugglaust rétt hjá ólafi, að viö höfum ekki efni á nýrri Sturlungaöld, en ég held, aö tíl Amór Þorkelsson skrifar: Forsætisráðherra hefur talað Þennan samning, þetta afkvæmi þessara hervelda- gaura, tekur forsætisráöherra upp á arma sina og ver, eins og sitt eigiö afkvæmi. Þaö gefur manni jafnvel ástæöu til þess aö gruna, aö ólafur sé meira viö máliö riöinn. Þvi ekki það? Allir vita um hug Sjálfstæöis- manna í þessu máli. Þaö fer ekki á milli mála, aö Bjarni Benediktsson og Olafur Jóhannesson voru llklega lög- fróöustu menn landsins um þessar mundir. Þaö er alkunna, aö þegar menn telja sig þurfa aö gera vissa hluti, og þá einkum ef þeir eru ólöglegir og hættulegir, þá reyna þeir aö fá aöra i vitorö meðsér, svo þeir veröi meösek- ir. Þvf skyldi ekki Sjálfstæöis- flokkurinn reyna aö fá færasta lögfræöing Framsóknarflokks- ins og prófessor i lögum til þess aö leggja á ráöin um hvernig þeir gætu framkvæmt þessa óskhyggju sina, aö gerast þaö, sem ég vil telja landráöamenn og varga i véum? Til þess aö komastundir verndarvæng þess herveldis, sem hefur ekki staöiö aö svo fáum valdaránum meö laumudollurum sinum. Þaö mættí minna á Panama, Chile, Suður-Kóreu, Vietnam o.fl. o.fl. Ég vil taka þaö fram, aö ég beygi mig fúslega undir þaö, ef forsætisráöherra getur lögsótt mig fyrir þaö, aö ég segi hann gefa ástæöu fyrir grun um vitorö, þegar hann tekur upp á arma sina þetta landráðabam, herverndarsamninginn. En hversvegna þurfti Alþingi aö samþykkja þennan samn- ing? Var hann e.t.v undirritaður án þess aö vera löglegur eöa voru þetta bráöabirgðalög? Einar Agústsson sagöi nei; hvaö segir Ólafur? Þaö vakna margar spurningar. þess aö foröast hana þurfi menn að temja sér aö tala satt og snúa sig ekki út úr heiöarleg- um spurningum meö lúalegum hálfsannleik og ljúgandi þögn. „Nauðsyn brýtur lög” Landráðaflokkarnir þrir hafa löngum beitt þessari setningu: „Nauösyn brýtur lög”, þegar þeir h£ifa veriö aö afsaka þessi lagabrot, en þessi setning, i þessu tilfelli, minnir svo geig- vænlega á þaö þegar nasistar i Þýskalandi kveiktu i þinghúsinu og ofsóttusvo kommúnista fyrir þaö, sem þeir geröu sjálfir. Þaö eru til auögunarglæpir, kynferöisglæpir o.fl. o.fl. En örlagarikari öllum öörum eru. syórnmálagiæpirnir, t.d. eins' og framantalinn samningur. Hann hefur skipt þjóöinni I tvo fjandsamlega hópa, sem bérast á orðspjótum, hatursfullum. Ólafur Jóhannesson kenndi lög viö Háskólann þegar 5.-mai samningurinn var geröur. Hver jum heföu lögin átt aö vera hjartfólgnari? Hver þekkti þau betur? Kannski Bjarni Benediktsson, en hann var nú e.t.v. manna óliklegastur til aö kæra þann verknaö, sem hann var driffjöörin i. En hversvegna kærði ekki Ólafur Jóhannesson, hverjum stóö þaö nær? Hann þekkti lög- in. Voru hér einhver pólitisk Framsóknarsjónarmiö, sem öftruöu? Hversvegna tók ekki lagaprófessorinn lögin upp á arma sina og varöi þau? Dómsmálaráöherra hefur vald til þessaö flýta dómum eöa tefja þá, og þar vantar ákvæöi inn I löggjöfina hvaö landráöa- samninginn áhrærir, aö dæmt sé áöur en hópur óhappamanna innan Alþingis geti hindraö störf Hæstaréttar, sem hefur þó oft sýnt, aö hann er spillingu undirorpinn. Þaö sakar ekki aö geta þess, aö þáverandi forsetí lýöveldis- ins, sem mun hafa veriö Sveinn Björnsson, haföi engan siöferöi- legan né lagalegan rétt til þess aö samþykkja samningana um haustiö, þegar þing kom saman. Hann var þvi samsekur hinum og þjóöin hefur dæmt þá alla I 6 ára tugthúsvist meö skömm. „Ég þekki verkin þin”. Þaö var hér i vetur, aö ólafur Jóhannesson forsætisróöherra sat fyrir svörum I „Beinni linu” hjá dagblaöinu VIsi. Ég undir- ritaöur gaf mig á tai viö hann og sagöi: „Lögvisir menn hafa sagt mér, aö herverndarsamningur- inn sem geröur var viö Banda- rikin og undirritaöur 5. mai, 1951, hafi veriö brot á tveim mikilvægum lagagreinum, sem eiga aö standa vörö um fullveldi lýöveldisins,og brot á þeim báö- um samtimis varöi allt aö sex ára tugthúsvist. Þessar lagagreinar eru: 21. gr. stjórnarskrárinnar, sem hljóðar svo: Forseti lýöveldisins gerir samninga viö önnur riki. Þó getur hann enga slflta samninga gert ef þeir hafa i sér fólgiö afsal eöa kvaöir á landi eöa landhelgi eöa ef þeir horfa tíl breytinga i stjórnarhögum rikisins, nema samþykki AUngis komi til. Hin lagagreinin er I stjórnlög- unum, ég manekki númer hvaö, en hún fjallar um þinglausnir eöa þingslit og hijóöar á þessa leiö: Þinglausnir eöa þingslit hafa þaö I sér fólgiö, aö hver sú samþykkt, sem þingmenn gera meö sér frá þvi þingi er slitiö og þar til þaö kemur saman á ný, er algertega marklaus. Hvert svo sem pólitlskt gildi hennar kann aö vera, er formlegt gildi hennar ekki neitt. Nú spyr ég þig, forsætisráð- herra: Er þaö rétt, aö brot á þessum greinum, sem nánast væru þá stjórnarskrárbrot og stjórnlagarof, aö viöurlög séu allt aö sex ára tugthúsvist, eða var þetta bara einfaldlega allt saman löglegt?’’ „Spurning um landráð” Þegar ég minntist á stjórnar- skrárbot og stjórnlagarof þá sagöi Ólafur, meö miklum þunga: „Þetta er spurning um land- ráö”, en ég svaraöi á móti: „Ég veit þaö”. Þá sagöi Ólafur: „Hvaö 21. gr stjórnarskrár- innar áhrærir þá var her- verndarsamningurinn geröur án þess aö vera lagöur fyrir Alþingi, en seinna var hann lagður fyrir Alþingi og þaö samþykkti hann”. Sem sagt, þá hafa þessir menn, sem stóöu aö samningn- um, en þaö voru hinir svoheitnu Sjálfstæöismenn og Framsókn, veriö orönir hræddir viö fúnda- samþykktir út um allt land um kröfuna um þjóöaratkvæöa- greiöslu i herverndarmálinu. Og nú voru góö ráö dýr. Viö verðum aö taka hinn svokallaöa Alþýöuflokk meö og þá stöndum viö betur aö vigi gagnvart þess- um fjölmennu kröfum um þjóöaratkvæöagreiðslu. Þaö skal tekiö fram, aö Alþýöuflokkurinn var ekki þá búinn aö láta helviska komm- ana stela frá sér fööurlandsást- inni, svo þeir voru fljótir aö segja já, þegar stjórnarflokk- arnir tveir buöu þeim I land- ráöasængina. Eins og allir menn, sem fylgjast meö, vita, læddust svo þessir þrir flokkar suöur til Reykjavikur, eftir aö nýbúiö var aö slita Alþingi. Og ekki vantar aö friöur var flokkurinn meö utanrikis- og dómsmála- ráöherra, Bjarna Benediktsson, þvinæst eöla Emil Jónsson, samgönguráöherra, og ekki má gleyma garminum honum Katli, Eysteini Jónssyni, fjármálaráöherra. Þaö vantar ekki aö þetta eru virðulegir titlar, sem setjast niöur til þess aö undirrita svika- samning viö þau lög I lýöveld- inu, sem best hafa verið gerö, til þess aö standa vörö um lýöræö- iö. Hvað hefði Hæstiréttur gert? Eftir aö ólafur forsætisráö- herra sagöi aö samningurinn heföi veriö samþykktur seinna af Alþingi varö mér aö oröi, aö allir gerendur þessa samnings heföu þá gengiö lausir eins og ótindir afbrotamenn frá 5. mai og til eða fram i október, eöa i rúma 5 mánuöi. Eöa mundi ekki Hæstiréttur, ef máliö hefði veriö kært, hafa dæmt þessa menn seka um brot á fyrrnefndum lagagreinum, eða um landráö? Þá sagöi Ólafur, og takið nú eftir: „Hæstiréttur mundi hafa dæmt samninginn löglegan, þar sem Alþingi var búiö aö samþykkja hann. Og mundu þá þeir, sem aö honum stóöu, ef þörf heföi veriö, hafa fengiö syndakvittun.” Hér passar ólafur sig meö aö snúa út úr fyrir mér. Hann veit svovel, sem Natosinni, aöhann má ekki svara spurningunni um verknaöinn á þeim tima, sem hann var geröur, áöur en Alþingi var látið samþykkja hann. Hann vill ekki setja lög- fræöiprófessorsheiöur sinn i hættu og umfram allt ekki þurfa aö lýsa þvl yfir, aö skoöana- bræöur hans i þessum þremur, ja, má ekki segja, landráöa- fiokkum, hafi gerst sekir um alvarlegan stjórnmálaglæp. Nei, sjálfur forsætisráöherr- ann kýs aö vera nógu loðinn I svörum og talar um, aö hinir seku heföu þá, ef þeir heföu þurft á aö halda, fengiö synda- kvittun. Þetta kallar maöur nú greinargóð svör. F élagsmála- námskeið vatnssýslu Félagsmálaskóli Ungmenna- félags tslands og Samvinnuskól- inn i Bifröst gengust nýlega fyrir félagsmálafræöslu i Austur- Húnavatnssýslu. Félagsmála- námskeiö þessi voru á vegum Ungmennasambands Austur- Húnvetninga og Kaupfélags Hún- vetninga. Kennt var á Blönduósi og I Húnaveri. Við kennsluna var notaö náms- efni, sem Æskulýösráö rikisins gaf út og efni frá Samvinnu- skólanum I Bifröst. Sammála voru þátttakendur um þaö viö lok námskeiösins, að mikiö gagn væri aö slikri félagsmálafræöslu og lögöu áherslu á aö fá tækifæri til framhaldsnáms siöar i vetur. A námskeiöinu var leiöbeint með fundarstjórn og fundarregl- ur og kennd voru undirstööuatriöi i ræöumennsku. Einnig var mikil áhersla lögö á hópvinnubrögð,auk þess, sem fariö var yfir flesta aöra þætti félagsstarfs. Þá voru nemendum kynnt undirstööu- atriöi i samvinnufræöum. Félagsmálanámskeiöunum lauk meö sameiginlegum fundi á Nokkrir þátttakenda I félagsmálanámskeiöinu 'zý' JHh^ ^ '1. ^ __ ^ w . 9 BM s Blönduósi. Þar voru nemendum afhent sklrteini sem viðurkenn- ing fyrir þátttöku i námskeiöinu. Þetta er i þriöja sinn, sem Ung- mennasamband Austur-Húnvetn- inga og Kaupfélag Húnvetninga hafa samvinnu um aö koma á félagsmálanámskeiöum I héraö- inu. Leiöbeinandi á námskeiöunum var Guömundur Guömundsson, félagsmálafulltrúi Samb. Isl. samvinnufélaga, en á Blönduósi var Sæþór Fannberg honum til aöstoöar. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.