Þjóðviljinn - 23.01.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.01.1979, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJOÐVILJINN IÞriðjudagur 23. janúar 1979. Lausar stöður Eftirtaldar stöður i læknadeildHásköla tslands eru lausar til umsóknar: Uósentsstaða í lyflæknisfræöi (hlutastaöa) tengd sér- fræðingsstöðu á Borgarspitalanum, Lektorsstaöa i Hfefnafræði (hálft starf), Dósentsstaða i liffærameinafræði (hlutastaða), Dósentsstaða I augnlækningum (hálft starf), Dósentsstaða i sálarfræði (hlutastaöa), Lektorsstaða i barnasjúkdómafræði (hlutastaða), Dósentsstaða I gigtarsjúkdómum og skyldum sjúkdómum (hlutastaða), Dósentsstaöa i innkirtlasjúkdómum (hlutastaða), Lektorsstaöa I meltingarsjúkdómum (hlutastaöa). Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar nk. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um visindastörf þau er þeir hafa unniö, ritsmiöar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Menntamálaráöuneytiö, 17. janúar 1979. Sérfræðingur Staða sérfræðings i fæðingarhjálp og kvensjúkdómum við Fjórðungssjúkrahús- ið á Akureyri er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. júli n.k. eða eftir samkomu- lagi. Umsóknir berist til stjórnar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir 1. mars n.k. og greini frá aldri, menntun og fyrri störfum. Fh. stjórnar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Torfi Guðlaugsson Hef opnað endurskoðendaskrifstofu að Háaleitis- braut 68 (Austurveri), simi 83111. Simaviðtalstimi 9—12 virka daga og 10—16 á laugardögum. BÓKHALD — ENDURSKOÐUN — SKATTA- FRAMTÖL Tryggvi E. Geirsson löggiltur endurskoðandi (heimasimi 7 62 43 ) Starfsmaður óskast á auglýsingadeild Þjóðviljans. Æskilegt er að umsækjandi geti byrjað sem fyrst. Upplýsingar á staðnum. DlOBVIUINN Siðumúla 6. Simi 81333 Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við- gerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, simar 41070 og 24613 iÚTBOЮ Tilboð óskast f jarðstrengi fyrir Rafmagnsveitu Reykja- vfkur. Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frlkirkju- vegi 3, Reykjavik. Tilboðin veröa opnuð á sama stað fimmtudaginn 22. febrú- ar n.k. kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR 1 verkfallinu á Bretlandi eru góð ráð dýr: „Eruð þið tilbúnir, drengir?” Ein og hálf miljón verkamanna í verkfalli London, 22/1 (Reuter) — AUt útlit er fyrir að næstu tveir sólarhring- ar verði þeir erfiðustu það sem af er hinum s.k. „óánægjuvetri” i Bretlandi, þar sem ein og hálf milljón verkamanna f opinberri þjónustu hóf þátttöku I þeirri launabaráttu sem nú stendur yfir. Það eru m.a. götusóparar, gatna- gerðarmenn, grafarar, dyraverö- ir á sjúkrahúsum, starfsfólk I eld- húsum og I sjúkrabifreiöum sem lögðu niður vinnu, en þeir eru lægst launaöir hjá þvf opinbera og krefjast allt að 40% launahækk- ana Þúsundum skóla var lokað I dag vegna verkfalls umsjónarmanna og starfsfólks I eldhúsum en margt af þvf fólki hefur einungis um 20 þúsund isl. krónur I laun fyrir 30 stunda vinnuviku. A morgun hefja lestarstjórar þriðja sólarhringsverkfall sitt sem mun stöðva allar járnbraut- arferðir og auka enn á samgöngu- erfiöleikana I London. Verkalýðsfélög námuverka- manna, kennara, hjúkrunarfræö- inga og opinberra starfsmanna fylgjast mjög náið meö þessum verkföllum, enda eru þau nú aö undirbúa launakröfur sinar en þau munu að öllum likindum fara fram á 30% launahækkanir. Herinn klofínn í afstöðu sinni? Teheran, 22/1 (Reuter) — Aya- tollah Khomeiny telur að sá fjöldi múhameðstrúarmanna sem tók þátt i trúarlegum mótmælagöng- um s.l. föstudag staðfesti þá skoöun hans að stofna verði lýð- ræði múhameöstrúarmanna. Það myndi hafa i för með sér að nú- verandi stjórnarskrá einveldisins yrði felld úr gildi. Ostaöfestar fregnir herma aö meira en 6000 hermenn I flug- hernum séu nú i hungurverkfalli til stuönings Khomeiny. Þessar fregnir um aö herinn sé hugsan- lega klofinn i afstööu sinni til Bakhtiars hafa aukiö á ótta margra um aö koma Khomeiny til landsins muni hafa I för meö sér blóösúthellingar. Abbas Qarabaghi hershöföingi, yfir- maöur iranska hersins, afneitaöi hins vegar i dag aö kominn væri upp klofningur innan hersins og sagði hann m.a.„ ég get fullvissaö þjóöina um aö herinn stendur sameinaöur og þaö er ekki né heldur mun verða neinn klofn- ingur innan hans”. Nokkur hundruö mótmælendur voru á götum höfuöborgarinnar I dag og virtust flestir vera stuöningsmenn Khomeinys. Átök milli trúaöra og vinstri manna Hópur stúdenta sem hrópaöi „lengi lifi verkamennirnir” og kraföist þess aö skólar yröu opn- aöir aö nýju, gaf hins vegar ekki til kynna neinn stuöning viö Kho- meiny i slagoröum sinum. Ýmis- legt þykir benda til aö andstæö- ingar einveldisins séu ekki á eitt sáttir og i gær mun hafa komiö til einhverra átaka milli hóps marx- ista og trúaöra fyrir utan háskólann i Teheran. 1 opnu bréfi til Khomeinys sem birtist i blaöinu Etela’at I dag og var frá vinstrisinnaöri skæruliöa- hreyfin'tu, segir m.a. aö ef Kho- Framhald á 14. siöu Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Flök uppá 2,5 núljaröa vestur í gær Hofsjökull fór til Banda- rikjanna I gærkvöld með einn stærsta farm af frystum fiskflökum sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur sent þangað i sömu ferð, 3400 tonn. Aö þvi er Guömundur H. Garöarsson blaöafltr. Sh. sagöi Þjóöviljanum er farm- urinn uppá 8 miljónir dollara eða uþb. 2,5 miljaröa króna. Hann var lestaöur úr frysti- húsum allt frá Fáskrúösfiröi noröur og vestur um land og þaö siöasta tekiö I Reykjavik i gærmorgun. Siglingin vestur tekur 6-7 daga ef veöur er gott og veröur hluta farmsins land- aö i Boston, en hinu i Cambridge I Maryland. -vh Bandarikin: Hækkun til varnar- mála — lækkun til almannatrygginga Washington, 22/1 (Reuter) — I dag lagöi Carter forseti Banda- rikjanna fram fjárlagafrumvarp- iö fyrir áriö 1980, en þaö hljóðar upp á 531.6 miijarði dollara. For- setinn höfðaði til ráðdeildarsemi og fórnfýsi til að vinna bug á verðbólgunni, en á sama tima gerir hann ráð fyrir hækkun á fjárlögum tii varnarmála en lækkun til almannatrygginga. Forsetinn hækkaöi framlagið til varnarmála um 10% eöa úr 111.9 miljöröum dollara i 123 miljaröi. A árinu 1980 er gert ráö fyrir 7% veröbólgu I Bandarikjunum, þannig aö raungildi þessarar hækkunar er um 3% en þaö mun vera i samræmi viö þau loforö sem Carter gaf bandamönnum sinum i NATO. Megniö af þessari hækkun mun veröa notaö til aö styrkja NATO-herina og til aö viöhalda jafnvægi i vigbúnaöar- kapphlaupinu. Niöurskurðinn I almannatrygg- ingum segist Carter ætla aö framkvæma meö ýmiss konar hagræöingu en auk þess lét hann hafa eftir sér „að það yröi aö færa raunverulegar fórnir ef sigrast ætti á veröbólgunni Margir hafa oröiö til aö fordæma þennan niöurskurö t.d. ellilifeyrisþegar, en samkvæmt frumvarpinu á aö fella niöur þá lágmarksupphæö sem þeir fá á m ánuöi en hún ner. r ur um 38 þúsund isl. krónum. Ýmsir hagfræðingar hafa bent á að fjárlagafrumvarpiö geti haft i för meö sér aukiö atvinnuleysi, sem er æriö fyrir, minni hagvöxt og lítil áhrif á veröbólguna. Mótmæla varnar- leysi kvenna LONDON, 22/1 (Reuter) — A laugardag gengu meira en lOOOkonur um Soho-hverfiö i London til aö krefjast meiri öryggis gagnvart kynferöis- legum árásum. Gangan var skipulögö af bresku kven- frelsishreyfingunni og stúdentasamtökum. Soho-hverfið varö fyrir valinu vegna þeirrar sérlega miklu kvennaniöurlægingu sem fyrirfinnst þar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.