Þjóðviljinn - 23.01.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.01.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 23. janúar 1979. Frá sýningu Þjóöminja saf nsins á þróun Ijósfæra á íslandi Gerðu menn gys að og kölluðu bæinn Gler- höll þegar bóndinn hafði rúðumar ögn stærri en lófastórar „Þegar þessir hlutir eru teknir úr safninu og stillt hér upp meö sérstakri lýsingu og öörum effektum, þá sér maöur hlutina frá nýju sjúnarhorni og veitir þeim betri athygli en ella,” sagöi ÞórMagnússon þjóöminjavöröur, þegar viö Þjóöviljamenn lögöum leiö okkar á Þjóöminjasafniö til aö skoöa sýninguna „Ljósiö kem- ur langt og mjótt,” sem sett hefur veriö upp i Bogasalnum. Þjóö- minjavöröur sagöi jafnframt, aö meira þyrfti aö gera I safninu af þvi aö nota lýsingu til aö draga biæ hlutanna betur fram. í sýningarskrá segir svo m.a.: „I hýbilum manna á íslandi fyrrum hefur sjaldnast veriö bjart, en hins vegar er sagt að nútimafólk þekki ekki myrkrið. Byggingarefniö, torf og grjót i út- veggjum og þekju, var ekki til þess fallið aö koma þar fyrir gluggum.enda var reynt að byrgja kuldann úti eins og unnt var með þvi aö hafa ljósop ekki stærri en nauðsyn krafði. A fyrstu öldum fslandsbyggðar munu ljórarhafa veriö i þekju og á mæni, þar sem reykurinn fór út og ljósið kom inn. Orðin ljós og ljórieru af sömu rót. Siöan komu skjágluggar, sem gerir voru úr skinni eða sköturoöi, sem strengt var á grind i opi á þekjunni. Gler- gluggar komu ekki i hibýli manna fyrr en seint, þótt þeir þekkist i kirkjum á miööldum. Sennilega hafa rúður ekki oröið algengar i veraldlegum húsum hér fyrr en á 18. öldinni og þá voru þær úr grænleitu gleri og báru ekki mikla birtu. beir sem lýst hafa gluggum á bæjum fyrrum taka oft svo til oröa, að rúðurnar hafi veriö lófa- stórar. Þegar bóndi einn á Alfta- nesi reisti sér bæ og haföi rúöurnar ögn stærri en annars staðar tiökaðist geröu menn gys aö og kölluðu bæinn Glerhöll.” A þessari þróunarsýningu Þjóðminjasafnsins um ljósfæri á Islandi má sjá langelda og steinkolur, kerti og lýsislampa, kirkjuljós, oiiulampa, gasljós og rafljós ásamt öörum húsbúnaði frá hinum ýmsu tímum. —eös. i ('% j H -■ ■ 1 u kD ' ' * ' ' r Frá vinstri: Kertastjaki frá lokum siöustu aldar. Oliulampi I Jugendstil frá þvf um siöustu aldamót. Olluhengilampi úr eir og járni meö postu- llnsskermi, keyptur áriö 1900 I verslun Lambertsens I Aðalstræti I Heykjavlk og kostaöi 16 krónur. A boröinu er kertastjaki úr postulini frá fyrsta hiuta þessarar aldar, en iengst t.h. er oliugólflampi frá þvl um slðustu aldamót. Skerminn vantar á lampann. Lengst til vinstri eru rafljós frá árunum 1920—1930. A boröinu stendur borölampi fyrir rafmagn, sem upphaflega var oliulampi og er I Jugend stil frá þvl um aldamót. Fremst á myndinni hangir gaslukt til notkunar innanhúss, og mjög svipuð lukt er á Ijósmyndinni á veggnum, sem tekin er I kjötverslun Sláturfélags Suöurlands, liklega áriö 1914. Lengst til hægri eru ýmsar geröir af gasluktum til nota innanhúss. m**i***'**m «***«**-:* .Myndir: eik Texti: eös Éú í -V'KIST SKYNJA Hirt SEM DJÚPT i DRAUM ViQ DAGSSBÚN TÍMANS NÝJA MAGNSINS STRAUM Efst hangir selsmagi, sem haföur var undir lýsi. Þar fyrir neöan eru Ilát, sem lýsi var geymt I, og standa þau ofan á kertakistu, en þar voru kirkjukertin geymd. Þessir munir eru úr Þingvalla- kirkju, frá 17. eöa 18. öld. Rússabani Enski stórmeistarinn Tony Miles hefur tvö undanfarin ár, átt mikilli velgengniað fagna á skák- sviöinu og er þegar oröinn einn af fremstu stórmeisturum heims. Fyrir stuttu tryggöi hann sér t.d. sæti á einu millisvæöamótanna, þegar hann hreppti 1-2. sætiö á svæöamóti I Hollandi. Jafn honum aö vinningum varö hol- lenski stórmeistarinn, Jan Timman. Miles hefur einnig vakiö mikla athygli fyrir aö vera ófeiminn við að reyna eitthvað nýtt og ósjaldan kemur hann andstæöingum sinum i opna skjöldu með nýrri eða fáséðri byrjun. Þá er hann einn örfárra sem hefur hagstæða samanlagða útkomu I viður- eignum sinum við sovéska stór- meistara. Jafnvel Fischer hefði getað verið stoltur af þeirri prósentu sem Miles hefur úr viðureignum sinum við sovéska skákmenn. Spasski, Bronstein, Smyslov, Balsjóv, Kusmin, Vaganian o.fl. hafa borið skarðan hlut frá borði i viðureignum sinum við Englendinginn. Þó hefur Miles átt i miklum erfið- leikum gegn Karpov heimsmeist- ara, þeir hafa teflt alls fjórum sinnum og jafnoft hefur Miles orðiö aö þola tap. A siðasta ári mætti Miles, Boris Spasskí fjór- um sinnum yfir skákborðinu. Spasski vann fyrstu skákina i Bugonjo i Júgóslaviu. Þá næstu sem tefld var á Montilla á Spáni vann Miles. Þá mættust þeir á Interpolisskákmótinu i Hoilandi og lauk þeirri viðureign meö jafn- tefli. Siðasta skákin fór svo fram i Argentinu, á Ölympiumótinu, og nú vann Miles öðru sinni. Sigur Miles yfir Spasski á mótinu i Montilla var mjög sannfærandi og fer skákin hér á eftir: Hvltt: Tony Miles Svart: Boris Spasski Drottningarindversk vörn 1. d4-Rf6 2. Rf3-b6 3. c4-e6 4. Bf4 (Övenjulegur leikur sem Miles hefur notast mikiö við uppá sið- kastið. Meö honum hefur hann sigraö menn á borö við Larsen, Spasskl (tvisvar), Dzindzihasvili. A móti koma svo töp fyrir Hort og Anderson.) 4. .. Bb7 5. e3-Be7 (Anderson hafði annan háttinn á þegar hann tefldi við Miles á ólympiuskákmótinu I Buenos Aires. Þar lék hann 5. — Bh4+) 6. h3-0-0 7. Rc3-d5 8. cxd5-exd5 9. Bd3-c5 10. 0-0-Rc6 11. Re5-c4 Framhald á. 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.