Þjóðviljinn - 23.01.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.01.1979, Blaðsíða 4
4S1ÐA—ÞJÓÐVILJINN — Þriöjudagur 23. janúar 1979. DIOÐVIUINN Málgagn sóslalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Otgáfufélag Þjó&viljans Framkvemdastjóri: Ei&ur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Har&ardóttir Rekstrarstjóri: Olfar Þormó&sson Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson Bla&amenn: Alfhei&ur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig- ur&ardóttir, Guöjón Fri&riksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson. Magnds H. Gtslason, Sigurdór Sigurdórsson. tþrótta- fréttama&ur: Ingólfur Hannesson Þingfréttama&ur: Sigur&ur G. Tómasson Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Ctlit og hönnun: Gu&jón Sveinbjörnsson. Sævar Gu&björnsson. Handrita- og prófarkalestur, Blaöaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Rúnar Skarphé&insson, Sigrlöur Hanna SigurbjörnsdótUr Skrifstofa: Gu&rUn Gu&var&ardóttir, Jón Asgeir Sigur&sson. Afgrei&sta: Gu&mundur Steinsson. Kristln Pétursdóttir. Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigrf&ur Kristjánsdóttir. Bllstjóri: SigrUn Bár&ardóttir. Húsmó&ir: Jóna Sigur&ardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Ctkeyrsla: Sölvi MagnUsson, Rafn Gu&mundsson. Ritstjórn, afgrei&sla og auglýsingar: Si&umUIa 6. Reykjavlk, sfmi 81333 Prentun: Bla&aprent h.f. Heimastjórn á Grœnlandi • 1 fyrri viku gengu Grænlendingar til atkvæða- greiðslu um heimastjórn, og var löggjöf sú sem i boði var samþykkt með verulegum meirihluta at- kvæða. Þar með er hafinn nýr kapituli i sögu þess- arar grannþjóðar okkar i fleiri en einum skilningi. • Saga danskrar nýlendustjórnar á Grænlandi er full með afglöp margháttuð, og viðleitni siðari ára til að bæta fyrir syndir fyrri tima hefur oftar en ekki skapað ný vandamál, i stað þeirra sem leysa átti. Grænlendingar hafa orðið fyrir svipaðri reynslu og margar smáar þjóðir aðrar: Nýlendustjórnarfarið hefur eyðilagt hefðbundna lifnaðarháttu þeirra og skilið eftir óskapnað. Það er reyndar ljóst, að hið gamla veiðimannaþjóðfélag gat ekki haldist i sama fari, að nútiminn mundi ryðjast inn i það til góðs og til ills. En það var ekki fyrr en um seinan að menn áttuðu sig á þvi, að það skipti þá öllu máli að Græn- lendingar sjálfir fengju að ráða þvi með hvaða hætti og með hvaða hraða þeir tækjust á við nútimann, tækni hans, atvinnuhætti, menningu. Engu að siður var það Grænlendingum lán i óláni — eins og okkur íslendingum áður, — að nýlendurikið var Danmörk en ekki eitt af stórveld- unum. Ef nýlendurikið hefði verið öflugra miklu, er liklegt að grænlensk menning og tunga stæðu enn lakar að vigi en reyndin er. Þótt margt hafi glatast eru Grænlendingar samt eina smáþjóð norður- hjarans sem sýnist hafa raunhæfa möguleika á að lifa af sem sérstök þjóð. En þvi miður er það heldur ekki vist að þeir möguleikar nýtist. Vegna þess, að einmitt um svipað leyti og Grænlendingar fá aukin réttindi með heimastjórnarlögum er hafið flókið strið um auðlindir Grænlands þar sem ekki er Dön- um einum að mæta, heldur risavaxinni samsteypu eins og Efnahagsbandalagið er. • Heimastjórnarlögin hafa einmitt verið gagn- rýnd af hinum róttækari Grænlendingum fyrir það hve tviræð þau eru, að þvi er varðar eignarhald á auðlindum Grænlands, og hafa menn þá mest hug- ann við málma og oliu. Að sönnu batnar staða Grænlendinga nú með stofnun sérstakrar auð- lindastjórnar þar sem Grænlendingar geta beitt neitunarvaldi gegn þeim tillögum um hagnýtingu auðlinda sem þeir ekki geta fallist á. En eins og einn af dönsku þingmönnunum, sem sæti átti i nefndinni sem vann að gerð heimastjórnarlaganna, vinstri- sósialistinn Steen Folke, kemst að orði,þá ,,mun grænlenska heimastjórnin standa ákaflega höllum fæti andspænis annarsvegar danska rikinu, sem hún er mjög háð fjárhagslega, hins vegar hinum fjársterku fjölþjóðafyrirtækjum, sem áhuga hafa á hráefnavinnslunni”. Hér við bætist, að ekki er gert ráð fyrir þvi, að heimastjórnin geti rift leyfum sem áður voru gefin um oliuvinnslu eða ákvörðunum sem „teknar eru i beinu framhaldi af fyrri ákvörð- unum” um oliuleit. • Á næstu árum mun vafalaust fara fram á Græn- landi flókin barátta um þróun heimastjórnar, um túlkun þeirra laga sem nú hafa verið samþykkt, um möguleika landsmanna til að verjast ásókn risa- fyrirtækja Efnahagsbandalagsins, sem þeir eru að- ilar að þvert gegn vilja um 70% atkvæðisbærra manna. Ærnar ástæður eru til þess að islenskir vinstrimenn fylgist sem best með þeim átökum og búi sig út með rök til að veita Grænlendingum stuðning, hvort sem væri á vettvangi Norðurlanda- ráðs eða annarsstaðar. áb. Dagblaðið vill byggja Á sinum tima keypti frjálst og IóháB dagblaö lóö viö bverholt 11 á frjálsum og óháöum markaöi eins og gefur aö skilja. A lóöinni , vildu ráöamenn blaösins byggja Isem eölilegt er, en virtust ekki átta sig á þvi aö um byggingar gilda byggingalög og reglugerö- , ir og aö eftir þeim þurfa allir aö Ífara, lika frjáls og óháö dag- blöö. skrá fundanna er ákveöin. Aö auki var þetta fyrsti fundur ný- skipaörar bygginganefndar og ýmsir nefndarmanna voru nýir og þekktu þvi ekkert til málsins. Nefndin ákvaö þvi viö atkvæöa- greiöslu aö fjalla ekki um teikn- ingarnar á fundinum, — enda stimplar bygginganefnd ekki átómatiskt þær teikningar sem fyrir liggja, sagöi formaöur bygginganefndarinnar i samtali viö Þjóöviljann. Svona er nú sagan um nýjustu búksorgir Dagblaösins en litum á hvernig hún hljóöaöi i leiöara blaösins, 16. janúar s.l., sem sinu gagnvart þessu skrumvaldi i þjóöfélaginu sem er oröiö verulega sterkt og áhlfamikiö. Þetta hefur gerst á sama tima og þeir hafa styrkt sjálfstæöi sitt gagnvart póiitiska valdinu. f þessu er fólgin þverstæöa i þró- un blaöanna. En þessi misnotk- un er sennilega alvarlegust i rikisfjölmiölunum. Blööin eru þó einnig meira og minna leiks- oppur þessa auglýsingaskrums og fá ekki rönd viö reist. Fjöl- miölarnir bera þvi nokkra ábyrgö á því, aö mikiö af góöri og gildri mynt, sem fram hefur komiö I islensku menningarlifi. Dagblaöshúsiö tilvonandi aö Þverholti 11. I* * A fyrstu teikningum sem sendar voru inn til samþykktar var gert ráö fyrir þvi aö nýting- arhlutfalliö á lóöinni væri 2,18, I' en leyfilegt nýtingarhlutfall á svæöinu er 0,75. Frá þvi hefur þó veriö vikiö, t.d. var veitt leyfi til aö byggja aö Þverholti 19 meö I' nýtingarhlutfalli 0,86, og aö Há- teigsvegi 7, þar sem nýtingar- hlutfalliöer 1.00. Klippara þykir ekki óliklegt aö mönnum sem fá * aö sögn taugaáfall út af vonsku I heimsins ef þeir fá stööumæla- I sekt, hafi brugðiö illilega þegar I þeir fengu ekki umyröalaust aö 1 nýta lóöina eins og þeir vildu meö 4 eöa 5 hæöa húsi. Þvi varö þó ekki haggaö og næstu teikn- ingar sýndu nýtingarhlutfalliö 1,61, — mun hærra en leyfilegt er og mun hærra en þær undan- Itekningar sem gefnar hafa ver- iö. Eitthvaö stóö þetta i bygg- ingarnefndar- og skipulags- t nefndarmönnum, þó fullur vilji Iværi fyrir þvi að hækka hlutfall- iö eitthvaö einkum vegna þess aö byggja á upp aö eldvarnar- t vegg á húsinu viö Einholt nr.2. IA endanum samþykkti skipu- lagsnefnd á fundi sinum 18. des- ember „fyrir sitt leyti aö byggt veröi i meginatriöum i sam- Iræmi viö skissur Gunnars Hans- sonar dagsettar I desember,” en fyrir fundinum lágu einnig , teikningar og bréfaskipti frá i Iseptember, október og nóvem- ber, þvi allan þann tima var máliö til umfjöllunar f nefnd- . inni. Sjálfsaumkunin Þessi samþykkt skipulags- nefndar var sföan kynnt á fundi bygginganefndar fyrir áramót, en á fyrsta fundi hennar eftir áramótin kom einn nýskipaðra nefndarmanna, Gunnar Hans- son á fundinn meö teikningar sinar af húsi viö Þverholt 11, og vildi leggja þær fram til sam- þykktar þá þegar. Nú er það svo aö allir hús- byggjendur veröa aö leggja inn teikningar sinar til bygginga- nefndar meö fyrirvara, þannig aö gögn iiggi fyrir þegar dag- Jónas Kristjánsson, ritstjóri skrifar: „Þeir (stjórnmála- mennirnir i Reykjavik) hafa nú hefnt sin á Dagblaöinu meö þvi aö valda þvi miljónatjóni. Þaö geröu þeir meö þvi aö fresta yfir eina helgi afgreiöslu bygginga- leyfis handa Dagblaöinu, svo þaö lenti i nýjum skatti sem lagöur hefur veröi á smiöi at- vinnuhúsnæöis.” Og fyrir hvaö áttu stjórnvöld i Reykjavik svo aö vera aö hefna sin? Imyndunarafli leiöarahöf- undar eru litil takmörk sett i þeim efnum: „Dagblaðið hefur undanfariö gengiö fram fyrir skjöldu til aö benda á 12% ósk- hyggjuna hjá stjórnmálamönn- um Reykjavíkurborgar. Þetta hefur vakiö gremju þeirra, sem vildu láta máliö komast sem lengst í kyrrþey.” Einhvers staöar stendur aö hefndin sé sæt, en þaö er sjálfs- vorkunnin greinilega lika! Skrumið og menningin A sunnudaginn birti Morgun- blaöiö ræöu eftir Þorstein Páls- son sem til skamms tima var ritstjóri Visis. Þar er aö finna dálitiö skrýtinn kafla um menn- ingarmálaskrif I fjölmiölum sem hljómar svo: En þó aö viö höfum búiö i landi flokksblaðanna, hygg ég aö blööin standi berskjaldaöari gagnvart þeirri menningakliku, sem ræöur rlkjum i landinu, en stjórnmálamönnum. Þaö er veikleiki fjölmiölanna, aö menningarspekúlöntum hefur tekist aö spila meö þá I þvi skyni aö hefja sjálfa sig til vegs án sýnilegra verðleika. Of stór hluti af þvi sem kallað er menn- ing á Islandi i dag er litiö annað en auviröuleg persónuleg aug- lýsingastarfsemi. Fjölmiölarnir hafa ekki viöhaldiö sjálfstæöi hefur horfiö i skuggann fyrir falsmyntinni. Astæöan er sú, aö þeir hafa ekki gætt sjálfstæöis sins á þessu sviði eins og þvi pólitiska. Fastir hryggjarliðir Þetta er aö sönnu undarleg kenning. Hún styöst viö þá staö; - reynd, aö vissulega er hægt a ýmsum sviöum menningarlifs aö finna menn sem eru lagnir viö aö auglýsa sjálfa sig og verk sin: viö skulum vona aö þeir séu ekki lakari i þeirri iöju en ýmsir stjórnmálamenn, félagsmála- garpar, góögeröafélög, kaup- menn eða iþróttamenn. Viö lif- um i þjóöfélagi þar sem auglýs- ing eru raunverulegt vald, og allmikiö af efni fjölmiöla randar einhversstaöar á barmi þess aö vera upplýsing og meira eöa minna dulbúin auglýsing. Vita- skuld er margt spillt og rotiö viö þessar aöstæöur, en Þorsteinn Pálsson veit þaö auövitaö vel, aö hér er um nokkuö fastan fylgifisk kapitaliskra viöskipta- hátta eöa „markaösþjóöfélags” aö ræöa. Hitt sýnist svo meö öllu út I hött aö gera menningarlífiö aö sérstöku syndafeni I þessu sam- bandi. Einkum þegar talaö er I þeim véfréttarstfl, aö til sé „rikjandi menningarklika” sem kemur hlutum svo fyrir, aö „góö og gild mynt” i menningarlifi, hverfi i skuggann fyrir „fals- mynt”. Hafi menn ekki til að bera áræöni til aö fylgja svona staöhæfingum eftir með dæm- um verður útkoman ekki annaö en marklaus fýlupokaháttur, sem eru aö þvi leyti iakari en Svarthöföaskrifin, að þar vita menn hvaö gremjunni veldur og aö hverjum hún beinist. A.A.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.