Þjóðviljinn - 23.01.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.01.1979, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 23. janúar 1979. — ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7 Ég tel að breytingar á veðurfregnatímanum hefðu engu breytt um þá staðreynd, að ekki tókst að sjá fyrir þau veðrabrigði sem urðu snögglega norðaustanlands mánudaginn 15. janúar Markús A Einarsson ATHUGASEMDIR vegna umræðna um snögg veðrabrigði, veðurfregnatíma og stormaðvaranir Vegna þeirra umræöna um veöurfregnatima sem oröiö hafa i kjölfar óveöursins norö- austanlands mánudaginn 15. jan. 1979 og vegna alvarlegs misskilnings sem þar gætir, þykir mér rétt aö leggja orö i belg. Þvi miöur viröist mér sem hvati umræönanna hafi veriö villandi yfirlýsing eins starfs- manna Veöurstofunnar, Páls Bergþórssonar, I veöurfregnum sjónvarps þriðjudagskvöldiö 16. jan., þar sem hann aö minu mati á rangan og ósmekklegan hátt reyndi aö notfæra sér óveöriö og hörmulegar afleiö- ingar þess til framdráttar sin- um skoöunum á fyrirkomulagi veöurfregnatima i útvarpi. Ég mun fyrst i örstuttu máli geta um þróun veöurs og veöur- spáa mánudaginn 15. jan., en siöan vikja aö veöurfregnatim- um i útvarpi, hvort tveggja meö tilliti til fullyröinga Páls. Ég hlýt svo einnig aö svara rætnum og alvarlegum ásökunum Páls i minn garö, sem settar eru fram i grein i Þjóðviljanum laugar- daginn 20. jan., en mér barst hún i hendur meöan þessar athugasemdir voru i smiöum. Snögg veðrabrigði siðdegis 15. janúar Ekki þarf aö rekja þaö aö á mánudaginn 15. jan. var lægö á hreyfingu N meö austurströnd landsins. Siödegis varö hún mjög kröpp og hægöi jafnframt á sér. Varö af þessu NV-stormur um austanvert Noröurland. 1' sjónvarpsveöurfregnum þriöju- dagskvöldiö 16. jan. gaf Páll Bergþórsson i skyn, aö sjá heföi mátt hvert stefndi af veöurat- hugunum frá tslandi kl. 12 á hádegi, en vegna þess aö veöur- fregnatimi kl. 12:25 sé of snemma hafi ekki reynst unnt aö breyta spánni. Ég tel aö þarna dragi Páll al- rangar ályktanir, og þaö af fleiri en einni ástæöu. Ættu eft- irfarandi staöreyndir aö sýna, aö ýmisiegt er bogiö viö fullyrö- ingar hans: a) Veöurspáin var allan dag- inn röng aö þvi leyti, aö hún náöi engan veginn aö segja fyrir um hin snöggu veörabrigöi og miklu veöurhæö NA-lands. Kl. 16:15 og 18:45 var mest gert ráö fyrir all- hvössum vindi (7 vindstigum)^ kl. 22:30 hvassviöri (8 vindstig- um), en fyrst kl. 1 eftir miönætti aöfaranótt þriöjudags var minnst á storm á svæöinu. Þetta ætti aö sýna, hversu veöra- brigöin komu á óvart. Þaö er oft auövelt aö vera vitur eftir á, en þaö eru hverfandi likur fyrir þvi aö snöggum veörabrigöum af þessu tagi veröi spáö meö viöunandi fyrirvara. b) Til skýringar er rétt aö fram komi, aö umræddan dag fjölluöu ekki einn heldur þrir veöurfræöingar um veöur- spána, hver á eftir öörum. c) 1 Þjóöviljanum er haft eftir Páli Bergþórssyni aö ekki sé unnt aö breyta spá fyrir veöur- fregnatimann kl. 12:25. Þetta er ekki alls kostar rétt. Þaö er vissulega unnt aö gera nauösyn- legustu breytingar, en hitt kem- ur veöurfræöingum saman um aö þessi timi er óhentugur og mætti færast einar 20-25 minút- ur aftur. Kem ég aö þvi síöar. d) Ljóst er aö unnt heföi veriö aö koma breytingu á spá á framfæri kl. 12:25 eöa meö sér- stakri aövörun siöar, heföu siöbúnar veöurathuganir gefiö tilefni til þess. Aliir vita aö út- varpiö tekur ætlö viö sérstökum aövörunum.Engu sliku var hins vegar til aö dreifa á þessum tima, sem best má marka af þvi, hversu stormurinn kom á óvart, einnig á Veöurstofunni (sbr. liö a) hér aö framan). Þau atriöi sem hér hefur veriö bent á tel ég sýna, aö Páll Bergþórsson hafi meö yfirlýs- ingum sinum i sjónvarpi og blööum veriö aö vekja athygli á persónulegum skoðunum sinum um veöurfregnatima, án þess aö hiröa um, aö hann væri þannig meö vægast sagt vafasömum fullyröingum aö gera starfs- bræöur sina tortryggilega og aö væna Veöurstofuna og þar meö veöurstofustjóra um aö haga veðurfregnum á óábyrgan hátt, að þvi svo slepptu, hvers konar tilefni var valiö til þess arna. Hvernig ber að haga veðurfregnatímum? Veöurfregnir eru lesnar alls 9 sinnum á sólarhring, þar af 7 sinnum á venjulegum útsend- ingartima útvarpsins. Veöur- spár, byggöar á veöurathugun- um frá kl. 00-06-12 og 18, sem eru aöalathugunarttmar skv. alþjóöareglum, auk athugana frá Islandi og nágrenni þrem timum siöar, eru lesnar kl. 04.30, 10:10, 16:15 og 22:30. A öörum lestrartimum er ýmist lesin óbreytt spá eöa hún endur- skoöuö meö tilliti til siöustu veöurathugana frá Islandi og næsta nágrenni. Þaö er meginregla, sem Veöurstofan leitast viö aö fara eftir vegna þarfa notenda, aö sem skemmstur timi liöi frá þvi aö veöurathuganir eru geröar og til þess er veðurspá er gefin út, þó þannig aö forsvaranlegur timi gefist til úrvinnslu gagna. Undanfarin ár hefur Páll Bergþórsson nokkrum sinnum i greinum i dagblööum og meö innskotum I veöurfregnatima sjónvarps haldiö þvi fram aö færa ætti alla veöurfregnatima aftur, t.d. timann kl. 10:10 til 10:30 o.s.frv. Veöurstofan hefur látiö vera aö svara þessu, þar eö vitaö hefur veriö aö fyrir þessu er ekki hljómgrunnur þótt Páll hafi hvaö eftir annaö fullyrt hiö gagnstæöa. Ein undantekning er þó frá þessu. Þaö hefur veriö áhugamál okkar allra aö flytja veöurfregnatimann kl. 12:25 aft- ur, ekki til 13:30, heldur t.d. til kl. 12:50. Þarna kemur nefni- íega til sögunnar einn margra þátta sem hljóta aö hafa áhrif á val veöurfregnatíma, en það er hlustun. Þykir þvl mikilvægt aö tengja veöurfregnir sem mest viö almenna rótgróna frétta- tima, þvi aö þá hlusta flestir. Undirritaöur hefur oftar en einu sinni rætt það óformlega viö framkvæmdastjóra hljóö- varps, hvort flytja mætti þenn- an eina lestrartima aftur, en út- varpið hefur taliö á þvl mikla annmarka, og skilst mér aö þar vegi þyngst aö sllkt myndi binda um of lengd hádegisfréttatim- ans. Viö búum þvl enn viö sama tima sem er óþægilega nærri athugunartima, en eins og ég sagöi áöur er unnt að gera brýn- ustu breytingar ef þörf er á. Um aöra veöurfregnatíma er þaö aö segja aö ekki er þörf á aö færa þá aftar, enda væri þaö hrein öfugþróun, sem leiddi til þess aö nýjar spár kæmu seinna en nú er. Þaö væri einnig harla undarlegt, ef sú væri raunin, að veðurfræöingar heföu svo ára- tugum skiptir ætlað sér alltof litinn tíma tii aö gera veöur- spárnar og á ég þá einkum viö aöalspátimana. I þessu sambandi tel ég rétt og nauðsynlegt aö fram komi aö veðurstofustjóri hefur beinllnis veriö andvigur þvi aö færa veöurfregnatima aftur. Þannig var þaö einungis aö beiöni út- varpsins aö veöurfregnatlmi var færöur frá kl. 22:15 til 22:30 á sinum tima. //Stormaðvörun" 1. maí 1976 Þaö var upphaflega meining min aö hafa þessar athug- asemdir ekki öllu fleiri, en þeg- ar ég ætlaöi aö slá botninn i þetta barst mér i hendur grein úr Þjóðviljanum laugardaginn 20. jan. 1979, þar sem Páll Bergþórsson heldur þvl blákalt fram, aö ég hafi hinn 1. mal 1976 bannaö veöurfræöingum til frambúöar aö senda út storm- aövaranir. Þarna kemur þá loks upp á yfirborðið allsherjar skýring á brölti Páls aö undan- förnu. Þaö er veriö aö búa til vondan mann og sá á aö vera undirritaöur. 1 þessari grein er um svo alvarlega ásökun aö ræöa, aö ég mun hér á eftir gera Itarlega grein fyrir þvi furöulega atviki sem átti sér staö um hádegisbil 1. mal 1976, og sem Páll lýsir á sinn hátt i greininni. Þann dag hófst lestur allra veöurfregna beint frá Veðurstofunni en Páll virtist andvlgur þeirri breytingu, sem gerö var aö frumkvæöi útvarps til aö spara kostnað af fjarrita- sambandi. Ég hélt nú að Páli myndi þykja lítiö variö i aö láta rifja þetta atvik upp i smáatriöum. Ég hef ekki haft þaö I hámæli, og það eru rangfærslur Páls sem valda þvi aö ég lýsi þvl hér. Einnig vil ég taka fram aö vegna þess hversu atvikiö kom mönnum á óvart kannaöi ég málavexti allnákvæmlega sam- dægurs. Skal nú greint frá máls- atvikum og mættu menn gjarn- an bera þá frásögn saman við lýsingu Páls I Þjóöviljanum 20. jan. Hinn 1. mal 1976 kl. 12:25 átti I fyrsta skipti á þeim tima aö lesa veöurspá beint frá Veður- stofu Islands en áöur höföu þulir útvarps annast lestur aö degi til nema kl. 10:10 og 18:45. Kl. rúmlega 11 um morguninn afhendir Páll stúlku þeirri sem átti aö lesa sérstaka klausu og skipaöi henni aö lesa hana i lok veöurspárinnar. Hljóöaöi hún svo: „Næsti veöurfregnatlmi er kl. 16:15, en ef ástæöa þætti til vegna veöurskeyta frá kl. 12 veröur útvarpið beöiö aö bæta nýrri spá inn I dagskrána sem fyrst eftir kl. 13:15”. Eins og menn vita lýkur lestri spár kl. 12:25 ætiö meö oröun- um: „Næsti veöurfregnatlmi er kl. 16:15”, og haföi stúlkan fyr- irmæli um aö gera þaö og ekki annaö. Páll haföi hvorki samráö viö undirritaöan né veðurstofu- stjóra um þetta. Þessi aukayfir- lýsing kom okkur þvl á óvart og höföum viö samband slmleiöis. Aö athuguöu máli haföi veöur- stofustjóri samband viö útvarp- iö og tilkynnti aö ekki væri þörf á sérstökum veöurfregnatíma eftir kl. 13:15, og baö hann mig aö tilkynna Páli þetta, hvaö ég og geröi. 1 veðurspábók má sjá aö i framhaldi af þessu hefur Páll ritaö spá kl. 13:15 fyrir Vest- fjarðamiö og spáir NA hvass- viöri eöa stormi, en haföi kl. 10:10spáö: NA-átt, hvasst norö- antil. A eftir þessu skrifar hann eftirfarandi: „Samkvæmt skipun frá veðurstjóra var bannaö aö lesa þessa breytingu i útvarpiö, en til þess haföi fengist heimild hjá þul”. Þrátt fyrir þetta biöur hann siöan þul að lesa eftirfarandi til- kynningu kl. 13:20: „Veöurfræðingur á Veöur- stofu haföi samband viö okkur áöan og sagði, aö veöurstofu- stjóri heföi mælt svo fyrir, aö ekki skyldi lesin nein aukaveöurspá um þetta leyti (einsog stúlkan sagöi áöan). En þó vildi veöurfræöingur láta þess getiö aö borizt heföu fregn- ir af stormi á Vestfjarðamiö- um.” Til frekari skýringar er birt hér yfirlýsing þeirra tveggja rannsóknamanna sem á vakt voru meö Páli umræddan dag, rituö þann hinn sama dag: Reykjavik, 1. mai 1976; Vegna lesturs veöurspár I hljóövarpi 1. mai 1976 kl. 12.25 upplýsir undirrituö, Guörún Halla Guömundsdóttir rann- sóknamaöur, aö handrit fyrir þann lestur frá Páli Bergþórs- syni veöurfræöingi hafi verið tilbúiökl. 11:05 ásamt fyrirmæl- um hans um þaö, hvernig lestri skyldi háttaö. Ennfremur skal upplýst aö Páll talaði viö skip á Vest- fjaröamiöunum kl. 12:00. Viröingarfyllst Guörún Halla Guömundsdóttir rannsóknamaöur Undirritaöur Jón Pálsson rannsóknamaöur staöfestir aö hafa heyrt þaö sem segir I siöari málsgr. hér aö ofan. Viröingarfyllst Jón Pálsson rannsóknamaöur Ekki stormaðvörun held- ur mótmælaaðgerð. Hvaöa ályktanir má nú draga af þessu? 1 fyrsta lagi var Páll þegar kl. 11:05 búinn aö ákveöa aö gera þyrfti aukaspá kl. ca. 13:15. Þá var handrit tilbúiö. Þetta sýnir ljóslega aö hann var aö setja á sviö mótmælaaögerö vegna nýs fyrirkomulags á lestri veöur- fregna. 1 ööru lagi talar hann viö bát á Vestfjaröamiöum kl. 12 (takiö eftir timanum) og fær vlst upp- gefiö að þar séu 8-9 vindstig. Hann lætur þó vera aö breyta spánni kl. 12:25, þótt upplýsing- arnar liggi fyrir, en ætlar I mót- mælaskyni aö gera aukaspá um kl. 13:15. Auk alls þessa mættu lesend- ur gjarnan hugleiöa, hvaöa áhrif þetta tilstand hefur haft á lesarann, sem átti þarna aö hefja lestur meö nýju sniöi og var skipað aö fara ekki aö sett- um reglum. Þaö var þetta sem veður- stofustjóri var aö reyna aö banna, en þvi var ekki hlýtt. Bann viö sérstökum stormaö- vörunum, ef snögg veðrabrigöi veröa, hefur aldrei komiö frá mér né veöurstofustjóra. Þaö er i stil viö annaö i grein Páls aö hann telur mig hafa bannaö þetta, þótt hann sjálfur skrái aö þaö hafi veriö veðurstofustjóri. Þaö skiptir hins vegar engu máli, þvi aö ég set ekki upp reglur, nema aö höföu samráöi viö minn yfirmann. Ég læt nú þessari lýsingu lok- iö, en bendi aöeins á aö ýmislegt setur Páll á sviö skoöunum sln- um til framdráttar, svo sem þetta atvik svo og yfirlýsingar undanfarinna daga benda til. Þetta er sennilega þaö sem hann I niöurlagsoröum greinar sinnar kallar : „..viöleitni manna aö gegna skyldum sinum viö alþjóö”. „Af hverju er útvarps- dagskrá ekki rofin vegna stormaðvarana?" Þessi spurning er fyrirsögn á grein Páls Bergþórssonar i Þjóöviljanum 20. jan. Henni er i raun auövelt aö svara I grund- vallaratriöum. Astæöan er ein- faldlega sú, aö á eftir öllum veöurathugunartimum fer lest- ur veöurfregna I útvarpi.Þar er þvi komiö til skila sem vitaö er um veöurhorfur. 1 þeim undan- tekningartilvikum, aö auka- athuganir berist á öörum tlma og þær sýni ótvirætt alvarleg veörabrigöi, má leita til út- varpsins meö sérstaka orösend- ingu. Niðurlag. Ég vil aö lokum leggja áherslu á þaö sem fram kom fyrr i þessari ritsmið, aö breyt- ingar á veðurfregnatímum heföu engu breytt um þá staö- reynd, aö ekki tókst aö sjá fyrir þau veörabrigöi sem uröu snögglega noröaustanlands mánudaginn 15. jan. 1979. Þvi tel ég ósmekklegt og ómaklegt aö tengja umræðu um veöur- fregnatima þessu tilviki. Ég vil ennfremur lýsa þeirri skoöun minni, að þótt vitaskuld beri aö haga skipulagi veöur- fregna á sem hagkvæmastan hátt, þá tel ég það I meira lagi hæpiö aö halda þvi aö almenn- ingi, aö meö smávægilegum breytingum á þvi sé unnt aö koma að marki I veg fyrir aö veöurspár bregöist. Hvorki Páll Bergþórsson né nokkur annar maður getur staöiö viö staöhæf- ingar af þvi tagi, enda hafa yfir- lýsingar hans undanfarna daga vakiö furöu á Veöurstofunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.