Þjóðviljinn - 04.02.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.02.1979, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. febrúar 1979 DIOBVIUINN Mólgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: CJtgáfufélag ÞjóBviljans Framkvcmdastjóri: Eióur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Harbardóttir Rekstrarstjórl: úlfar Þormóbsson Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Afgreióslustjóri: Filip W. Franksson Blaóamenn: AlfheiBur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig- urBardóttir, GuBjón FriBriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson MagnUs H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. lþrótta- fréttamaBur: Ingólfur Hannesson ÞingfréttamaBur: SigurBur G. Tómasson LJósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Útlit og hönnun: GuBjón Sveinbjörnsson. Sævar GuBbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur, BlaBaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: RUnar SkarphéBinsson, SigrlBur Hanna Sigurbjömsdótt|ir. Skrifstofa: GuBrUn GuBvarBardóttir, Jón Asgeir SigurBsson. AfgreiBsla: GuBmundur Steinsson. Kristln Pétursdóttir. Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, SigrlBur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: SigrUn BárBardóttir. Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magntisson, Rafn GuBmundsson. Ritstjórn, afgrelBsla og auglýslngar: SIBumúIa «. Reykjavtk, slmi 81333 Prentun: Blaöaprent h.f. Samvinnuverslun • Þótt opinberar tölur segi ekki alla sögu um hag inn- flutningsverslunar, er Ijóst að hún býr nú við þrengri kost en oft áður. Sérstaklega á það við um innf lutning á ýmissi nauðsynjavöru, til að mynda matvælum og byggingarvöru, en ýmsar aðrar greinar komast vel af. Ekki er það heldur dregið íefa,að upplýsingar samvinnu- hreyf ingarinnar um háskalega stöðu smásöluverslunar á hennar vegum í ýmsum greinum eiga við rök að styðj- ast. • í þesssu samhengi var viðskiptaráðherra að því spurður í Þjóðviljanum hvað hann teldi að væri eðlilegur gróði í verslun. Svavar Gestsson svaraði því á þann veg að verslun væri þjónustugrein í þjóðfélaginu og kostnað- ur við hana þyrfti að vera í lágmarki. Vitaskuld þyrfti hún að hafa fyrir húsnæði, vinnulaunum, vöxtum og flutningskostnaði. En gróðataka af brýnustu lífsnauð- synjum almennings samræmdist ekki sínum pólitísku viðhorf um. • Enda þótt samvinnuverslun í landinu liggi stundum undir gagnrýni er nauðsynlegt að hafa það hugfast að hún er að stof ni til almannasamtök og þeir sem að henni starfa hafa ekki gróðahagsmuna að gæta fyrir sjálfa sig. Samvinnuverslunin leggur og fram reikninga sína og bókhaldsuppgjör á opinberum vettvangi. Samkvæmt upplýsingum Þjóðviljans eru skil samvinnuverslunar- innar á umboðslaunum með allt öðrum hætti en hjá einkaversluninni. Hitt hlýtur að vera spurning hvort samvinnuverslunin hafi nægilega stuðlað að lækkun vöruverðs i landinu og undirstrikað sérstöðu sína á liðn- um árum. • En það ætti að leiða af samsetningu núverandi stjórn- arog vaxandi ítökum félagshyggjumanna í sveitastjórn- um um allt land, að stuðlað verði að ef lingu samvinnu- verslunarinnar í landinu með sérstökum ráðstöfunum. Verslunarbót • I viðtali við Þjóðviljann í vikunni lýsti viðskiptaráð- herra ýmsum ráðstöf unum sem hann taldi nauðsynlegar til þess að ráða nokkra bót á því ófremdarástandi sem rikir í málefnum innf lutningsverslunarinnar, almennum neytendum til stórtjóns. Þar á meðal er í undirbúningi frumvarptil nýrrar gjaldeyrislöggjaf ar þar sem ætlunin er að rýmka heimildir gjaldeyriseftirlitsins til skýrslu- töku og rannsókna, svo og til að stöðva gjaldeyrisyfir- færslur til brotlegra aðila. • Einnig hefur verið rætt um að koma upp sérstakri deild við verðlagsskrifstof una sem falið verði það verk- efni að fylgjast með innf lutningsverðlagi með verðlags- könnunum heima og erlendis. Þá er i ráði að breyta f or- sendum verðútreikninga á verðlagsskrifstofunni þannig að umboðslaun og f jármagnskostnaður verði greind frá raunverulegu verði vörunnar betur en nú er gert. • Það er einnig Ijóst að ekki verður hjá því komist að stokka upp núverandi álagningarkerfi, þannig að álagningarreglur feli í sér hvatningu til þess að flytja inn ódýra vöru. Að þessari endurskoðun er nú unnið. • Á næstunni verður gert átak við að ef la það lofsverða frumkvæði sem neytendasamfök á nokkrum stöðum á landinu haf a sýnt að undanförnu. Hugmyndin er m.a. að efna fil samvinnu við samtök neytenda og aðra aðila t.d. verkalýðsfélög um eftirlit og skýrslugjöf til verðlags- skrifstof unnar. Þá er í ráði að hef ja reglulega birtingu á upplýsingum um verðlag og hvetja f jölmiðla til þess að sinna því hlutverki betur að ef la verðskyn og vöruþekk- ingu almennings. • Af öðrum ráðstöfunum sem eru á undirbúningsstigi má nefna breytingar á lögum um verslunaratvinnu og f ramkvæmd þeirra. Þar er ætlunin að herða skilyrði f yr- ir veitingu verslunarleyfa til muna og koma upp virku eftirliti með því að þau séu ekki misnotuð. • Neðanjarðarhagkerf i innf lutningsverslunarinnar á ís- landi er svo rótgróið að því verður ekki breytt á einni nóttu. Mestu skiptir að stjórnvöld taki málefni verslunarinnar heildartökum og knýji heildsalastéttina til þess að taka upp heilbrigðari verslunarhætti. Það má að ósekju stuðla að því marki með opinberri verðlauna- starfsemi fyrir eins sjálfsagða hluti og hagkvæm inn- kaup og lágt vöruverð. En ætlist þeir sem staðið hafa ábyrgir fyrir núverandi innflutningskerfi til þess að fá frjálsa verðlagningu og aukna gróðamöguleika í verð- laun fyrir liðna tíð ættu þeir að gera sér Ijóst að al- menningur treystir þeim ekki til þess að verðleggja vöru s1na sjálfum. Það er að minnsta kbsti algjör lágmarks- krafa að þeir bæti ráð sitt fyrst. —ekh Úr almartakinu Listamannalaunin hafa hækkað frá þvl I fyrra skipar i Uthlutunarnefnd launa- sjóðs rithöfunda að fengnum til- lögum Rithöfundasambandsins. Rithöfundasjóður íslands hef- ur hins vegar stundum veriö kallaður „bókasafnspeningarn- ir”, þar sem helmingur sjóðsins rennur til rithöfunda, sem eiga bækur á bókasöfnum. Fær rit- höfundurinn úthlutað i' sam- ræmi við fjölda eintaka, Teljast þeir góðir, sem komast yfir 10 þúsund krónur á ári, ef rétt er með farið hjá vinsælum rithöf- undi, sem undirritaður hitti ný- lega að máli. Hinum helmingi sjóðsins er útdeilt til einstakra rithöfunda, ogfalla tæp 400 þús- Milj ónkrónamenn og minni spámenn Fyrr I vikunni var boöaö til blaðamannafundar i tilefni út- hlutunar lis tam a nnalauna. Oþarfi er aö tiunda allar niöur- stöður úthlutunarnefndarinnar, enda hafa þær komiö fram I fréttum, en þess má geta, að 34 miljónum var Uthlutaö i 152 staöi, og þar aö auki veitti al- þingi 12 listamönnum svonefnd heiðursverðlaun: eina miljón á listamann. Ef frá er talin fjárveiting al- þingis eru hér á feröinni harla litlar summur, 300 þúsund i efra flokki og 150 þúsund i þeim neðri.Nefndarmenn voru einnig ósammála um, hvort kalla ætti úthlutunina styrkveitingu eða viðurkenningu, og láir þaö þeim vist enginn. Einn nefndar- manna, Arni Bergmann rit- stjóri, benti á, að núverandi út- hlutunarnefnd væri leifar af gömlu kerfi, og hér væri á ferð- inni gallar á sjálfu fyrirkomu- laginu. Athugum þetta nánar. Ef listamenn eru á annað borð dregnir i dilka, verður að sjálf- sögðu að hafa einhver ákveðin sjónarmið eða markmiö i huga. Aður var listamönnum skipt niður i fimm flokka listamanna- launa, en nú hefur flokkunum verið fækkaö niður í tvo. Engu' að síöur eru gamlir draugar þarna á ferö, þvi þeir, sem áður fyrr lentu I efri flokkum (hvort sem um listræna hæfileika eða persónuleg sambönd var að ræða) héldu plássi sinu. Um það er þegjandi samkomulag i nefndinni.Viðgætum kallað það „gentlemen’s agreement”. Margir þeirra, sem enn tolla i efra flokki nú, eru þar vegna þessarar sérstöðu sinnar. En hvað þarf þá listamaöur að hafa til sins ágætis til að teljast verðugur listamannalauna? Sjónarmiðin eru ýkja mis- munandi. Sumir eru bornir upp, vegna þess að nefndarmaður hefur lesið bók eftirviðkomandi rithöfund, og telur hann ágætan, öðrum finnst sjálfsagt að þessi listamaður fái eitthvað, af þvi aö hann er gamall og illa stæður o.s.frv. Með öörum orðum: list- rænt mat og félagsleg sjónar- mið blandast ótal öðrum atrið- um. Nefiidarmenn hafa þaraf- leiðandi enga fasta viðmiðun að ganga út frá, nema ef skyldi vera pólitiskar aöfinnslur. Eða skyldi tilviljun ein ráða þvi', að Guðrún Helgadóttir, Svava Jakobsdóttir og Jónas Arnason, svo einhverjir af hinum listrænu Alþýðubandalagspólitikusum séu nefndir, skuli hvergi sjást á blaði hjá úthlutunarnefndinni? Engu að slður hafa allir fram- angreindir rithöfundar verið þýddir á erlend mál og þykja verðugir fulltrúar islenskrar listar. Og fyrst undirritaður er á annað borð byrjaður að jagast út í einstaka hópa, sem misst hafa afþessum smáskildingum, hlýtur það aö vekja furöu allra, að af þeim niu listamönnum sem hækkaðir voru um 150 þús- und kall skuli enginn vera myndlistamaður. — 0 — Myndlist og margar aðrar listgreinar eru iitnar nokkru hornauga, þegar um opinbera styrki eða laun er að ræða. Séu fjárlögin athuguð, kemur i' ljós að styrkir eru yfirgnæfandi mestir til rithöfunda. Launa- sjóður rithöfunda hlýtur rúmar 77 miljónir af fjárlögum. Rit- höfundasjóður Islands 25 mil- jónir og Rithöfundasamband Is- lands 300 þúsund, sem rennur til skrifstofu sambandsins. Litum örlitið á tvo fyrrnefnda sjóði. Launasjóður rithöfunda veitir starfsstyrk til verkefna, sem rithöfundar eru að fást við eða hyggjast byrja á. Styrkirnir eru tilhæstníumánaða,oger miðað við byrjunarlaun menntaskóla- kennara. Sjóðurinn veitir einnig tveggja mánaða laun fyrir bæk- ur sem hafa komið út árið áður. Einnig eruveittþriggja mánaða laun á sömu forsendum, en fylg- ir sú kvöð, aö viðkomandi styrk- þegi má ekki þiggja önnur laun á meðan. Menntamálaráðherra und i hlut hvers. Sérstök nefnd sér um þessa úthlutun. Aö við- bættum listamannalaunum og starfslaunum listamanna, mega þvi rithöfundar una vel við sinn hlut, alla vega ef þeir erubornir saman við fulltrúa annarra list- greina. Listamannalaunin sjálf verða að visu skitur á priki, með tilliti til sjóðanna tveggja, en samkvæmt skilgreiningu út- hlutunarnefndar listamanna- launa, á ekki aðeins að lita á launin sem styrkveitingu heldur einnig sem viðurkenningu og heiður. —0 — Mesti heiðurinn hlýtur þó að vera sá að komast i milljón- krónaklúbbinn. Alþingi sæmdi sem sagt 12 listamenn i ár og er það sami fjöldi og i fyrra. Um val listamanna I þennan heið- ursflokk virðist ekki nema um eitt sjónarmið að ræða: þarna er samankominn rjóminn af listamönnum okkar. Rjóminn er að s jálfsögðu þeyttur eftir gam- alli hefð: I miljónkrónaklúbbinn eru valdir þeir listamenn, sem komnir eru til ára sinna, og skipað hafa ákveðinn sess i meðvitund almennings. Þó má finna þarna nöfn inn á milli, sem stinga óneitanlega i augun. Ég vona bara aö háttvirt alþingi taki til greina tillögu Halldórs Blöndals nefndar- manns i úthlutunarnefnd lista- mannalauna, að fjölga tölu miljónkrónumanna úr 12 I 24. Kannski að einn mesti lista- maöur þjóðarinnar, Sigurjón Ölafsson myndhöggvari og aðrir snillingar fái þá að bætast i þennan miljónahóp andlegra afreksmanna. Ingólfur Margeirsson skrifar:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.