Þjóðviljinn - 04.02.1979, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.02.1979, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 4. febrúar 1979 helgarviðtalið Jón Muli Arnason er ekki bara rödd í útvarpinu. Hann er útvarpiö. Þegar rödd hans berst á öldum hljóðvakans verður viðtækið heimilislegt, hvort sem hann kynnir dagskrána eða les tilkynningar og fréttir. Það eróþarfiað minnast á morgunútvarpið sáluga eða djassþáttinn sívinsæla: um leið og Jón Múli sest við hljóðnemann niður á Skúlagötu skapast eðlilegt ástand á öllum þeim heimilum sem hafa opið fyrir út- varp. Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson Maöurinn bakviö röddina seg- ir undirrituöum frá útvarpsferli sinum og sýnir um leiö fjölhæfni sina: á meöan blaöamaöur á fullt i fangi meö aö skrifa niöur punktana, gefur Jón Múli dótt- urinni aö boröa, hjálpar henni i fötin og fóörar smáfuglana á hrimugu altaninu á Flókagöt- unni. — Ég byrjaöi eiginlega i út- varpinu áöur en ég byrjaöi þar, segir þulurinn. Þaö var fyrir 33 árum. Einar Pálsson byrjaöi meö þátt haustiö 1945, sem byggöist á lögum og léttu hjali. Hann tilkynnti þegar i upphafi, aö helmingi þáttarins yröi variö i djass, sem gladdi hjarta mitt ósegjanlega, þvi á þessum árum mátti telja þaö til stórtiöinda, ef þaö datt inn djassplata oftar en einu sinni — tvisvar á ári i út- varpinu. Svo spilaöi hann plötu meö Duke Ellington og fylgdi henni úr hlaöi meö upplýsing- um, sem ekki voru nógu greini- legar aö minu mati. Ég skrifaöi þvi Einari kjaftforar athuga- inn og sagöi: „Ég ræö þig sem þul frá 1. apríl.” Þá voru þrir þulir hjá stofnun- inni, þeir Þorsteinn 0. Stephen- sen, Pétur Pétursson og Baldur Pálmason. Sá fyrstnefndi var á förum til útlanda til aö kynna sér leikiist i útvarpi og átti ég aö leysa hann af i niu mánuöi eöa til áramóta. Fyrsti april rann upp og ég haföi reiknaö meö aö einhver yröi mér innan handar viö út- sendinguna. Þegar ég kom skömmu fyrir hádegi, varö mér hins vegar ljóst, aö ég átti aö vera einn um útsendinguna. Klukkan 12.10, þegar útvarp átti aö hefjast, skalf ég allur og titraöi og kom ekki upp oröi. Klukkan 12.15 stamaöi ég ,,Út- varp Reykjavik, góöan dag”, og spilaöi plötur I korter. Meira man ég ekki, en mig rámar i aö hafa lesiö fréttir, veöurfregnir og tilkynningar. Martrööinni linnti svo klukkan 13.15, þegar hádegisútvarpi lauk. Þessi reynsla hvarf djúpt i undirmeö- semdir i bréfi og viti menn, hann hringdi i mig og spuröi mig, hvort ég vildi bara ekki taka aö mér djasshliö þáttarins. Mér fannst lengi hafa vantaö djass i útvarpiö og sló til. v — O — — Hvenær varstu svo fast- ráöinn? — Þaö er löng og einkennileg saga. Um þetta sama leyti eöa i febrúar 1946 var auglýst eftir fréttamönnum viö fréttastof- una. Ég var þá aö gaufa viö háskólanám og reyndar i Tónlistarskólanum lika, og sótt- ist námiö seint. Ég sótti um fréttamannastarfiö, þareö draumurinn var aö komast inn á innlendu vaktina, sem var frá eitt eftir hádegi til sjö, og geta haldiö áfram námi og þarmeö leggja menningunni liö á þess- um sviöum. í febrúar — mars voru svo fjórir teknir inn, ég held aö fleiri hafi bara ekki sótt um, enda kaupiö lágt. Þeir hamingju- sömu voru Hendrik Ottósson, Högni Torfason, Stefán Jónsson og ég. — Óvenju margir vinstri- sinnar? — Ja, ég veit þaö nú ekki. Högni hefur nú aldrei talist of- • stækismaöur til vinstri, Stefán Jónsson var þá gjaldkeri i Félagi ungra framsóknar- manna, en Hendrik var náttúr- lega gamall kommi, og ég ungur stalinisti. Ég þarf auövitaö ekki aö taka þaö fram, aö þá var Brynjólfur Bjarnason mennta- málaráöherra. 1 lok mars, eöa þegar ég var rétt byrjaöur sem fréttamaöur, kom Jónas Þorbergsson út- varpsstjóri til min og spuröi, hvort ég væri læs. „Já”, sagöi ég. Þá rétti hann mér stóra til- kynningabók og baö mig aö lesa upp úr henni I hljóönemann, en fór sjálfur fram og hlustaöi. Eftir smálestur kom hann aftur vitundina, og stundum sprett ég upp úr svefninum, titrandi og skjálfandi, og held aö ég eigi aö fara aö lesa hádegisfréttirnar. Aö þessum niu mánuöum liön- um fór ég til Jónasar útvarps- stjóra. Þaö var á gamlársdag, og ég sagöi honum, aö samkvæmt vaktarskrá ætti Þorsteinn aö hefja þularstörf næsta dag. Ég spuröi hann hvort ég ætti aö koma aftur á morgun eöa ekki. Jónas horföi út um gluggann og niöur á styttuna af Jóni Sigurössyni. Þaö geröi hann alltaf þegar hann var djúpt hugsi. Svo þagöi hann I tiu minútur. Loks sneri hann sér viö, horföi á mig og sagöi: „Komdu aftur á morg- un”. Eftir þaö kom ég alltaf aftur á morgun I 18 ár. Aö þeim liönum var Gylfi Þ. Gislason oröinn menntamálaráöherra, og haföi eitthvaö veriö aö glugga I opinberar bækur og komist aö þvi, aö ég haföi enga fastráöningu viö Rikisútvarpiö. Honum fannst þetta eitthvaö skrýtiö, og sá til þess aö ég hlaut fasta ráöningu. En þá var ég sem sagt búinn aö vera til reynslu I 18 ár. — O — — Vannstu einungis þular- störf i allan þennan tima? Morgun- spjall við Jón Múla Árnason — Nei, nei. Ég vann á frétta- stofunni samtimis þvi sem ég var þulur. Dagskráin var alltaf aö lengjast, og þularstarfiö var i rauninni fullt starf. En ég var 1 fréttunum i mörg ár og i afieys- ingum á sumrin. Ég var meira aö segja fréttastjóri i einn mán- uö, og þaö er þaö hæsta sem ég hef komist. Siöar dróst ég æ meira inn i leiklistardeildina sem aöstoöar- maöur Þorsteins 0. Eftir aö ég byrjaöi á leiklistardeildinni, hélt ég þó áfram aö vera þulur i morgunútvarpi engu aö siöur. Ég geröi einnig munnlegan samning viö útvarpsstjóra um aö lesa hádegisfréttirnar, en helgaöi lif mitt leiklistinni eftir hádegi. Ég átti mér draum. Hann var sá, aö byrjaö væri aö útvarpa klukkutima fyrr, eöa klukkan sjö, og þegar lestri hádegis- frétta lyki væri vinnudegi mln- um lokiö. Ég er lika mikill morgunhani og var alltaf kom- inn á fætur fyrir allar aldir, og fór þá iöulega út aö vappa og labbaöi um bæinn. Þá var ég vitni aö þvi, aö kaninn var alls staöar glymjandi þar sem fólk var aö fara á fætur, vegna þess aö Rikisútvarpiö haföi ekki haf- iö útendingar sinar. Þetta þótti mér mikil hneisa. 1 október 1963, rétt áöur en svokölluö vetrardagskrá byrj- ar, kom Arni Kristjánsson tón- listarstjóri til min og spuröi, hvort ég vildi taka aö mér morgunútvarp frá 7 til 8. Ég sá hilla undir aö draumur minn rættist og sagöi náttúrlega já takk. Slöan sá ég um þennan klukkutlma, lék tónlist af plöt- um og rabbaöi inn á milli. Mér voru engar skoröur settar og treyst til aö gera þetta. -0- — Rættist þá draumurinn? — Ónei. Um þetta leyti haföi Gylfi uppgötvaö aö ég var ekki fastráöinn og kippt þvi máli i lag. En nú bar þaö upp, aö tónlistarstjóra fannst vanta fulltrúa léttrar tónlistar á tónlistardeild og var ég settur I þaö starf. Þetta þýddi aö ég varö aö hætta á leiklistardeild og þar meö oröinn liöhlaupi i augum Þorsteins 0., sem fyrir- gefur mér þetta aldrei ef ég þekki hann rétt. Reyndar komu þessar tilfæringar sem frétt á baksiöu Timans, og þegar ein- um starfsmanni stofnunarinnar var litiö á fréttina, heyröist hann umla: „Hvaö veröur nú um Arna greyiö tónlistar- stjóra?” Morgunútvarpiö lengdist stööugt. Klukkutiminn varö aö tveimur tlmum, fréttir og forystugreinar bættust viö og loks varö morgunútvarpiö kom- iö upp I 3 tima. Eftir 10.10 skipti ég mér þó aldrei af efninu, nema hvaö ég hélt áfram aö vera þulur til hádegis. Þetta var nú oröiö all svakalegt djobb, og ekki á eins manns færi aö sinna þvi. Fyrst þurfti ég aö sjá um allt morgunútvarpiö, vera þulur og hlaupa svo inn á tónlistar- deild sem fulltrúi léttrar tónlist- ar, þar sem engan friö var aö fá fyrir munnhörpusnillingum, söngtrióum, gitarleikurum og poppsöngvurum.sem ætluöu all- ir aö veröa heimsfrægir gegnum útvarpiö. Aö lokum skrifaöi ég til menntamálaráöherra og baö hann aö leysa mig undan þess- ari hefö. Morgunútvarpinu var svo skipt á milli okkar Péturs Péturssonar, en Pétur haföi þá veriö frá Rlkisútvarpinu I rúman áratug. Viö mættum þá annan hvern morgun klukkan sex, útvarp hófst klukkan sjö, en aö loknu morgunútvarpi lásum viö slöan hádegisfréttirn- ar. Hinn daginn notaöi maöur svo til aö velja einhverja múslk. Aö visu fylgdi þessu starfi sá galli, aö um leiö og útsendingu lauk, byrjaöi stressiö á ný: Hvaö á ég aö hafa næst? Maöur slapp aldrei undan þessari ógn og skelfingu. Þaö fylgir svona starfi töluverö spenna, og þaö eru dæmi til þess aö menn hafi komiö hlaupandi á fullri ferö niöur i útvarp og ætlaö aö fara i útsendingu þegar þeir áttu fri. Þaö felst lfka mikiö starf I aö spila á grammófón og tekur mikinn tima. Allan þann tima, sem ég var meö morgunútvarpiö þurfti ég aldrei aö lita á klukkuna á meö- an á útsendingu stóö, ég komst ekki einu sinni á klósettiö, svo mikiö var aö gera. -0- — Þiö Pétur voruö ekki látnir alveg afskiptalausir. Voru ekki veöurathuganir ykkar gagn- rýndar? — Jú, viö ákváöum hreinlega aö hætta öllu veöurspjalli, þegar deildarstjóri veöurspádeildar, Markús A. Einarsson, fór aö fetta fingur út i „veöurmas” okkar. Annars eru veöurfregn- irnar mun skemmtilegri i sjón- varpinu. Eins og t.d. um daginn, þegar veöurfréttir hófust meö miklum kvalablæstri og siöan birtist veöurstofustjóri inn á skerminum eins og samruni af Mefistó og Marxbræörum, og stundi þungan. Þegar hann var búinn aö hugsa sig um hvaö hann átti aö segja, rumdi hann: „Kaldast var á Hveravöllum, minus 25 gráöur”, og var engu likara en veöurstofustjórinn væri sjálfur þar staddur, fá- klæddur. Já, þar var nú ekki „masiö.” — Eitthvaö hefur þó veriö um jákvæö viöbrögö áheyrenda, sem hlýddu á morgunútvarpiö? — Viöbrögö frá yfirmönnum Rik isútvarpsins voru aldrei nein i öll þessi ár. Hins vegar var talsvert um jákvæö viöbrögö áheyrenda. Ég get sagt þér dálitla sögu I þvl sambandi. Ég þurfti eitt sinn aö bregöa mér til útlanda, og fór niöur á lögreglu- stöö til aö fá vegabréf. Ég rakst þá á yfirlögregluþjón, sem ég þekkti og fór aö kjafta viö hann. Þá segir hann skyndilega: „Hvernig fannst þér bréfiö frá okkur?” „Hvaöa bréf?”, sagöi ég. Þá segir hann mér aö lög-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.