Þjóðviljinn - 04.02.1979, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 04.02.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 4. febrúar 1979 'ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 kompan Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Hann safnar frí- merkju hverju safnar þú? Ingi Alfonso Fernandez er 10 ára. Hann safnar frímerkjum. Kompan spurði hann um safnið. Kompan: Hvenær byrj- aðir þú að safna? Ingi: I fyrra. Kompan: Varð það af einhverri sérstakri ástæðu sem þú byrjaðir að safna frimerkjum? Ingi: Nei, mér fannst það bara gaman. Kompan: Færðu kannski mörg bréf? Ingi: Nei, en mamma og amma fá oft bréf og svo gefa margir mér frí- merki, t.d. f rændi minn. Svo kaupi ég mér þegar ég á aura. Kompan: Áttu mörg? Ingi: Já, fáein. Kompan: Hvernig gengur þú frá frí- merkjunum? Ingi: Ég legg þau í vatn og losa þau af bréfinu. Svo legg ég þau til þerris á blað eða hreint mjúkt stykki. Svo raða ég þeim inn í frímerkjabækurnar sem ég geymi þau í og flokka þau líka. Kompan: Safnar þú sérstökum frímerkjum t.d. bara íslenskum? Ingi: Nei, ég safna öll- um og líka jólamerkjum. Húsið sem kom í veg fyrir að það væri rifið Einu sinni var gamalt hús. Það var mjög fal- legt, en eitt var það sem hryggði það og það var að það átti að rífa það. Það varð að koma í veg fyrir það og: „Einn, tveir, þrir BANG!" öskr- aði húsið svo það heyrðist alla leið niður í þorpið og allt fólkið í þorpinu hélt að það væri fallbyssuskot og þaut upp á fjallið sem húsið stóðá. Og þá sá það fallega gamla húsið, og það sá iíka eyðileggingar- vélarnar. Því fannst svo mikil synd að láta rífa húsið að það stöðvaði vél- arnar og meira að segja ákvað einn maðurinn að flytja á fallega, gamla húsið. Og þá var sko húsið fegið! Og hann bjó þar til dauðadags og eignaðist konu og tvíburadætur, og erfðu þær gamla, fallega húsið. Og eignuðust börn- in alltaf gamla, fallega húsið þar til öll seinni ætt- in var búin að eiga heima i húsinu og var húsið þá orðið mjög grobbið. Og þar með lýkur þessári sögu. Urður Njarðvik, 8 ára, Skerjabraut 3, Seltjarnarnesi. BLOMIÐ Eftir Huga Hraunfjörö Pabbi, hvernig varð ég fil? spyr Víðir lifli, sonur minn, einn daginn og það er einmitt sumardagur og þá er svo gott að svara og mér verður létt um að segja honum söguna af því þegar hann varð til. Labbaðu út með mér, Víðir minn. Það eru til svo margir Víðir. Ekki bara Víðir eins og þú, heldur líka Grasvíðir. Þarna eru kindur á beit. Grasvíðir- inn er blómrunni, hálf- gerttréblóm, og þarna er lítið lamb, þess vegna þolir hann líka kuldann svo vel á (slandi þótt hann sé pínulega litill eða 10-15 sm á hæð. Þú veist náttúrulega ekkert hvað það er hátt eða langt. Sjáðu tiI, á gömlu íslensku máli mundi maður segja að blómið væri þverhandar hátt. Það er að segja eins og höndin á mér er breið þegar ég spenni þumal- puttann svolítið út, sjáðu. Aumi ng ja viðir inn verður að vera nakinn allan veturinn eftir að hann missir grænu fallegu blöðin sín á haust- in. Heldur þú að þér yrði ekki kalt ef þú yrðir að vera nakinn. Sem betur fer er viðirinn enginn veifiskati eða kulda- kreista og meira en það. Víðirinn er tvö blóm. Nefnilega bæði stelpu- blóm og strákablóm. Þau eru nefnilega hjón. Komdu upp með lækn- um. Blómin eru hér um bil alveg eins. Það vex svolítill leggur eins og þú sérð út úr greinarenda kvenblóms- ins eða stelpublómsins, út úr hverjum legg koma frævur og út úr hverri frævu kemur blað og tveir hunangskirtlar, og þá vantar bara frjó. Strákablómið eða karl- blómið er alveg eins nema það heitir fræfill en ekki fræfa eins og í stelpublóminu, en frá fræflinum kemur frjó. Nú skal ég segja þér dálítið skrýtið. Sérðu flugurnar sem eru að fljúga blóm af blómi. Þær eru ekki að leika sér, þær eru að vinna. Þær eru að borða hunangið úr blómunum og bera frjóið úr strákablóminu á stelpublómið, en það er lika von að f lugurnar beri frjóið fyrir strákablómið því það er helmingi meira hunang í strákablóminu en stelpublóminu. Þarna er ær að bera lambi. Ég veit ekki hvort storkurinn kemur með börnin í heiminn, en flugurnar koma með blómin í heiminn. Kannske hefur hann komið með þig í heiminn, engillinn sem gleymdi gleraugunum sínum og var að ná í þau til að sjá víðar yfir. Ætli þú heitir ekki Víðir þess vegna? Nei, það var ég sem bar frjóið úr fræfli mínum í frævu móður þinnar og hún fæddi þig eins og ærin bar lambinu. Ráðning á gátu í næstsíðasta blaði Mennirnir þrír hétu: Sveinn, Gestur og Karl. Sá fyrsti Sveinn, hafði verið ungur sveinn. Gest- ur var gestur á bænum og Karl átti eftir að verða gamall karl. UGG Eftir Kjartan Arnórsson XU/f)V GENCrUa fí OOG? 'ríElÐM? ÞfíÐ. \iem we

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.