Þjóðviljinn - 04.02.1979, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 04.02.1979, Blaðsíða 17
Sunnudagur 4. febrúar 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Náttúrubarnift Dersu Uzala (leikarinn Maxim Munzuk) Vegir bíóstjóra vorra eru órannsakanlegir. Nú kepp- ast þeir hver um annan þveran við að sýna okkur kvikmyndir sem Svíinn góöi sem vitnað var í hér á sunnudaginn var myndi kalla „óþekktar myndir" — þ.e. myndir sem ekki eru framleiddar f hinum enskumælandi heimi. Þegar litiö er yfir auglýsingar bióanna um þessar mundir sést aö hvorki meira né minna en fjór- ar myndir (af tólf) eru i þessum „óþekkta” flokki: tvær Italskar, ein dönsk og ein sovésk-japönsk. Þar viö bætist aö tvær þessara mynda eru „góöar myndir”. Litlu veröur vöggur feginn, segir kannski einhver. Og ekki má gleyma þvi aö mánudagsmynd Háskólabiós er eftir Fassbinder, og Fjalaköttur- inn sýnir Herzog-mynd. Þaö veröur þvi miöur að viöur- kennast, aö undirritaöur hefur ekki enn átt þess kost aö sjá neina þessara mynda. Hinsvegar finnst mér viöeigandi og nauösynlegt aö benda lesendum á þær heldur fyrr en siðar, þvl aö góöar myndir eru oft svo sorglega skammllfar á vorum hvltu tjöldum. Wertmíiller Lina Wertmtlller heitir Itölsk kona sem hefur veriö aö dunda viö kvikmyndagerö I ein fimmtán ár. Ariö 1976 sló hún I gegn svo um munaöi, og er nú talin til snill- inga, eöa svo gott sem. Astæöan fyrir þessari velgengni konunnar er fólgin I tveimur kvikmyndum, sem geröar voru undir hennar stjórn meö stuttu millibili: Tra- volti da un insolito destino nell ’azzurro mare d’agosti, og Pasqualion Settebellezze. Auövit- aö ræöur enginn viö svona nöfn nema Italir, og myndirnar ganga þvi undir ensku nöfnunum Swept Away og Seven Beauties. Báöar hafa veriö sýndar hér á landi, merkilegt nokk. Hin fyrri I Nýja blói i fyrra, og hin seinni I Austur- bæjarbiói þessa dagana. Lina hefur óvenju sterka til- hneigingu til að búa til langar setningar, a.m.k. þegar hún skýr- ir myndirnar sinar. Ef til vill stafar þaö af því aö hún heitir sjálf Arcangela Felice Assunta Wertmiiller von Elgg Spanol von Braueich Job. Hún fæddist I Róm áriö 1928, þegar Mussolini haföi veriö viö völd I 6 ár. Faöir hennar var lögfræöingur, og sjálf var hún uppreisnargjarn krakki aö eigin sögn: var rekin úr 15 kaþólskum skólum fyrir „háværa framkomu”. Seinna geröist hún kennari, en sneri sér brátt aö leiklist. Hún vann um hriö i brúöuleikhúsi, síö- an sem aöstoðarleikstjóri i „venjulegu” leikhúsi, og áriö 1963 hófst kvikmyndaferill hennar meö þvi að hún vann sem aðstoð- arleikstjóri Fellinis viö gerö myndarinnar 8 1/2. Fróöir menn hafa þóst marka áhrif meistara Fellinis I myndum hennar, en engum hefur dottið i hug að saka hana um eftirhermuleik. Betri tíð með blóm í haga Litli maðurinn Fyrsta kvikmyndin sem hún stjórnaði sjálf hét Eðlurnar (I Basilischi) og kom á markaöinn 1963. Slöan komu sex myndir á 9 árum, þartil fyrrnefnd Swept Away vakti verulega athygli á henni, og sigurinn kórónaöi hún svo 1976 meö Seven Beauties. Myndir Linu Wertmöller eru mjög pólitiskar, en samt er ekki hægt aö afgreiöa þær með stimpli: pólitiskar kvikmyndir. Þær eru afar fyndnar, en samt eru þær ekki gamanmyndir I venjulegum skilningi. Miklu fremur mætti kalla þær tragl- kómedlur. I þessum myndum má greina eitt gegnumgangandi þema: litla manninn andspænis „kerfinu”, og er þá oröiö kerfi notað I mjög viötækri merkingu, getur þýtt t.d. þjóöfélagið, eöa jafnvel „lífiö”. Hetjur hennar eru yfirleitt andhetjur, uppfullar af veikleikum og mótsögnum, og hreint engir englar. Einn leikari hefur öörum frem- ur veriö henni hjálplegur viö aö skapa þennan „litla mann”: Giancarlo Giannini Hann hefur leikiö I 6 myndum hennar. Hann var þjónninn i Swept Away, og hann er Pasqualino sá sem geng- Pasqualino hræftir melludólg meft byssu og verftur honum óvart aft bana. Þessi stæftiiega kona er vörftur i fangabúftum sem Pasqualino lendir i. þar til hann loks fékk tækifæri til aö gera hugmyndina aö kvik- mynd. Upphaflega ætlaði hann aö gera myndina i Japan, en svo buöust Rússar til aö Lána honum Slberiu og Mosfilm tók aö sér aö framleiöa myndina. Fassbinder Mánudagsmyndin Vlxlsporeöa Wildwechsel er eftir þann fræga Þjóöverja Rainer Werner Fass- binder. Hún var gerö áriö 1972 og er nr. 15 I rööinni af myndum Fassbinders, sem er löngu heims- frægur fyrir alveg ótrúlega fram- leiöni (23 myndir á 10 árum !) Vixlspor er byggö á samnefndu leikriti eftir Franz Xaver Kroetz. Segir þar frá ungum verkamanni sem dæmdur er fyrir óviöur- kvæmileg afskipti af 14 ára stúlkubarni. Hann er látinn laus úr fangelsi fyrir góöa hegöun, og tekur þá aftur upp samband við stúlkuna, en nú fara þau leynt meö þaö. Stúlkan telur piltinn á að drepa fööur hennar til þess aö þau geti gifst. Hún á von á barni. Pilturinn gerir eins og hún biður hann um og er handtekinn fyrir morö. Þá heimsækir stúlkan hann I fangelsið og segist hafa misst fóstrið. Myndin var frumsýnd I sjón- varpi eins og margar aörar Fass- binder-myndir, og vakti miklar deilur. Höfundur leikritsins sak- aöi Fassbinder um dónaskap. Kvikmyndaeftirlitiö haföi lika ýmislegt viö myndina aö athuga, og Fassbinder var gert aö klippa úr henni nærmynd af tippi, áöur en myndin fengist sýnd I almenn- um kvikmyndahúsum. Um þetta allt haföi Fassbinder þetta aö segja: „Allt sem er I myndinni er lika I leikritinu”. ur undir nafninu Settebellezze, eöa Seven Beauties (sem er þvi miður óþýöanlegt á islensku). Þar sem ég hef ekki enn séö Seven Beauties ætla ég mér ekki þá dul aö fara nánar út I lýsingar á henni, en læt mér nægja aö geta þess aö ég hef ekkert lesiö um Dersu Uzala er nafn manns, sem borinn var og barnfæddur á freömýrum Siberiu. Hann komst I kynni við landkönnuöinn og vls- indamanninn Arsenjef, þegar hinn siöarnefndi var I leiöangri á heimaslóöum hins fyrrnefnda, og tókst meö þeim sérkennileg vin- Ingibjörg Haralds- dóttir skrifar um kvikmyndir þessa mynd annaö en hástemmt lof, og mæli mér þvl hér meö mót viö lesendur á næstu sýningu. Og viö skulum hafa hraöann á, til þess aö vakna ekki einn morgun- inn upp viö þann vonda draum aö hafa misst af rétt einu snilldar- verkinu. Kurosawa Hin myndin sem viö megum alls ekki missa af er auðvitaö Dersu Uzala, sem Laugarásbió sýnir. Þar er á feröinni nýjasta mynd japanska meistarans Akira Kurosawa, framleidd i Sovétrikj- unum. átta. Um þetta fjallar myndin, og hún er byggö á raunverulegum heimildum, skrifum Arsenjefs. Viðfangsefni Kurosawa i þess- ari mynd er náttúran. Sænski kvikmyndagagnrýnandinn Tor- sten Manns segir að þarna sé- komin ein besta náttúrulýsing sem gerö hafi veriö. Hann segir lika aö Dersu Uzala sé „ein mesta og glæsilegasta ævintýramynd allra ttma”. Kurosawa mun hafa gengiö meö hugmyndina I ein 30 ár, eöa allt frá þvi hann las frásögn rússneska landkönnuðarins, og Herzog Annar merkur Þjóöverji, Werner Herzog, er á dagskrá Fjalakattarins um þessa helgi. Mynd hans, Lifsmark (Lebens- zeichen) átti aö koma I Fjala- köttinn I fyrra, sem þáttur I þeirri Herzog-kynningu sem þá stóö yfir, en hún kom ekki til landsins i tæka tlö þá. Nú er hún komin, og er öllum Herzog-unnendum bent á aö missa ekki af henni. Lífsmark er fyrsta mynd Herzogs af fullri lengd gerö 1968. Sagt er aö til hennar megi rekja ýmislegt það sem áberandi hefur veriö I seinni myndum hans, t.d. persónuna Stroszek, mikla andúö á hænsnum og súrrealiskt mynd- mál. Myndin gerist á eyjunni Krit þegar hún var hersetin af Þjóö- verjum. Þar er f jallaö um striö og áhrif þess á sálarlif manna. Ég ætla svo aö ljúka þessari umsögn um óséðar og óþekktar myndir meö þvl aö ljóstra upp opinberu leyndarmáli. Werner Herzog er væntanlegur hingaö til lands 1. mars n.k. Hann mun hafa hér stuttan stans, en kvikmynda- unnendum gefstþó tækifæri til aö hlýöa á mál hans og sjá kvik- myndina Aguirre — reifti Guös, sem hann ætlar aö sýna. Heimsókn hans er liður I Norö- urlandareisu, og er tsland slöasti áfanginn, áöur en hann snýr aftur til fööurlandsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.