Þjóðviljinn - 04.02.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.02.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 4. febrúar 1979 IÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Við finnum æ færri nú á dögum, sem halda þvi fram, að eitthvert iþróttamet muni standa ósiegið langa hrið. Sem dæmi má nefna, að sovéskir lyftingamenn bættu heimsmetin 34 sinnum á sl. ári, en það vakti ekki mikla athvgli. Er það vegna þess, að metum séu engin takmörk sett? „Mannlegri getu i iþróttum eru sett ákveðin mörk, en I dag er of snemmt aö fara að tala um þau,” sagði Júri Sandalov, þjálfari i lyftingum og kunnur sér- fræðingur á þvl sviði, i viðtali. „Jafnvel fremstu iþróttamenn nýta aðeins 40% af krafti sinum miðað við núverandi þroskastig þeirra. Hámarksþyngd i lyft-1 ingum er fyrst og fremst bundin við þekkt takmörk beinastyrk- HEIMSMETIN ? Hve lengi er hœgt að bæta Hjálpargögn skapa stundum nýjar aðstæður: dýpri sundlaugar hafa bætt möguleika sundfólks til meta. leika og vöðvaafls. Beinvefur mannsins er 4-5 sinnum þolnari við þrýsting heldur en stein- steypa.” „Ég sá hve auðveldlega Vasili Alexejev lyfti 255kilóum. Ég geri ekki ráð fyrir, að nokkur sé svo áræðinn að segja fyrir um, hver sé sú hámarksþyngd, sem Alexei geti lyft, né hvenær hann muni gera það. Hann hefur vissulega gert athyglisverða hluti með þvi aö setja ný heimsmet 80 sinnum, en þess ber aö minnast, að þrir fyrirrennarar hans, Bandarikja- maðurinn Paul Anderson og sam- landar Vasilis, Júri Vlasov og Leonid Zjabotinski, voru einnig taldir stórkostlegir á sinni tið.” Það er mjög liklegt, að hægt veröi að finna I Sovetrikjunum einhvern i hópi yfir 280.000 lyftingamanna til þess að taka viö af Alexjev, þegar hann hefur sagt sitt siðasta orð i þessari iþrótta- grein. Þaö verður haldið áfram að setja met. Til þessa liggja ýmsar ástæður og eru sumar þeirra sameiginlegar öllum greinum iþrótta, eins og t.d. bætt lifskjör fólks, stórfelldar fram- kvæmdir við iþróttamannvirki, einkum yfirbyggöra, sem gera það kleift að iðka iþróttir allan ársins hring, viötæk þátttaka barna i reglulegu iþróttanámi, er hefst á forskólaaldri, og hörð keppni um verðlaun og titla á alþjóðavettvangi. Annaö mikils- vert atriði I þjálfun góðra iþrótta- manna er, aö visindamenn á sviði sálfræöi, liffræöi, læknisfræði o.fl. vísindagreina hafa mikinn áhuga á að rannsaka mannlega getu Alexejef hefur sett áttatiu heimsniet — og samt kann hann enn að bæta við sig. vegna sivaxandi afreka Iþrótta- mannanna. Sérstakar ástæður eru og fyrir hendi i sérhverri iþróttagrein. T.d. hefur uppgötvun áhrifa laugardýptarinnar á timana i sundi haft sannarlega furðuleg áhrif. Hraði skips á hafi úti er meiri heldur en upp viö ströndina. Sundmenn tóku einnig eftir þvi, að þaö var auöveldara fyrir þá aö synda I djúpum laugum. Eða tökum sem dæmi kollhnis- snúninginn, sem sparaði fimm tiundu hluta úr sekúndu I hvert sinn. Nú er unnið að tilraunum meö að bæta viðbragðsstökkið. Með tilliti til þessa er það örugg spá reyndasta þjáifara sovéska landsliösins I sundi, Sergei Vætsekjocski, að árangur I sundi á Ólympiuleikunum 1980 muni fara fram úr djörfustu vonum. Sundmennirnir sjálfir eru að búa sig undir atlögu aö metunum. T.d. vonast Júlia Bogdanova, sem vann tvö gullverðlaun á Evrópu- meistaramótinu, til þess að setja ný heimsmet I 100 m og 200 m bringusundi. Sergei Risenko, sem sigraöi I 400 m fjórsundi á Evrópumótinu á timanum 4 min. 26,83 sek. fullyröiir, að á næstu ólympiuleikum muni timinn kominn niöur i 4 min. og 16 sek. Þetta er djörf fullyröing en vel hugsanleg. Komandi ólympiuleikar eru körlum og konum I öllum Iþrótta- greinum hvatning til þess að auka hæfni sina, aö finna enn ónýtta orku i þessu skyni. Nikolai Andrianof, sovéski olympiu- meistarinn I fimleikum karla, hefur t.d. vakið nýjar hugmyndir um mannlega getu. Hann varð fyrstur i heimi til þess að fram- kvæma tvöfalt heljarstökk aftur- ábak i gólfæfingum og aö stökkva afturábak úr hringunum. Hann fer einnig þrefalt heljarstökk óað- finnanlega Framhald á bls. 22 Laugardag frá kl. 1—6, sunnudag frá kl. 10—6. Nú sýnum viö allar gerðir af MAZDA 1979 í nýjum sýningarsal okkar aö Smiöshöföa 23. - MAZDA 323 - MAZDA 626 - MAZDA 929 L. Komiö og skoöiö nýjustu geröirnar af MAZDA. . BÍLABORG HF. SMIDSHOFDA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.