Þjóðviljinn - 03.03.1979, Page 20

Þjóðviljinn - 03.03.1979, Page 20
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. L 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans I sima- skrá. Matvörukaupmenn höta: Álagning mun hækka 20. mars Félag matvörukaup- manna hefur ákveðið að hækka álagningu þann 20. mars n.k. Þessi ákvörðun var tekin á aðalfundi félagsins, serh haldinn var 21. febrúar s.l. og byggist á þeirri skoðun félags- manna, að áfrýjun tii Hæstaréttar fresti ekki gildistöku dóms undirrétt- er í máli Kaupmannasam- takanna gegn Verðlags- nef nd, en dómsniðurstaðan var Kaupmannasamtökun- um í hag. leiða til „glundroða og óreglu á afgreiðslutima, til skaða og óþæginda fyrir neytendur, þar sem verðlag sé ekki frjálst I land- inu”. Telja kaupmenn sýnilegt aö vegna aukins tilkostnaðar verslunarinnar yrði stórfelld hækkun álagningar aðkoma til og þar með verðhækkun til neyt- enda. A aðalfundinum voru einnig samþykkt tilmæli til viðskipta- ráðherra um að Kaupmanna- samtökin fái aðild að verðlags- nefnd með fullum réttindum. Formaöur Félags matvörukaup- manna var endurkjörinn Jónas Gunnarsson. —AI Frá bændafundinum i Arnesi Mynd: Leifur Þá mótmæla matvörukaup- menn harðlega framkomnum hugmyndum um frjálsan opnunartima verslana i Reykja- vik og telja að það muni einungis Rektorskjörið 3. aprii Guðmundur Kog Sigurjón í kjöri Sigmundur gefur ekki kost á sér Þeir Guömundur K. Magnússon prófessor i Viðskiptadeild og Sigurjón Björnsson forseti Félags- visindadeildar sem efstir voru i prófkjörinu munu báð- ir gefa kost á sér tíi rektors- kjörs sem fram fer 3. april n.k. Sigmundur Guðbjarnar- son, forseti Verkfræði- og raunvfsindadeildar.sem varð þriðji, hefur lýst því yfir að hann muni ekki gefa kost á sér, en margir munu þó binda vonir við að hann breyti þeirri ákvörðun sinni enda ekki sýnt að hann geti skorast undan kjöri skv. embættisskyldum sfnum. Yfirburðir Guömundar sem hlaut 70 atkvæöi komu á óvart, en hann mun einkum hafa notið stuðnings Laga- deildarinnar og stjórnsýsl- unnar, auk sinnar eigin deildar, Viðskipadeildar. Erfitt er aö spá um hvernig atkvæöin sem Sig- mundur og aðrir, svo sem Vikingur Arnórsson sem naut stuðnings Lækna- deildarinnar, munu skiptast milli Guðmundar og Sigur - jóns, og er þess einnig að gæta að margir greiddu ekki atkvæði I prófkjörinu. Togstreita um hvcrnig verja skuli byggingarfé skólans mun áreiðanlega skipta þar miklu, þvi ekki er hægt aö byggja yfir Læknadeild, Hugvisinda- og Verkfræði- og raunvisindadeild i sama áfanga þó þörfin sé fyrir hendi. Þá er ekki útséð um hvort stúdentar sem njóta þriðj- ungsaðildar aö kjörinu munu sameinast um stuðning viö annan hvorn kandidatanna, en samkvæmt þeim heimild- um sem Þjóðviljinn hefur aflað sér mun þaö heist ráðast af afstöðu þeirra til numerus clausus annars vegar og miöstýringar embættismannakerfisins hins vegar. —AI.' Fjölsóttur bændafundur / Að Amesi í fyrrakvöld t fyrra kvöld var haldinn almennur bændafundur i félags- heimilinu Arnesi, að tilhlutan „umræðuhóps ” Sunnlenskra bænda. Fundurinn hófst kl. 9 og stóð framundir kl. 3 um nóttina. Sátu hann á þriðja hundrað manns. Rædd voru framleiðslu- og markaðsmál landbúnaðarins á vlð og dreif, þær leiðir sem rætt hefur verið um að fara i þeim málum ogþauúrræði, sem á orði er haft að beita I þvi skyni að lina þann vanda, sem við er að etja i þessum efnum. Kynntar voru sér- staklega þær tillögur, sem nokkr- ir bændur viðsvegar að af landinu komu sér saman um á fundi á Hótel Sögu fyrir nokkru Ýmis sjónarmið komu fram á fundinum, sem vænta mátti, og ekki öll á eina lund en þó skar I gegn sú skoðun, aðbændur yrðu að standa sem fastast saman um ótviræðan rétt sinn og þær að- gerðir, sem ofan á kynnu að verða. Magnús Finnbogason, bóndi á Lágafelli, setti fundinn en fram- sögumenn voru:Sveinn Jónssom bóndi á Kálfsskinni I Eyjafirði, Haukur Halldórsson, bóndi I Sveinbjarnargeröi á Svalbaiðs- slrönd, Páll Lýðsson, bóndi I Litlu-Sandvík i Flóa, Arni Jónas- son, erindreki Stéttarsambands bænda og Hákon Sigurgrimsson, aðstoöarmaður landbúnaðarráð- herra. Að loknum framsöguræðum gefið vel þegið kaffihlé en siðan hófust umræður, sem bæði voru langar og liflegar. Nánar verður sagt frá fundin- um hér I blaðinu eftir helgi. —mhg Tilboð opnuð í Hrauneyjarfossvirkjun: Lægstu tilbod miljarö yfir áætlun Landsvirkjunar Gífurlegur munur á tilboðum þeirra 6 fyrirtækja sem buðu í verkið t gær voru opnuð tilboð i Hrauneyjarfossvirkjun en bygg- ing hennar var boðin út i fjórum hlutum. Kostnaðaráætiun Lands- virkjunar, sem bandarlskt ráö- gjafarfyrirtæki og Verkfræði- skrifstofa Sigurðar Thoroddsen gerðu, er upp á 8,3 miljarða króna en lægstu tilboö eru samanlagt upp á 9,3 miijaröa króna. Það vakti athygli hversu gifurlega mikill munur var á einstökum til- boðum. 1 stiflur og aðrennslisskurði voru þrjú tilboð, það lægsta frá Ellert Skúlasyni h.f., Svavari Skúlasyni ogÝtutækni og var það upp á tæpa 2,8 miljarða íslenskra króna. Hæsta tilboð var hins veg- ar frá Fossvirki en það er sam- vinnufyrirtæki Istaks, Loftorku, Miðfells, Phil & Sön I Danmörku og Skánska Sements Guteriet. Það voru tæpir 6,7 miljarðar króna. Þriðja tilboöið kom frá Strabag Bau I V-Þýskalandi og var það upp á rúma 6,2 miljarða. Aætlun Landsvirkjunar var hins vegar upp á rúma 4,1 miljaröa. Hér var svo mikill mismunur á Werner Herzog á íslandi Kom í fyrradag —fer í dag Þýski kvikmyndastjórinn Werner Herzog kom hingað til lands f stutta heimsókn siðdegis á fimmtudag. Þá um kvöldiö ræddi hann við islenska kvik- myndagerðarmcnn og aðra áhugamenn um kvikmyndir á fundi i Þýska bókasafninu við Mávahlið, og verður sagt frá þeim fundi á kvikmy ndasiðu Þjóðviijans á morgun. 1 gær skoðaði Herzog handrit i Arnasafni og hélt blaðamanna- fund, en i gærkvöldi var hann viðstaddur sýningu á myndinni Aguirre — reiði Guðs sem hann gerði I Perú árið 1972, í dag flýgur hann svo áleiöis til Þýskalands. Herzog kom hingað frá' Noregi, þar sem hann geröi lika stuttan stans, en þar áður var hann i Perú, þar sem hann vinn- ur að undirbúningi nýrrar kvik- myndar. Aöra mynd er hann að undirbúa i Astraliu. Nokkrar mynda Herzogs hafa verið sýndar hér á landi og m.a. hefur sjónvarpið sýnt mynd hans um Kaspar Hauser, sem einnig var sýnd i Háskólabiói. Werner Herzog sló fyrst veru- lega I gegn sem kvikmynda- stjóriá heimsmælikvaröa þegar mynd hans Stroszek var verð- launuð á kvikmyndahátiðinni I Cannes fyrir 2 árum, en sú mynd var sýnd hér á kvik- myndahátið Listahátlðar i fyrra. Slðan hefur hann gert tvær myndir: Nosferatu, sem var frumsýnd s.l. haust, og Woyzeck, sem veröur væntan- lega sýnd á Cannes-hátlöinni næsta vor. Herzog hefur einnig fengist við bókmenntir, og hafa ljóð eftir hann birst á prenti, svo og m kvikmyndahandrit, en þau sem- I ur hann fyrst og fremst sem ! bókmenntir og hefur | Hanser-Verlag I Þýskalandi ■ gefiö þau út. Werner Herzog er, ásamt _ þeim Fassbinder, Wim | Wenders, Schlöndorff ofl, I hópi J þeirra kvikmyndastjóra sem ■ standa fýrir endurreisn þýskrar I kvikmyndalistar og gjarnan eru ? kallaöir nýbylgjumenn. jj,. | tölum að menn voru sammála um það að einhver reikningsskekkja hlyti að vera með I dæminu. t gröft fyrir inntak og vatns- virki bárust 5 tilboð og var það lægsta frá Ellert Skúlasyni o.fl. það var upp á rúmar 117 miljónir kr. Næst kom Suðurverk með 163 milj., Vörðufell 169 milj., Foss- virki 275 milj. og Stabag Bau 651 milj. kr. Aætlun Landsvirkjunar var upp á 221 milj. kr. 1 steypuvinnu bárust tilboð frá þremur aðilum. Lægst bauð Foss- virki tæpa 2,7 miljarða króna, þá Energoprojekt frá Júgóslaviu tæpa 3,3 miljarða og til vara 2,9 miljaðra en hæst bauð Strabag Bau tæpa 3,4 miljarða. Aætlun Landsvirkjunar var upp á tæpa 2 miljarða. 1 stöðvarhús buðu 3 aðilar. Lægst bauð Energoprojekt tæpa 3,8 miljarða króna, þá Fossvirki rúma 4,2 miljarða en hæst Stra- bag Bau rúma S.miljarða króna. Áætlun Landsvirkjunar var upp á tæpa 2 miljarða króna. Þess skal getið að áætlun Landsvirkjunar mun veraorðin 6 ára gömul og hefur hún verið framreiknuð til verðlags eins og það er nú. En á þessum tima geta ýmsar forsendur hafa raskast verulega t.d. oliuverð. 1 fylgibréfi frá Strabag Bau er tekiö fram að fyrirtækið taki að- eins að sér verkiö, fái þaö alla verkþættina, og Fossvirki býður fram lækkun á verkinu um nokkr- ar prósentur fái það fleiri en einn verkþátt. Framkvæmdir hefjast I vor að undanskilinni vinnu við jarðstífl- ur og aðveituskurð sem ekki verður byrjað á fyrr en á næsta ári. —GFr

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.