Þjóðviljinn - 06.03.1979, Page 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 6. mars 1979.
VQf
fi
i
r
Umsjón: Magnús H. Gíslason
Stofnlánadeild landbúnaðarins:
Geigvænleg
gengistöp
Búnaöarþing hefur nú afgreitt
erindi Búnaðarsamb.
Austur-Húnavatnssýslu um nýja
iánaflokka Stofnlánadeildar land-
búnaðarins o.fl. Alyktun
Búnaöarþings er svohljóðandi:
1. Búnaðarþing telur, að
málefnum Stofnlánadeildar land-
búnaöarins sé nú svo komið, aö
enga bið þoli, að gert verði stór.
átak til þess að rétta við fjárhag
deildarinnar og koma henni á
rekstrarhæfan grundvöll. Þvi
beinir þingið þeirri eindregnu
áskorun til landbúnaðarráðherra,
aö hlutast til um, að málefni
Stofnlánadeildarinnar verði tekin
til rækilegrar athugunar með þaö
að markmiði, að binda endi á þau
geigvænlegu gengistöp, sem
d nldih verður árlega fyrir.
Fellt verði
niður
vöru-
gjald
af jurtalyfjum o.fl.
Þeir Axel V. Magnússon, Óli
Valur Hansson, óttar Geirsson og
Sigfús ólafsson hafa flutt á Bún-
aðarþingi erindi um niöurfellingu
vörugjalds af jurtalyfjum og ör-
gresisefnum svohljóðandi:
Við undirritaðir förum þess á
leit við Búnaðarþing, að það skori
á stjórnvöld að aflétt veröi 30%
vörugjaldi, sem lagt var á jurta-
lyf og örgresisefni til garöyrkju
og landbúnaðar á s.l. ári.
Jurtalyf og örgresisefni eru i
15% tollflokki. Þegar ofan á þá
upphæö kemur 30% vörugjald og
20% söluskattur auk farmgjalda,
bankakostnaðar o.fl. er hið er-
lenda verð viðkomandi vöru ætiö
um það bil tvó'faldað. Þetta eru I
ýmsum tUvikum mjög tilfinnan-
legir kostnaöariiðir, svo sem í öll-
um greinum garðyrkju, þar sem
þörf fyrir þessi efni er óhjá-
kvæmilega mikil.
Þetta gUdir einnig um útrým-
ingu illgresis úr grænfóðurökrum
og nýræktum þar sem verulegt
efnismagn þarf ætið tU aö ná
árangri.
ÞaðgUdir um öll þessi efni, að
þau eru mjög dýr i innkaupi.
Hinsvegar má ætla, að þaö skipti
rikissjóð ekki sköpum, þótt vöru-
gjald þetta sé aflagt. -mhg
sjonvarpið
biteð?*
Skjárinn
Sjónvarpsvert? stcaði
BegsíaðasWi 38
simi
2-1940
1 þvi sambandi leggur þingið
áherslu á eftirfarandi:
1. Að rikikissjóður eða gengis-
munasjóður leggi fram fé tU þess
aö greiða gengistöp deUdarinnar
vegna erlendra lána.
2. Að fengið verði innlent lánsfé
til þess aö greiöa upp óhag-
stæðustu, erlendu lán deUdarinn-
ar, fyrr en samningar þar aö lút-
andi gera ráð fyrir.
3. Að auka þær tekjur deildar-
innar, sem varið er til niður-
greiöslu verðtrygginga og vaxta
af fjárfestingarlánum, a.m.k. til
þeirra búgreina, sem liklegastar
þykja til þess að viðhalda byggð-
inniogskapaný atvinnutækifæri I
sveitum.
II. Búnaðarþing beinir þvi til
StofnlánadeUdar landbúnaðarins
að taka upp lánveitingar til kaupa
á tækjum tU súgþurrkunar (mót-
or og blásara) og kostnaði viö raf-
lögn hennar vegna.
I greinargerð segir:
Siðustu breytingar á lögum um
Stofnlánadeildina gengu
skemmra i f járöflun til hennar en
gert var ráð fyrir i áliti nefndar
þeirrar, er vannað siðustu endur-
skoðun laganna.
Sifelld gengistöp, halli á verð-
tryggðu lánsfé og vöxtum hafa nú
leitt til þess, aö höfuðstóll
deildarinnar er orðinn öfugur um
876 mUj. kr.
1 árslok 1978 námu gengis-
tryggðar lántökur deildarinnar
4.66.517.572 kr.
Af þessari upphæð hefur deUdin
lánaðmeð gengisáhættu sem hér
segir:
A-lán kr. 1.096.889.596.- með
100% gengi = 1.096.889.596.
B- lán, kr. 3.854.117. með 100%
gengi = 3.854. 117.
F- lán kr. 526.938.285 með 40%
gengi = 210.775.314.
Samtals kr. 1.311.519.027
Mismunur er kr. 3.354.998.546,
— sem deUdin ber aUa gengis-
áhættu af.
A árinu 1978 námu gengistöp
tekinna lána kr. 1.798.975.117.-
Innb. gengi af veittum lánum kr.
381.686.103.
Gengistap deildarinnar kr.
1.417.289.014.- Lán með innlendri
verötryggingu námu i árslok 1978
kr. 3.289.636.365.-. Af þeirri upp-
hæð hefur verið endurlánaö, meö
sem svarar fullri verötryggingu
kr. 1.970.853.130.-. Mismunur er
kr. 1.318.783.235.- sem deidlin ber
alla verðtryggingu af.
A árinu 1978 nam tap deUdar-
innar vegna verðtryggingar á inn-
lendu lánsfé kr. 347.504.426,-
Vaxtatap nam kr. 208.613.648.
Samtals nema töp deUdarinnar
þvi kr. 1.973.407.088, á árinu 1978.
TU að mæta þessum haUa og
standa undir rekstri deUdarinnar
voru eftirgreindir tekjustofnar:
Fr a m leiö en da g ja ld
kr. 193.224.407,-.
Neytendagjald,
kr. 257.327.050,-.
Mótframlag rikissj.kr.
450.551.457,-.
Fast rikisframlag kr.25.000.000,-.
Sam-
tals kr. 926.102.914,-.
A árinu 1978 eyddist þvi vara-
sjóður deildarinnar að upphæð kr.
419.975.161,- og myndaöist öfugur
höfuöstóll að upphæð kr.
875.957.449.
Gengistöpin valda hér mestu
um. Þvi ber brýna nauðsyn til að
greiða gengistryggðu lánin upp
hiö allra fyrsta.
Hólar I Hjaltadal
H.E.Þ. skrifar um
í annað tbl. Freys þ.á. ritar
H.E.Þ. forystugrein um búnaðar-
fræðsluna. Oröfært hefur verið
við Landpóst að birta þessa grein
og vist er hún þess viröi, aö koma
fyrir augu sem flestra. Fer grein-
in hér á eftir meö góðfúsiegu leyfi
höfundarins:
Mikil er hún oröin að vöxtum
umræðan, sem undanfarið hefur
farið fram um landbúnað á
íslandi. Þykk væri sú bók, sem
innihéldi allt það, sem ritaö hefur
verið I blöð og timarit um þetta
efhi, þótt ekki værinema svo sem
þrjú siöustu árin.
En svo er nú fyrir aö þakka, að
sú bók kemur aldrei út, þvi þar
mundi vera margan leiðinlegan
pistil að finna, en alltof lítið af
góðum og gáfulegum þáttum.
Akaflega er það misjafnt hvað
hinar ýmsu hliðar landbúnaðar-
ins hafa fengið mikið rúm hjá höf-
undum i þessari umræðu. Yfir-
gnæfandi mesta og fjölbreytileg-
asta meðferð fá jafnan efnahags-
málin i viðustu merkingu, þ.e.
verðlags-, markaðs- og af-
urðasölumál. Aðrar hliöar eru
vart nefndar á nafn, jafnvel
undirstöðuatriði. Hér skal eitt
augnablik rofin þögnin um einn
slikan vanræktan þátt, þ.e.
fræðslumál landbúnaðar á
Islandi.
1 flestum og liklega öllum
atvinnustéttum er lögð mikii og
vaxandi áhersla á faglega mennt-
un.Gildir þetta aðsjálfsögðuekki
sistum þá, sem stjórna fyrirtækj-
um, en einnig um hina, sem að-
eins fást viö sin afmörkuöu
verkefni á vinnustaönum. Nægir i
þessu sambandi að nefna sivax-
andi skólun fólks i fiskveiðum og
fiskverkun á öllum stigum.
Sé hinsvegar litið til landbún-
aðar þá er þar ekki um neina
framför aðræða, að þviervarðar
fagmenntun, nema siður væri.
Þar er ástandið næsta bágborið
og mun varla miklu logið, þótt
fullyrt sé, að bændur séu minnst
fagmenntaða stétt landsins. Það
er staðreynd, að allt að þvi 85%
islenskra bænda hafa aldrei
fengið neina skólafræðslu i sínu
fagi. Þó eru þeir atvinnurekendur
og þurf a að stjórna talsvert flókn-
um rekstri, tæknilega og
viðskiptalega, þar sem búskapur
er.
Arlega koma inn I stéttina svo
sem 200 nýliðar, mjög lauslega
áætlað. Af þeim hópi gætu um það
bil 30 verið búfræöimenntaöir. I
hópi hinna 170 eru menn meö
ýmiss konar aðra sérmenntun, en
mjög margir með algera lág-
marksmenntun, þ.e. grunnskól-
ann og enga sérmenntun þar á
ofan af einu né neinu tagi. Þarna
er veriðað tala um karlmennina,
en svo eru ungu bændakonurnar,
sem til skamms tima hafa litt
komið við sögu búnaðarskólanna.
Ætla má, að meiri hluti nýlið-
anna i bændastétt komi úr sveit-
um landsins enn I dag, óg hafa
.þeir þá a.m.k. hina praktisku
reynslu þess manns, sem elst upp
viö störfin. En hinir eru samt
ótrúlega margir, sem koma úr
þéttlýlinu inn i bændastétt, marg-
ir algerlega menntunar- og
reynslulausir, framandi menn
gagnvart veruleika búskapar og
sveitalifs almennt og skilnings-
litlir á þær félagslegu skyldur,
sem svo nauðsynlegt er, aö sem
allra flestir bændur viðurkenni og
gangist undir.
Ný lög um búnaðarfræðslu litu
dagsins ljós á Alþingi I fy rra. Þar
er ýmsar nýjungar að finna t.d.
lenging búnaðarnáms og aukin
áhersla á verklegt nám, bæði i
skólanum og á bændabýlum með
sérstökum samningum milli skól-
ans og bænda. Af öðrum nýjung-
um má nefna skipun skólanefnda
við búnaðarskólana og búfræöslu-
ráðs, sem hafi með aö gera
skipulagningualls búnaðarnáms i
landinu.
Þessi lög eru ekki komin til
framkvæmda ennþá, en þaö ger-
ist væntanlega smátt og smátt
næstu árin.
Með tilliti til þess, hvað land-
búnaður er fjölmennur atvinnu-
vegur, og með tilliti til þess, hve
þungt hann og mál honum tengd
vega i fjármálum ríkisins, má
það aldeilis furðulegt heita, hve
tómlátt rikisvaldið er og hefur
veriö um fræöslumál þessa at-
vinnuvegar, svo ekki sé meira
sagt.
A tímum þegar alls konar
skólastofnanir hafa verið byggð-
ar frá grunni i öllum héruðum
landsins I bæ og byggð, stofnan-
ir, sem hver kostar hundruö
miljóna króna, þá hefur landbún-
aðarráöherrum vorum með
herkjum tekist að toga út fjár-
framlög til að byggja eina góða
heimavist við einn bændaskóla,
þ.e. á Hvanneyri. Á hinn bóginn
er siður en svo að búið sé að
byggja svo upp á þeim ágæta
stað, sem brýna nauðsyn ber til.
A hinum bændaskólanum, Hól-
um f Hjaltadal, hefur litið gerst i
átt til uppbyggingar langa lengi
og alls ekkert allra siðustu árin.
Þar er þannig ástatt, að engin
þeirra bygginga, sem skólanum
tílheyra, nema starfsmanna-
húsnæði, er sæmandi skólastofn-
un á ofanverðri 20. öld.
Þriðji lögbundni búnaðarskól-
inn, sá sem vera skal á
Suöurlandi, er varla til i huga
guðs, eins og sagt er um ófæddu
börnin, hvað þá annars staöar.
Nýju lögin gera lika ákveöiö
ráð fyrir búnaðarfræðslu i fjöl-
brautaskólum, en því miður er
einnig það aðeins framtíöar-
músik.
Umræðan um skipulagsmál land-
búnaöarins er þegar orðin allt
of löng. Á þvi nýbyrjaða herrans
ári er þess aö vænta, aö það
mikilvæga mál þokist af stigi
orðaflóðs og deildra meininga
yfir á stig ákvarðana og snar-
legra framkvæmda. Þá er ekki
seinna vænna aö fara i alvöru aö
huga aö öðrum undirstöðuþáttum
atvinnuvegarins, þ.á m. og ekki
sist menntunarþættinum.
Nú blasir það við, að dregið
verður úr almennri fjárfestingu i
landbúnaði um sinn. Við þvi er
litiðað segja, það veröur að telj-
ast eðlilegt eins og ástatt er um
markaðsmálin. Bændurmega vel
sættasigviðslikti bili oglfta ekki
á það sem böl eða bakslag, þótt
hjól nýræktunar og nýbygginga á
jörðunum snúist framvegis með
minni hraða en verið hefur
Þar á móti ber að krefjast þess,
og samtök bænda verða að opna
augu fyrir nauðsyn þess, að nú
verði gert stórátak I þá veru að
koma fræðslumálum stéttarinnar
i betra horf en þau eru i. Verði al-
menn fjárfesting I landbúnaöi
dregin saman um einhverja
miljaröa króna næstu árin, þá er
engin goðagá að biðja rikisvaldið
um nokkur hundruð miljónir til
að búa fræðslumálum landbún-
aðarins sæmileg skilyröi meö
uppbyggingu skólastobiana hans.
Það þarf að halda áfram að
ljúka nauðsynlegum verkum á
Hvanneyri. Það þarf að endur-
reisa Hólaskóla til vegs og virð-
ingar. Hann er nú olnbogabarn
islensksskólakerfis, hálfsetinn og
varla það, skortandi flest það,
sem til þarf að gæða slika stofnun
frjóum lifskrafti.
Til er svokölluð Hólanefnd,
skipuö af ráðherra til að gera
tillögur um uppbyggingaráætlun
fyrir skólann og búiö með tilliti til
komandi 100 ára afmælisins 1982.
Nefndin var svo seinheppin aö
gera uppástungur, sem sam-
stundis urðu bitbein i innanstofn-
unartogstreitu þar á staðnum.
Réttast mundi nú vera, að ráð-
herra gæfi þeirrinefndlausn i náð
og gerði jafnframt nauðsynlegar
breytingar á starfsliði skólans.
Þá mundi nú timabært, aö ráð-
herra hlutaðist til um, aö skipuö
verði skólanefnd hið fyrsta sam-
kvæmt nýju lögunum, m.a. til að
gera tillögur og eiga siðan hluta
aö framkvæmdum i uppbyggingu
bændaskólans.
Mennt er máttur, segir gamalt
spakmæli. Það er I fullu gildi enn i
dag og liklega aldrei fremur en
einmitt nú. Bændastéttin er ekki
máttug stétt á tslandi nútimans.
Þaö stafar meðal annars af þvi,
að hún er litt menntuðstétt og hún
er ekki á framfarabraut að þessu
leyti nú sem stendur.
Núverandi landbúnaöarráð-
herra hefur sagt, að hann liti á
það sem sitt meginverkefni aö
koma viðunandi skipulagi á
framleiðslumálin og skapa frið
um landbúnaðinn með þjóðinni.
Ekki veitir af þvi eftir þær
stormasömu umræöur, sem
gengið hafa um þennan atvinnu-
veg undanfarin ár.
Vér stingum upp á þvi, að næst
þar á eftir færi hann inn á skrána
það verkefni að hrinda af stað
endurbótum I skólamálum land-
búnaðarins, svo að þessir einu
skólar i landinu, sem ekki falla
undir menntamálaráðuneyti,
Verði ekki framvegis vanræktast-
ir allra skóla.
H.E.Þ.