Þjóðviljinn - 11.03.1979, Side 2

Þjóðviljinn - 11.03.1979, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur IX. mars 1979. Bubbi Morthens veröur mebal trúbadora sem troöa upp á laugar- Sönghópur raubsokka mun leggja menningarvikunni liö. daginn 17. mars. Fjölbreytt tónlist Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum verður innan tíðar haldin menn- ingarvika á vegum Sam- taka herstöðvaand- stæðinga tilað minna á að 30. mars n.k. eru 30 ár lið- in frá þvi Island gerðist aðili i Nató. Menningar- vika þessi er liður i baráttunni gegn hersetu Bandarísks herliðs á Is- landi og heimsvalda- stefnu ýmissa þjóða um gervallan heiminn. Hefur fjöldi fólks starfaö aö undirbúningi menningarvik- unnar sem fram fer dagana 16. — 25. mars á Kjarvalsstöðum. Mikið um góða tónlist Til aö fjölbreytnin veröi sem mest verður boöiö upp á leik- þætti, upplestur og fjölbreytta tónlist svo eitthvaö sé nefnt. Til aö grennslast fyrir um væntanleg tónlistaratriöi i dag- skránni leitaöi Fingrarim til Björns Björnssonar starfs- manns Samtaka herstööva - andstæöinga og Siguröar Rúnars Jónssonar sem sér um flest er aö tónlistinni lýtur. Tjáöu þeir Fingrarimi aö ekki væru öll kurl komin til grafar ennþá. Þó væru ákveöin nokkur dag- skráratriöi sem óhætt væri aö gera grein fyrir. Laugardaginn 17. mars veröur heljarmikil eftirmiödagstónlistardagskrá aö Kjarvalsstööum. Þar koma fram eftirtaldir sönghópar og trúbadúrar: Kjarabót (áöur Nafnlausi sönghópurinn), Söng- hópur rauösokka, Neikvæöi sönghópurinn, Bubbi Morthens, Kristján Guölaugsson, Olga Guörún Arnadóttir, Þorvaldur Arnason, Bergþóra Arnadóttir og jafnvel einhverjir fleiri. Aö auki munu nokkrir meö- limir Sönghóps rauösokka og Neiökvæða sönghópsins flytja atrlði úr Sóleyjarkvæöum. Þessi dagskrá mun væntan- lega standa yfir frá kl. 14.00 til 19.00. Klassík, jazz og popp Mánudagskvöldiö 19. mars veröur klassisk dagskrá. Flutt veröa tvö kammerverk eftir Mozart, flautukvartett I flutningi Manuelu Wiesler og meölima úr sinfóniuhljómsveit- inni og klarinettukvintett i flutningi Gunnars Egilson, ásamt félögum úr sinfónlunni. Einnig veröa nokkur verk eftir islenska höfunda. Má þar nefna sönglag eftir Jakob Hall- grímsson, nýtt verk fyrir flautu, klarinett, kontrabassa og 2-4 fiðlur eftir Jónas Tómasson og verk fyrir sópransöngkonu og strengjákvintett eftir Sigur- svein D. Kristinsson. Mjög trúlega veröa fleiri is- lensk verk til flutnings þetta kvöld. Föstudagskvöldiö 23. mars stendur til að Þursaflokkurinn flytji nokkur hrynþung stef. Og á laugardaginn 24. mars veröa hljómsveitirnar Þokkabót, Eik og Sjálfsmorðssveitin meö tón- listarhald. Meöal efnis veröur verk eftir Leif Þórarinsson tónskáld, væntanlega 1 flutningi Sjálfs- morössveitarinnar. Einnig mun ætlunin aö fá heföbundinn jazz inni dag- skrán^en á þessu stigi er sú hliö nokkuö óráðin. Sunnudagskvöld 25. mars lýk- ur svo þessari menningarviku. Allt er á huldu um dagskrá þess kvölds enn sem komið er. Sjálfboðavinna Allir aöilar sem aö þessari menningarviku standa, gefa sina vinnu til hagsbóta þessum brýna málstaö. Þaö er vonandi að meö þessum hætti takist aö Sigurður Rúnar Jónsson, eða Diddi fiðla einsog hann er jafn- an kallaður, sér að mestu um tónlistarundirbúning menn- ingarvikunnar. opna augu landsmanna fyrir mikilvægi þeirrar baráttu sem herstöövaandstæðingar hafa háö i 30 ár. Sá stóri hópur sem leggur málstaðnum lið vikuna 16. — 25. mars ber vísan vott um samhug i herstöövamálínu. Þaö má geta þess aö 31. mars verða svo haldnir tónleikar i Háskólabiói þar sem fjölmenn- ur hópur tónlistarmanna úr stétt poppara jafnt sem sinfónfu flytur baráttudaeskrá Zamla Mammaz Manna;frá vinstri. HansBruniusson slagverk.Eino Haapala gitar, Lars Holmer hljómborð og Lars Krantz bassi. Zamlarnir flognir 1 siðasta Fingrarimi var fjall- að litillega um sérstæða hljóm- sveit sem stödd var hérlendis I tónlistargjörningum sinum. Jafnframt var lofað aö fjalla nánar um sveinana I Zamla Mammaz Manna. Fingrarim vai búiö aö bindast fastmælum viö Zamlana að fá að rekja úr þeim garnirnar áöur en þær færu af landi brott. En þar sem um- boðsmaður þeirra hér lendis tók þá sérkennilegu ákvörðun i skyndingu að senda Zamlana heim i býtið á þriðjudagsmorg- uninn i stað þess aö láta þá fara á fimmtudag eins og búiö var að ákveöa, varð ekkert úr frekara viðtali. Voru Zamlarnir búnir aö ákveöa spilverk á Litla Hrauni og viöar en af þvi varö ekki aö sinni. Þó má geta þess aö strákunum likaöi þaö vel viö Is- lenska áheyrendur aö þeir hafa ákveöið að skella sér með Smyrli til Islands aö hausti. —J.G. FINGRARI Neytendapunktar poppara A nýbyrjuðu ári er mikið um dýrðir i hljómplötubransanum erlendis. Stór- stjörnur jafnt sem minni postular senda frá sér hljómplötur af öllum stærðum, litum og gerðum. • George Harrison fyrrverandi bitill sendi frá sér plötu fyrir nokkrum dögum eftir um tveggja ára þögn. Biöa eflaust margir Bitla/Harrison.aödáendur spenntir eftir skif- unni. • Frank Zappa furöufugl m.m. á I miklum vandræðum þessa dagana. A hann i deilu viö Warner Bros. hljómplötuútgáfuna sem hann hefur veriö á samning hjá siöastliöin 9 ár. Astæöan er sú aö kappinn hefur gert samning við CBS og er plata aö koma út frá honum á þvi merki. Jafnframt er W.B. aö senda á markaöinn plötuna Sleep Dirt meö Zappa. Hóta W.B. aö setja lögbann á CBS plötuna ef hún kemur út áöur en Zappa lýkur gerö 1 tveggja platna sem þeir telja sig eiga rétt.á frá kappanum áöur en samningurinn er úti. • Bram Tcaikowski fyrrum aöalsprauta hljómsveitarinnar Motors er nú aö reka endahnútinn á nýja hljómplötu sem kemur út i næstu viku. • Stranglers sem skutust til Islands I fyrra til aö kynna tslendingum nýbylgjuna og blaöa- mönnum nýja plötu, sendu nýveriö frá sér hljómleikaplötu. Er hún mjög hrá einsog við var að búast og gefur ágæta mynd af Kyrkjurunum á tónleikum. Þó er hvergi á plötunni aö finna þá æsingu og óeiröahug þann sem áhorfendur Stranglers viröast ööl- ast á tónleikum hljómsveitarinnar. Ber skemmst aö minnast óeiröa og djöfulgangs á tónleikum hljómsveitarinnar i Astraliu i siö- ustu viku. Þar lenti m.a. i brýnu milli lög- regluþjóna sem vildu stööva tónleik piltanna og Kyrkjaranna sjálfra. Reyndar var enginn kyrktur, en Jean Jaques Burnel bassaleikari þjarmaöi hressilega að tveimur lögreglu- þjónum og hinir þrir lentu i ryskingum. • Meatloaf, sá feiti hlunkur, er aö vinna aö nýrri hljómplötu af krafti. Biöa eflaust ýmsir eftir aö heyra árangur þeirrar vinnu. Meat- loaf sem heitir reyndar Marvin Aday réttu nafni, þarf aldeilis aö gera góöa hluti á þess- ari plötu ef hann á aö geta haldiö sinu striki. Heyrst hefur aö Meatloaf komi kannski til hljómleikahalds á Islandi i sumar. • Linton Kwesi Johnson reggae-skáld, sem fjallaö var um i Fingrarimi fyrir nokkru, vinnur nú aö nýrri hljómplötu fyrir Island Records. A þvi merkí er höfuögoð reggae tónlistarinnar, Bob Marley, einnig. • Þaö er greinilegt að Nýbylgjan og reggae tónlistimeruaö hasla sér völl sem ráöandi öfl i poppinu I dag. Ahrif reggeasins er aö finna I lagasmiö ýmissa eldri poppara núoröiö og nýbylgju-hljómsveitir sem voru margar hverjar óþekktar með öllu fyrir ári siðan, skipa sér i fyrstu sæti lista um allan heim. Elvis Costello, Ian Dury og Blondie viröast hafa sannaö ágæti þessarar tónlistar svo um munar. • Elvis Costello er aö ná svipuöum vinsældum og Abba ef marka má fréttir af honum og félögum hans i Attractions i poppblöðum um allan heim. Lagiö hans Oliver’s Army hefur til dæmis rutt sjálfum Bee Gees úr fyrsta sæti breska listans. Um þessar mundir eru fyrstu sæti þess lista næstum eingöngu skipuö nýbýlgjulistamönnum. Má nefna Costello, Blondie, Lena Lovich, Sid Vicious & the Sex Pistols og Members. Er þessi þróun mjög merkileg. • tslensk hljómplötuútgáfa er aö fara af staö. Fálkinn sendi nýveriö frá sér I veruleik Þokkabótar. Hljómplötuutgáfan undirbýr nú útgáfu rokkplötu með Halla,Ladda og Helga. Ýmirsendir frá sér 4 laga barnaplötu núna I vikunni og er meö plötu Helga Péturssonar fyrrv. Rió-lims I vinnslu. Fálkinn er aö undir- búa útgáfu nýrrar plötu meö Mannakorn sem veriö er aö leggja siöustu hönd á. Steinar gefa út tvöfalt albúm á næstunni með hljóm- sveitinni Trúbrot. Annarsvegar er þaö verkiö Lifun i heild sinni og hinsvegar brot af öðrum plötum Trúbrots. Platan kemur út á 10. af- mælisári Trúbrots. Af plötu Megasar sem hljóðrituö var á tónleikum i M.H. á síöasta ári er þaö aö frétta aö hún er I vinnslu Umsjón: Jónatan Garðarsson

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.