Þjóðviljinn - 11.03.1979, Side 9

Þjóðviljinn - 11.03.1979, Side 9
Sunnudagur 11. mars 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 „Grease — goðsögn fyrir æsku nútímans'' heitir grein sem danski kvikmyndaf ræðingurinn Tove Bendtsen skrifar í nýjasta hefti sænska tímaritsins Chaplin. Þar er þessi fræga Travolta-mynd skilgreind sem „stelpumynd", af- þrey ingar mynd sem ætlað er að höfða til ungra kvenkyns áhorf- anda á sama hátt og kú- rekamyndum er ætlað að höfða til stráka. Höfundur greinarinnar telur a&alefniö i Grease vera þróun ungrar stúlku úr barni i konu, og segir hún þetta vera mjög al- gengt efni i vikublö&um, telpna- sögum, teiknimyndaserium og kvikmyndum. Myndin segir sögu sem allir kannast vi&: strákur og stelpa hittast og veröa skotin, siðan skilja þau og allt viröist ætla a& fara illa, en i lokin ná þau saman aftur. Ástæðan fyrir skilnaöinum er sú, a& stelpan er of saklaus og barnaleg fyrir strákinn, sem er töffari. Hún gripur til þess ráös sem oft hefur dugaö konum i svipuöum kröggum: aö breyta um útlit. Meö nýjum fötum og hárgreiöslu tekst henni aö vekja sofnaöar kenndir sins heitt- elskaöa. Travolta, eöa Danny einsog hann heitir I myndinni, breytist lika ofurlitiö, en þaö er ekkerí sem skiptir meginmáli. Hins- vegar er breytingin á Sandy (Olivia Newton-John) uppistaða sögunnar og segir Tove Bendt- sen aö þaö bendi til þess að áhorfandanum sé einmitt ætlaö aö lifa sig inn i vandamál hennar. Ein af aöferðum sem notaðar eru til aö færa persónuna nær áhorfandanum er aö beita kvik- myndavélinni þannig aö hún sé alltaf á sama „plani” og per sónan, þ.e. kvikmyndatöku- maðurinn stendur jafnhátt og hún og vélin er i augnhæö hennar. Ef ætlunin er aö stækká persónuna, gera hana mikil- vægari og stærri, er vélinni beint uppávið, en sé hinsvegar ætlunin aö sýna litinn eöa um- komulausan mann setur vélin sig á hærri hest og beinist niöur aö persónunni. Þessi aöferö er notuö i Grease. Vélin er yfirleitt i augnhæö þegar Sandy er sýnd,en beinist uppáviö til að sýna Danny. Auk þess fær hann ýmiskonar heföbundin kyngetu- tákn I kringum sig: bil sem hann ekur af karlmannlegu öryggi,volduga staura osfrv. Hann er hetjan i myndinni, fjar- lægur og upphafinn,en hún er nálæg áhorfandanum, óörugg og uppfull af vandamálum. Vinirnir og vinkonurnar skipta máli i myndinni. Þaö gera foreldrarnir hinsvegar ekki,þeirra er aöeins getiö i Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar um kvikmyndir Travolta i tnilofunarsteUingum. KLÍSTRUÐ GOÐSÖGN aukasetningum. Skólinn er ekki sýndur sem vinnustaöur þótt hann komi mikiö viö sögu. Persónurnar eru þvi rifnar út úr öllu félagslegu samhengi. Leik- ararnir eru yfirleitt mun eldri en þeir ættu aö vera. Þetta er gert til þess aö skapa óraun- verulegan heim. Sama tilgangi þjónar þaö bragöhöfundanna aö láta myndina gerast á sjötta áratugnum, en ekki I nútim- anum. Otkoman veröur gerviheimur sem hvergi er til, og var heldur ekki til fyrir 20 árum. En vanda- málin eru áhorfendum raun- veruleg: þau eru dæmigerö fyrir unglinga á gelgjuskeiöi. Sandy er óörugg vegna þess aö henni gengur ekki vel aö aðlag- ast neinni kliku. Hún þráir spennu i tilveruna en er hrædd viö sinar eigin kenndir. Jafn- framt þarfnast hún öryggis. Danný er bæði „spennandi” og„öruggur”. Hann er ekki hræddur viö neitt og þekkir engin vandamál. Hann er fyrir- li&i i sinni kliku, vinsæll bæöi meöal stráka og stelpna. Hann er i einu oröi sagt draumaprins. Hann er lika „heiöarlegur gæi” og til aö sýna þaö dregur hann trúlofunarhring á fingur Sandy. AB þvi loknu ætlar hann aö snúa sér umsvifalaust aö hinni likamlegu hliö málsins,en þaö vill Sandy ekki. Þá hleypur snuöra á þráöinn. Sandy uppgötvar aö þessi tregöa hennar getur komið i veg fyrir aö hún nái markmiði sinu: aö krækja I Danny, Þá fær hún skólasystur sinar 1 liö meö sér og þær breyta henni á svip- stundu I aöra manneskju, eins- konar kynbombu. En þetta nýja útlit er aöeins á yfirboröinu. Þaö er engu likara en aö stúlkan hafi klætt sig i grimubúning. Rækilega er sýnt fram á aö i raun sé hún ennþá sama góöa saklausa og kvenlega stúlkan.en útlitiö sé hinsvegar heppileg gildra til aö veiöa sér i fyrirvinnu. Heimildarmanni mlnum þyk- ir aö vonum merkilegt aö sömu goösagnir og hún ólst upp viö fyrir u.þ.b. 20 árum, skuli enn halda gildi sinu. Ýmislegt hefur þó gerst I heiminum á þessum tveimur áratugum, ekki satt? Hvert fór kynlifsbyltingin mikla? Hvar er árangurinn af öllu kvenfrelsistalinu og breytt- um sambýlisformum? Hvernig stendur á þvi aö unglingar nú- timans láta ljúga þvi aö sér aö hjónabandiö sé hin eilifa sæla? Ahorfendur eru hvorki blindir né heyrnarlausir, segi Tove Bendtsen. Væru stelpurnar i salnum spuröar álits kæmu þær árei&an lega fram meö allt aörar skoöanir á tilverunni. Astæöan fyrir velgengni Grease er fyrst og fremst sú, aö myndin er byggö á goösögn. Goðsagnir eru ekki hreinar lygasögur, I þeim má alltaf finna einhvern vott af raunveru- leika, nógu mikinn til þess að áhorfendinn geti lifað sig inn i goösögnina. Þegar unglingurinn i salnum er oröinn rækilega flæktur i vandamál Oliviu New- ton-John leysast þessi vanda- mál á undraveröan hátt. Þessi lausn er aöeins hugsanleg innan ramma goösagnarinnar. 1 raun- veruleikanum kemur enginn Travolta til aö bjarga mál- unum. Unglingurinn er þvi i raun og veru að leita aö lausn á raun- verulegum vanda sem hann á viö aö strlöa. 1 kvikmyndahús- inu fær hann þessa lausn fram- reidda á silfurbakka. Er á meöan er. Þessvegna fer hann aftur og aftur aö sjá Grease og svipaöar myndir. Kannski tel- ur hann sér trú um að ástæöan sé allt önnur, þaö sé svo gam- an aö tónlistinni og aö sjá Travolta dansa. En sú skýring nægir ekki. Þaö er heldur ekki nóg aö segja sem svo: þetta er eintóm auglýsinga- starfsemi og sölumennska. Vissulega er Greasesöluvara og meðhöndluö sem slík. Grease- æðiö sem gengiö hefur yfir hér aö undanförnu sýnir okkur þaö svo ekki veröur um viilst. Kaup- sýslumennirnir fara alls ekkert leynt meö sitt ógeöslega smjatt þegar þeir eru aö pranga briljantini og ööru klistri inn á smábörn, kenna þeim Travolta- stellinguna og leiða þau inn i helgidóma diskódrauma- heimsins. Jafnvel þótt ennþá meiri pen- ingar væru i spilinu mundi þaö ekki nægja, væri varan ekki hönnuö á þann útsmogna, þrauthugsaöa máta sem raun ber vitni. „Ég trúi ekki Franski kvikmynda- stjórinn Jean Renoir lést í Beverlyhæðum í Kali- forniu í síðasta mánuði, 84 ára að aldri. Hann var tvímælalaust í hópi merk- ustu kvikmyndastjóra sem uppi hafa verið, og því ekki úr vegi að minn- ast hans hér með nokkr- um fátæklegum orðum, sem að verulegu leyti eru fengin að láni úr tíma- ritinu Time. Jean Renoir var sonur list- málarans fræga Auguste Renoir, og erföi frá honum þann hæfileika listamannsins aö sjá feguröina allt I kringum sig, lika I venjulegum, hversdagslegum hlutum. „Járnbrautarstöö getur veriö jafndularfull og kastali fullur af draugum” — sagöi hann einhverntima. Hlutverk kvikmyndastjórans er aö sýna áhorfandanum fram á „aö stig- inn I húsi hans kunni aö enda i höll Þyrnirósar”. Hann leit á manneskjuna sem hluta af umhverfinu, og þvi var umhverfiö alltaf mikilvægur þáttur I myndum hans, hvort sem um var aö ræöa skógar- rjóöur, bókasafn eöa niöur- niddan kastala. Aöalatriöiö er aö listamaöurinn sé virkur þátt- takandi i þvi lifi sem hann segir frá, en fylgist ekki meö þvi úr fjarlægð, „einsog feröamaöur á hótelsvölum” — sagöi hann. Renoir var einn af upphafs- mönnum þeirrar stefnu i kvik- myndalist sem kennd er viö höfunda — „auteurism”. Sú stefna er I þvi fólgin aö kvik- myndin er persónuleg tjáning kvikmyndastjórans, fremur en hópvinna. Renoir samdi hand- ritin aö myndum sinum oftast sjálfur og hikaöi ekki viö að breyta þeim eftir aö kvik- myndatakan var hafin, ef honum þóttu málin þróast þann- ig- Hann var frægur fyrir aö kunna tök á leikurum sinum. ABferö hans var venjulega sú, á þorpara Þessi mynd var tekin af Jean Renoir áriö 1951. 1 baksýn er málverk sem faöir hans, Auguste Renoir, málaöi af honum ungum. aö hann lét leikarann leika heilt atriöi og sagöi honum aö þetta væri alveg frábært. Svo fór hann aö gera athugasemdir. „Smám saman, á æfingunum, brýt ég niöur mótstööu leikarans og fæ út úr honum þaö sem ég held aö hæfi honum best — en þaö er ekki endilega min túlkun. Ég veit a& þetta hefur tekist best þegar leikarinn heldur aö þetta sé allt frá honum sjálfum komiö”. Leikarar sem störfuöu meö honum viöurkenndu aö hann heföi þann hæfileika aö geta fengiö leikara til aö halda a& þeir væru snillingar. Sjálfur var hann mjög hreykinn af þvi sem vinurhans einn sagöi um hann: „Renoir gæti fengiö klæöaskáp til aö leika”, Hinsvegar þoldi karlinn illa stjörnur, eöa leikara sem gengu meö stjörnugrillur og voru erfiðir i meöhöndlun. Þekktustu kvikmyndir Renoirs eru Blekkingin mikla (La Grande Illusion, 1937) og Leikreglurnar (La Regle du Jeu, 1939). Báöar eru þær taldar meö mestu snilldarverkum kvikmyndalistarinnar fyrr og siöar. I list sinni var Renoir fyrst og fremst húmanisti, og gagnrýni hans beindist yfirleitt ekki aö einstaklingum heldur þjóöfélag- inu. Hann var mikill friöarsinni, enda þekkti hann striö af eigin raun. Hann var hermaöur i fyrri heimsstyrjöldinni og særöist þá illa, bar þess reyndar menjar alla ævi upp frá þvi. Blekkingin mikla er kvikmynd sem er upp- full af friðarboöskap og gagn- rýni á nasismann og heröanaör- anda þess tima. En i henni gætir ekki haturs á Þjóöverjum sem þjóö, enda var Renoir hrifinn af þýskri menningu. Þegar seinni heimsstyrjöldin braust út fluttist Jean Renoir til Bandarikjanna og settist aö i Hollywood. Þar átti hann heimili sitt siöan, en jafnframt átti hann ibúö i Paris og dvaldist þar oft. Auk kvikmyndanna samdi hann nokkrar. bækur, þ.á.m. sjálfsævisögu, tvær skáldsögur og ævisögu fööur sins. Ýmis spakmæli eru eftir honum höfö, og lýk ég þessum pistli á einu þeirra: „Ég trúi ekki á þorpara — ég held viö séum öll þorparar. Og viö erum lika öll góö. Það fer eftir veör- inu, hvaö veröur ofan á hverju sinni, og lika eftir þvl hvernig viö sváfum i nótt, og hvort kaffiö er gotti’.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.