Þjóðviljinn - 11.03.1979, Page 12

Þjóðviljinn - 11.03.1979, Page 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. mars 1979. Þær sóttu ráftstefnuna I Stokkhólmi: Hildigunnur ólafsdóttir afbrotafræöingur, Þorgerður Benedikts- dóttir lögfræðingur og Sigrún Júliusdóttir félagsíáðgjafi, á ritstjórnarskrifstofum Þjóðviijans. Ljósm. — Leifur. Vændi, nauðganir og valdbeiting ífjölskyldunni Fyrir skemmstu birtist hér í Þjóðviljanum skýrsla ríkissaksóknara um þróun afbrota á íslandi á árabilinu 1974 — 1977. Skýrslan bar með sér að auk þess sem auðgunarbrotum alls konar hefur fjölgað gífgrlega á þessu tíma- bili, hafa gróf ofbeldis- brot, nauðganir og morð færst ískyggilega í vöxt. Sömu þróunar hefur orðið vart á Norðurlönd- um þó bylgja vaxandi af- brota hafi þar verið fyrr á ferðinni en hér á landi. Því miður er íslenskri skýrslugerð svo háttað, að upplýsingar um annað en fjölda og tegund of- beldisbrota eru ekki að- gengilegar. Engar upp- lýsingar eru t.d. hand- bærar um aldur og kyn brotamannanna og þá ekki heldur þeirra sem fyrir. ofbeldinu verða. Afbrotafræðin fjallar að langmestu leyti um karla, enda eru þeir virk- astir í afbrotum. I lönd- um þar sem skýrslugerð er meiri en hér á landi sýna opinberar skrár, að þeir sem fyrir ofbeldi verða eru að langmestu leyti karlar, þótt ætla mætti að einnig konur og börn verði fyrir líkam- legu ofbeldi. Þessi hluti skýrslu- gerðarinnar hefur verið véfengdur af sérfræðing- um víða um lönd. Ekki það að hann sé talinn rangur i sjálf u sér, heldur villandi og ekki marktæk- ur. Sérfræðingar í af- brotafræði benda á að stór hluti ofbeldisbrota komist aldrei á skrár yfirvalda og að stærsti hluti dulinna brota af þessu tagi bitni á konum og börnum. Slík brot eru ekki framin á götum úti, þar sem þau vekja eftir- tekt, heldur inni á heimil- unum og koma aldrei til kasta yf irvalda eða á for- síður síðdegisblaða. Kvennahreyf ingar víða. um lönd hafa á undan- förnum árum barist gegn duldu ofbeldi af þessu tagi á tvennan hátt. Reynt hefur verið að breyta þeim útbreiddu ranghugmyndum, að konan geti sjálfri sér um kennt ef eiginmaðurinn ber hana eða hún verður fyrir nauðgun, og lögð hefur verið áhersla á að nauðsynlegt er að grípa inn í svokallaða friðhelgi einkalffsins því barsmíð- Hildigunnur Ólafsdóttir, Þorgerður Benediktsdóttir og Sigrún Júlíusdóttir segja frá norrœnni ráðstefnu um konur og ofbeldi ar hafi varanleg áhrif á sálarlíf og þroska barna og liðan kvennanna sem fyrir þeim verða. Reynt hefur verið að vekja athygli almennings og yfirvalda á því að of- beldisbrot sem framin eru innan veggja heim- ilisins eru sama eðlis og þau sem framin eru á götum úti, og engu máli skiptir þótt fórnardýrið sé af tilviljun gift ofbeld- ismanninum eða barn hans. Hins vegar eru nú víða starfrækt neyðarathvörf þar sem konur og börn geta leitað hælis og fengið aðstoð ef þær þurfa að flýja undan barsmíðum eða nauðgunum. Starf- semi þessari hefur verið misvel tekið og gætir hræðslu og tortryggni í afstöðu margra til henn- ar. Þrjú undanfarin ár hafa norrænar konur sem fást við þá hluta af- brotaf ræðinnar sem fjalla um konur hist reglulega. I lok janúar s.l. sátu þrjár íslenskar konur slika ráðstefnu í nágrenni Stokkhólms: þær Hildigunnur Ólafs- dóttir, afbrotafræðingur, Sigrún J úl íusdóttir, félagsráðgjafi, og Þor- gerður Benediktsdóttir, lögfræðingur. Féllust þær á að segja lesendum Þjóðviljans frá umræð- um á ráðstefnunni, sem í þetta sinn fjallaði um þr.jú efni: Ofbeldi i fjöl- skyldunni, nauðganir og vændi. KONUR OG OFBELDI Vændi er liklega sá hluti þess- arar ráöstefnu sem snertir tslendinga minnst. Hér á tslandi hefur veriö frekar litiö um vændi, liklega vegna þess aö þjóöfélagiö er svo gagnsætt og umhverfiö er fljótt aö gripa inni dæmiö. Þó hefur alltaf veriö álitiö aö hér þrifist viss tegund vændis i kringum Keflavikurflugvöll enda þótt þaö hafi jafnframt loöaö við islenskar stúikur aö þær geröu sér ekki samneyti viö karla aö raunverulegri tekjuöflunarleiö meö þvi aö gera þaö aö atvinnu. Þannig hefur hiö svokallaöa vændi i kringum Völlinn ein- kennst af þvi aö konur hafa eign- ast sinn vin meöal hermannanna, veriö meö honum einum, en siöan þegar hann var sendur burt fariö aö vera meö öörum á sama hátt. Þetta hefur veriö misáberandi eftir fjölda hermannanna og einn- ig breyst meö árunum þar sem hingaö eru nú fyrst og fremst sendir fjölskyldumenn en ekki menn sem eru „lausir og liöug- ir ”. Vændi er ekkert nýtt, en á und- anförnum árum hefur athygli stjórnvalda á því veriö vakin, fyrst og fremst vegna barna- vændis, sem oröiö hefur til þess aö stjórnvöld hafa gripiö i taum- ana á einhvern hátt. A ráöstefnunni kynnti Hanna Olson, starfsmaöur sænska félagsmálaráöuneytisins, könnun sina á vændi i Stokkhólmi, en hún var sérstaklega ráöin til aö sinna þvi verkefni. Þaö aö félagsmála- ráöuneytiö skuli ráöa til sin starfsmann i þetta verk sýnir á vissan hátt viöurkenningu á þvl aö vændi liöst i þjóöfélaginu og aö þaö er oröiö aö vandamáli. Hanna Olson er langt komin meö könnun sina, sem hún byggir á ýtarlegum viötölum viö 25 konur sem allar hafa stundaö vændi. Markmiöið er einnig aö ná til viöskiptavina vændiskvennanna, en sá hluti er ekki eins langt kominn og viö þaö starfar karlmaöur. Vændiskonan lifir engu lúxuslífi Megintilgangurinn er aö leita leiöa til þess aö koma i veg fyrir vændi. Reynt er aö rekja feril kvennanna frá þvi hvernig þær byrjuöu og kannaö hvernig þeim tekst aö lifa i þjóöfélaginu. Þess- ar 25 konur eiga aö sögn Hönnu litiö sameiginlegt. Lif þeirra er mjög misjafnt. Sumar eru eitur- lyfjaneytendur sem veröa aö afla sér peninga meö þessum hætti og aörar stunda þaö sem kallaö er lúxusvændi. Helstu niöurstööur Hönnu Olson eru þær aö þjóöfélagiö er mun haröskeyttara en hún haföi reikn- aö meö. Ofbeldi og valdbeiting einkennir lif þessara kvenna og goðsagan um vændiskonuna sem lifir lúxuslifi stenst ekki. Annaö mikilvægt atriöi er, aö fyrir þess- um konum á vændiö ekkert skylt viö kynlif. Þaö sem þær gera fyrir greiöslu er algjörlega slitiö úr samhengi viö allt tilfinningalif og hugmyndir þeirra um kynlif og vændi áttu ekkert sameiginlegt. Vændiö var bara eins og hver önnur vinna, — tekjuöflunarleiö og ekkert annaö. „Heimiliserjur" og „frið- helgi einkalífsins" Ef viö snúum okkur aö ofbeldi innan fjölskyldunnar þá ein- kennist þaö af þvi aö fara mjög leynt. Barsmiöar og nauðganir sem ske innan fjögurra veggja heimilisins komasL sjaidnast á skrá yfir afDrot en iiggja I þagnargildi og þvi eru litlar handbærar upplýsingar um tiöni siikra afbrota og útbreiösiu. Oftast upplifir konan bar- smiöar eiginmanns eöa sambýlis- manns sem persónulegan ósigur sinn. Henni finnst hún sjálf mis- heppnuð ef eitthvaö fer úrskeiöis i fjölskyldullfinu. Trúin á fagurt fjölskyldulif og hana sjálfa I hlut- verki eiginkonunnar biöur hnekki og niöurlæginguna sem þessu er samfara reynir konan eftir fremsta megni aö dylja. Oft um- ber hún slikt ástand árum saman til þess aö enginn — og allra sist þeir nánustu — viti hvernig málum er háttaö I raun og veru. Þrátt fyrir þessa leynd veröa margir varir viö þessa tegund of- beldis i nábýlieöa i störfum sium, en leiöa þaö hjá sér af mörgum á- stæöum, einkum vegna þess aö menn lita á valdbeitingu innan heimilanna sem félagslegt' vandamál, en ekki sem brot á hegningarlagagreinum um of- beldi. Læknarog hjúkrunarfólk fá t.d. oft til meðferðar konur sem stór sér á eftir greinilegar barsmiðar. Lögreglan veröur sifellt aö blanda sér I svokallaöar heimilis- erjur og skakka leikinn og félags- ráögjafar og ýmsar stofnanir fá slik mál til meöferðar. Þegar kona uppástendur aö hún hafi dottið niöur af boröi, er kannski ekki nema eðlilegt aö læknirinn fari ekki aö þræta viö hana, þó á- verkarnir beri þess greinileg merki aö þaö er ekki ástæöan. Lögreglan finnur lika til van- máttar og veigrar sér viö aö gripa inni þegar hún er kölluö inn á heimili og veit ekki hvaö á undan er gengiö. Neyðarathvarf fyir konur og börn Uppistaöan I umfjöllun ráöstefnunnar um ofbeldi I fjöl- skyldunni var reynsla norskra kvenna, sem starfrækja neyöar- athvarf (krisesenter) fyrir konur i Osló. Athvarfiö hefur nú veriö starfrækt I 8 mánuöi og er I 7 her- bergja ibúö, sem Oslóborg leggur til. Upphafiö aö þessari starf- semi, sem reynt hefur veriö viöa um lönd meö góöum árangri, var aö hópur laganema sem sérhæföi sig i kvennarétti byrjaöi aö reka simaþjónustu fyrir konur. (JURK, juridisk rádgivning for kvinnor). Sú þjónusta sýndi fljót- lega fram á þörf fyrir húsnæöi, þar sem konur og börn gátu feng- iö hæli i eina nótt eöa lengur, ef þær áttu ekki I önnur hús aö venda. Simaþjónustan og neyöarat- hvarfiö er rekiö meö stuöningi rikis og borgar. Heimilisfangiö er leynilegt, en siminn og pósthólf athvarfsins er vel auglýst. Þarna er veitt margs konar aðstoö en norsku konurnar lögöu áherslu á aö þær aöstoöi konurnar sem kon- Sunnudagur 11. mars 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Stór hluti ofbeldisbrota kemst aldrei á skrár yfirvalda og sérfræðingar í afbrotafræði telja að stærsti hluti dulinna brota af þessu tagi bitni á konum og börnum frabælrt varnarlyf <m NJ KJAUf)<&U|ú ..Ofr S/'j OM /00% ° ur, ekki sem sérfræöingar. Slik aöstoö beinist aö þvi að ræöa viö konurnar, hlusta á þær og láta þær fá á tilfinninguna aö þær standi ekki einar i heiminum. Sérfræöingar eru aö visu i störf- um á heimilinu, en lögö er áhersla á aö þeir séu ráönir þangaö sem konur, en ekki sem sérfræöingar I einu eöa ööru. 90 konur á hálfu ári Konurnar geta komiö á hvaöa tima sólarhringsins sem er. Þeim er komiö i samband viö lög- fræöinga, lækna, lögreglu, félagsmálastofnanir og aörar hjálparstofnanir og fá fylgd ef þær óska. Þær sem búa á heimil- inu borga 20 kr. norskar (1600 krónur isl.) fyrir nóttina, 10 kr. fyrir fyrsta barn og 5 kr. fyrir þaö næsta. Félagsmálastofnun Osló- borgar greiöir þennan kostnaö, ef konan getur þaö ekki sjálf. Frá þvi stööin tók til starfa i mai 1978 og fram til áramóta dvöldust þar 90 konur. Margar koma oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og dvelja á heimilinu frá einni nóttu upp i 3 — 4 mánuði. Konurnar koma úr öllum stétt- um. 42 voru heimavinnandi hús- mæöur, 28 unnu fulla vinnu utan heimilis eöa hlutavinnu, 16 liföu á almannatryggingum eöa félags- legri aöstoö og 4 voru viö nám. t langflestum tilvikum voru þaö eiginmenn sem beitt höföu konur sinar likamlegu ofbeldi, en einnig nokkrir sambýlismenn og I örfá- um tilfellum synir. Flestir álita aö áfengisneysla sé tengd ofbeldi sem þessu, en reynslan af neyöarathvarfinu er sú, aö þaö þurfi ekki endilega aö vera; margir slá án þess aö hafa haft áfengi um hönd. Mjög fáar kvennanna höföu kært eiginmenn sina til lögregl- unnar. Sumar höföu aldrei leitaö neitt áöur meö vandamál sin, en aörar höföu itrekaö leitaö á náöir kerfisins en án árangurs. Helmingurinn heim aftur Af þeim konum sem bjuggu i neyöarathvarfinu 1978 hefur rúm- lega helmingur flust heim aftur. Fjóröungur hefur fengiö skilnað aö boröi og sæng, en hinar hafa ýmist fengið sér eigin Ibúö eöa flust til nýs sambýlismanns og skiptist þaö nokkuö jafnt. Hvaö varöar afstööu kvennanna til aö slita hjónabandinu hefur komiö fram mismunur eftir kynslóöum. Hjá þeim yngri kom oft fram, aö heföu þær aöeins húsnæöi og f jár- hagslega möguleika til aö bjarga sér og sinum börnum, þá væru þær farnar sina leiö. Hjá hinum eldri kom hins vegar fram þaö viöhorf aö fjölskyldan yröi aö standa saman á hverju sem gengi. Viöhorf til þeirra kvenna sem veröa fyrir baröinu á eiginmönn- um eöa sambýlismönnum er oft þaö aö þeim sé sjálfum um aö kenna. Þær hljóti aö vera slæm- ar mæöur, alkóhólistar, nöldur- seggir eöa á einhvern hátt meö framkomu sinni og hegöun neyöa manninn til aö gripa til ofbeldis. Eftir aö neyöarathvarfiö tók til starfa, hefur þess oröiö vart, aö læknar skrái nákvæmar en fyrr þau tilvik þar sem áverkar stafa af ofbeldi i fjölskyldunni. Riki og borg styrkja þessa starf- semi fjárhagslega, en I viöbrögö- um yfirvalda hefur þó komiö fram hræösla og tortryggni gagn- vart þessari starfsemi, aö sögn norsku kvennanna. Hlutaöeigandi eiginmenn sýna tvenns konar viö- brögö. Annars vegar halda þeir aö sér höndum, en hins vegar hafa þeir oröiö öllu árásarhneigö- ari og haröari eftir aö konur þeirra hafa leitaö til athvarfsins. Smæð þjóðfélagsins gerir leyndina meiri — Hvernig haldiö þiö aö þetta sé hér á landi? Auðvitað vitum viö ekkert um umfangiö, en þaö er ekkert sem bendir til þess aö þetta þurfi aö vera ööru visi hér. Hér er sama fjölskyldugerö rikjandi og raunar enn lokaöri. Pressan á fólk t.d. frá foreldrum og raunar um- hverfinu öllu er meiri og miðar sterklega aö þvi aö viöhalda fjölskyldunni á hverju sem geng- ur. Þar aö auki er leyndin enn nauösynlegri vegna smæöar þjóöfélagsins og skömmin þyngri. Aðeins litill hluti kærir nauðgun Fiestar nauögunarkærur, sem til lögreglu berast, eru dregnar til baka nokkrum dögum slöar og styrkir þaö mjög hiö almenna álit aö yfirleitt sé lltiö aö marka slik- ar kærur. Aöeins örfáar kærur koma til kasta dómstólanna og þó viöurlög viö nauögun séu viöast hvar mjög þung, þá eru dómarnir mildir og oft skilorösbundnir. Vitað er aö einungis litill hluti kvenna kærir nauögun. Umfangi hins dulda hluta slikrabrota hefur Framhald ú næstu siöu Skúli Hansen, yfirmatreidslumadur á Hótel Holti, gefur súper uppskrift í dag fyrir fjóra. IaJw ' i. A »eg tek — smjörsteikingu fram yfir« Smjörsteiktur skötuselur með rtekjum. (U.þ.b. 1 kg. nýr akötuaelur). Skerið skötunelinn i ÍOO g sneiðar og veltið þeim upp úr hveiti. Kryddað með: Salti, pipar og hvítlaukssalti. Steikt í íslensku smjöri. Látið rtekjurnar krauma með ofurlitla stund. Þegar fiskurinn er tilbúinn er gott að kreista sítrónu yfir. Borið fram með soðnum karttíflum ög agúrkusalati. ^ I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.