Þjóðviljinn - 11.03.1979, Side 15

Þjóðviljinn - 11.03.1979, Side 15
Sunnudagur 11. mars 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 a/ &rfendum vettvangi Stjórnarslit og kosningar? Kjarasamningar valda upplausn á stjórnarheimilinu Gestur Guðmundsson skrifar frá Danmörku Danskir atvinnu- rekendur og verkalýðs- forysta sitja nú við samningaborðið, og skal samið til a.m.k. tveggja ára. Sú deila verður varla leyst nema með samkomulagi aðilja vinnumarkaðarins og rikisstjórnarinnar, en hana skipa einmitt pólitiskir fulltrúar áður- greindra samtaka, þe. sósialdemókratar og borgaraflokkurinn „Venstre”. Það setur hins vegar strik i reikn- inginn, að verkalýðsfor- ystuna greinir á við krataforystuna og er m.a. andsnúin stjórnar- samvinnunni. Hefur hún nú sett fram úrslitakosti i samningaviðræðunum, og er ljóst að Vinstri- flokkurinn mun aldrei fallast á þá. Flokks- forysta krata er þvi stödd milli tveggja elda, og spá nú margir stjórnarslitum og nýjum kosningum. Danska stéttasamvinnan hefur gengiö snuröuli'tiö, þrátt fyrir djúpstæöa efnahagslireppu, enda hafa kratar haft forgöngu um aö halda aftur af launakörfum og tekist vel. En ekkert sér fyrir endann á kreppunni, og þverrandi þolinmæöi verkalýös kemur m.a. fram i sambúöaröröugleikum krataforystunnar og verkalýös- arms flokksins. Staða samninga- viðræðna Venjulega er samiö án verk- falla á dönskum vinnumarkaði, eða rikisstjórnin gerir samnings- tilboö sáttasemjara aö lögum, i orði kveönu i andstööu við báöa aðila, en án þess að til aðgeröa komi. Eins og málum er nú hátt- að, eru engar likur á aö yfirstand- andi samningalotu ljúki svo hljtíðlega. Alþýöusambandiö (LO) hefur sett fram haröari kröfur en t.d. i samningunum 1975 og 1977. Þaö krefst annars vegar aukins kaup- máttar, en hins vegar nýrrar st jórnarstefnu. Höfuöþættfr hennar eiga að vera: 1) Framleiðsla í rfkiseign, sem létti á atvinnuleysi 2) Gert veröi átak til að bæta tækni og auka framleiöni. 3) Komið veröi á at- vinnulýöræöi, á þann hátt aö hluti einkagróöans renni i atvinnulýö- ræðissjóð, sem verkalýðssamtök- in noti til fjárfestingar á atvinnu- lifinu. Atvinnurekendur hafa sett fram dólgslegar kröfur. í fýrsta lagi vilja þeir launastöövun, sem myndi þýöa a.m.k. 25% lækkun kaupmáttar á þrem árum. 1 ööru lagi verður verkalýöurinn sviptur þeim litlu möguleikum sem ein- stakir starfshópar hafa nú til aö fá launahækkun á samningstima- bilinu. í þriðjalagi verði atvinnu- leysisbæturskertarogsettar mun þrengri reglur um réttinn til að hljóta þær. Ef naha gsráðgjaf ar rikis- stjórnarinnar mæla einnig meö kjaraskeröingu, en kratar geta ekki átt beinan þátt i sliku, og alltbendir til þess aö sáttasemjari stili upp á óskertan kaupmátt næsta samningstimabil og'smá- vægilegar umbætur. Samstarfs- flokkur krata, Vinstriflokkurinn, hefur þegar fallist á slika lausn, og má af þvi ráða aö vinnu- veitendasambandiö samþykki hana lika. En hér hleypur sú snurða á þráðinn, að LO dirfist aö ganga i berhögg við forystu sósialdemó- krata, og skal nú nánar greint frá þvi. Sundrung krata Þótt kreppan hafi reyndar komið flatt upp á krata og hug- myndir þeirra um stööugt vaxandi velferö, öxluöu þeir fljótt þá byrði aö leiöa danska auövaldssamfélagið út úr krepp- unni. Þeir hafa veriö i rikisstjórn lengstaf, og LO hefur stuttkjara- skerðingarsteftiu flokksforyst- unnar, hikandi að visu. Hikiö breyttist svo i mótspyrnu siðastliöið sumar. Anker Jörgen- senforsætisráðherra tókst aðláta margra ára draum sinn rætast, að fá sterkasta borgaraflokkinn, Vinstriflokkinn, til rikisstjórnar- þátttöku. Akafi Ankers var svo mikill, að hann böðlaði málinu i gegnum flokksforystuna á afar ólýðræöislegan hátt. Þetta gekk svo fram af Thomas Nielsen, forseta LO, að hannlýstiyfir fullri andstöðu við stjórnina. Samstarf- ið við Vinstriflokkinn merkti, aö Anker hygðist beita gömlu kreppuúrræðunum: iaunalækkun ogaftur launalækkun. Verkalýös- samtökin höföu hins vegar mótaö þá stefnu að aukin rikisstýring og áhersla á meiri framleiöni gætu bjargað landinu út úr kreppunni án kjaraskeröinga. Það hlaut að koma til árekstra. Sprengjan sprakk, þegar Thomas Nielsen og Svend Auken atvinnumálaráöherra sömdu til- lögu að „heildarlausn” og sendu Anker i lok janúar. Brátt sfaðist efni hennar út, og kom fram aö LO gat fallist á óbreyttan kaup- mátt, en setti mikilvægt skiiyrði, þ.e.aögengiöyröiaökröfum þess um atvinnulýöræöissjóð. Þar meö fóru samningaumleit- anir i baklás. Þegar eiginlegar viöræður hófust nú á mánudag, voru báöir aðilaí fuliir þvermóösku og hafa boðaö verk- föll 12. mars og verkbönn 8. mars. Sáttasemjari getur frestað vinnu- stöövun um mánuð, en ekkert umfram þaö. Allt strandar á ófrávikjanlegri kröfu LO um at- vinnulýösræöissjóö og jafn óbifanlegri andstööu Venstre. „Anker veröur að velja verka- lýðssamtökin eöa syórnarsam- vinnuna,” segir LO-Thomas sigri hrósandi. Þótt Anker sé maður stjórnkænn, virðist hnúturinn óleysanlegur. Æ fleiri frétta- skýrendur hallast ab þvi, að Anker fari aö dæmi Alexanders mikla og höggvi á hnútinn, þ.e. bobi tilkosninga strax i mars eða áður en vinnustöbvun skellur á. Afstaða sósialista Þótt LO hafi nú sýnt meira sjálfstæði gagnvart krötum en löngum áöur, hafa tlokkarmr vinstra megin viö krata ekki tek- ið þvi meö neinni hrifningu. Kommúnistaflokknum finnst úrslitakostir LO ganga allt of skammt. Sósialiski þjóöarflokk- urinn ásakar LO-forystuna fyrir að sniöganga hinn almenna fé- lagsmann, og á svipaöan hátt er það álit VS, að virk barátta verkalýösfjöldans sé eina raunhæfa leiðin. Aliir þessir flokkar hafna tillögum LO um miðs.ýrðan „atvinnulýöræöis- sjóð”. Róttæklingar lita flestir á deil- urnar milli LO og rikisstjórnar- innar sem innanflokksátök krata um tvær mismunandi stefnur i kreppuástandi. Annars vegar vill flokksforystan, lilct og hagspek- ingarnir og borgaraflokkarnir, létta fyrirtækjunum launaút- gjöld, a.m.k. með þvi að halda kaupmætti óbreyttum. A þann hátt á aö bæta stööu fyrirtækj- anna, ná viöskiptajöfnuði viö útlönd, draga úr verðbólgu og þegar fram i sækir að minnka at- vinnuieysi og skapa grundvöll nýrra kauphækkana. A hinn bóg- inn telur verkalýðsforystan aö þetta nægi ekki. Auka verði rikis- stýringu atvinnulifs og bæta við nýjum stjórnunarhætti, þ.e. fjár- festingarsjóði verkalýössam- takanna. Róttækir sósialistar telja bábar stefnurnar vera jafn ónýtar fyrir verkalýð. Þær eru báöar i reynd uppskriftir aö þvi aö lina tök kreppunnar á auömagninu, en hvorki leysa hana né hamla gegn harðnandi aröráni á verkalýö. Jafnframt stendur verkalýösforystan ráö- þrota gagnvart meginvandamáli verkalýöshreyfingarinnar, þ.e. sundrungu stéttarinnar, andstæö- um atvinnulausra og þeirra sem vinnu hafa, faglærðra og ófag- lærðra. Hins vegar eru tilburðir verkalýösforystunnar merki þess að hún óttast um hag sinn, þar sem verkalýöurinn missir i æ rikari mæli „skilninginn” á nauð- syn fórna á altari guðsins Kapital. Til að auövelda islenskum blaðalesendum aö setja sig inn i þessar deilur, má meö nokkurri einföldun benda á hliöstæður I islenskri þjóðmálaumræðu. Efnahagsúrræði danskra krata likjast mjög tillögum islenskra flokksbræöra. Tillögur LO sverja sig hins vegar i sömu ætt og efna- hagsúrræði Alþýðubandalagsins. Þótt ágreiningur dönsku krata- forystunnar og verkalýðsarmsins séu alls ekki um grundvall- aratriði, rikir slik spenna á milli þeirra, aö sjáanlegar niðurstöður eru annaöhvort vinslit og harðar vinnudeilur eöa stjórnarslit og nýjar kosningar. Kaupmannahöfn, 28.2. 1979 Gestur Guðmundsson —I—k íslenska járnblendifélagið hf. auglýsir eftir skrifstofuhúsnæði í Reykjavík íslenska járnblendifélagið leitar eftir skrifstofuaðstöðu i Reykjavik, sem orðið gæti til frambúðar. Stærð 30 — 50 fermetr- ar. Staður helst i miðbæ nálægt afgreiðslu Akraborgar. Óskað er leigumála til lengri tima, en kaup koma til álita. Æskileg afnot af telex i húsinu. Þeir sem áhuga hafa á slikum viðskipt- um eru beðnir að gera aðvart John Fenger, fjármálastjóra félagsins i sima 93-2644. Grundartanga, 7. mars 1979. Auglýsing frá Heilbrigðiseftirliti rikisins til sveitastjórna Af gefnu tilefni eru sveitarstjórnir minnt- ar á ákvæði 2.gr. laga nr. 12 frá 1969 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit sem kveður á um kosningu heilbrigðisnefnda til fjögurra ára i senn, að afloknum hverj- um almennum sveitarstjórnarkosningum. Ennfremur itrekar Heilbrigðiseftirlit rik- isins fyrri tilmæli sin til sveitarstjóma að kjör heilbrigðisnefndar skal samkvæmt 19. gr. 6. heilbrigðisreglugerðar þegar i stað tilkynnt Heilbrigðiseftirliti rikisins og hlutaðeigandi héraðslækni. Heilbrigðiseftirlit rikisins.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.