Þjóðviljinn - 11.03.1979, Síða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 11. mars 1979.
Frá Glatarvita.
(Ljósm. Kristinn H. Þorsteinsson)
Heill og sæll, Svavar minn.
Loksins barst mér i hendur
Þjóöviljablaðiö frá 14. janiiar s.l.,
meösvariþinu viö bréfinu minu,
sem ég skrifaði þér í byrjun
■ nóvember á fyrra ári og
Þjóöviljinn birti svo 3ja desem-
ber. Ég var satt aö segja oröinn
, æði langeygður eftir þessu, en
póstferðir hingaö Ut eru nú ekki
tiðari en svo aö umrætt blað var
orðiö tuttugu og fimm daga
■ gamalt þegar þaö kom.
I Bros og reiði
■ Fljótt á litið virtist mér, að viö
skriftir þessar hafi veriö einkar
létt yfir þér og aö sumt hafir þú
meira að segja saman sett meö
■ bros á vör. Viö nánari skoöun las
I ég þaö þó á milli linanna í svari
þinu aö i innum huga þins hefur
reiöin veriö i öndvegi, meöan á
■ samantekt þess stóö. Nú er þaö
engan veginn ný bóla aö menn
reyni að dylja hugrenningar sinar
meö kátinu; frá þvi er til að
* mynda sagt i Viga-Glúmssögu aö
það hafi veriö vani þeirra
I Þverárfeðga, Viga-Glúms og
I Vigfúsar sonar hans „að hlæja,
* þá er vigahugur er á þeim”.
Réttlát reiði er i sjálfu sér mikið
fremur kostur en löstur á hverj-
um manni. Eða segir ekki
■ meistari Jón Vidalin á sunnudag
næstan áramótum: „Þaö er og
ekki réttvíst aldrei aö reiðast.
Reiöast eigum vér syndum og
glæpum, reiðast eigum vér sjálf-
I um oss, nær vér fremjum eitt-
hvaö af sliku, reiöast eigum vér
ogvandlæta fyrir guös sakir, þvi
þaö er hvorki mögulegt né gagn-
legt reiöina aldeilis burt aö
taka.
Nú er auövitaö hægt aö spyrja
■ eins og foröum var spurt:
I Hverju reiddust goöin...? Hér
veröur þó engin tilraun gerö til aö
| leita svara viö þeirri spurningu,
enda miklu fremur þitt mál en
I mitt. Hitt er mér meira i' hug aö
leita skýringa á þeirri staðreynd
: að vi'öa i svari þinu á ég i nokkr-
■ um erfiöleikum meö aö halda
þræöinum og skil sums staöar
ekki vel, hvaö þú ert aö fara.
■ Þetta kemur ekki alveg heim og
I saman við fyrri kynni min af þér
I — „vonandi er innrætið svipaö og
þá”, og I ljósi þess aö hið merka
» rit „Samúel” hefur nýverið (sbr.
IÞjóöv. 30. janúar s.l.) kjöriö þig
eins konar stjórnmálamann árs-
• ins, fyrir skýra hugsun og frjáls-
lega t jáningu, verð ég aö ætla aö
I umræddir lágþokublettir i svar-
grein þinni stafi af augnabliks-
* hugaræsingu, öðru fremur. 1
fyrstu Mósebók segir reyndar frá
hópi húsagerðarmanna i borginni
I Babel í Sinearlandi. Þetta voru
hrokafullir menn, sem vildu gera
I sér minnismerki og ákváöu að
byggja turn, sem næöi upp i
■ sjálfan himininn. Guö refsaöi
J þessum mönnum fýrir hroka
þeirra meö þvi aö rugla
tu^gumáli þeirra, þannig aö eng-
inn skildi framar annars mál. Aö
J" visu reikna ég ekki með að
minnismerkjasmiði ykkar félaga
hafi enn sem komið er valdið
neinni taugaveiklun á himnum,
en þó er rétt að útiloka enga
möguleika i þessum efnum.
Utangarðsmenn og
kerfismenn
En litum nú aöeins nánar á
• svargreinina þina. ,,Nú er hún
Snorrabúö stekkur”, niðurrifs-
maöurinn frá 1966, Ölafur Þ.
I Jónsson, oröinn opinber starfs-
J maður og farinn að láta ljósiö sitt
skina, jafnt réttlátum sem rang-
látum. Hvaö ertu aö reyna aö
segja mér? Heföi bréfiö mitt ver-
iö marktækara ef ég heföi veriö i
hópi þeirra 1090, sem voru skráöir
atvinnulausir um s.l. áramót.
(Þeir voru 640 á sama tima i
I* fyrra; þetta kemur)? Áttu von á
aö völdum borgarastéttarinnar i
landinu stafi meiri ógn af þeim
Þeim
var
ek
verst
er
ek
unna
mest
iönaðarmönnum, sem nú ganga
atvinnulausir i Reykjavik (20%
málara, fjölda trésmiða verið
sagt upp störfum, Þjóöv. 16/1,
12% múrara, Þjóöv. 3/2) heldur
en þeim, sem hafa atvinnu?
Helduröu aö þær 6 miljónir at-
vinnuleysingja, sem voru á skrá i
Bandarikjunum um áramót séu I
fylkingarbrjósti þeirra sem
berjastgegn bandariska auövald-
inu? Helduröu þetta? Sé svo,
bendir flest til aö þig muni ekki
skorta ráögjafana af þvi tagi
þegar þiö eruö búnir að draga
kvaöratrótina af sandkassa —
kjarasáttmála kratanna, islensku
atvinnustefnunni ykkar, þeim
fræöum sem „kapteinninn” hefur
i fjögur ár numiö viö kné „Geirs
Haligrimssonar heildsaia” og
þeim „persónulegu minnispunkt-
um”, sem erindrekar Alþjóöa
gjaldeyrissjóösins hafa gaukaö
að ykkur. Þetta heitir vist „real-
pólitik”.
Ég er illa svikinn ef „Safnið til
sögu byltingarinnar” þarf ekki
að veröa sér úti um eins og eitt
stykki nýtt albúm, með vordög-
unum, þegar þú kemur askvaö-
andi i broddi þinnar fylkingar aö
Heiönabergi afturhaldsins, likt og
endurborinn Guðmundur biskup
góöi og eins og hann án fylgis
nokkurrar stéttar þjóöfélagsins
utan bjargþrota fóiksog heimtar
lungann úr eggverum borgara-
stéttarinnar til handa skjólstæö-
ingum þinum. Þá verður ekki hátt
risiöá bergbúum. Ég er nú samt
smeykur um aö þetta gangi ekki,
séekki réttaaöferöin.Svoleiöiser
sum sé, að það verður aö notast
við kerfisþrælana til aö afnema
kerfið, ekki utangarösmenn.
Notkun kúbeina
Næst veröur fyrir mér I svari
þinu kúbeinsbálkur. Það tal þótti
mér gott nema þá ályktunaroröin
af bálkinum. „1 mannlegum sam-
skiptum eru aldrei notuð kúbein”
segir þú. Ekki þaö? Árin
1914—1918 létu miljónir manna
lifiö i „striöinu, sem átti aö binda
endi á allar styrjaldir”. Arin
1939—1945 létu enn fleiri miljónir'
lif . sitt til að binda endi á
fasismann. Þetta eru kallaöar
heimsstyrjaldarinnar og bætt viö
nafniö, fyrri og seinni, svona til
aögreiningar. Sá möguleiki er
fyrirhendi að innan skamms dugi
þessi aögreining ekki lengur,
heldur veröi aö tölusetja þær I og
II vegna þess að mannkindin
þurfi aö „binda endi” á eitthvaö
og láti sig þá ekki muna um aö
hefja eina enn, númer III.
Manstu ekki eftir Kóreustyrjöld,
Vietnamstriði, dágóðum slurk af
borgarastyrjöldum, þjóöfrelsis-
striöum, byltingum og gagnbyit-
ingum?
Nefnir ekki mannkynssagan
stöku sinnum hliöstæö fyrirbæri?
Ætii þú hafir ekki heyrt minnst á
nýlendukúgun, mansal, aftöku-
sveitir ogpyntingar? Er ekki eitt-
hvað verið aö tala um Iran og
Kampútseu þessa dagana? Og
meöal annara oröa, barst ykkur
ekki hjálparbeiöni vegna svelt-
andi barna fyrir jólin, svona rétt
áður en þiö fóruð aö éta steikina,
til aö minnast fæöingar fátæka
barnsins i krubbunni austur i
Betlehem foröum? Ég trúi þaö
hafi verið Flóttamannahjálp
Sameinuðu þjóöanna, sem bað
rikisstjórn Islands liðsinnis og
minnti hana á i leiðinni aö „þaö
fæöast ennþá örsnauð börn i öfug-
snúinn heim, sem ganga lifsins
grýttu braut. Og gleymið ekki
þeim.” (Nordahl Grieg)
Viöbrögð islensku rikisstjórnar-
innar voru svo hin frægu Þorláks-
messutilmæli fjármálaráðuneyt-
isins, I tveimur liðum: a) fela
þjóðkirkjunni veg og vanda
hungurhjálparinnar, trúlega meö
þeim rökum aö hér væri miklu
fremur um guðsbörn aö ræöa en
börn rikisstjói-narinnar b)
mælast tii þess viö A.T.V.R. að
fyrirtækiðheföiútsölur sinar opn-
ar um kvöldiö, væntanlega til að
landslýö gæfist kostur á að
drekka skál rikisstjórnarinnar og
fósturjarðarinnar, til hagsbóta
fyrir rikissjóð.
Hvað líður
byltingunni?
Næst skulum viö skoða lítillega
þann kafla í svari þinu, sem ber
millifyrirsögnina „Hvað liöur
byltingunni?” Þar er viða blá-
þráöótt spunniö. I lok greinar
minnar (3ja des.) ritaöi ég eftir-
farandi: „En á sama hátt og þaö
er lögmálsbundið i riki náttúr-
unnar að logn er undanfari
storms, þá er stéttabaráttan óað-
skiljanleg fylgja auövalds-
þjóöfélagsins”. Þetta kallar þú
kenningu mina um „aö sjálfvirk
og óumflýjanleg lögmál stjórni
þviaöbyltinginkomi, húnbiöi viö
næsta götuhorn”. Þér finnst
kenningin bæöi undarleg og afleit
og ert enda ekki lengi aö afsanna
hana. „Ekki einusinni rússneska
byltingin geröist meö þeim
hætti”. Nei, ekki einu sinni hún.
En mjóu hefur nú munaö, eins og
marka má af þvi, aö litiö þurfti
annaötil en aö „Lenin vatt sér út
úr lestinni, langt aö kominn og
beitti þrautskipulögöum en litlum
flokki sinum til valdatökunnar”.
Að visu lágu valdhafarnir i
Moskvu ósjálf bjarga, vegna
striöa stórveldanna I Evrópu. Þú
mátt vel halda að ég sé höfundur
þeirrar kenningar „aö stétta-
baráttan sé óaðskiljanleg fyigja
auövaldsþjóðfélagsins”, ég aftur
á móti veit aö þú ert ekki höfund-
ur þeirrar kenningar „aö Októ-
berbyltingin hafi verið valdarán
litils minnihluta, en engin alþýöu-
bylting”. Ég hef marg-lesiö hana
i Morgunblaðinu.
(Hér fer á eftir kafli þar sem
Ólafur rifjar upp ástæöur fyrir
þvi að rússneskir byltingarmenn
sigruöuárið 1917. Hannsegir á þá
leiö að bolsévikaflokkurinn hafi
kunnað þá list aö vera djarfur og
gætinn i senn. Verkalýösstéttin
þaulreynd i byltingarátökum
fyrri ára og átti sér bandamenn i
smábændum. Einnig hafi
rússneska borgarastéttin verið
illa skipulögö og reynslulaus.
Siðan rekur hann gagnbyltingar-
tilraunir fyrri yfirstéttar sem
haföi mikinn erlendan her sér til
fulltingis og segir: „Slika próf-
raun sem þessa hefði ekki nokkur
flokkur staöist, hversu þraut-
skipulagðursem hannhefði veriö,
án einhuga stuðnings alþýöunnar
I landinuV)
Síöan segir:
I grein minm geröi eg saman-
burö á „ráðherrasósi'alisma”
Alþýðubandalagsins og bylt-
ingarstefnu marxismans. Ég læt
mér i léttu rúmi liggja þótt þú
lesir út úr þeim ummælum min-
um að ég sé þeirrar skoöunar aö
sósialisma Stalins beri aö flytja
óbreyttan hingað út og
framkvæma siöan með nákvæm-
lega sama hætti hér og I Sovét-
rikjunum, og bætir siöan viö aö ég
„viti og viöurkenni aö oröin
standi I æpandi mótsögn viö verk-
in”. Ekkert af þessu kom fram i
minu máli. Mér er fullkunnugt
um aö sósialismi eins lands verö-
ur ekki fluttur til annars eins og
offramleiösluafurö. Og Jósep
Stalin vissi þetta lika og þaö
meira að segja löngu áöur en viö,
báöir tveir, höföum svo mikið
sem heyrt sósialisma nefndan.
Nei, ég kippi mér ekki upp viö
þess konar kúnstir. Hálfsannleiki
Þjóöviljans um Sovétrikin og
hnútakast í þeirra garð kemur