Þjóðviljinn - 09.05.1979, Blaðsíða 1
MOWIUINN
Miðvikudagur9. mai 1979—103. tbl. — 44. árg.
Dögg karar annan tvllembinginn sinn sem fæddist igær, goisótta gimbur (Ljósm.: eik)
Sauðburður hafin
m
x
SauBburöur er nú hafinn eða
að hefjast viðast hvar á landinu.
Vegna vorkuldans hefur þurft
að vaka yfir fénu á nóttinni en
vonandi fer nú að hlýna. Þjóö-
viljinn brá sér að Fjárborg á
Hólmsheiði en þar hafa yfir 30
Reykvikingar fjárhús. Burður-
inn var réttaðbyrja þar og m.a.
fengum við að sjá tveggja
klukkutima tvilembinga hjá
Sigvalda Hjartarsyni starfs-
manni Landsmiðjunnar.en hann
stundar þar litils háttar fjárbú-
skap ásamt fjölskyldu sinni og
segir það vera það besta uppeldi
fyrir krakka sem hugsast geti.
Þetta var fyrsta ærin sem bar
hjá honum en þrjár aðrar áttu
tal i gær.
—GFr
Tollgæslan
i Reykjavik:
Stórum
dregid úr
aukavinnu
Tollstjóraembættið hefur oröiö
fyrir 1 niðurskurði I fjárveitingu,
eins og mörg önnur embætti á
þessu ári. Afleiðing þessa hjá toll-
inum er sú, að dregið hehir verið
stórlega úr aukavinnu tollvarða.
Áður var algengt að tollverðir i
Reykjavik væru með 40 til 50 tima
i aukavinnu á mánuði, en nú eru
þeir um 10 og dæmi til þess að
þeir hafi verið 2 á mánuði. Þetta
þýðir að færri menn vinna verkin
nú en áður og þess eru dæmi að 2
menn verði að tollafgreiða skip,
sem 6 eða 7 menn gerðu áður.
— Auðvitað er hætta á að þetta
komi niður á tollgæslunni, en eina
ráðiö til að koma I veg fyrir þaö er
aö menn gefi sér lengri tima, sem
þó getur verið erfitt ef mikið er að
gera, sagði Kristinn Ólafsson toll-
gæslustjóri er við spurðum hann
um málið. Hann bætti þvi viö að
um annaö væri ekki að ræöa en að
skera niður aukavinnu, þar sem
fjárráðin væru nú mjög naum og
leyfðu ekki slikt. Einnig kæmi
þetta afar illa viö tollverðina,
sem missa tekjur vegna þessa.
Þá sagði Kristinn að veriö væri að
reyna að endurskipuleggja starf-
iö hjá tollgæslunni til að mæta
þessu.
Tollstjóri, Björn Hermannsson,
sagði að um annað væri ekki að
gera hjá sinu embætti en að draga
stórlega úr aukavinnu starfsfólks,
vegna niðurskuirðar á tekjum em-
bættisins á fjárlögum, og vissu-
lega væri hætta á að það kæmi
niður á tollgæslunni. Hann sagði
að tala tollvarða hefði veriö ó-
breytt um nokkurt skeiö og að
menn hefðu orðið aö vinna auka-
vinnu til að komast yfir það sem
gera þyrfti. Þegar svo aukavinna
væri skorin niður og einungis
unnin dagvinna, væru tollverðir
tæplega nógu margir.
—S.dór
BHM SAMDI VIÐ FJÁRMÁLARAÐHERRAs
Samningsréttur gegn
afnámi 3% hækkunar
• Breytt staða eftir úrslit atkvæða-
greiðslu BSRB, segir lón Hannes
son form launamálaráðs BHM
Á föstudaginn var undir-
ritaö samkomulag Banda-
lags háskólamanna við
f jármálaráðherra. Að
sögn Jóns Hannessonar
formanns launamálaráðs
BHM eru meginatriði sam-
komulagsins þau, að BHM
fær samskonar samnings-
réttog BSRBsamdi um, þó
með nokkrum undantekn-
ingum.
Sérkjarasamningar veröa á-
fram til tveggja ára og ekki verk-
fallsréttur um þá. Háskólamenn
gerðu kröfu um að lögum um aö
deildarstjórar i ráðuney tum megi
ekki fara I verkfall verði breytt,
þannig að deildarstjórar veröi
ekki undanskildir verkfalli. Rætt
var um að leyfa stjórnarráöinu á-
kveöinn kvóta, eða um 50% BHM-
manna I vinnu I verkfalli án þess
að tiltekið sé hvaða störf þeir
ynnu. Um þetta atriði var geröur
sá fyrirvari af hálfu fjármálaráð-
herra, að forsætisráðherra sam-
þykkti þaö. ólafur Jóhannesson
var erlendis þegar samkomulag-
ið var gert, en hann mun ræða viö
BHM-menn I dag um þetta mál.
Gegn þessum atriðum var
samþykkt niöurfelling á 3%
grunnkaupshækkun frá 1. april.
Einnig tókst samkomulag um
styttan biðtima I lifeyrissjóði, að-
ild BHM aö stjórn sjóösins og vil-
yrði fyrir deildaskiptingu hans.
Jafnframt var opnaður möguleiki
á atvinnuleysisbótum fyrir rikis-
starfsmenn og samþykkt að kom'-
iö yrði á fót nefnd til þess að gera
úttekt á lögum um réttindi og
Framhald á blaðslðu 14.
Iöntæknistofnunin stendur nú
fyrir rannsóknum á þvi hvort
hægt sé að hagnýta til iðnaöar úr-
gangspappir og pappa og hefur
atvinnumálanefnd Reykjavikur-
borgar og borgarráð lagt fram
eina miljón króna tii þeirrar
rannsóknar.
1 tæknivæddum neysluþjóö-
félögum eins og hér á landi fer ó-
hemju magn af umbúðum til
spillis. Vlða um heim hefur
endurvinnsla þessara hráefna
gefið góða raun, enda blöskrar
vlst flestum sú sóun sem neyslu-
samfélagiö einkennist af. Papplr
er verömætt hráefni sem unninn
er úr timbri og bruni hans og
eyöilegging jafngildir óþarfa á-
gangi og eyðslu á trjágróðri
jarðarinnar sem með lifi sinu sér
jarðarbúum fyrir súrefni.
Áður en unnt er að taka nokkrar
ákvarðanir um hugsanlega hag-
nýtingu úrgangspappirs hér á
landi er nauðsynlegt að vita
hversu mikið magn fellur til ár-
lega og aö þvi beinist nú rannsókn
Iðntæknistofnunar. Samkvæmt
upplýsingum Þjóðviljans er
nokkurn veginn vitað hversu
miklu magni heimilin kasta á ári
hverju, einkum dagblaðapapplr
og símaskrám, en eftir er að
kanna hversu miklu magni af
Næstu vikurnar veröur 100 þúsund eintökum af gömlu simaskránni
hent á haugana hér á landi. Kannski verður þessu verðmæta hráefni
haldiö til haga hér á næstu árum og hagnýtt i staö þess að brenna þvi.
umbúðum utan af vörum frá út-
löndum er hent hér árlega.
Þegar þessar niöurstöður liggja
fyrir verða væntanle’ga kannaðir
ýmsir möguleikar á þvi að hag-
nýta úrganginn til iðnaðar I staö
þess aö kasta honum á haugana
og hlýtur það aö vera okkur
kappsmál að svo megi verða.
Gamall pappír
endurunninn?
3%áalmenn
laun og þak
á hálaunin
Viðtal við
Svavar Gestsson
viðskip taráðherra
Hafþór RE
Enn er
ekki allt
komið
í lag
Mótorar
togvindunnar
reyndust of veikir
— Þetta er að verða „Litla
Krafla”, sagði maöur einn,
sem vel hefur fylgst með
þeim tilraunum sem nú hafa
staðið á annað ár, að koma
fyrrum varðskipinu Baldri,
sem nú heitir Hafþór, I við-
unandi lag fyrir Hafrann-
sóknastofnunina.
I fyrra eyðilögðust allar
dælur i spili skipsins og var
talið að óhreinindi hefðu
komist i oliuna. Eftir að gert
haföi veriö viö þaö og ýmis-
legt fleira sem aö var, var
skipiö enn reynt I siðustu
viku, og kom þá I ljós aö mót-
orar togvindunnar reyndust
of veikir.
— Það leikur grunur á að
þeir hafi ekki nægilegan
kraft og er nú verið að rann-
saka þetta mál, sagði Jakob
Magnússon fiskifræöingur,
er við spurðum hann aö
þessu I gær. Hann sagöist
vera hættur aö spá nokkru
um það hvenær skipið kæm-
ist I viðunandi lag, svo Haf-
rannsóknastofnunin gæti
tekiö við þvi.
Jón Jónsson, forstjóri Haf-
rannsóknastofnunarinnar,
var spuröur að þvl hvort rétt
væri að innan stofnunarinnar
hefðu heyrst raddir um það
að hætta við þetta skip,
þiggja það ekki.
Jón sagöi að þaö heföi
heyrst, en þær raddir væru
óábyrgar og hefðu ekkert til
sins máls. Þeir sem ferðinni
réðu vildu þiggja skipið og
það væri ákveðiö og útrættt
mál. Hann viðurkenndi aö
mótorar togvindunnar hefðu
ekki reynst nógu kraftmiklir
þegar þeir voru reyndir i slð-
ustu viku, en það væri þó
ekki reynt til þrautar og yröi
það gert á næstunni. Ef i ljós
kæmi að þeir væru of veikir,
yröi aö fá nýja mótora og
þeir væru til á lager úti I
Gautaborg I Sviþjóð og þvl
tæki það ekki langan tlma að
fá þá til landsins.
Þá sagði Jón að keðja af ó-
höppum hefði átt sér stað
varöandi viðgerðina og
breytingarnar á skipinu og
yröi það kannað til hlitar
hvað valdiö hefði.
—S.dór