Þjóðviljinn - 09.05.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.05.1979, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Miövikudagur 9. mai 1979 PIOOVIUINN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis t'tgefandi: Útgáfuféiag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. F'réttastjóri: Vilborg Haröardóttir l msjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Örn Stefánsson, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guömundsson. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Útlit og hönnun: GuÖjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eíyjoifur Arnason Auglýsingar: Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir ölafsson. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jón Xsgeir Sigurösson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson, Hermann P Jónasson, Kristin Pét- ursdóttir. Síma varsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna SigurÖardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn. afgreiösla og auglýsingar: SlÖumúla 6. Revkjavik, sfmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Uppstokkun stefnunn* ar í kjaramálum • úrslitin í atkvæðagreiðslu Bandalags starfsmanna rikis og bæja eru pólitísk stórtíðindi og rækileg áminning til stjórnarflokkanna um að endurskoða afstöðu sina til kjaramálanna. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð lá að baki launamálastefnu hennar ákveðinn þanki sem Alþýðubandalagið hafði knúið fram. f mjög einfaldaðri mynd má segja að sú hugmynd haf i verið í ætt við eink- unnarorð Hróa Hattar í Skírisskógi: Að taka frá þeim ríku og gefa þeim fátæku. Viðnámið gegn verðbólgunni og baráttuna fyrir f ullri atvinnu átti að heyja með því að láta hátekjumenn, eignamenn og atvinnureksturinn standa undir kostnaðinum. Á sama tíma átti að viðhalda kaupmætti lægri launa og meðallauna. • Þessi þanki að byrja verðbólgufórnirnar efst í þjóð- félagspýramídanum og enda neðst átti vfðtækan sið- ferðilegan stuðning meðal þjóðarinnar. Hin almennu verkalýðsfélög framlengdu samninga sína án grunn- kaupshreyfinga og féllust á skipti á verðbótum gegn lækkun vöruverðs, afnáms söluskatts á matvöru og framkvæmd mikilvægra félagslegra réttindamála verkafólks. Hrói höttur var sagður vinsæll meðal alþýðu manna en illa þokkaður af höfðingjum á sinni tíð og hið sama mátti segja um ríkisstjórnina fram yfir áramótin. Það sýndi vel að hún var á réttri leið. • En Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn börðu fram sína stefnu í kjaramálum I upphafi ársins dyggilega studdir af málgögnum atvinnurekenda í land- inu. Með svipaðri einföldun og áður má segja að hún sé fólgin í því að taka frá þeim fátæku og gefa þeim ríku. Stefna sem er vinsæl meðal höfðingja og þeirra sem bet- ur mega sín í þjóðfélaginu en hleypir mjög illu blóði í hinn almenna launamann. • Alþýðubandalagið barðist mjög hatrammlega gegn þessari kjaramálastefnu Framsóknar og Alþýðuflokks- ins og tefldi stjórnarsamstarfinu í mikla tvísýnu. End- anlega stóð þó slagurinn ekki um hve mikil kjaraskerð- ingin yrði á almenn laun heldur um það hvort stjórnin stæði eða félli. Um mánaðamótin mars/apríl kom greinilega fram að almenningur í landinu vildi þraut- reyna þetta stjórnarsamstarf og því féílst Alþýðubanda- lagið á visst samkomulag í kjaramálunum, þótt engum blandaðist hugur um að það myndi leiða til ófarnaðar þegar fram í sækti. • Þessu til viðbótar hafa svo þaklyftingin hjá flug- mönnum,háar kjarakröfur ýmissa fámennra sérhópa og óhjákvæmilegar veröhækkanir til ýmissa opinberra bión- ustuaðila kallað fram sterk mótmæli hjá almennum fé- lagsmönnum í BSRB. Þess vegna ber að túlka úrslitín hjá BSRB sem mótmæli gegn þeirri kjaramálastefnu sem knúin hefur verið fram seinni part vetrar, en ekki á þann veg að opinberir starfsmenn hafi engan áhuga á auknum verkfallsrétti sér til handa. • Vert er að minna á að í stjórarmyndunarviðræðunum siðastliðið sumartagði Alþýðubandalagið þunga áherslu á að opinberir starfsmenn fengju fullan samningsrétt. Um það náðist ekki samkomulag við samstarfsf lokkana nema með því fyrirkomulagi að skipt yrði á 3% samn- ingsbundinni grunnkaupshækkun 1. apríl sl. og auknum verkfallsrétti. Alþýðubandalagið barðist síðan hart fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að samkomulagið við BSRB yrði viðunandi fyrir bandalagið. Þótt það sé skiljanlegt að það hafi nú verið fellt verður ekki hjá því komist að benda á, einsog Þjóðviljinn hef ur áðurgert, aðþau úrslit geta haft alvarlegar afleiðingar. • Núverandi stjórn stendur mjög veikt og íhaldssam- starf getur verið nær en fiesta grunar í dag. Ötvíræðar yfirlýsingar liggja fyrir frá forystumönnum Sjálf- stæðisf lokksins að þeir telji aukinn verkfallsrétt til opin- berra starfsmanna of dýran fyrir samfélagið. Það getur því orðið löng bið á því að BSRB geti gert sig gildandi í kjaramálum einsog verkalýðssamband með fullum verkfallsrétti getur gert. • úrslitin í BSRB gera það hinsvegar að knýjandi nauðsyn að ríkisstjórnin hugsi kjaramálastefnu sína upp á nýtt. Alþýðubandalagið mun setja fram ákveðnar stefnukröfur f kjaramálunum sem miða að afturhvarfi til upphaf legrar stefnu. Þær munu byggjast á fullkomnu raunsæi og miða að því að laun sem nema allt að tvöföld- um mánaðarlaunum verkamanns verði friðhelg, en ekki laun sem eru hærri en 380 til400 þúsund kr. á mánuði. —ekh Einskonar heimsstjórn peninganna Trilateral-nefndin er fyrir- bæri sem ekki heyrist oft nefnt. Þó er hér um að ræöa samtök sem hafa gffurleg áhrif. í þessari „þrfhliöanefnd” koma saman áhrifamiklir fjármála- menn og pólitikusar úr þerm áttum: frá Bandarikjunum, Evrópu (Efnahagsbanda- laginu) og Japan. Þeir ætla að „skapa nánara samstarf milli svæðanna” eins og það heitir. I reynd er stefnt að einskonar heimsyfirráðum sem koma fram f þvi, að Trilateralnefndin beitir öllum sinum ráöum að þvi að efla allar þær stofnanir þar sem fjármagn liggur til grund- vallar atkvæðisrétti og áhrifa- valdi hvers aðila (andstætt við þær alþjóðlegar stofnanir og samtök þar sem hvert land hefur eitt atkvæði). Til dæmis um áhrif Trilateral- nefndarinnar er það nefnt, að öfl þaðan ættuð hafi átt mestan þátt I að koma Jimmy Carter i for- setaembætti. Enda hafi hann tekið um 20 manns úr Trilateral- nefndinni meö sér I stjórn, þeirra á meðal Mondale vara- forseta, Vance utanrikisráð- herra, Brezinski öryggismála-" ráðgjafa og Blumenthal fjár- málaráðherra. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á afstööu þessa stórkap- italiska félags til þeirrar bar- áttu sem fram hefur farið i löndum fyrir auknu lýöræöi, upplýsingaskyldu og atvinnu- lýðræði. I skýrslu sem Trila- teral-nefndin er skrifuð fyrir og heitir „Lýðræðiskreppan” og kom út 1975 er margt fróðlegt um þá afstöðu að finna. Brez- inski lætur I ljós i formála, að nefndin styðji sjónarmið skýrsl- unnar og að hann sjálfur hafi átt verulegan þátt i samantekt hennar. Menntun og jjölmiðlar hættuleg I inngangi skýrslunnar segir meðal annars: „Margir menntamenn I þróuöum iðnrikjum beita orku sinni til að litilsvirða forystuliö rikjanna, þeir skora áhrifa- menn á hólm og reyna aö afhjúpa þær stofnanir sem til eru og láta þær sýnast ólög- | mætar. A þeim timum, þegar æ fleiri fá æðri menntun og fjöl- miðlar hafa sterk áhrif, felur i þetta i sér háska fyrir lýðræðis- legtstjórnkerfi, sem getur verið eins alvarlegur og fyrri háski frá aðalskllkum eða frá kommúnistum og fasistum.” Um fjölmiðla segir svo i skýrslunni: „Mat það sem blaðamenn leggja á hlutina hefur skapað neikvæða afstöðu til valdaaðila I samfélaginu og vantraust á rikisstjórnir. Sjón- varpsfregnir virka sem and- þjóðlegt afl, sem lýsa aðstæðum I samfélaginu sem væru þær óæskilegar og eins og þær fari versnandi.” Þar segir ennfremur — og erum við I leiðinni minnt á aö i skýrslunni er fyrst og fremst tekið mið af Bandarikjunum: „Truman forseti (1945-52) stjórnaði landinu með hjálp litils hóps af lögfræðingum og bankastjórum frá Wall Street. Nú hefur valdiö i samfélaginu dreifst á fleiri hendur og það getur ekki lengur gengið.” Aður var hægt að stjórna með nokkrum iögfræðingum og bankastjórum i Wall Street. Of mikið lýðrœði Skýrslan segir ennfremur, aö margir hópar á jaöri sam- félagsins séu farnir aö bera fram kröfur sinar og feli þetta I sér ógnun við lýöræöiö, sem komi innan frá. Þar segir aö fólkiö þurfi aö vera i meira jafn- vægi og sýna meiri aga: „Lýöræði sem virkar gerir vanalega ráð fyrir, að hluti ein- staklinga og hópa taki dauflega undir mál samfélagsins”. „Hluti þess vanda sem þvi fylgir að stjórna Bandarikj- unum er fólginn i aö lýöræðiö gengur út I öfgar (excess of, democracy). Lýöræöið þarf á meiri varfærni að halda”. Birgir tsleifur gleymdist. einn sem „Blööin veröa aö sýna meiri ábyrgöartilfinningu. Mennta- menn veröa aö draga úr kröfum sinum um aö fá aö taka þátt i framkvæmd valdsins. Eins og nú er komið hafa þjóðrikin á Vesturlöndum lamast vegna þess aö iýðræðið hefur gengið of langt.” í nióurstööukaflanum segir: „Kirkjan, skólinn og fjölskyldan höföu áöur hönd i bagga meö innrætingu unga fólksins. Nú hefur lýöræöisandinn leyst upp þau samfélagslegu fjölskyldu- bönd sem tengdu saman fyrir- tæki, fjölskyldur og samfélag. Lýðræðisandinn skapar áhrif sem stefna að útjöfnun sem spillir grundvelli fyrir sam- starfi. Forystumenn njóta litils álits I lýðræðisþjóðfélagi.” Eins og hver maður getur séð er hér um hinar merkilegustu kenningar að ræða. Hér talar rödd margra þeirra sem mestu ráða um stjórnmál á Vestur- löndum. AB sjálfsögðu munu þeir á opinberum vettvangi hafa hátt um lýðræði og dreifingu valds, en i raun telja þeir aö . kapitalisminn hafi ekki lengur efni á þeirri upplýsingastarf- semi og þeirri gagnrýni sem i dag er uppi höfð. Sigrar Birgis og Geirs Jónas Kristjánsson, ritstjóri Dagblaösins, segir I leiðara um forystukjör Sjálfstæöisflokksins á þessa leið: „Eini sigurvegarinn sem ekki þurfti að berjast var Birgir Isleifur Gunnarsson, þriöji maöurinn i flokknum á éftir Geir og Gunnari. Hans sigur felst I að hafa sýnt fram á að hann er ekki umdeildur i flokkn- um eins og hinir leiðtogarnir.” Jónas er bersýnilega orðinn svo vanur kröfugerð ungra Sjálfstæðismanna um breikkun forystunnar, sem fæli I sér að kosinn yrði ritari flokksins, sem þá væntanlega yröi Birgir tsleifur, aö hann tekur alls ekki eftir þvi, aö landsfundurinn skaut sér undan öllu sliku. Birgir Isleifur beiö einmitt þann mikla ósigur aö vera ekki á dag- skrá. Gunnar Thoroddsen beið I ósigur vegna þess aö hann var næstum þvl fallinn úr vara- formannssæti. Geir er hins- vegar ótviræöur sigurvegari landsfundarins. Geir — og óbreytt ástand. —áb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.