Þjóðviljinn - 09.05.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.05.1979, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 9. mai 1979 Eúnar H. Vilbergsson \ Fagott- tónleikar i kvöld t kvöld, miövikudaginn 9. mai ki. 20.30, heldur Rúnar Vilbergsson fagotttónleika i Norræna húsinu. Eru þeir siöari hluti einleikaraprófs hans frá Tónlistarskólanum I Reykjavlk. Elin Guömunds- dóttir leikur meö á sembal, og auk þess koma fram Haukur Hannesson, Arni As- kelsson og Eggert Pálsson. A efnisskránni eru verk eftir J.E. Galliard, Vivaldi og Þorkel Sigurbjörnsson. Einnig veröur frumflutt verk eftir Atla Heimi Sveinsson sem hann hefur sérstaklega samiö fyrir þetta tilefni. Aö- gangur er ókeypis og öllum heimill. Eldri Snæ- fellingum boðið i kaffi A undanförnum árum hefur Félag Snæfeliinga og Hnappdæla gengist fyrir þvi aö bjóöa eldri Snæfellingum tii sameiginlegrar kaffi- drykkju á vegum félagsins. Hafa þessar samkomur mæist m jög vel fyrir og veriö vel sóttar. Aö þessu sinni veröur kaffiboö félagsins haldiö sunnudaginn 13. mai n.k. i Félagsheimili Bilstaöakirkju og hefst þaö kl. 15.00. Þar meö lýkur vetrarstarfi félagsins aö þessu sinni, en þaö hefur verið með svipuö- um hætti og undanfarin ár, nema aö nú hefur verið stofnaöur söngkór, sem æft hefur af miklum krafti í all- an vetur undir stjórn Jóns Is- leifssonar kennara og söng- stjóra. Kórinn mun heim- sækja eldra fólkiö og syngja fyrir þaö nokkur lög. Þá er hafinn undir- búningur aö vorferö félags- ins um Snæfellsnes og Breiöafjaröareyjar og enn- fremur aö haustferöinni, en ákveöiö er aö fara tfl Ibiza 7. sept. n.k. Fagna afnámi prestkosn inga Aöalfundur Félags guö- fræöinema haldinn i april 1979 lýsir ánægju sinni með framkomið stjórnarfrum- varp á Alþingi um afnám prestskosninga. Væntir aöal- fundurinn þess aö þingmenn sjái sér fært aö samþykkja frumvarpiö á yfirstandandi þingi til þess aö af megi leggjast sem fyrst hinn mest sundrandi þáttur i starfi prestsins. Ys og þys út af engu Þjóöleikhúsiö sýnir Prinsessan á bauninni Eftir Jay Thómpson, Marshall Barer og Dean Fuller Tónlist: Mary Rodgers Leikstjórn: Danya Krupska Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Búningar: Tina Claridge Þýöing: Flosi ólafsson A sjötta áratug þessarar aldar, um þær mundir þegar þjóöfélags- fræöi fóru fyrir alvöru aö ná tök- um á mannfólki I vesturheimi, var mikil tiskufræöi I Ameriku kenning sem nefnd var mömmu- stefna (momism). Hún gekk út á þaö aö bandariska fjölskyldan væri I reynd mæöraveldi, móöirin héldi öllum I járngreipum, stæöi i vegi fyrir eölilegum þroska son- anna og eiginmaöurinn væri bara atkvæöalaus ræfill. Nú hefur eng- inn minnst á þessa kenningu um langan aldur, og er þaö vel, en hún rifjaðist upp fyrir mér á sýn- ingu þessa tvituga söngleiks frá Ameriku, vegna þess aö hann viröist einna helst á henni byggö- ur og sú litla hugsun sem þar örl- ar fyrir sýnist I hana sótt. Höfundar hafa tekiö gamal- kunnugt og heldur fallegt ævin- týri eftir Andersen og tekið sé fyrir hendur aö „segja sannleik- ann”, fletta ofan af þvl „sem raunverulega geröist” osfrv. Þeir búa siðan til fléttu sem byggir á framangreindri þjóöfélagsfræöi- kenningu og reyna aö þétta I eyöurnar meö heldur ómerkilegri fyndni. Þannig er prinsessan auö- vitaö alls ekki flnleg eins og prinsessur áttu aö vera, heldur bölvuö brussa og stenst baunar- prófiö vitanlega einungis fyrir svindl. Ef fólki finnst þetta sniö- ugt og kann vel aö meta útjask- aöa ameríska bjálfafyndni þýdda yfir á heldur slappa Islensku, þá er Prinsessan á bauninni verk sem tilvaliö er aö sjá. Þaö veröur hins vegar aö segj- ast aö undirritaöur hefur sjaldan eöa aldrei ratað I aöra eins raun og aö sitja undir þessari endemis vitleysu I rúmlega þrjá klukku- tlma. Þaö er ekki þar fyrir, heil- mikiö er á sig reynt til aö skemmta áhorfendum og breiöa yfir hörmulegt innihaldsleysi textans. Leikstjórinn, Danya Krupska, sem er áreiðanlega bráöfllnk manneskja, leggur aöaláherslu á stööuga hreyfingu, þannig að ekki einungis eru leikararnir á sffelldum hlaupum fram og aftur um sviöiö, heldur er leikmyndin á endalausu randi lika. En öll þessi hlaup og hopp eru mestan part út I bláinn, bara hreyfing hreyfingarinnar vegna og þá engan veginn nægilega sniöug eöa vel gerð til þess aö ' Sverrir Hólmarsson skrifar um geta staöíö undir sér sjálf. Þaö hefur mikiöveriö lagt I þessa sýn- ingu, sem meöal annars kemur fram I glfurlega skrautlegu búningasafni, og nægir þar ekki einn búningur á mann, heldur þarf fólkiö slfellt aö vera aö skipta. Þetta er allt heilmikiö vel gert, en þaö er býsna erfitt aö sjá raunverulegan tilgang meö þess- um Iburöi og á endanum sér maö- ur ekkert I þessu annaö en fávita- legan peningaaustur. Sú spurning hlýtur aö vakna og veröa nokkuö áleitin hvort Þjóð- leikhúsið hafi ekkert þarfara viö peningana sina aö gera en ausa þeim I lágkúru af þessu tagi. Hvort stjórnendur hússins telji I fullri alvöru aö verk eins og þetta eigi raunverulegt erindi til is- lenskra áhorfenda. Hvort þaö sé verjandi að bjóöa alvöruleikurum meö listrænan metnaö uppá það aö þurfa aö haga sér eins og flfl uppi á sviöi án nokkurs sýnilegs tilgangs. Hvort leikarar láti bjóöa sér uppá óþverra eins og þetta möglunarlaust. Ég veit þaö velaö mennirnir fá borgaö fyrir þetta og þeir eiga ekki auövelt meö að mögla eins og atvinnuástand er I leikararstéttinni, en þaö tekur til hjartans aö sjá vandaöa leikara sem taka starf sitt alvarlega taka þátt I þessari hundómerkilegu sýningu, sem er I rauninni hróp- leg móögun við greind og smekk Islenskra leikhúsgesta. Sverrir Hólmarsson. Þaö stóð ekki á yfirlýsingum og fögrum fyrirheitum borgarfulltrúa þegar þeir tóku á móti jafnréttis- göngu fatlaöra á Kjarvalsstööum s.l. sumar, — en aö Reykjavikurborg geti lögfestra réttinda endur- hæföra tii starfa i atvinnuauglýsingum sfnum, — þaö gátu þeir ekki fallist á s.l. fimmtudag. Ljósm. — eik. Réttar endur- hæföra ekki getiö í auglýsingum Tillaga Guörúnar Helgadóttur um aö getiO skuli i atvinnuaug- lýsingum Reykjavikurborgar, forgangsréttar endurhæföra til starfa, var felld aö viöhöföu nafnakalli I borgarstjórn s.l. fimmtudag. Borgar f ulltrúar Alþýöu- bandalagsins greiddu allir atkvæöi meö tillögunni, en Kristján Benediktsson, Björg- vin Guömundsson, Sjöfn Sigur- björnsdóttir, Birgir isl. Gunnarsson, Albert Guömunds- son, ólafur B. Thors, Ragnar Júliusson og Markús örn Antonsson greiddu atkvæöi gegn henni. Páll Glslason og Magnús L. Sveinsson kusu aö sitja hjá viö atkvæðagreiösluna. Guörún flutti þessa tillögu fyrst I borgarstjórn 1. mars s.l. I framhaldi af bréfi félagsmála- ráöherra þar sem mælst var til þess viö borgarstjórn aö réttar endurhæfðra til atvinnu hjá opinberum aöilum væri getiö I auglýsingum eftir starfsliöi. Var tillögunni vlsaö til borgar- ráös en þar hlaut hún ekki stuöning, — einungis Sigurjón Péturssongráddi henni atkvæði sitt, hinir sátu hjá. Hafnfirdingar sam- þykktu tillöguna Viö endurflutning tillögunnar minnti Guörún á aö bæjarstjórn Hafnarfjaröar samþykkti fyrir skömmu ágreiningslaust svip- ,aða tillögu, og sagöi hún aö borgarráösmenn hlytu aö hafa misskilið tillöguna. Guörún minnti á ákvæöi laga um endurhæfingu frá 1970 og sagöi aö öllum væri kunnugt um aö þvl færi fjarri aö þeim væri framfylgt. Þaö gæfi auga leiö aö atvinnurekendurkysu heldur aö ráöa starfsfólk sem gengi heilt til. skógar en hina sem orðiö heföu fyrir veikindum, — ef gróöasjónarmiðin ein réöu. „Þaö telst hins vegar réttur hverrar manneskju,” sagði Guörún „aö fá aö stunda at- vinnu sé þess kostur, fremur en aö gerast ævilangt sjúklingur á bótum Almannatrygginga og Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar. Þessi réttur er m.a. viðurkenndur I ákvæöi til bráöabirgöa I lögum um almannatryggingar, sem fyrri ríkisstjórn setti, þar sem Tryggingastofnun er gert skylt aö greiöa hluta af launum hinna orkuskertu þegar þeir komast aftur til vinnu, en nú er veriö aö vinna aö reglugerö um frekari framkvæmd þessa ákvæöis.” Fatlaöir þekkja ekki rétt sinn Sftan sagöi Guörún: „Til þess aö eiga ráöningar á orkuskertu fólkiekkieingöngu undir óllkum viöhorfum einkafyrirtækja- eigenda og embættismanna var sett ákvæði I 16. gr. endurhæf- ingalaganna um forgang hinna orkuskertu til starfa hjá rlki og bæ aö endurhæfingu lokinni. Þetta tel ég aö allir séu sam- m'áia um aö hafi verið rétt og skynsamleg ráöstöfun mála. Þaö er hins vegar ljóst aö langt er frá aö fatlaöir þekki þennan rétt sinn nógu vel, og þvi taldi endurhæfingarráð rétt aö óska eftir því viö félagsmálaráö- herra aö hans yröi getiö I aug- lýsingum opinberra aöila um stööur. Ég fæ ekki séö hvers vegna viö hér f Reykjavlk getum ekki orðið viö þessari sjálfsögöu ósk eins og t.d. Hafnfiröingar hafa þegar gert. 58 þörfnuðust vinnuþjálfunar Ef menn óttast aö stofnanir borgarinnar fyllist af öryrkjum, skal upplýst aö Karl Brandt, framkvæmdastjóri Endurhæf- ingarráðs var svo vinsamlegur aö láta okkur I té skrá yfir þá sem leituöu til ráösins árin 1977 og 1978 og voru taldir þarftiast endurhæfingar. Samtals þörfnuöust 58 manns verndaös vinnustaöar eöa vinnuþjálfunar bæöi þessi ár af þeim sem til ráösins leituöu, 34 karlar og 24 konur. 14 hafa fengið vinnu úti i þjóöfélaginu aö endurhæfingu iokinni, en 20 ekki. Vanflamál Endurhæfingarráös er aö veru- legu leyti þaö aö ákvæöi 16. gr. veröi virt, þvi aö fyrirtæki hins opinbera hljóta alltaf aö verða öruggari vettvangur til atvinnu fyrir hina orkúskertu.” Aölokum minnti Guðrúnfyrr- verandi borgarstjóra á aö hann skrifaö á sinum tlma bréf til forstööumanna borgarstofnana þar sem hannlagði áhershi á að ákvæöi 16. greinarinnar væru birt viö ráöningu starfemanna, og sagöist ekki geta skiliö aö hann og aörir fulltrúar minni- hlutans gætu haft á móti þvi aö þessa réttar yröi getiö i auglýs- ingum. Þá sagöi hún viö félaga slna í meirihlutanum aö þaö ■ hlyti að teljast til tlöinda ef til- J mæli félagsmálaráðherra yröi ■ hafaað I borgarstjórn Reykja- I vlkur. ,Vekur falskar vonir,j var viðkvæðið Björgvin Guömundsson sagöi ■ aö afstaöa borgarráös til tillög- | unnar heföi ekki verið á mis- ■ skilningi byggö, heldur heföu I menn tekiö afstööu eftir ýtar- J lega umfjöllun borgarlög- ■ manns, borgarstjóra og borgar- ■ ráös og niöurstaöan hefði oröiö " sú aö ekki væri taliö skynsam- | legtaö láta réttar öryrkja getið I ■ starfsauglýsingum. Menn væru I þó sammála um aö framfylgja . ætti lögunum á þann veg aö þeir ■ nytu að öðru jöfnu forgangs. | Albert Guömundsson tók ■ undir orö Björgvins og sagöi aö | slik árétting I auglýsingum ■ myndi einungis vekja falskar ■ vonir. I máli hans kom fram aö I hann telur ófært aö þeir sem ■ notið hafa endurhæfingar hafi § slikan forgangsrétt og spuröi ■ hann: „Hvers eiga heilbrigðir I menn aö gjalda?” Kristján Benediktsson tók ■ undir orö þeirra Alberts og I Björgvins og sagöi aö laga- ! akvæöin gætu veriö I fullu gildi | og þeim framfylgt þó réttarins ■ væri ekki getiö I auglýsingum I borgarinnar. __________________

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.