Þjóðviljinn - 09.05.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.05.1979, Blaðsíða 3
Miövikudagur 9. mai 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3' Lúðvík Jósepsson rekur ástædur þaklyftíngarinnar Tómas Árnason og kjara- dómur rédu feröinni — án þess að stjórnarflokkarnir eða ríkisstjórnin í heild jjallaði um málið með eðlilegum hœtti Framsóknarráöherrarnir undir forystu Tómasar breyttu skyndi- lega um afstööu til þaksins. Eins og fram kemur í forsiðutilvisun# lætur Tóm- as Áranson fjármálaráð- herra að því liggja að það hafi verið Alþýðubanda- lagið sem sé ábyrgt fyrir því að hinu margumrædda þaki á launabætur hafi verið aflétt. Af því tilefni hefur Lúðvík Jósepsson formaður Alþýðubanda- lagsins óskað að gera athugasemdir við þau um- mæli í átta liðum, þar sem hann hrekur fullyrðingu f jármálaráðherra: Framsókn fyrst 1. Ráöherrar Framsóknar- flokksins og þá fyrst og femst Tómas Arnason reifuðu það nokkrum sinnum f rlkisstjórn i upphafi þessa árs aö þeir vildu af- létta visitöluþakinu. Þessu mót- mæltu ráöherrar Alþýöubanda- lagsins harölega og uröu þau mótmæli til þess aö rikisstjórnin féll frá samþykkt um þaklyftingu. Ólafur yildi lyfta 2. í þeim drögum aö efnahags- málafrumvarpi sem ólafur Jóhannesson forsætisráöherra lagöi fram 12. febrúar sl. var um þaö bein tillaga að visitölubætur á laun skyldu greiddar upp allan launastigann og lögbundnu visi- töluþaki þar meö aflétt. Alþýðu- bandalagiö mótmælti þessu ákvæöi eindregiö og fékk þvl ráö- iö aö þaö var fellt ot úr frumvarp- inu i endanlegri gerö þess. Þaö fer ekkert á milli mála aö ráð- herrar Framsóknarflokksins snérust i þessu „þakmáli” þegar einnaf forystumönnum Fram- sóknarflokksins og frambjóöandi flokksins í Reykjavlk, Valdimar Kr. Jónsson, varö formaöur i Bandalagi háskólamanna, en það samband haföi mjög ólmast gegn vlsitöluþakinu frá þvi I haust. Þakiö af,sögöu kratar 3. Alþýðuflokkurinn var svo ákafur i aö koma efnahagsmála- frumvarpi ólafs Jóhannessonar fram, aö hann krafðist þess aö þaö yröi samþykkt óbreytt og jafnvel efnt til þjóðaratkvæöa- greiöslu um þaö. Engum blööum var þvi um þaö aö fletta, aö Al- þýöuflokkurinn studdi þar meö þaklyftingu. Fellt út úr frumvarpi 4. Eins og áöur sagöi var þaö samkvæmt kröfu Alþýöubanda- lagsins aö þessi áform um aö greiöa visitölubætur á laun upp úr launastigunum voru felld út úr efnahagsfrumvarpi Olafs Jóhannessonar. Dæmalaus úrskurður 5. Hinn dæmalausi úrskuröur Kjaradóms kom svo 4. mars sl. Þar ákvaö meirihluti dómsins, þrlr embættismenn, aö þakinu skyldi lyft af launum félaga I Bandalagi háskólamanna. Þessi meirihluti dómsins taldi sig hafa vald til þess að rifta landslögum, meö tilvisan til þess aö meirihluti ráöherra I rikisstjórninni — Framsóknarmenn og Alþýöu- bandalagsmenn — höföu áöur lýst stuöningi viö afnám þaksins, Reykjavikurborg haföi frá ára- mótum greitt fullar visitölubætur á öll laun, og aö óréttmætt heföi verið aö iönaöarmenn og yfir- menn á farskipum væru undir þaki vegna álagsgreiöslna sem þeir nytu. Verter aö nefna I þessu sambandi aö minnihluti dómsins — 2 menn og þar á meðal Jón Sigurösson þjóöhagsstjóri — töldu ekki fært að ganga á móti lands- lögum meö þessum hætti. Tómas brá við hart 6. Þegar úrskuröur Kjaradóms lá fyrir, bregöur Tómas Arnason fjármálaráöherra hart viö og básúnar út yfir alþjóö aö i krafti þessa dæmalausa dóms skuli lyfta þakinu af öllum opinberum starfsmönnum og greiöa full laun aftur til 1. janúar. Þetta ákvaö Framhald á 14. siöu Lúövik Jósepsson: Afstööu meiri- hluta kjaradóms heföi átt aö visa til æöri dómstóla. Mjólkurfræðingar: Samningur frá 1977 aldrei undirritaður 1 gær var haldinn annar fundur- inn i kjaradeilu mjólkurfræöinga. Ekkert markvert geröist á fund- inum, en mjólkurfræðingar hafa boöað verkfall frá og meö 14. mai n.k. hafi samningar ekki tekist. Þjóöviljinn haföi samband viö Jóhann Gunnarsson mjólkur- fræðing I Borgarnesi og spuröi hann nánar út i kröfur mjólkur- fræöinga. Jóhann sagöi aö kröfurnar væru þrjár. I fyrsta lagi aö fá kjarasamninginn frá 1977 frá- genginn og undirritaöan. Frá þessum samningi hefur aldrei veriö gengiö endanlega og hann hefur ekki enn veriö undirritaöur. Þetta stafar af þvi aö mjólkur- fræöingar afléttu verkfalli áður en náöist aö prenta heildarsamn- inginn, og er hann þvl með viöbót- um hér og þar, þar sem atvinnu- rekendur hafa verið aö krafsa of- an í hluti sem þeir hafa samþykkt við samningaboröiö, sagði Jó- hann. — Ef viö náum ekki þessari sjálfsögöu kröfu fram, þá er spurning hvort verkalýösfélög geta yfirleitt aflétt verkfalli fyrr en búiö er aö prenta samninga og báöir aöilar eru búnir aö undir- rita þá. Atvinnurekendur eru þarna jafnvel aö bjóöa upp á tvo til þrjá óþarfa verkfallsdaga meöan veriö er aö ganga frá samningum. Þá erum viö meö kaupkröfur sem eru samtals upp á 18.3%. Þar er I fyrsta lagi áð fá alla pró- sentuskeröingu leiörétta, þ.e. aö þær prósentutölur sem talaö er um I kjarasamningnum frá 1977 séu látnar gilda. í þriöja og slö- asta lagi er krafa um aö viö fáum borgaöar fyrir þaö aukanám sem stundað er erlendis 20% kaup- bætur I staö 10%. Þessi krafa er einfaldlega til komin út frá þvi, aö þetta er dýr einkaskóli I Dan- mörku sem ríkiö veitir engin námslán né styrki út á, og verö- um viö þvi aö stunda námiö al- gerlega á eigin kostnaö. Sú hefur þvi miöur oröiö raunin upp á slökastiö I æ rlkari mæli, aö mjólkurfræöingar hafa ekki tekiö þennan skóla vegna þess aö þeir hafa einfaldlega reiknaö þaö út aö þaö borgi sig ekki fjárhagslega. Þennan skólakostnaö teljum viö aö atvinnurekendur eigi aö borga sökum þess aö þaö hlýtur aö koma þeim til góöa aö hafa sem best menntaða fagmenn, sagöi Jóhann aö lokum. _ig. Á 2ja manna herb. með hand- laug og útvarpi. Bókasafn, verslun og setustofa. Sturtur, gufubað og íþróttasalur. Stutt í sund. Dagblöð og sími. Rómuð náttúryfegurð. Fæói________________ Stakar máltíðir eða afsláttar matarkort, hálft eða fullt fæði. Sjálfsafgreiðsla. Böm_________________ Frítt fæði með gistingu fyrir börn orlofsgesta til 8 ára aldurs. Matur á hálfvirði fyrir 8—12 ára. Fyrir einstaklinga, starfshópa, fjölskyldufagnaði og hópferðir. Pantið með fyrirvara. Ráðstefnur-fundír-námskeið Fyrir allt að 150 manns. Leitið upplýsinga og verðtilboða. Pantanirog upplýsingar 91-17377 Reykjavík til20.maí. 93- 7500 Bifröst eftir 20.maí. Orlof stímar 1979 2ja manna herb. uppselt 16.—17. júní Nœturgisting 18.—22. júní 4. daga orlof 15.700 22.—29. júní viku orlof 28.700 uppselt 2.—9. júlí viku orlof 32.700 9.—16. júlí viku orlof 37.700 16.—23. júlí viku orlof 37.700 23.—30. júlí viku orlof 37.700 30.—6. ágúst viku orlof 37.700 6.—12. ágúst 6. daga orlof 28.700 12.—17. ágúst 5. daga orlof 20.700 uppselt 20.—27.ágúst viku orlof 24.700 íslenskur orlofsstaður

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.