Þjóðviljinn - 09.05.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 09.05.1979, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 9. mai 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 íþróttir W íþróttir F^l íþróttír / J ■ umsjón: INGÓLFUR HANNESSOnIT°J ■ EITT OG ANNAÐ öldungamót á skiðum Sunnudaginn 6. mai var háð I Bláfjöllum öldungamót á sklöum. Til keppni voru boðnir allir sem náð hafa 35 ára aldri. Unglingar úr skiöafélög- unum i Reykjavik sáu um mótið og voru verölaun veitt. Allir voru hvattir til aö koma þvl enn er nægur snjór i Bláfjöllum en mót þetta hef ur veriö haldiö undanfarin ár viö vaxandi vinsældir. Harkalegar aðgerðir Ruben Ayala, knatt- spyrnumaöur hjá Atletico Madrid er I nokkrum vanda staddur um þessar mundir. Hann haföi vonast til þess aö endurnýja samning sinn I sumar, en þá kom babb i bátinn. Stjórar Atletico höföu komist á snoöir um aö kapp- inn sótti næturlif Madrid grimmt. Þeir réöu þvi einka- spæjara til aö fylgjast meö honum og útkoman varö ”svört skýrsla”. Aumingja Ruben biður nú eftir flugfari heim til Argentinu, minnug- ur þess aö fótbolti er ekki bara fótbolti. Vinningur á 11 rétta 1 36. leikviku Getrauna komu fram 6 raöir meö 11 réttum og var vinningur fyrir hverja röð kr. 151.000,- en meö 10 rétta voru 97 raöir og vinningurinn kr. 3.600.- Einn leikurinn, Leeds- Q.P.R., var færöur fram til föstudagskvölds og fellur þvi niöur af seölinum og eru 11 réttir þvi allir leikir réttir. Þessir sex seölar voru frá Borgarnesi, Patreksfiröi, Akureyri. Eyrarbakka, auk tveggja frá Reykjavik. Meö þessum seðli lýkur starfi Getrauna aö þessu sinni; i ágúst veröur þráöur- inn tekinn upp aö nýju um leiö og enska knattspyrnan fer af staö- Þjálfaranám- skeið i badminton Badmintonsambandiö efnir til A- og B-stigs þjálfaranámskeiða i badminton dagana 19,—20. mai n.k. I Reykjavik. Stjórnandi og aðalkennari veröur Garöar Alfonsson en einnig mun Jóhannes Sæmundsson fræöslufulltrúi t.S.t. kenna á námskeiöun- um. Siöari hiuti námskeiöanna fer svo fram i september i haust. Þátttakendur i A-nám- skeiöi þurfa aö hafa iök- aö badminton og kunna ali- góö skil á leikreglum, en þátttakendur i B-námskeiði þurfa hins vegar aö hafa lok- iö þátttöku I A-stigs námskeiöi. Tilkynningar um þátttöku þurfa aö berast Badminton- sambandinu fyrir 12. mai. Oll badmintonfélög og héraðssambönd eru hvött til aö senda þátttakendur á námskeiöin. - Þaö var hress hópur samankominn á heimili Einars Bollasonar þegar Geir mátaði röndóttu KR-treyjuna i fyrsta sinn, Einar, ósk Sigmunds- dóttir, eiginkona Geirs, Geir og Jón Sigurðsson. Geir í raðir KR-inga Geir Þorsteinsson, landsliðsmaður í körfuknattleik gekk frá félagaskipt um í gærkvöldi úr UMFN í KR ,,KR hefur verið helsti and- stæðingur okkar i gegnum árin þar rikir svipaður félagsandi og hjá okkur I Njarpvik og þvf valdi ég Vesturbæjarliðið,” sagði Geir Þorsteinsson, landsliðsmaður og fyrrum leikmaður I UMFN, I gærkvöldi eftir að hafa skrifaö undir féiagaskipti i KR. — Auövitaö er einnig freistandi aö leika meö Jóni Sigurössyni, leikmannisem spilar samherjana óspart uppi. Hann minnir mig oft á Geir Hallsteinsson hvaö kunnáttu i sinni grein snertir. Var óánægja I UMFN undirrót féiagaskiptanna? — Nei, alls ekki, ég er aðeins að flytja I bæinn, flytja heim. Njarövikurliöiö er alveg stórkost- legur félagsskapur og þaö er ánægjulegt aö hafa fengið aö kynnast slikum hóp. Þú mátt koma þvi að aö mig vantar til- finnanlega Ibúö og aö sjálfsögöu helst i Vesturbænum. Nú er oft talað um það, að leikmenn fái ýmiss fríðindi fyrir að skipta um félag. Var eitthvað slikt i sambandi við þin félaga- skipti? — KR-ingarnari hafa ekki keypt mig, ef þaö er þaö sem þú átt viö. Þetta var algjörlega mitt mál og ég var búinn aö kynna mér alla möguleika áður en ég valdi KR. Hvernig leggst næsta keppnis- timabil i þig? — Ég byrja aö æfa strax i dag og ætla aö vera i góöu formi þegar slagurinn hefst i haust. tslands- meistari hef ég alltaf ætlaö mér aö veröa og stefni aö þvi nú eins og oft áöur. Jón Sigurösson lýsti ánægju sinni i gærkvöldi meö aö fá svo góöan leikmann I raðir KR-inga og sagöi aö Geir heföi valiö rétt liö fyrir sjálfan sig. Jón sagöist nú loksins fá tækifæri aö-æ fa meö Geir, ekki aöeins aö leika meö honum i landsliöi. I sumar fara Jón og Gunnar Jóhannsson til Bandarikjanna i leit aö þarlendum leikmanni og þjálfara og er ætlunin aö halda á aörar slóöir en islensku liöin hafa hingaö til veriö á. IngH. Liverpool meistarí Liverpool tryggöi sér enska meistaratitilinn i knattspyrnu I gærkvöldi með þvi að sigra Aston Villa 3-0. Þetta er I þriðja skipti á fjórum árum og i 11. sinn alls sem Liverpool hlýtur þennan eftirsótt- asta titil ensku knattspyrnunnar. Framkvæmdastjórinn Bob Pais- ley getur vel við þennan árangur unað. Eftir aöeins 47 sek. skoraöi bakvöröurinn Alan Kennedy fyrsta markiö og fyrir hálfleik bætti hinn frægi Kenny Daglish ööru viö. A 54. mín. skoraöi Terry McDermott þriöja mark Liver- pool. Onnur úrslit uröu I gærkvöldi uröu þessi: Bolton-Tottenham 1:3 WBA-Sotuhampton 1:0 Burnley-Milwall 0:1 Shef f. U .-Leichester 2:2 Miklar óeiröir brutust út aö loknum þessum leik og slógust bæöi leikmenn og áhorfendur. Newcastle-Wrexham 2:0 I 3. deild sigraöi Seindon Brent- ford á útivelli meö 2 mörkum gegn engu og eru möguleikar Swondon á að komast upp i 2. deild nú miklir. —IngH Knattspyrnumótið i Indónesiu Skagamenn í úrslitin Akurnesingarnir hampa e.t.v. stærri og glæsilegri bikar en sést hér aö ofan cftir leikinn gegn landsliði Burma f dag. Akurnesingarnir, sem taka nú þátt í mikiu alþjóðlegu knattspyrnu- móti í Indónesíu, hafa heldur betur gert garðinn frægan. Þeir eiga að leika í dag til úrslita í keppninni gegn landsliði Burma,og sigri þeir er 5 kg. þungur gull- bikar þeirra ásamt boði um þátttöku næsta ár. Sannarlega til mikils aö vinna. Keppt var i tveimur riölum á mótinu og tvö efstu liö úr hvorum riöli komst áfram. Skagamennirnir höfnuöu i ööru sæti I sinum riöli, en Burma sigraöi. I hinum riölin- um varö landsliö Japan sigur- vegari og úrvalsliö frá Tyrklandi I ööru sæti. Burmabúar unnu siöan a Tyrki i úrslitakeppninni og i fyrradag geröu Akurnes- ingarnir sér litiö fyrir og sigr- Z uðu landsliö Japans 2-1. Guöjón Þóröarson og Arni ■ Sveinsson skoruöu mörkin fyrir okkar menn. Þetta er ■ ekki svo litiö afrek þvi Japanir I hafa veriö meö eitt besta knattspyrnulandslið I Asiu. Aö sögn fararstjóranna var þetta einhver besti leikur sem IA • hefur leikiö fyrr og siöar. Þýski þjálfari liösins, Hilpert, ■ lýsti þvi yfir aö árangur liös- ins færi fram úr sinum björtustu vonum. t dag er þaö slöan úrslita- leikurinn, en hvernig svo sem hannfer geta Akurnesingarnir veriö ánægöir meö árangur- ■ inn, sem i einu oröi sagt er frábær. ingH. ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.