Þjóðviljinn - 19.05.1979, Side 12

Þjóðviljinn - 19.05.1979, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN ! Föstudagur 18. mal 1979. MBVIUINN á. sunnudag Njósnarinn r l teistuvarpinu Guölaugur Arason skrifar um Dalvikinga og herinn Ulla-Britt Söderlund í helgarviðtali Gönguleiöir í nágrenni Reykjavíkur Morötilræöi nýnasista í Noregi r Opíum íslenskrar æsku UOBVIUINN Árni Bergmann fjallar um Rudo Bahro af erlendum vettvangi Frá Halldóri Sigurðssyni í Lissabon Cunhal fagnaö viö heimkomuna úr útlegö eftir fall einræöisstjórnarinn- ar. „Hjá okkur er Evrópu- kommúnismi ekki til” Þótt Portúgal eigi enn i ærnum erfiðleikurn i stjórnmálum og efnahagsmálum, beinast augu umheimsins ekki að þvi neitt á móti þvl sem var tvö fyrstu árin eftir byltinguna 1974. Fjölmiölamiðstöð rikisins, sem ætluó er innlendum og þó sérstak- lega erlendum blaðamönnum, er til húsa i myndarlegri höll, . Palácio da Foz i miöborg Lissa- bon, viö annan enda Frelsis- strætis, Avenida da Liberdade. Þar stendur nú mörg ritvélin ó- notuö og sama er aö segja um fjarritana. Forstjóri mistöövar- innar upplýsir, aÖ þessa dagana séu alls átta erlendir blaöamenn i Lissabon. fyrstu tvö árin eftir byltinguna bar þaö viö aö 1100 blaðamenn voru i borginni i einu, frá öllum mögulegum löndum. A Noröurlöndum yröu menn að gera svo vel og endurtaka Stokk- hólmsblóðbaöiö til þess aö vekja á sér aöra eins athygli. En nú er valdataka kommúnista ekki lengur yfirvof- andi i' Portúgal. Þeir áhrifamestu meöal herforingjanna eru ekki lengur litrikir persónuleikar á borö við Otelo de Carvalho hers- höföingja eöa Rosa Coutinho aö- mirál, heldur sviplausir menn, orðaöir viö frjálslyndis- og i- haldsviöhorf, sem helst ekki mega sjá kommúnista. Forset- inn, Antonio Ramalho Eannis, er oröinn þekktur fyrir aö vera ófrá- vikjanlega eins og steinrunninn i framan, enda kallaður Sfingsin. En einner þó eftir af þeim, sem mest kvaö aö á hinni liðnu tiö eftir byltinguna, og þaö meira aö segja i besta gengi. Sá er leiötogi Kommúnistaflokksins, Alvaro Cunhal. Hann var leiötogi kommúnista öll þau ár, er hinn ofsótti flokkur þeirra var eina virka og skipulagöa andstööu- hreyfingin gegn Salazarstjórn- inni. Þá gat Cunhal sér mikiö frægöarorö, og ekki aö ástæöu- lausu. Tilraun hans eftir byltinguna til þess aökoma kommúniskri stjórn til valda i Portúgal mistókst, en þrátt fyrir þaö er hann óumdeild- ur leiðtogi flokksins enn þann dag i dag. Þaö er enginn vafi á þvi aö hann er einn atkvæöamestu kommúnista Evrópu eftir siöari heimsstyrjöld. I þingkosningunum i apríl 1976 fékk flokkur hans 15% atkvæöa og 40 kjörna af 262 þingmönnum. tviötalinu viö fréttamann Þjóö- viljans, sem fer fram i nýjum aöalstöövum flokksins rétt utan viö miöborgina, lýsir hann ein- dregið yfir óánægju sinni meö á- kvöröun Eannis forseta nýveriö um aö framlengja stjórnartima bráöabirgöastjórnar Motta Pint- os. Hann álltur, aö núverandi ó- stööugleiki I stjórnmálum Portú- gals sé aö kenna aöilum, bæöi á — segir kommún- istaleiðtoginn Alvaro Cunhal í einkaviðtali um núverandi ástand í Portúgal þingi og utan þess, sem ekki sætti sig við þá lýðræöisþróun, sem átt hefur sér stað f landinu, og setji sig ekki úr færi til að auka áhrif sin. Undir þessa skoðun Cunhals taka ýmsir utanflokkamenn, sem álita aö ihaldsmenn, bæbi i hern- um og annarsstaöar, geri sér vonir um að innan tveggja ára muni herinn fremja valdarán og endurreisa einræöiö. Eina lausnin, sem portúgalski kommúnistaleiótoginn sér á nú- verandi stjórnmálavanda Portú- gals, er aö bandalag um rikis- stjórn takist meö hans flokki og Sósi'alistaflokknum undir forustu Mários Soares. Sóslalistarnir vilja ekki gera bandalag viö okkur, vegna þess aö sumir þeirra óttast að þeir myndu tapa atkvæöum á þvl við næstu kosningar, segir Cunhal. En þar gera þeir stóra, alvarlega skyssu — stóra og alvarlega skyssu — endurtekur Cunhal, þvi aö ef Sóslalistaflokkurinn heldur áfram á sömu braut og hingað til mun hann einmitt tapa miklu við næstu þingkosningar. (Viö undir- ritaðan sagöi Soares, að hann vildi ekki mynda samsteypu- stjórn, hvorki meö Kommúnista- flokknum né öörum flokkum. Hann hugsaöi sér aö biöa næstu kosningaúrslita.) Cunhal viðurkennir, aö só- sialdemókratar I skandinavlsk- um löndum hafi samskonar frá- visandi afstöðu gagnvart kommúnistaflokkum þarlendis, en bætir við aö aðstæður allar séu svo gerólikar I Portúgal og á Norðurlöndum aö ekki sé hægt að líkja þessum svæöum saman að þessu leyti. I Portúgal hafi verið gerö bylting, sem hafi haft i för meö sér miklar breytingar á þjóðfélaginu, og I þeirri byltingu hafi portúgalski kommúnista- flokkurinn verið virkur aðili. Hann minnir lika á þá stað- reynd — án þess að segja það beint — að I Portúgal eru það kommúnistar, sem ráöa mestu i verkalýöshreyfingunni A Inter- sindical. Hann viöurkennir, aö stjórnar- samstarf við kommúnista myndi gera aö verkum að borgaralegu flokkarnir tækju eitthvaö af at- kvæöum frá Sósíalistaflokknum, ensegir að vinstriflokkarnir tveir „gætu samt sem áöur náö meirihluta í þinginu, eins og þeir hafa þar I dag.” Undir lok viötalsins vlsa ég til yfirlýsingar frá leiötoga spænskra kommúnista, Santiago Carrillo, en þar talar Carillo um Cunhal sem „gamlan stalinista.” Cunhal brosir kaldhæðiö; hann getur, segir hann, visað þessari ásökun á bug meö þvi aö benda á langa baráttu sjálfs sin og flokks sins „gegn einræðinu og ófrelsi.” Hann segir: ,,! engum flokki i Portúgal sem okkar taka flokks- félagar á svo virkan háttogásvo miklum jafnréttisgrundvelli þátt i aö móta meginstefnu flokksins. Hjá okkur taka oft 30.000 til 50.000 manns þátt i umræðum um hin og þessi mál. Svoleiðis þátttaka þekkist ekki hjá hinum flokkun- um. Við höfum þvi litla þörf fyrir lexiur frá öörum um lýöræði inn- an flokksins.” Cunhal bætir viö: „Hvaö varö- ar vináttu okkar og Kommúnista- flokksins i Sovétrikjunum, þá viljum viö varbveita þá vináttu. Viö viljum lika vera vinir verka- lýöshreyfinga og kommúnista- flokka um allan heim, vinir byltingarsinnaðra flokka og hreyfinga, ekki sist frels- ishreyfinga. Engar hótanir eða moldvörpustarfsemi mun knýja okkur til þessaö slita þauvináttu- bönd.” „Þýöir það,” spyr ég, „aö hug- takiÖ evrópukommúnismi sé framandi i augum portúgalskra kommúnista?” ,,Já,” svarar Cunhal, „evrópu- kommúnismi er hugtak, sem aö- eins hægriflokkarnir hér og Só- sialistaflokkur Soaresarhafa not- aö og þá úl aö ráöast á Kommúnistaflokkinn. Meðal verkamanna er þaö ekki við- haft.” „Þýöir þaö, aö evrópu- kommúnismi sé ekki kommúnismi aö yöar áliti?” „Nei, nei, þaö vil ég ekki segja. Ég hef ekki talaö um aöra en Kommúnistaflokk Portúgals. Kommúnistaflokkarnir i Frakk- landi, ttaliu og á Spáni eru ööru- visi, svo eánhverjir séu nefndir. Þeir hafa allan hugsanlegan rétt — já og skyldur — til þess aö fylgja eigin pólitiskum forsend- um ogstefnumiðum.Hverogeinn kommúnistaflokkur verður aö ganga út frá eigin þjóðlegu for- sendum og kringumstæöum, marka eigin stefnu og móta þaö pólitiska starf, er leiöir i átt til sósialismans.” Halldór Sigurösson.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.