Þjóðviljinn - 20.05.1979, Side 3
Sunnudagur 20. mal 1979. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Nokkrir
neyzlu-
punktar í
vertíðarlok
um popp,
fjölmiðla og
lifandi músík
Með þeirri áfergju sem smá-
fuglarnir hafa hamazt við að
marka sér lofthelgi undanfarið
meö tisti sinu mætti ætla, að sum-
ar kunni að verða i ár.
Allt um það eru músikkennslu-
stofnanir lýðveldisins þessar vik-
urnarað klykkja út með þvilikum
sæg nemendatúnleika, að alla
vega á höfuöborgarsvæðinu er ó-
gerningur fyrir nokkurn einstak-
ling, þótt allur væri af vilja
gerður, að ná að fylgjast með öll-
um þeim smiðshöggum vetrar-
starfsins, er þar eru rekin.
Að sjálfsögöu hlýtur að vera
skoðun getur litblindur maöur
haft á þvi, hvort litsjónvarp sé
betra en svarthvítt? Fásinna væri
aö halda þvi fram, að bretar og
bandarikjamenn séu einu þjóðir
i heimi, sem búa til eftirtektar-
verða dans- eöa afþreyingarmú-
sik. En viö hegðum okkur eins og
þetta væri heilagur sannleikur.
Vegna þess að þeir sem ákveða
„hvaðfólkið vill”, smekkmótarar
(fad pushers á vesturheimsku) og
skrum-mangarar — ráðast ævin-
lega, eins og kaupmönnum er titt,
á garöinn þar sem hann er lægst-
ur. Það væri einfaldlega meiri
vinna, meira umstang, að útvega
og kynna tónlist frá öðrum
menningarsvæðum. Þess vegna
leiða þeir slfka tónlist hjá sér —
og þjóöinni.
Ef hinir heiftar ströngu herrari
biói allra landsmanna hugsuöu
máliþ til lykta, mundu þeir taka
gjald af ofangreindu fjórgengis-
hjakki á sama hátt og af öörum
fagnaðaróð um tilbúnar þarfir,
sem glennir sig i sjónvarpsaug-
lýsingum. Agóöinn gæti siðan
mjög passlega runnið til dag-
skrárgerðar með islenzkri frum-
samdri tónlist af rytmiskum toga.
Eða til útvegunar á framandi og
exótisku tónlistarefni eins og t.d.
frá meginlandi Evrópu...
Lifandi músik
Svo að maður haldi sig við ryt-
misku tónlistina út þetta spjall,
mismunandi burðugt, hvað á slik-
um hljómleikum er að finna, séu
tekin mið af sigildum þörfum
tónlistarunnenda. En eins og
margir aðstandendur nemenda i
þessum skólum vita af eigin
reynslu er innan um margt dag-
skráratriöið, sem ánægju veitir
og jafnvel getur komið manni á ó-
vart. Þeim, sem aldrei hafa farið
á vortónleika tónlistarskólanna, .
er vert aö benda á, að auk á-
nægjunnar af þeirri raunverulegu
spilagleði, sem ungt og upprenn-
andi tónlistarfólk þjóðarinnar
sýnir viö slik tækifæri (sé það þá
ekki að drepast á taugum), hlýtur
venjulegur sinfóniutónleikagest-
ur af þá viömiöun, sem eykur
skilning hans á frammistöðu at-
vinnuhljóðfæraleikara og setur
meiriháttar tónlistarviðburði i
landinu i þrividd. Það er ástæöa
til að hvetja þá, sem annars
mundu láta framhjá sér fara, til
aö fylgjast með tilkynningum út-
varps og blaöa og notfæra sér
þessi ókeypis tækifæri til að upp-
lifa tónlistarflutning og tónlistar-
nám sem þroskafyrirbæri meðal
erfingja landsins. Ef hlýtt er með
opnum huga, er afar sjaldgæft að
upplifa nemendatónleika, þar
sem ekki a.m.k. eitt eða fleiri at-
riði reynast gjöful mið.
Vogarskálar
aögengileikans
Sumrinu, sem eftir almanakinu
á að hafa farið I hönd fyrir löngu,
fylgir opnara viöhorf og léttara
hjal, eftir þvi sem meir birtir I
lofti. Meira að segja rikisútvarpið
okkar tekur upp úr pússi sinu sér-
staka sumardagskráá árihverju.
Meiningin er væntanlega að flytja
okkur meir af „léttri” tónlist á
kostnað „þungrar”. Annars er
mér ekki alveg ljóst, hvar mörkin
kunna að vera þar á milli, frekar
en núgildandi landslög fá tekið af
allan vafa um hvaö t.d. sé klám
og hvað ekki. Oftast nær er þó
lýðum ljóst hvað viö er átt á
klassiska sviöinu, þó að ekki sé
alltaf hægt að fara eftir tónverka-
heitum. Til dæmis gæti ég imynd-
að mér aö „Danse Macabre” og
„Orfevs I Undirheimum” væri
frekar talið sumarefni en Vorblót
Stravinskis og Fiðlukonsert
Brahms, án tillits til þess að
seinni verkin eru fullt eins fjörug
músik. Hvað poppiö áhrærir má
gera ráð fyrir að hlutur þess á
sumardagskrá sé aukinn gagn-
vart klassik i heild og mesta
framúrstefnan pökkuð niður til
næsta hausts. Eða eitthvað i þá
veruna.
Citvarpið hefur verið gagnrýnt
fyrir það hve illa það vinni sina
tónlistarþætti. Þó að ljóst sé, að
aðstaöa þess og fjárhagur er fyrir
neðan allt velsæmi svokallaðrar
sjálfstæðrar þjóðar, fyndist
manni engu að siður, að starfs- og
forráöamenn þess hefðu mátt
koma meir til móts við þessa
gagnrýni en gert hefur verið. Enn
þann dag I dag er miklum meiri-
hluta listræns tónlistarefnis rutt
út I ljósvakann án viðhlitandi
vinnslu né kynningar. Þetta er
öllum núverandi tónlistarunnend-
um til stór-amaog verðandi tíl lit-
ils forvitnisauka — og að sjálf-
sögðu vatn á myllu fordóms- og
ofstækisfyllstu formælenda léleg-
asta poppsins ellegar algerra
músikandstæöinga, hverju nafni
sem þeir nefnast.
Málsvarar
alþýöusmekks
Undirritaður vill ekki með
þessum orðum láta flokka sig
sem svarinn hatursmann allrar
popptónlistar. Það er skoðun
hans, að styðja beri við bakið á
innlendri tónsmiði, af hvaöa tagi
sem hún er, meö þvi að hleypa
þeim, sem eitthvað hafa á hjarta,
inn I útvarp og sjónvarp með
beztu framleiðslu sína. Þó ekki
væri nema til að sporna við
kverkataki múgmarkaðslögmála
á Islenzku poppi. Gefa þyrfti þeim
poppurum, er eitthvað vilja á sig
leggja, tækifæri til að koma frá
sér betri músik en þeirri, sem
háðust er daglegu brauðstriti og
gróöafikn örfárra dreifingar-
aðilja, sem með þvi aö pranga
ensk-ameriskum tizkubrellum af
lágkúrulegustu sort inn á
þjóðina geta ákveðið „hvað fólkiö
vill Þessi smekk(-leysis)-
innræting fer svo fram með vel-
viljaðri aðstoð poppskribenta
dagblaðanna, sem — það virðist
gilda um hvern einasta þeirra —
ekkert þekkja annað en fláustu
tegund af færibandsvarningi frá
bretlandi eða bandarikjunum.
Tilvist lifandi innlendrar al-
þýðutónlistar er menningarlegt
sjálfstæöismál. Þaö er ekki bara
mörgæsamúsik tónleikasalarins
og hinna útvöldu sem skiptir
máli, enda þótt innlent og norrænt
styrkveitingakerfi virðist ekki
koma auga á annað. Við erum aö
ræða um hlustunarefni þeirrar
kynslóðar sem á að erfa landið.
Tónlistarstefna
sjónvarpsins
t viðleitninni við að veita ensk -
ameriskri múgmarkaðsmúsik
mótvægi verður hlutverk Islenzka
sjónvarpsins ekki talið ris-
mikið. Þvert á móti heggur þar
sá, er hllfa skyldi. A meðan þætt-
irnir um „alþýðutónlistina”, sem
maöur batt nokkrar vonir viö I
upphafi, að vísu hafa veitt innsýn
I vissar sögulegar forsendur —
þótt slitrótt sé — er ekki um það
að villast,að þeir fjalla næt ein-
göngu um músik enskumælandi
landa, en sú múslk hefur eins og
við vitum nærri einokað neyzlu Is-
lenzkrar æsku I uppundir þrjátlu
ár, helmingi lengur en Hörmang-
arafélagið einokaöi verzlunina
hér á 18. öld.
Til að kóróna framlag sjón-
varpsins sýnir svonefnt „Skon-
rok(k)” illa dulbúnar auglýsinga-
filmur reglulega um varning frá
risavöxnum plötudreifingarfyrir-
tækjum I áöurnefndum tveim
löndum, sem sömu fyrirtæki
framleiða sjálf og fá umboðs-
mönnum þeirra hér á landi sem
gratls túðu til að stinga upp I dag-
skrárgeröarmenn hins fjárhung-
urmoröa ríkisfjölmiðils. Um leið
er efnið markaðsfært, svo aö ekki
verður betur á kosið.
Það er segin saga, að þegar
nýtt lag glymur á skjánum stutt
af öllu þvl söluherðandi glitri sem
hægt er að troða I kring um það,
hrátt frá kauphöllum erlendis, þá
eru óöara komnar biðraöir ung-
linga I hljómplötuverzlunum
næsta dag til að ná að höndla sæl-
una. Sjónvarpið þykist vist hafa
himin höndum tekið að fá aö
senda út graðhestaræmur þessar
án endurgjalds, enda er þetta
ekki llka „það sem unga fólkið
vill” — ?
En hvað fær það að heyra, sem
er ööruvisi? Mér er spurn: hvaða
þá hefur borið mikið á þvi undan-
fariö, hve lifandi múslk fer hall-
oka á höfuðborgarsvæðinu fyrir
glymskröttunum I gervi stemmn-
ingu diskóteka. Sú þróun er e.t.v.
óbein afleiðing af vitahring , er
veröur, þegar hljómsveitirnar — I
þvl skyni aö keppa við yfir-
hlaðann — fjölga liðsmönnum
fram yfir rekstrargetu annarra
danshúsa. Þó það sé eöli dans-
tónlistar að höföa til stundlegustu
hvatanna, þá viröist sorglega
mikið af mörlenzku poppi slöustu
ára snúast um áferö frekar en
innihald. „Effekta” frekar en
form.
Staðir, þar sem hljómsveitir
geta sýnt á sér frumlegri hliöina
handan við brennivins- og frygð-
aröskur lýðréttanna eru svo aö
segja ekki til. Það er þvi vissu-
lega ánægjulegt, þegar maður
verður var við framtak eins og
undirritaður var vitni að nýlega á
matstofunni „A næstu grösum”
við Laugaveginn, en þar hefur
þriggja manna jass-combó Guð-
mundar Ingólfssonar raf-plan-
ista, Pálma Gunnarssonar bassa-
leikara og Guðmundar Stein-
grímssonar trommuleikara leikiö
fyrir fullu húsi — að vlsu er að-
Framhald á bls. 22