Þjóðviljinn - 20.05.1979, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 20.05.1979, Qupperneq 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. mal 1979. NÝR DYLAN? Forbert u * ,/Steve Forbet, arftaki Dylan. Steve Forbert hinn nýi Bruce Springsteen, Steve Forbert nýr Elvis Presley eða Rod Stewart". Slík orð lét John Rockwell tónlistargagnrýnandi New York Times á blað, eftir að hafa séð Forbert á tónleik- um í Greenvich Village fyrir rúmu ári. Sannarlega eru þetta stór orð og hafa ýmsir orðið til að segja eitthvað álíka áður. Alltaf eru menn að upp- götva nýjan Presley, nýjan Dylan, nýja Bítla og allt það. En Forbert hefur hald- ið áfram að fá slikar um- sagnir og menn eru ennþá að klína einhverri svipaðri nafnbót á drenginn. Steve Forbert er rétt 24 ára ganiall. Hann fæddist i bænum Meridan i Missisippi, yngstur 9 systkina. Hann lærði snemma að leika á gitar og fann fljótt fyrir áhrifum frá blúsnum, enda alinn upp við slagæð blúsins i Missisippi. ,,Ég lék á plast-gitar og rusla- fötur meö fyrstu hljómsveitinni minni, Mosquitos”. Meðal áhrifavalda telur For- bert ma. Jimmie Rodgers, syngjandi járnbrautarmannin Sem var einn fyrsti country- tónlistarmaður Bandarikjanna. Enda er Forbert fæddur i sama héraði og þessi frumherji. En listinn yfir áhrifavalda er lengri. „Ég byrjaði að spila i hljómsveitum ellefu ára gamall.. Við lékum aðailega rokk i anda Rolling Stones, Chuck Berry, Hank Williams David Bowie, Roxy Music, Rober'Jhonsson,Jimmie Reed o§ Tamla Motown söngvaranna. Viö lékum á dansleikjum, i partium og á klúbbum. Við spil- uðum jafnvel I kirkjum og hreinlega hvar sem var”. Hann starfaði sem vörubil - stjóri i fyrstu einsog Elvis Presley haföi gert. En 1976 missti hann vinnuna. Akvað hann þá að feta i fótspor Dylans og stefndi á Greenvich Village 1 New York þarsem Dylan, Joan Baez og fleiri þjóölagapostular lifðu bóheimslifi i upphafi siðasta áratugs. ,,Ég var haldinn þeirri trú aö i Greenvich Village væri fjöldi klúbba fyrir söngvara sem vildu koma fram. Ég vildi ekki hugsa mig um, heldur skellti mér bara beint þangað til að kanna máliö.” Bjó hjá K.F.U.M. Þegar Forbert kom til Green- vich Village, komst hann að þvi aö ýmislegt var öðruvisi en hann hafði haldið. i 18 mánuði bjó hann aöallega á gistiheimili K.F.U.M. (YMCA) og gekk niUli staða dag eftir dag, kvöld eftir kvöld með gitarinn sinn og spilaði og söng. ,,Ég kannaöi umhverfi mitt og spilaði eins mikið og tækifæri gafst, hvar sem var. Hvert kvöld fór ég út með gitarinn minn. Ég bar hann með mér hvert sem ég fór I meira en ár. 1 fyrsta lagi var ég alltaf aö sækj- ast eftir að fá að spila. Og I ööru lagi voru staöirnir sem ég gisti á ekki þesskonar staðir, sem ég þorði að skilja gítarinn minn | eftir á.” Forbert samdi óhemju mörg i lög á þessum tima. Flest-öll! fjalla þau um hluti sem eru ' honum nálægir. Um atburöi I sem snerta hans eigið llf. Hann ! er ekki pólitiskur á sama hátt og Dylan var, en hann er persónu- legur i textum sinum einsog Dylan. Hann finnur til meö náunganum og kann að koma þeirri tilfinningu fyrir 1 tónlist- inni. „Hiö persónulega er það eina j sem ég get notað til aö náigasti hlutina. Ég ies ekki mörg blöð, j eða horfi á fréttaskýringar I sjónvarpi þareö ég fæ ekkert útúr þvl. En ef einhver kunningi minn kemur og segir mér hversu áhyggjufullur hann sé útaf Vietnam eða Rússlandi finnst mér strax sem ég taki þáttT áhyggjunum”. Æskugleði Steve Forbert komst að þvi að Greenvich Village var oröin miðstöð nýrrar tónlistar, pönks- ins. Hann kom fram i klúbbum einsog Folk City og Other End, eða I CBGS þarsem hann lék á undan John Cale fyrrverandi meðlim Velvet Underground, eða Talking Heads og Ramones. Það var á sllku kvöldi sem Nat Weiss hjá Nemperor - út- gáfunni rakst á Forbert. Hann bauð þessum efnilega tónlistar- manni samning. Forbert hljóðritaði plötu með aðstoö Steve Burgh gitarleikara og upptökustjóra og hljómsveit hans. Er hans fyrsta plata, Alive on Arrival, mjög þægileg og minnir i mörgu á Dylan eða Springsteen. Forbert syngur gjarnan um æskuna, gamla skituga bæinn sinn, burgeisana sem eiga nóg af öllu', llfiðá járn- brautarstööinni, eða bara um stúlkuna sem datt inn i lif hans einu sinni. Allt er þetta gert af einhverju sakleysi. Það er, eins- og nokkrir gagnrýnendur hafa bent á, greinilegt að Steve For- bert kemur úr sveitinni inn i stórborgina New York og horfir til baka. Jafnframt skoðar hann nútiðina i ljósi framtiðarinnar. Veltir fyrir sér hvað biði hans i stórborg þarsem spiliingin þrifst. Hann er að uppgötva allt þetta stóra sem öllum fær grandað. Kaldhæðinn I sakleysi sinu drekkur hann skál öllum þeim riku, þeim sem hafa heppnina með sér, mellunum sem eru fallegar fyrir peninga, hinum ógeðfelldu láglaunastörf- um sem biða hans, öllum sorg- mæddum og glöðum og öllum þeim sem hafnað hafa á rangri hiliu i lifinu. Hann syngur um sakleysi og fjör æskunnar. „I’m glad to be so young, talkin’ with my toungue/ Glad to be so care- less in my way/ Glad to take a change and play against the odd/ Glad to be so crazy in my day.” -- Jafnframt syngur hann um brostna drauma, hrundar spila- borgir. „You think you can live/ And dream your fate/ Oh but it isn’t gonna be that way/ I came on my own/ I thought I was king and you were to do/ but every- thing burned/ and fell from my hand/ I had to turn back or build a new plan/ Cause it isn’t gonna be that way.” Líkist Dylan Steve Forbert hefur vakið verulega athygli með plötunni Alive on Arrival. Þeir sem fjallaö hafa um tónleika hans eru sammála um að Forbert sé „sterkur” listamaður sem eigi eftir að vaxa hratt. Tónlist hans er einföld og höfðar mjög til hughrifa. Textarnir eru persónulegir einsog komið hefur fram og fólk á auðveit með að setja sig I spor Forberts. Steve Forbert leikur á gitar, blæs i munnhörpu og syngur af tilfinningu. Röddin er dálitið gróf en blúsuð. Þessi lýsing gæti allt eins átt við Dylan. Forbert er farið að leiðast þessi sifelldi samanburður viö Dylan. „A vissan hátt er asnalegt að likja okkur saman. Ég hlustaði reyndar mikiö á Dylan, en lika á marga aðra. Ég hlustaði á Neil Young, Ray Davies, Lou Reed og Richard Thompson um svipað leyti. ” „Ég hef alltaf stefnt að sóló- ferli. Fólk hefur gagnrýnt mig fyrir það, en ég taldi það henta mér best að koma einn fram með gitar og munnhörpu. Ég spáði aldrei i hvort þaö væri I tisku eða ekki... 1 rauninni er ég mjög heppinn að hafa fengið samning”. —jg i Annir ! hjá S Kjara- Ibót I ■ I ■ I ■ l ■ I ■ L Sönghópurinn Kjarabót hefur verið önnum kaf inn við að skemmta viðs vegar I vet- ur. Hefur hann sungið á vinnustöðum, tónleikum og skemmtunum svo eitthvaö sé nefnt. Nú vinnur hann að gerð hljómplötu sem sagt er frá annarsstaöar á siðunni. 29. mai mun hópurinn leggja land undirfót oghalda norður á land. Er það ætlun Kjarabót I Hljðörita ásamt Siguröi Rúnari. þeirra i hópnum að sækja heim höfuðstað Norðurlands Akureyri og skemmta vinn- andi fólki á vinnustöðunum og jafnframt að halda þar tónleika. Einnig verður hald- iö i nærliggjandi héruð og raustin þanin. Kjarabót verður i vikutima fyrir norð- an að skemmta. t kvöld gefst hinsvegar kostur að hlýða á leik Kjara- bótar og söng á skemmtun Alþýðuleikhússins I Lindar- bæ. Heimavamarliðið hljóðritar Heimavarnarliðiö er hópur tónlistarfólks sem kom fram á baráttuhátiö herstöðvaand- stæðinga 31. mars i Háskóiabiói. Þennan baráttuhóp skipar fjöimennt liö tónlistarfólks úr öllum áttum. Meginkjarninn mun vera sönghópurinn Kjara bót. En að auki eru 20 meðlimir sinfónfunnar ásamt okkrum fyrrverandi meölimum Póker i spilinu. FINGRARIM Þegar Fingrarim leit inn i Hljóðrita I Hafnarfiröi i vikunni var Heimavarnarliöið önnum kafiö viö að hljóörita lög þau sem flutt voru á hátiðinni 31. mars. Viö stjórnborðiö sat Sigurður Rúnar Jónsson og sá um aö allt færi fram samkvæmt iistarinnar reglum. Lögin sem verða munu á hljómplötu Heimavarnarliðs- ins eru bæði gömul og ný baráttulög sem eiga það öil sameiginlegt að fjalla um baráttuna gegn hernum sem situr á Miðnesheiði. Kjarabót ásamt Sigurði Rúnari vöidu lög- in og textana úr þvi úrvali sem fyrir hendi var. Mikil leit var gerö að góöum lögum, en ekki var um of auöugan garö aö gresja. Einnig voru samin ný lög og ljóð sem þóttu kjörin I baráttunni. Sigurður Rúnar sá um að koma eldri lögunum I nútima- legri útsetningar. Lögin spanna vitt svið hvað útsetningar varðar, sögðu þau I Heimavarnarliðinu. Þaö eru reggae, diskó, rokk, pönk og áhrif úr ýmsum áttum sem gæta i útfærslunni. Þeir sem leika á plötunni eru Sigurður Rúnar sem sér um bassaleik, pianóleik og ýmis- konar annan hljóðfæraleik til fvllinear. Biörgvin Glslason sér um gitarleik, Pétur Hjaltested leikur á hljómborð, Siguröur Karlsson á trommur og Jón ólafsson á bassa. Svo sjá meölimir sinfóniunnar um strengjaleik og blástur. Þaö eru Samtök herstööva- andstæðinga sem fjármagna vinnslu og útgáfu plötunnar. Er það ánægjulegt að herstöðva- andstæöingar skuli hafa bol- magn til aö nota hljómplötuna sem miöil i baráttunni gegn hernum þvi hún er tvimælalaust mjög sterkur miðill. Sönghópurinn Kjarabót sér um sönginn að mestu á plötunni, en að auki syngja þau Pálmi Gunnarsson, Ragnhildur Gisla- dóttir og Bergþóra Arnadóttir sitt lagið hvert. —j-g. Umsjón: Jónatan Garðarsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.