Þjóðviljinn - 20.05.1979, Qupperneq 17
Sunnudagur 20. mal 1979. ÞJöÐVILJINN - SIDA 17
Nú þegar ég munda mig I
tii að skrifa þennan pistil j
sem á að vera tileinkaður
síðbúnu sumri, svífa
dúnléttar snjóflygsur utan
við gluggann og tæla
athyglina. Augun fylgja
eftir léttu flögrinu uns þau
kyrrast við giampana frá
gluggum hálfbyggðra húsa
granna minna. I þessu
nýja hverfi á ystu mörkum
byggðar i borginni þar sem
áður kurruðu rjúpur
rembist nú sístritandi
lýður dag og nótt og hefur
reist sér hurðarás um öxl
í von um að verðbólgan,
þjóðarmeinið, magnist og
létti skuldabyrðarnar á
heimsmetshraða.
*
Ég veit aö i sementsþurrum
augum speglast dauf vonin um aö
komast til Mallorku til aö mýkja
hvarmana i sangria. Eg er víst
ekki aö skrifa fyrir þetta fólk.
*
Stór hópur fólks þráir fegurö og
hefur á tilfinningunni aö hana sé
aö finna einhversstaöar utan-
bæjar. Þegar vorar og hlýnar i
veöri sest þaö upp i bilinn sinn á
sunnudögum og ekur með mikl-
um framúrtökum og skrensi i
malarköntum austur fyrir fjall og
á Þingvöllog lengra, eitthvaö, og
kilómetramælirinn snýst I hring
eftir hring eftir hring og hiö dýra
bensln brennur og leggst blátt
yfir dasaöa vegina. Fljótlega er
stansaö viö sjoppu og allir fá
pylsu meö öllu og kók og serviettu
til aö þurrka sér um munninn og
svo er haldiö áfram aö aka þang-
aö til einhver þarf aö pissa, aö
stoppaö er enn undir einhverju
fjalli um leið og mjólkurbíllinn
brennir framhjá fyllist drossian
af ryki. Pabbi veröur ergilegur og
mamma vill snúa viö. enda allir
orönir fullsaddir á náttúrunni.
H*
En þaö er hægt að breyta þessu
hefðbundna mynstri sunnu-
daganna. Þaö er hægt aö ferðast
og sjá og skoöa allt ööruvisi og
það geta allir.
Til þess aö gefa einhverja vis-
bendingu get ég I fyrsta lagi meö
góöri samvisku vakiö athygli á
fjölbreyttum feröum Ferðafélags
Islands og fleiri aðila. Fí hefur
kjöriö Esju fjall ársins og ætti
hver fullfriskur Reykvíkingur aö
hafa þann metnaö að ganga á
bæjarfjalliö sitt. 1 þessu tilefni vil
ég benda Fl-mönnum á þaö aö
þessar feröir yröu ennþá
skemmtilegri ef gengiö yröi yfir
fjalliö, enda ótrúlega margir
borgarbúar sem aldrei hafa kom-
iö I Kjósina.
Þaö er reynsla margra sem
reynt hafa, aö skemmtilegast er
aö skilja einkabilinn viö sig og
ganga. Hér i grennd eru mörg
'fjöll sem er á hvers manns færi
aö klifa. Af Heiömerkurvegi er
örskotsspölur aö Búrfelli og af
Kaldárselsvegi á Helgafell. Bæöi
þessi fjöll eru djásn og dýrmæti.
Til lengri gönguferða er
Hengilssvæöiö tilvalið. I þessum
fjöllum er margtaö sjá sem of
langt mál væri aö telja, gil stór-
skorin og hamraflug, vatnshverir
og ölkeldur og heilar fjallshliöar
sem eru eins og marglitur ostur
útbijaöar i gufuopum og hvera-
augum. Undir svipmesta tindin-
um Skeggja kúrir Marardálur
luktur f jöllum á alla vegu. I Engi-
dal eru efstu drög Elliðaánna eöa
Hólmsár sem reyndar skiptir oft
um nafn á sinni leiö. Frá Innsta-
dal rennur Hengladalsá um
þrengsli og dali uns hún hverfur
autur af fjallinu.
Margar leiöir er aö velja og er
t.d. tilvaliö fyrir kunningjahópa
eöa vinnufélaga aö „splæsa” i
leigubil austur I Grafning og
A háfjalli Hengils.
Skemmtilegar
gönguleiðir
| ganga þaöan annaðhvort yfir
I Hengil, vestan hans, Dyraveg eöa
austur meö fjallinu um Svinahllö,
Fremstadal, milli Orrustuhóls-
hrauns og hliöa Skarösmýrar-
fjalls, hjá hellukofanum sem
! aöeins á einn sinh lika á landinu
! og i Skiöaskálann i Hveradölum,
j þar sem hægt er aö taka Selfoss-
! rútuna i bæinn.
| Af ótal mörgu er aö taka á
j þessu svæöi, en mér finnst full
ástæöa til aö mæla einnig meö
dölunum upp af Hverageröi og
ekki er ýkjalangt þaöan á
Hrómundartind.
Ferðafélagsmaöurinn Guömundur Pétursson leiöbeinir ungri stúlku, Sigurbjörgu Þorsteinsdóttur, sem
hefur reynst haröduglegur feröamaöur og ötull náttúruskoöari.
Ef einhverjir lesendur
Þjóöviljans geta hugsaö sér aö
nota áætlunarbíl má benda á
skemmtilegan og ódýran mögu-
leika. Viö tökum þá áætlunarbil-
inn upp á miöja heiöi,förum úr
t.d. viö Smiöjulaut nokkurn spöl
austan Hveradala og göngum
greiöfært hrauniö aö Hverahliö.
Þarna er myndrænt hverasvæöi
sem ljósmyndarar gætu haft
gaman af. Skálafell sem er all-
tignarlegt til að sjá minnkar er
nær dregur, en býöur samt uppá
ágætt útsýni. Viö skulum ganga á
fjalliö austanvert og fá okkur
kaffi i dalnum eöa gignum og
viröa fyrir okkur Kristnitöku-
hrauniö fyrrverandi sem viröist
mun tilkomuminna eftir aö Jón
Jónsson jaröfræöingurinn tók af
þvi heföarstandiö og yfirfærir á
eitthvert smáhraun vestar I
heiöinni. Svo skulum viö fara yfir
fjalliö um Trölladal og stefna á
þann Lakahnúka sem syöstur er.
Hér er notalegt og svipfritt land
með fagurlega fléttaðar hraun-
traðir og Hellur sem er sérkenni-
legt fyrirbæri.
Þetta hefur verið létt ganga og
viðbúiö aö einhverjir vilji ganga á
Stóra-Meitil, en hinir geta rölt i
rólegheitum Lákaskarösveg aö
Skiöaskálanum og tekið rútuna i
bæinn.
*
Ég vil svo aö endingu fullyröa
og styö þaö eigin reynslu, aö
einkabillinn er ágætt tæki til þess
að flytja fjölskylduna milli staöa,
en aö ööru leyti ónothæfur til
náttúruskobunar. Leggib bílnum
þvi á öruggum staö og farið i
könnunarleiöangur. Þvi aö þótt
ekki hlotnist ykkur frægö land-
könnuöanna, þá bibur ykkar
ánægja þeirra. Smálegustu hlutir
og lifverur eins og köngurló meö
haglega geröan vef, pokamaurinn
á fartinni, eöa svartur snigill i ró,
stórvaxinn burkni i hraungjótu
eöa kræklingur I fjöru geta breytt
sælgætisgrettum barnaandlitum I
sólskinsbros.
Feröahópur viö hveralækinn I Innstadal, þar sem einhverjir hafa klambraö upp baöhúsi.
—je