Þjóðviljinn - 26.05.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.05.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. mal 1979 „Held upp á 80 ára afmælið í sumar” „Ég er framúr hófi gamaldags og langt á eftir tfmanum I smekk á ýmsu. Ég hef hótaö kunningjum mfnum að halda upp á áttatfu ára afmæliö mitt I sumar”, segir Hjaiti Rögnvaldsson leikari meöal annars f viötali viö Eddu Andrésdóttur. „Ég læt allt fjúka” * — segir Guðrún A. Símonar Guörún A. á 40 ára söngafmæli um þessar mundir og ætlar aö halda skemmtanir I tilefni af þvi. i viötali viö Helgarblaöiö lætur Guörún ýmislegt fjúka. Furðusagan Nýr þáttur hefur göngu sfna i Helgarblaðinu á morgun. Umsjónarmaöur hans er Sigvaldi Hjálmarsson, Furöu- saga vikunnar heitir „Draugaskip á Kyrrahafi.” Sögur úr undraheimum greiptar í tré Rætt viö Pál Þóröarson, þúsundþjalasmiö I Þorláks- höfn. Páll er grúskari og listamaður góöur, sker m.a. út rekavið, hreinsar upp og þurrkar ýmis dýr af sjávarbotni, safnar steinum og á mikiö bókasafn. Ráðist að Gyðinga- fjölskyldu í Noregi Fasistar hafa veriö alláberandi I Noregi undanfariö. Skemmst er aö minnast sprengjukasts 1. mai. Hér er sagt frá Gyöingafjölskyldu sem varö fyrir aökasti. Borgarafundur á mánudagskvöld A uppstigningadag var opnuð i sai Félagsstofnunar Kópavogs- bæjar sýning á endurskipulagi I Kópavogi, en umræöan um skipu- lagsmálin f Kópavogi stendur nú sem hæst i bæjarstjórninni þar og er þessari sýningu sem jafnframt er skoöanakönnun um skipulagiö komið á fót samkvæmt ósk bæjar- stjórnarinnar. Sýningin veröur opin fram til föstudagsins 1. júni, en borgara- fundur veröur haldinná mánudag- inn nk. þar sem mönnum gefst tækifæri til aö láta f ljós álit sitt á þeim skipulagsdrögum sem nú liggja fyrir. Þessi drög voru sam- þykkt I skipulagsnefnd fyrir réttu ári og hafa siöan veriö á boröum ráöamanna þar til nú aö al- menningi i Kópavogi gefst tæki- færitil aö kynnast þeim og dæma. t tillögum skipulagsnefndar sem eru eins og áöur sagöi endur- unnar tillögur sem samþykktar voru áriö 1972 eftir hugmyndum sem komu fram i hugmyndasam- keppni sem haldin var áriö 1969 um framtiöarskipulag miöbæjar- ins. 1 þeim tillögum sem nú liggja fyrir segir ma. um þann grund- völl sem skipulagshugmyndirnar byggja á: 1. Tekiö er miö af aö bæjarland- iö byggist allt austur aö Elliöa- - vatni. 2. Heildar Ibúafjöldi gæti þá oröiö um 40000 — 48000 ibúar. 3. Verslunarþjónusta dreifist um byggöasvæöin. 4. Onnur þjónusta og menningarstofnanir dreifist meö þjónustukjörnum um byggöina. 5. Stjórnsýslustofnanir ásamt aöalstöövum menningarstofnana veröi i þjónustukjarna viö Hafnarfjaröarveg (miöbæ). 6. Aöal tengistöö umferöar- kerfis almenningsvagna veröi i miöbæ. Skipting húsrýmis i miöbæ er samkvæmt töflu i greinargerö skipulagstiilögunnar: Eitt af stærstu deilumálum I sambandi viö skipulagsdrögin er hvort útvikka eigi steinkastalana eins og margir vilja kalla þá byggö sem þegar er risin I miðbæjarkjarnanum og eins hvort staösetja eigi menntaskólann þar sem hann er settur inn á skipulagiö og sést á myndinni stóra byggingin næst vinstra megin fyrir neöan kirkjuna. mynd:Leifur. ferm. % Skrifstofuhúsn. 26.519 30.20 Verslunarhúsn. 13.520 15.39 Stofnahúsn. 17.665 20.11 tbúöahúsn. 30.126 34.30 Alls: 87.822 100.0 Þeir sem hafa aöallega unniö aö frágangi og endurskoöun þessarra skipulagshugmynda eru þeir Benjamin Magnússon arki- tekt og Skúli Norödalh skipulags- arkitekt Kópavogsbæjar. lg Nýtt miöbæjarskipulag t'yrir Kópavog kynnt Skoðanakönnun meðal bæjarbúa um skipulagið Jóhannes Gunnarsson Ruddalegar aðgerdir mjólkurfræðinga Oft vill þaö brenna viö hjá fjöl- miðlum okkar aö setja fram greinar sinar I æsifréttastfl, en þó málum gerö lítil skil. Nú hafa mjólkurfræöingar hafiö rudda- legar verkfallsaögeröir sem^bitna á neytendum þó aöallega unga- börnum, sbr.leiöarai Dagblaöinu nýlega. Mjólkurfræöingar eru I verkfalli, þó á fullum launum. Þetta hefur vafist fyrir mörgum og ýmsar skýringar komiö fram. Ein er sú aö mjólkurfræöingar eru svo fátækir aö þeir hafa ekki efni á aö fara I alvöru verkfall. Sjaldan hefur komiö fram viö hvaöa kjör mjólkurfræöingar búa I kaupgjaldsmálum. Einnig er lftiö rætt um þær kröfur sem viö höfum sett fram. Þvi ætla ég I stuttu máli aö reyna aö útskýra þrjú atriöi: Laun mjólkur- fræöinga, kröfur okkar, hvers- vegna viö setjum þær fram og hversvegna viö höfum veitt þær undanþágur sem veriö hafa i gildi. Veröur siöan hver og einn aö dæma hvort viö séum „há- launaþrýstihópur”. Hver eru laun mjólkur- fræðinga? Til aö skýra laun okkar grip ég Fámennur þrýstihópur (hálaunaöir), mis- nota aöstööu sína niöur i kauptaxta félagsins. Byrjunarlaun eftir lögboöiö iön- nám og miöaö viö eölilegan vinnudag er kr. 191.511. A all- mörgum mjólkurbúum er unnin skiptivakt og eru þá launinkomin i 220.238.- Hægt er aö stunda framhaldsnám í Danmörku i einn vetur aö auki (10 mán). Eru laun- in þá i fyrra tilvikinu oröin 203.966.-en meö skiptivaktina aö auki 234.461.-. Siöan er I samningi okkarákvæöi um 5 aldurstaxta og sá efsti eftir 10 ára starf. Þannig hefur mjólkurfræöingur mögu- leika á aö fá hæst laun kr. 267.418.- Hverjar eru kröfurnar? Hvers eru mjólkurfræöingar aö krefjast nú? Kröfurnar eru fáar og einfaldar. 1 fyrsta lagi lag- færingu á prósentuskeröingu en allar prósentutöiur i samningum eru aörar I reynd en sagt er um þar. T.d. má nefna aö fyrir auka- námiö eigum viö aö fá 10% hærri laun en er i reynd 7%. 1 ööru lagi setjum viö fram kröfu um aö I staö 10% veröi greitt 20% fyrir aukanámiö. FVrir nokkrum árum heyröi þaö til undantekninga aö mjólkurfræöingar tóku ekki þetta aukanám. Nú hefur þaö breyst og er þaö minnihlutinn sem þaö gerir. Astæöan er einföld: Þaö borgar sig ekki. Veröur aö stunda nám viö rándýran einkaskóla I Danmörku og fyrir fyrri veturinn (8mán) greiöum viö sjálfir og fá- um engin námslán. Þannig búa mjólkuriönnemar viö lakari kjör en aörir iönnemar sem stunda skólanám heima. Rikisvaldiö veitir námslán (sem eru verötryggö aö hluta) fyrir aukanámiö og atvinnurek- endur greiöa 10% hærri laun (í reynd 7%). Útkoman er þvi óhag- stæö þeim sem tekur aukanámiö þvi hann er einnig kauplaus á meöan á því stendur. Hér má geta þess aö ótal hópar iönaöarmanna eiga kost á 1/2-1 mánaöar nám- skeiöum á fullum launum sem Framhald á 18. siöu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.