Þjóðviljinn - 26.05.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.05.1979, Blaðsíða 2
/ 2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. maf 1979 LÍTIÐ GAGN AÐ HAFA OP- IÐ LENGUR EN SKEMMT- UNIN MÁ STANDA Þetta er sannarlega skarplega athugað og ber þess vott að skrifstof ustjóri dóms- málaráðuneytisins er ekki aðeins lögfróður, heldur og spakvitur. Aftur á móti segir Sveinbjörn Bjarnason lögregluvarðstjóri að ólíklegt væri að það fólk sem sæti að sumbli á veitingahúsum að næturþeli væri í sama mund að drekka í heimahúsum, þ.e.a.s. ef um sama fólkið væri að ræða, undir fyrirsögninni: ÞÝÐIR EKKI AÐ PUKRAST Á BAK VIÐ STAÐREYNDIR Af bölvísindum Frá því að ég var unglingur og lengst af mínum æviferli, hefur það verið útbreidd skoðun fræðimanna að hið svokallaða brenni- vínsböl sé afleiðing þess hve drykkfelldir menn eru. Hins vegar hafa skoðanir sérf róðra í þessum efnum gerbreyst á síðari árum, enda hafa þessi mál verið reifuð og rannsökuð af meiri gaumgæfni uppá síðkastið helduren flestar aðrar greinar „raunvísinda". Þegar ég var að alast upp var talið að sá maður hefði, ef til vill, tilhneigingu til að verða ölkær, sem fyndist tilvalið að kíkja aðeins í glas, ef hann vaknaði timbraður fár- veikur, skítugur, skeggjaður, með glóðarauga á báðum, hungraður, skuldugur, já fallítt, konan farin að heiman, búið að reka hann úr vinnunni,ógeðsleg hóra hjá honum í skítugu bælinu, allir húsmunir brotnir og bramlaðir, lögreglan að reyna að brjóta upp hjá honum hurðina af því hann var grunaður um að hafa drepið einhvern, rottur og kakkalakkaher- sveitir uppum veggi og engin tæki nærtæk til að svipta sig lífi. ( þá daga var sá maður talinn svolítið vfn- hneigður, sem tók, þegar svona var á statt svartadauðaf lösku undan koddanum , teygaði hana vel niðurfyrir axlir, lagðist síðan aftur útaf, svolitla stund — ekki of lengi — og naut þess að vera — án þess að hafa svo mikið sem farið framúr — orðinn bláedrú, heilbrigður, hreinn, rakaður, mettur og skuldlaus, búinn að fá vinnuna aftur, unaðsleg fegurðardís við hliðina á honum milli tandurhreinna rekkju^ voða, lögreglan farin, af því að enginn hafði verið drepinn, rottur og kakkalakkar horfin eins og dögg f yrir sólu og í stuttu máli (að vísu eftir þrjá gúlsopa í viðbót) komin lífsgleði í staðinn fyrir sjálfsmorðsþanka. Sérfræðingar í áfengisbölvísindum fyrri tíma litu sumir hverjir svo á að slíkur maður ætti við áfengisböl að stríða og að jaf nvel væri hægt að rekja áfengisbölið til þeirra manna, sem hefðu jafn gaman af því að lyfta glasi á góðri stund og sá sem að f raman er lýst. Nú hafa afturámóti skoðanir sérfræðinga á þessum málum gerbreyst og mun það í dag talið sönnu nær að áfengisbölið sé af félags- legum toga spunnið, eins og raunar flest annað, sem komið er frá Svíþjóð. Dagblaðið gerði í miðjum mánuðinum mjög yfirgripsmikla könnun á þessu máli og var það gert með þeim hætti að rætt var við f lesta af þeim, sem láta þessi mál til sín taka annað- hvort vegna starfs síns eða af einskærum áhuga. Aðalniðurstaða þessarar rannsóknarblaða- mennsku virtist í sem stystu máli sú, að áfengisvandamálið væri ekki drykkjuskapur, heldur opnunar- og lokunartími öldurhúsa. Hér gefst ekki færi á að gera neina tæmandi úttekt á hinum merku niðurstöðum sem birt- ust í merkum viðtölum um þetta mál málanna í dag, þarna í Dagblaðinu, en stórar og viða- míklar fyrirsagnir um málið geta þó varpað nokkru Ijósi á málið. Sjálfur skrifstofustjóri dómsmálaráðu- neytisins er til dæmis ómyrkur í máli, en kjarni þess, sem hann hefur um málið að segja birtist í stórfyrirsögninni: Það að ekki þýðir að pukrast bakvið staðreyndir hef ur Sveinbjörn áreiðanlega lært af dýrmætri reynslu sem leynilög- reglumaður. Þá er stór fyrirsögn frá Afengisvarnarráðir AUKIÐ FRAMBOÐ EYKUR NEYSLU Þessi spaklegu orð eru sannarlega í tíma töluð og ættu íslendingar að geta af þeim getið sér til um hvers vegna þjóðin étur slík ókjör af kindaketi og sméri, en Reykvíkingar hafa næstum lagt niður neyslu á dönskum bjór. SJÁLFSAGT AÐ LEGGJA NIÐUR HALFTÓLF-R EG LU N A segir hinsvegar framkvæmdastjóri Þórskaff- lisi’og hefur undirrituðum þá helst dottið í hug að taka upp TóLFREGLUNA eins og gert var í öskubusku, en þá má áfengisbölið ekki vera komið á það stig að gestirnir týni skónum sín- um, þegar þeir yfirgefa staðinn. Semsagt,áfengisbölið er félagslegt opnunar- og lokunarspursmál veitingahúsa og á sáralítið skylt við það hvort menn drekka eða drekka ekki, heldur hitt hvar, hvenær og hvers vegna þeir gera það. Þess vegna er það lausn- in á öllum áfengisvanda íslensku þjóðarinnar að opna barína allan sólarhringinn svo fólk hætti að drekka og taka undir orð æðstatemplarans i Áfengisvarnarráði Djömmum nú útum borg og bý, börunum má ei gleyma, því áfengisbölið er útaf því að aliir drekka heima. Floisi Millisvæðamótið í Lucerne Helgi kominn á skrið Guðmundur efstur í A riðli með 4 vinninga og og Margeir með vænlega biðskák Helgi ólafsson vann skákir sinar við Karlsson í 5. umferð og Lobron í 6. umferð. Eftir það er hann kominn með 3,5 vinninga og er í öðru sæti í riðlinum. Guðmundur Sigurjónsson vann bið- skák sina við Hoen, vann Kagan í 5. umferð og gerði jafntefli við Haman i þeirri sjöttu. Margeir Pétursson tapaði biðskák sinni við Hubner, á væn- lega biðskák gegn Hoen úr 5. umferð en tapaði fyrir Kagan í 6. umferð. Guftmundur er efstur I A riðlinum, en Hiibner er aöeins hálfum vinningi á eftir honum og á biöskák þar sem öruggur vinningur virðist blða hans. Að öðru leiti vlsast á töflur. Sigur Helga ólafssonar yfir Karlsson frá Svlþjóð á fimmtu- daginn var sérlega glæsilegur. Helgi fórnaði mönnum á báða bóga þannig aö ekki stóð steinn yfir steini hjá Karlsson. Litum nú á skákina. Hvftur: Lars Karlsson, Sviþjóð. Svartur: Helgi Ólafsson. Sikileyjarvörn lokaöa af brigöið) eöa hvaö! 1. Rf3-c5 2. g3-Rc6 3. Bg2-g6 4. 0-0-Bg7 5. e4-d6 6. c3-e5 7. Ra3-Rge7 8. Rc2-Db6 Staöan I A-riðli 1 V z. 3 y. £ 6. 7. K ?■ 0 //. l/ÍM S'. fa/navt/ / Vz 0 k k. Z/í z. //. fafíne ir.LfiMO o 'k o / ýí 2 3 T WObSBRG s.þ </z k ,bi Vz Á V. 3. 5oo5 i/. þý$k V / biá o o fi Z'/i+bit 5T V. HflMMBg Sifiss k o / o o o rk é. (f Si^u^jó^ss. ÍSL. k 'Á % / / V 7 /»■ 7%71/RSÍDN ísl . 'Á Á o bit 'O /-t'bií <f rf MKTHENSoHfi/ Stiss o 'Á Zz bú / 2+bd 9. /?. t/ÚBVSR vþýsis / / ýí / íit 3/g.tbif /o. tfoEtS //oReúúE / / o bií o 2'AtLii £ 5. k'fizfiv í&rtfiEL. Vz / o / 9. d3-0-0 16. a4 — Hfe8 10. Rd2-Be6 17. R2a3 — Had8 11. Rc4-Dd8 18. Hfel — h6 12. De2-d5 19. Dc2 — a6 13. exd5-Rxd5 20. Bci — Rce7 14. Be3-b6 21. De2 — Rc6 15. Hadl-Dc7 22. Dc2 — Kh7 (Svartur hefur aö sjálfsögöu engan áhuga á jafntefli) 23. h3 — f5 24. Db3 — Hb8 25. f4 (Nú byrjar ballið!) Framhald á l’S siöu Staðan I B-riðli: jS fáúILL. z. 3. V 6. 7: 8. ?■ 0- // \/ÍM m. /. y. RfWTRUEÚ fíyÆ k 0 íá b ;S brf /ztlbii Z. f/. bLnrssDU ísl . k /í y / / *Á *k 3. C. f/or P moEt: / /l o // / 3 V. í. fCRELSSot/ s.hsáO bii o / • / / (9 3 fbit 5. C. LogRctJ V.þýsK. wí o Á 0 k •Á i/t -fbi/ é y. tsRut/Fno ísete. bíi / 0 / / / 7. /■ LtBeezotJ ísKrel 0 k bit /z /z '/'/l tírf e. L . TkcRiriRtt V.þí’iE. /z / 'Á /z 3 <?. !/■ /ELyiEES HoREúue 0 / 0 1o$ k r/ztbií /o. 0. DuecfsTEt/f Dvst. /z 0 •k 0 'Á k z &■ IV. Hi/G sviss /z o / o /z 2/z

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.