Þjóðviljinn - 02.06.1979, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 02.06.1979, Qupperneq 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. júnl 1979 einu sinni hefur lent í þeirri reynslu,gleymir henni aldrei. Farið með þá í lækinn í Nauthólsvíkinni þar sem ástin er sterkasta aflið og landsmenn hafa engu að leyna.Sýnið þeim Hallærisplan- ið/ Halldór á Kirkjubóli/ Indriða og Jónas stýrimann. Þeir hafa engan áhuga á að sjá íslensk fornhandrit í Árnasaf ni, heldur eitthvað, sem orðið getur til að vekja kátínu, einhverjar bókmenntir, sem ekki eiga sinn líka í viðri veröld, eins og til dæmis skýrslur um hagþró- un á íslandi síðustu áratugi. AF FERÐAMÁLAMISSKILNINGI Ég vaknaði við það einn morguninn í vik- unni, að PálI Heiðar og Sigmar voru að ræða við formann ferðamálaráðs í „Morgunstund árrisulla". Ég efast ekkert um að formaðurinn sé vænsti maður, eins og Páll og Sigmar, en eitt rak ég eyrun í (ef svo má að orði komast) að hann er með sama marki brenndur og f lestir aðrir þeir menn íslenskir, sem um ferðamál hafa fjallað á undanförnum árum eða ára- tugum. Hann virðist ekki vita, hversvegna út- lendingar leggja leiðsína til íslands og þaraf- leiðandi er ólíklegt að hann geti gert sér f ulla grein fyrir því með hvaða hætti vænlegast er að laða hingað erlenda ferðamenn. Ég get leyft mér að tala hér af nokkurri reynslu, því ég hafði þann starfa í tíu sumur/ þegar ég var enn ungur og sprækur, að lóðsa þýskar, enskar og amerískar kellingar um óbyggðir íslands ríðandi „íslenskum smáhest- um" eins og útlendingar kalla þarfasta þjón- inn. Sannleikurinn er nefnilega sá að útlending- ar koma ekki hingað til (slands í leit að Hiltorw hótelum, spilavítum, næturlífi fyrir fínt fólk og þaðanafsiður til að fara á tígrisdýraveiðar, fílaveiðar, eða safna sólbrúnku á nótæm. Útlendingar leggja leið sína hingað til lands með þeim ásetningi að sjá hér og upplifa eitt- hvað sem hvergi annars staðar í veröldinni getur að líta né reyna. Og það veit sá sem allt veit að hér er um auðugan garð að gresja í þeim efnum. Forvígismenn ferðamála verða að fara að gera sér grein fyrir því að túristum finnst miklu meiri fengur i því að fá að kynnast ís- lenskri hótelmenningu eins og hún er hér á landi, heldur en eins og hún á að vera. Þess vegna á að sýna þeim borðsiði íslend- inga, sem meðal annars eru fólgnir í þvf að sletta hinum þjóðlega rétti skyrinu uppum alla veggi í krafti eignarréttar einstaklingsins og samkvæmt hinum þjóðlega málshætti „þeir sletta skyrinu sem eiga það". Það á að kynna þeim hvernig íslensk súpugerðarlist rís hæst í því að hafa mátulegt hitastig á kremsúpunum svo að gestirnir skaðbrenni sig ekki í f raman þegar þeir sof na brennivínsdauðir ofaní disk- inn. Þá má kenna þeim hinn skemmtilega sér- íslenska leik, sem gestir fara svo oft í á fín- ustu matsölustöðum borgarinnar og fólginn er í því að veðja um það hvort þeir séu að éta ket af belju eða hesti. Síðan á að kynna þeim hið séríslenska næturlíf þar sem herrarnir draga pungvolgar guðaveigarnar uppúr belt- isstaðnum og gusa úti glösin hjá sér og leyfa dömunum að fá qúlsopa, svona til að plægja jarðveginn fyrir partíið á eftir. Og ekki má gleyma að sýna túristum hið nýja þjóðlega, íslenska fyrirbrigði í skemmt- analifinu — létta nauðgun í góðu — Þá má fara með þá á sveitaball og sýna þeim hvernig innfæddir viðhalda kynstofnin- um með aðgerðum útum mýri og mó og í aftursætum bifreiða oft við hin verstu skilyrði. Túristar koma ekki hingað til að aka eftir „átóbönum" eða „hæveium" eins og hrað- brautir heita á útlensku. Sýnum þeim íslenska vegi eins og þeir eru og sá útlendingur, sem Fjöll eru ekkert séríslenskt fyrirbrigði, þau eru allsstaðar hægt að sjá. Sýnið þeim þess vegna smjörfjöll, kjötf jöll, ostafjöll, rjóma- duftsfjöll, mjólkurduftsf jöll, undarnrennu- duftsf jöll. Gaman væri að sjálfsögðu að geta sýnt þeim heyf jöll, en því verður því miður ekki viðkomið þar sem íslenskir bændur eru farnir að beita sér fyrir því á haustin að selja heybirgðir sínar úr landi, til Noregs og Færeyja væntanlega til þess að eiga ekki til hey handa búfénaði sínum framá sauðburð, hvaðþá þar til kúm er hleppt á gras. Og síðan á að sýna þeim Sædýrasafnið og gera það að föstu atriði þar, að íslensk feg- urðardís varpi sér sjálfviljug í Ijónagryf juna og gefi villidýrunum svolítið hold af sínu holdi. Og að lokum eigum við að taka þjóðir Suður- ameríkumanna okkur til f yrirmyndar og hafa á hverju hausti kjötkveðjuhátíð (karníval) til að f agna því sem margir íslenskir st jórnmála- menn álíta gæf udrýgsta spor, sem hægt sé að stíga í íslenskum þjóðmálum, en það er niður- skurður bænda. Og í staðinn fyrir töðugjöldin forðum verður nú á haustin slík kjötkveðjuhátíð fyrir túrista, eða eins og forstjóri ferðaskrifstofunnar Skammsýnar kvað í fyrrasumar, þegar hon- um datt þetta snjallræði í hug: Sýnum Þjóðverjunum það sem þjóðin á í vændum. Nú skal gleðjast, nú fer að niðurskurður á bændum. Flosi Helgi-Pachman: 1/2-1/2 — stórslys þarf til Úrslitin i skák þeirra Helga Óiafssonar og Ludek Pachman, sem endaði meft jafntefli, verfta aft teljast sigur fyrir Helga þar sem eina von Pachmans til aft komast I úrslitakeppnina var sú aft sigra. Þess vegna tefldi hann stift til sigurs en vörn Helga var pottþétt. Eini möguleikinn á aft Helgi detti út er mjög fjarlægur. Þaft er ef hann tapar fyrir Dueck- stein I siðustu umferft og aft Karlsson tapi fyrir Pachman. Þá verftur Helgi jafn Pachman en sá siftarnefndi kæmist áfram á stigum. önnur úrslit I biftskákum i gær urftu þau aft Margeir Pétursson geröi jafntefli vift Soos. Sömu úr- slit uröu hjá Haman og Hoen, Rantanen og Dueckstein, Hoi og Pachman. Hubner vann Hurme og Wadberg vann Wirthenson. að Helgi komist < Þeir sem eru öruggir um aft komast áfram eru I A-riftli: Híibner, Guftmundur, Wadberg, og Kagan. í B riftli: Gr'únfeld og Karlsson. Úrslitakeppnin hefst á mánu- daginn og lýkur þann 16. júní n.k. Skák dagsins er viftureign þeirra Helga og Pachmans. Menn rak i rogastans þegar Pachman lék slnum fyrsta leik þ.e. 1. e4. Slikt hefur ekki gerst áftur á meiriháttar skákmótum aö því er menn best vita. 1. d4 hefur verift I uppáhaldi hjá Pachman og sem dæmi um álit hans á þeim leik má nefna aö hann skrifafti á sínum tima bók sem heitir: 1. d4! Helgi lét sér hvergi bregfta og lék c peftinu fram i nfunda skiptift i þessu móti, efta i öllum skákunum til þessa. Hann sagfti I gær aft hiö wki áfram sama yrfti upp á teningnum I dag þegar hann mætir Dueckstein! Hvitur: Ludek Pachman, stór- meistari. Svartur: Helgi Ólafsson. alþj.meistari. 1. e4-c5 2. Rf3-d6 3. c3-Rf6 4. d3-g6 5. g3-Bg7 6. Bg2-0-0 7. Rbd2-Rc6 8. 0-0-e5 9. at-HbX (Aftur hefur verift leikift 9. ..Re8 i einvigi þeirra Botviniks og Smyslov 1954. Eftir skákina sagftist Pachman hafa stúderaö þetta afbrigöi mikiö en ekki rekist á þennan leik sem þó verftur aft teljast eftlilegur i stööunni). 10. Rc4-b6 11. Re3-Re7 12. Hel-Bb7 13. Rc4-Dc7 14. Bd2-a6 15. Dcl-b5 16. axb5-axb5 17. Ra5-Ba8 18. c4-b4 19. Bh6-Rg4 20. Bxg7-Kxg7 21. h3-Rh6 22. Rg5-Rc6 23. Rxc6-Bxc6 24. f4-Bd7 25. g4-f6 26. Rf3-Rf7 27. f5-g5 28. h4-h6 29. Kf2-Ha8 30. Hhl-Hxal 31. Dxal-Db7 32. hxg5-hxg5 33. Hh5-Da8 34. Dxl-Dd8 35. Dhl-Hh8 36. Hxh8-Dxh8 37. Dal-Bc6 38. Ke3-Da8 Þaft er ekki eftir neinu aft slæj- ast i þessari stöftu og þvi sættust kapparnir á jafntefli. Eyddur timi var hjá hvitum: 2 klst. 25 min. en hjá svörtum 1 klst. 37 min. —eik— ENSKUNÁM í ENGLANDI NÆSTA FERÐ 3. JÚNI UPPSELT. HÆGT AÐ BÆTA VIÐ ÖRFÁUM SÆTUM 24.6 15.7.# 6.8., 27.8., og 16.9. EF PANTAÐ ER STRAX. NÝIR NEMENDUR VELKOMNIR Á FUNDIN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.