Þjóðviljinn - 02.06.1979, Side 5

Þjóðviljinn - 02.06.1979, Side 5
Laugardagur 2. júnl 1979 þjóÐVILJINN — SIÐA 5 Skortur á múrurum við verkamannabústaðina Tefiast framkvæmdlr? Miklar likur eru á aö fram- kvæmdum viö verkamanna- bústaöina i Hólahverfi i Breiö- holti seinki verulega vegna skorts á múrurum til fullnaöarfrágangs ibúöanna. Þessar upplýsingar fékk Þjóö- viljinn I gær hjá einum af stjórnarmönnum Verkamanna- bústaöa i Reykjavik. Þá eru og miklar likur á aö framkvæmdir viö byggingu þeirraparhúsa sem stjórn verka- mannabústaöa stendur fyrir i Hólahverfinu dragist einnig á langinn af sömu ástæöum þe. múraraskorti. Núna eru starfandi á vegum stjórnar verkamannabústaöa einir 6 múrarar, en þörf er fyrir minnst 4-6 til viðbótar. Að sögn viömælanda blaösins hefur verið margauglýst eftir múrurum I þessi verk en ekki boriö neinn árangur enn. „Þetta ermjögbagalegt ástand þar sem ákveðiö haföi verið aö nýta sumariö sem best til þess- arar vinnu svo hægt væri aö afhenda fyrstu ibúðirnar á réttum tima þe. i september nk. Þaö er nægileg vinna framundan fyrir múrara Isumarog allan vetur viö þessa verkamannabústaöa- byggingar. Þaö alvarlegasta i þessu er aö viö náum ekki aö afnenda þessar ibúöir á réttum tima þvi fólki sem þarfnast þeirra mest ef svo fer sem á horfir i þessu múraraleysi. Þörfin fyrir þessar ibúðir er gifurleg enda sýnir þaö sig aö fleiri hundruö umsóknareyöublöö hafa verið sótt til stjórnar verka- mannabústaöa vegna umsóknar um kaup á þessum 216 ibúöum sem boönar eru til sölu i þessum áfanga”, sagði viömælandi blaösins. -lg Höfum notið góðs af Rotterdam-skráningu en verðum að gjalda þess þegar allt fer úr böndum, segir Örn Guðmundsson hjá OLÍS Nokkuðhefur veriörætt um þaö vegna hinna miklu verðhækkana á oiiu undanfarið, hvortekki væri hægt að semja viö Sovétmenn um oliukaup meö annarri viðmiðun en Rotterdam-markaðinum. „Viö höfum grætt á þvi aö fara eftir þessu veröi á undanförnum árum,” sagöi Orn Guömundsson skrifstofustjóri Oliuverslunar Islands þegar hann var spurður um þetta i gær. „Þetta er heims- markaösviömiðun, sem mikiö er notuö i Vestur-Evrópu. Upphaf- lega var miðað hér við Venesú- ela-skráningar. Breytingar á þeim voru hægfara. En þegar farið var aö athuga þetta, kom i ljós aö þessar srkáningar voru okkur óhagstæöar, þannig aö um nokkurt skeiö var notuö blönduö skráning af Venesúela og Rotterdamveröinu. Siöan fórum við fram á aö taka upp Rotter- damskráningar, enda fór þaö sífellt meira i vöxt aö miöa viö þær. Við höfum notiö góös af þvi á undanförnum árum, en verðum svo aö gjalda þess, þegar þetta fer allt úr böndunum.” —eös Akraneshöfn-Bryggjuvörðtir Auglýst er laust til umsóknar starf bryggjuvarðar, er einnig skal annast hafn- sögubát, vatnsafgreiðslu og fleira. Störf samkvæmt nánari starfslýsingu. Réttindi til skipstjóra og vélagæslu eru æskileg. Umsóknir skulu hafa borist á bæjarskrif- stofuna Kirkjubraut 8 fyrir 15. júni n.k. Hafnarstjóri. Fiskvmnsluskólinn Umsóknarfrestur nýrra nemenda er til 10. júni n.k. Inntökuskilyrði eru: 1. FISKIÐNAÐARMANNSNÁM: Nemandi skal hafa lokið námi á fisk- vinnslubraut l við fjölbrautaskóla, eftir grunnskólapróf, eða tekið 10. bekk á við- skiptakjörsviði við framhaldsdeildir gagnfræðaskóla. Þeir sem eru 25 ára eða eldri og hafa stundað störf við fiskiðnað, i a.m.k. 5 ár, geta fyrst um sinn sótt um fiskiðnaðarmannsnám ,, öldungadeild’ ’, án þess að þurfa að nema þær almennu námsgreinar, sem annars er krafist af yngri nemendum. 2. FISKTÆKNANÁM: Nemandi skal vera fiskiðnaðarmaður frá skólanum og hann skal hafa lokið námi á fiskvinnslubraut 2 við fjölbrautaskóla. Einnig geta stærðfræðideildarstúdentar tekið þetta nám á tveimur árum og þeir sem lokið hafa fiskvinnslubraut 1 geta lok- ið fisktæknanámi á þremur árum. Á það skal bent að mögulegt er að hefja nám við skólann bæði á haustönn og vorönn. Nánari upplýsingar i skólanum, Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, simi 53544. Skólastjóri. Laust starf Staða sveitarstjóra i Miðneshreppi Sand- gerði er hér með auglýst laus til umsókn- ar. Umsækjandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist til skrifstofu undirritaðs fyrir 20. júni 1979. Sveitarstjórinn i Sandgerði. að sjá það nýjasta Tækni-eöa tískunýjungar, þaö nýjasta í læknisfræöi eöa leiklist, þaö sem skiptir máli í vísindum eöa viöskiptum. Þaö er í rauninni sama hverju þú vilt kynnast-þú finnurþaö í Bandaríkjunum - þarsem hlutirnir gerast. New York er mikil miöstöö hvers kyns lista, þar eiga sér staö stórviöburöir og stefnumótun í málaralist, leiklist og tónlistsvo dæmi séu nefnd. Frá New York er feröin greiö. Þaöan er stutt í sól og sjó suöur á Flórida - eöa snjó í Colorado. Svo er einfaldlega hægt aö láta sér líöa vel viö aö skoöa hringiöu fjölbreytilegs mannlífs. NEW YORK-EINN FJÖLMARGRA STAÐA íÁÆTLUNARFLUGI OKKAR. FLUGLEIDIR

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.