Þjóðviljinn - 02.06.1979, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓDVILJINN ■ Laugardagur 2. júní 1979
LIJÐVÍK JÓSEPSSON:
LÆKKARKAUP
BÆNDA UM 30%?
Sjálfstæðisflokkurinn gerir bandalag við krata um árás á bændur
Sá atburður, sem skeði á
Alþingi á síðustu dögum
þingsins að þessu sinni,
þegar til afgreiðslu var til-
laga um heimild til ríkis-
ábyrgðar á 3ja milljarða
króna láni til Framleiðslu-
ráðs landbúnaðarins, hefir
að vonum vakið mikla at-
hygli. Þá gerðist sá ein-
stæði atburður, að nær allir
þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðu-
flokksins i neðri deild
Alþingis, gengu af þing-
fundi til þess að koma í veg
fyrir að meirihluti þing-
deildarmanna, sem við-
staddir voru, gætu komið
f ram endanlegri samþykkt
á þeirri lánsábyrgð, sem
um var að ræða. Þetta gátu
þingmenn Sjálfstæðis-
flokks og Alþýðuflokks
gert vegna þess, að f jórir
þingdeildarmenn voru
fjarstaddir, en til þess að
gera iöglega samþykkt
þurf a að vera viðstaddir 21
þingmaður af 40 í deild-
inni.
Atkvæöagreiöslan um hina um-
deildu tillögu fór þannig, aö 18
voru samþykkir, 17 á móti, 1
greiddi ekki atkvæöi og 4 voru
fjarstaddir.
Nú er vitaö, aö 3 af þeim 4 þing-
deildarmönnum, sem fjarstaddir
voru, voru tillögunni samþykkir,
en einn liklega á móti. Þannig
vissu allir, aö meirihluti deildar-
innar var samþykkur tillögunni.
Þeir þingmenn, sem fjarstaddir
voru, og heföu samþykkt tillög-
una, eftir þvi sem fram haföi
komiö áöur, voru Pálmi Jónsson
á Akri, Einar Agústsson og Páll
Pétursson.
Þeir þingmenn Sjálfstæöis-
flokksins og Alþýöuflokksins,
sem gengu af þingfundi, voru þvi
meö einstæöu ofriki aö koma I veg
fyrir rétta og iýöræöisiega af-
greiöslu á nauösynjam áli á
Alþingi.
Vandamál bænda
Tillagan um þriggja milljaröa
lánsheimild handa Framleiöslu-
ráöi landbúnaöarins var sannar-
lega ekki flutt aö ástæöulausu, né
heldur aö lftt athuguöu máli. Sá
vandi, sem leysa átti meö láns-
heimildinni, haföi legiö fyrir til
umfjöllunar I marga mánuöi og
ýtarlegar skýrslur höföu veriö
lagöar fram um vandamáliö sem
heild og aflejöingar þess, ef ekk-
ert yröi gert til aö leysa þaö.
Þaö sem fyrir lá voru þessar
staöreyndir:
Birgöir af kindakjöti og
mjólkurafuröum, sem flytja þarf
útá þessu ári, kalla á viöbótar út-
flutningsuppbætur, umfram þaö
sem ákveðiö er í lögum, sem
nema rúmlega 5.0 miljöröum
króna. Fáist þessi viðbótarfjár-
hæö ekki jafngildir þaö þvi, aö
tekjutap bænda verði 1.2 miljónir
króna á hvert bú I landinu.Tekju-
tap þetta myndi samsvara um
30% tekjuskerðingu hvers bónda,
miöaö viö áætlaöar meöaltekjur,
sem reiknaö er meö samkvæmt
lögum.
Þaö er meö öllu þýöingarlaust
fyrir formann Sjálfstæöis-
flokksins og þá aöra þingmenn
flokksins, sem honum fylgdu aö
gera sig svo heimska, aö þeir hafi
ekki vitaö um þessar staöreyndir.
Auövitaö vissu þeir hvaö þeir
voru aö gera, enda voru þær
birgöir af landbúnaöarvörum,
sem hér var um að ræöa, allar
orönar til i stjórnartiö Sjálf-
stæöisflokksins, eöa voru bein af-
leiöing af þeirri stefnu I land-
búnaöarmáium, sem þá rikti.
Þau 5500 tonn af dilkakjöti, sem
nú þarf aö flytja út á einu ári, eru
vegna birgöa, sem safnast höföu I
tiö rikisstjórnar Geirs Hallgrims-
sonar og vegna þeirrar slátrunar,
sem fram fór á s.l. hausti.
Þaö birgöa-vandamál veröur
ekki leyst meö fóöurbætisskatti
né kvótakerfi, né neinni breytingu
á stefnu i landbúnaöarmálum.
Þaö er hins vegar annaö mál, aö
stefnunni þarf aö breyta vegna
komandi ára.
Birgðirnar af mjólkurvörum
eru tilkomnar á sama hátt.
Smjörfjalliö myndaöist i
stjórnartiö Geirs Hallgrims-
sonar, þegar innaniandssalan á
smjöri dóst jafnt og þétt saman.
Þaö er aö neita staöreyndum og
þora ekki aö horfast i augu viö
veruleikann, aö neita aö fást viö
birgöa-vandamáliö. Þvi vanda-
máli má ekki blanda saman viö
nýja stefnumörkun i framleiðslu-
málum landbúnaöarins, sem
vissuiega er nauösynlegt aö taka
upp.
Ný framleiðslu-
stefna
Þvi miöur hefir þaö mikla
vandamál landbúnaöarins, sem
hér hefir verið rætt um, þ.e.a.s.
umframbirgöir landbúnaöar-
vara, sem nú veröur aö flytja út
og sem fara langt fram úr lög-
bundnum útflutningsbótum, veriö
blandaö saman á óheppilegan
hátt viö tillögur um nýja fram-
leiöslustefnu 1 landbúnaöi.
Tillögur, sem fram hafa komiö
um fóöurbætisskatt og um kvóta-
kerfi, geta átt rétt á sér. Um þær
eru þó mjög skiptar skoöanir,
bæöi hvaö varöar réttlætti og ekki
siöur hvaö varöar væntanleg, eöa
likleg áhrif.
Augljóst er þó, hvaö sem þeim
ágreiningi llöur, aö taka veröur
upp aukiö skipulag i land-
búnaöarframleiöslu. Sauöfjár-
rækt á ekki alls staöar jafnmikinn
rétt á sér. Hún er nú stunduö um-
fram þaö sem eölilegt má telja á
sumum stööum á landinu og þurfi
aö draga úr þeirri framleiöslu i
heild, þá á aö draga úr henni i
kaupstööum og kauptúnum, m.a.
meö þvi aö undanskilja þá fram-
leiöslu frá útflutningsbótum og
niöurgreiöslum. Mjólkurfram-
leiösluna veröur lika aö skipu-
leggja. Til eru svæöi á landinu,
þar sem hana þarf aö auka, en
jafnljóst er aö einnig eru til svæöi,
þar sem um offramleiöslu er aö
ræöa, miöaö viö markaösaöstæö-
ur nú.
Vegna þess, aö landbúnaöar-
framleiösluna þarf aö skipu-
leggja, höfum við Alþýðubanda-
lagsmenn lagt þaö til i mörg ár,
aö horfiö yröi frá núverandi 6-
manna-nefndar fyrirkomulagi,
þar sem um er aö ræöa þurra og
einskoröaöa veröákvöröun, og
þess i stað teknir upp beinir
... óverjandi var meö öliu, aö
bændur yröu látnir taka á sig 30%
tekjutap, vegna umfram-
birgöanna, og þeirrar stefnu I
landbúnaöarmáium og efnahags-
málum, sem hér hefur rikt.”
samningará milli bænda og rikis-
valdsins um verölagningu búvara
og um hagsmunamál bænda-
stéttarinnar og um leið um stefn-
una I landbúnaöarmálum.
,,Sá sem ber höfuöábyrgöina á
einstæöri framkomu Sjálfstæöis-
flokksins i þessu máli, er for-
maöurinn, Geir Haligrimsson.”
/
Abyrgðarleysi
Sjálfstæðis-
flokksins
Ég hygg aö þeir séu fáir, sem
undrast andstööu Alþýöuflokks-
ins, sem fram kom viö afgreiöslu
tillögunnar um þriggja milljaröa
lánsheimildina. Sá flokkur hefir
æst sig upp i fjandskap viö bænd-
ur. Þar er ekki einvöröungu um
aö ræöa áhrif frá kenningum
Gylfa Þ. Gislasonar. Ræöur Sig-
hvats Björgvinssohar, formanns
þingflokks Alþýöuflokksins um
landbúnaöarmál á Alþingi, bera
þess vitni, aö hann er ekki aðeins
illviljaöur bændum, heldur meö
fádæmum fáfróöur um allt, sem
aö landbúnaði lýtur. Frá Alþýöu-
flokknum var þvi einskis góös aö
vænta, þegar um vandamál land-
búnaöarins var aö ræöa.
En afstaöa Sjálfstæöisflokksins
heföi átt aö vera önnur. Sá flokk-
ur telur sig oft málsvara bænda
og i þeim flokki eru ýmsir bænd-
ur, og m.a. á Alþingi.
Ég vil lika taka þaö skýrt fram,
aö þegar ég deili hér á framkomu
Sjálfstæðisflokksins, þá eiga þær
ádeilur ekki viö Pálma Jónsson á
Akri, Eggert Haukdal og Friöjón
Þóröarson. Þessir þingmenn
sýndu meö afstööu sinni aö þeir
vildu ekki fylgja ábyrgöarlausri
afstööu flokksins. Pálmi gat þvi
miður ekki veriö viö endanlega
afgreiöslu ábyrgöartillög-
unnar.en afstaöa hans haföi kom-
iö fram i landbúnaðarnefnd og i
umræðum um máliö á þingi.
Sá sem ber höfuöábyrgöina á
einstæöri framkomu flokksins i
þessu máli, er formaðurinn, Geir
Hallgrimsson.
Hann virtist hafa forystu fyrir
flokksmönnum sinum og lét kalla
einstaka þingmenn út úr salnum,
þegar þeir geröur sig liklega til að
sitja áfram og gegna þingskyld-
um slnum. Afsakanir Geirs Hall-
grimssonar og flokksmanna hans
fyrir þessu tiltæki, eru litils viröi
og aumkunarlegar. Hann hefir
reynt aö halda þvi fram, aö það
hafi verið ábyrgöarleysi aö sam-
þykkja rikisábyrgö fyrir þessu
láni án þess aö fyrir lægi hvernig
ætti að endurgreiöa lániö, eöa að
fyrir lægi, hvernig ætti aö afla
tekna til aö greiöa lániö, ef
ábyrgðin félli á rikiö.
Hér er um auman fyrirslátt aö
ræöa, sem bezt sést á þvi, aö
sjálfur haföi hann fyrr á þinginu
greitt atkvæöi, eins og margir
aörir Sjálfstæöismenn, meö til-
lögu frá Pálma Jónssyni og
Eggert Haukdal um þetta sama
efni. Sú tillaga var þannig:
,,A árinu 1979 er heimilt aö
leggja fram nauðsynlegt fé úr
rikissjóöi til þess aö greiöa fyrir
sölu á óverötryggðri framleiöslu
búvara á þessu verölagsári og
birgöum búsafurða sem til eru i
landinu, þegar lög þessi öðlast
gildi.”
1 þessari tillögu Pálma og
Eggerts var i rauninni gengiö
lengra en í hinni umdeildu
ábyrgöarheimild, þvi beinlinis
átti að greiöa úr rikissjóði það
sem til þurfti.
Þegar þessi tillaga lá fyrir
þurfti Geir Hallgrimsson ekki að
spyrja um hvernig ætti að afla
tekna vegna útgjaldanna og þá
þurfti ekki aö spyrja um, hvort
bændur gætu borgaö.
Tillaga þeirra Pálma og
Eggerts var felld vegna þess, aö
hún var fléttuö saman viö aörar
tillögur varöandi landbúnaö og
vegna þess aö vitaö var aö rikis-
sjóður gat ekki tekið á sig allar
þessar greiöslur, nema meö
nýjum tekjustofni.
Tillagan um lántöku á vegum
Framleiösluráös var þvi eölilegri
eins og á stóö.
Afsakanir Geirs Hallgrims-
sonar falla allar um sjálfa sig og
þar meö einnig sú, aö vafi gæti
leikið á hvort greiðslan ætti að
fara til bænda eða milliliöa.
Tillaga þeirra Pálma og
Eggerts geröi ráö fyrir greiöslu
til bænda eins og ábyrgöar-
tillagan, nema aö þvi leyti sem
fram var tekiö 1 ábyrgöartil-
lögunni ,,að ráðstöfun lánsins
gangi fyrst og fremst til aö
tryggja hag efnaminni bænda og
þeirra sem hafa meöalbú eða
minna.”
Astæðan fyrir þessari
ábyrgöarlausu framkomu Geirs
Hallgrimssonar og flestra þing-
manna Sjálfstæöisflokksins var
eingöngu sú að fella allt fyrir
rikisstjórninni og reyna að æsa
enn meir upp I villtasta liði
Alþýðuflokksins.
Abyrgöarleysiö sem þarna kom
fram var af sama toga og þegar
Geir Hallgrimsson gerist „tals-
maöur láglaunafólks” og ásakar
rikisstjórnina fyrir aö „lækka”
kaupiö meö niöurgreiöslum og
afnámi söluskatts á matvörum.
í sambandi viö afgreiöslu þessa
máls hefur hart veriö deilt á
Steingrim Hermannsson land-
búnaöarráöherra og Fram-
sóknarflokkinn fyrir málatil-
búnaö i landbúnaöarmálum á
Alþingi I vetur. Adeilur þessar
koma frá Sjálfstæöismönnum og
krötum. Um stefnuna i land-
búnaöarmálum nú og um langt
árabil, gæti ég margt sagt og ekki
allt til að hrósa Framsóknar-
flokknum, en varöandi afgreiöslu
þess máls, sem hér hefir verið
rætt, deili ég ekki viö Fram-
sóknamenn. Hitt þykir mér I
meira lagi ómaklegt og litilmann-
legt, þegar einstakir
Framsóknarmenn eru aö láta aö
þvi liggja, aö tveir Alþýöubanda-
lagsmenn hafi meö hjásetu sinni
viö fyrri atkvæðagreiösluna um
tillögu Stefáns Valgeirssonar og
mina o.fl. valdiö þvi, aö máliö
náöi ekki fram aö ganga. Hér er
ranglega skýrt frá og mjög hlut-
drægt.
Þaö er rétt, aö tveir þingmenn
Alþýöubandalagsins i neöri deild,
sátu hjá viö fyrri atkvæöa-
greiösluna, vegna þess, aö þeir
vildu fá þaö skýrt tekiö fram, aö
viöbótarfjármagni yröi ekki
skipti beint eftir framleiöslu-
magni til bænda, heldur yröi tekiö
tillit til þarfa bænda, þannig að
þeirbændur yröu mest aðstoöaöir
sem mesta hafa þörfina.
Þetta sjónarmiö er i fullu sam-
ræmi viö megintillögur þess
frumvarps, sem um var aö ræöa
og flutt var af landbúnaöarráö-
herra.
Viö siöari atkvæöagreiðsluna
greiddu allir þingmenn Alþýöu-
bandalagsins ábyrgðartillögunni
atkvæði.enda var þá skýrt tekið
fram um ráöstöfun fjárins. En þvi
miöur vantaöi þá 2 þingmenn
Framsóknarflokksins viö þá at-
kvæöagreiöslu, þá Pál Péturs-
son, sem fór noröur i land f miöri
afgreiöslu málsins, og Einar
Agústsson, sem mætti ekki.
Ekki dettur mér i hug að dylgja
um afstööu Framsóknarmanna
til málsins af þeim ástæöum.
Hiö rétta er, aö I þessu tilfelli
stóöu þingmenn Alþýöubandalags
og Framsóknar saman, þrátt
fyrir ágreining um mörg önnur
mál og þrátt fyrir, I ýmsum
greinum, ólikar skoöanir um
stefnuna I landbúnaöarmálum.
Það sem hér skipti máli, frá
sjónarmiði okkar Alþýðubanda-
lagsmanna, var að óverjandi var
með öllu, að bændur yrðu látnir
taka á sig 30% tekjutap, vegna
umframbirgðanna og þeirrar
stefnu I landbúnaðarmálum og
efnahagsmálum, sem hér hefir
rikt.
Enn rikir óvissa um hvernig fer
með þessi vandamál bænda.
Vonandi finnast ráö til aö koma
i veg fyrir þaö, aö bændur beri
þennan skell — þrátt fyrir
ábyrgöarlausa framkomu ihalds
og krata.
i