Þjóðviljinn - 02.06.1979, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 02.06.1979, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 2. júní 1979 Formaöur Samstarfsnetndar um iónþroun, er nylega skilaöi frá sér skýrslu um íðnaðarstefnu, er Vilhjálmur Lúövíksson framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs ríkis- ins. Vilhjálmur var einnig formaður Iðnþróunarnefndar sem skiþuð var í tíð Magnúsar Kjartanssonar iðnaðar- ráðherra á vinstri stjórnarárunum 1971-1974. Vilhjálmur var í þessu viðtali fyrst beðinn að greina frá forsendum þessarar nefndarskipunar, störfum nefndarinnar og hvernig starfsemi hennar tengist eldri iðnþróunarnefndinni sem lögð var niður eftir stjórnar- skiptin 1974. Rætt við Vilhjálm Lúðvfksson um störf samstarfsnefndar um iðnþróun . ■"» ■■■■ — 11 ‘"""i i'1 — i .i nn Vilhjálmur Lú&viksson framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs rikis- ins og formaður sam- starfsnefndarinnar um iönþróun. Grunnhugmyndin Vilhjálmur sagði að grunnhug- myndin á bak við stofnun og störf nefndanna væri sú hin sama. — Ég hef haft þá trú aö gera þyrfti samhæft átak stjórnvalda, samtaka iðnaðarins, lánastofn- ana og stofnana iðnaðarins til að skapa iðnaðinum viðunandi vaxt- arskilyrði. tslendingum er margt betur gefið en hæfileikann til aö vinna saman, og magnast vand- inn enn meir þegar komið er að jafn sundurleitri og margbrotinni atvinnugrein sem islenskur iðn- aður er. Málefni annarra höfuðat- vinnuvega eru mun skýrari i hugum flestra, og hinir miklu hagsmunir sem tengjast sjávar- útvegi og landbúnaði hafa gefiö þessum greinum aigeran for- gang. — Magnús Kjartansson vildi fara að ráðum sérfræðinga Iðn- þróunarstofnunar Sameinuðu þjóöanna (UNIDO), en þeir lögðu einmitt til, að við framkvæmd heildaráætlunar um þróun iðnað- arins yrðu gerðar sérstakar ráö- stafanir til að samræma störf hagsmunasamtaka, sjóða, þjón- ustustofnana iðnaðarins og ým- issa stjórnsýslustofnana sem um iðnaðarmál fjalla. Iðnþróunarnefndin var 6 manna nefnd, sem skipuö var einstaklingum með tengsl viö samtök iðnaðarins og opinberar stofnanir, sem um efnahagsmál fjalla. Hlutverk iðnþróunarnefnd- arinnar var ekki aðeins stefnu- mótandi, heldur var henni einnig ætlað að samræma framkvæmd iönþróunaráforma. Nefndin hafði frumkvæði um ýmis verkefni, kom af stað hagræðingarverkefn- um og byrjaði umbætur i þágu „Tókst að samhæfa helstu aðila iðnaðarins ýmissa greina t.d. i ullar- og skinnaiðnaði. Gallinn var hins vegar sá að nefndin fékk ekki nægan starfstima og var lögð niður skömmu eftir að rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar tók við völdum. Það var aldrei tekin af- staða til tillagna nefndarinnar og þeim verkefnum, sem hún hóf var dreift á stofnanir iðnaðarins, eða þau lognuðust út af. Störf nefndarinnar — Ef viö snúum okkur þá aö störfum nýju nefndarinnar. Hvernig var störfum hennar hátt- að i samanburði viö þá gömiu? Nýja nefndin vinnur á sama hugmyndalega grunni og gamla nefndin gerði, þ.e. hún reynir að samhæfa alla helstu hagsmuna- aðila i iðnaði og þá sem um iðnað- armál fjalla. Munurinn er hins vegar sá að nýja nefndin hefur tengsl við mun fleiri aðila en sú eldri. Þar með hefur myndast góður vettvangur til að ræða mál- efni iðnaðarins. I reynd rikir til- tölulega litill skoðanamunur um meginatriði iðnaðarstefnu meðal aðila iðnaðarins. Hins vegar get- ur verið nokkur ágreiningur um áherslur. Reynslan hefur sýnt að slikur áhersluágreiningur nefur hindrað framgang mála iðnaðar- ins fyrst og fremst vegna þess að menn hafa ekki haft neinn vett- vang til að ræða málin. í nefnd sem þessari gefst tækifæri til að jafna ágreininginn. .' Nefndin vann stefnutillögur sinar á þann hátt að verkefnum var skipt milli nefndarmanna og menn komu með þærupplýsingar sem þeir höfðu aðgang að eða voru fyrir hendi hjá þeim stofn- unum og samtökum sem þeir tengjast. T.d. hefur Félag is- lenskra iðnrekenda safnað mikl- um upplýsingum um framleiðni i iðnaði. Einnig hefur félagið ásamt Landssambandi iðnaðar- ins mótað margar tillögur um breytingar á aðstæðum til iðn- rekstrar, þ.e. það sem við nefnum aðbúnað iðnaðarins. Varðar þetta t.d. tollamál, gengismál og verð- lagsmál. Þá ber að geta þess að Byggðadeild Framkvæmdastofn- unar rikisins samdi ýtarlega greinargerð um mannaflaþróun, og ýmsar aðrar stofnanir unnu einstakar tillögur og greinargerð- ir fyrir nefndina, sem siðar voru felldar i eitt sameiginlegt form. Litill ágreiningur — Var eitthvað um ágreining i nefndinni sjálfri? — Það koma eðlilega fram mismunandi viðhorf i stórum hópi. Nefndarmenn hafa ólik stjórnmálaviðhorf, en varðandi málefni iðnaðarins, þá er ágrein- ingurinn, held ég, fyrst og fremst um áherslur og aðferðir. Ég tel að mjög vel hafi tekist að samræma sjónarmiðin, og menn hafa vissu- leg lagt sig fram um að ná sam- stöðu. I skýrslunni má t.d. sjá að lögð er áhersla á að einkarekstur og opinber rekstur fari saman og byggt sé á dreifðu frumkvæði og framtaki. Stefnan er að einka- framtakið takist á viö þau verk- efni sem það hefur bolmagn til, en þegar um er að ræða uppbygg- ingu stærri fyrirtækja þá geti rik- ið komið til skjalanna, ekki sist þegar um áhættu er að ræða. Vandinn hefur aukist Vilhjálmur Lúðviksson var þvi næst inntur eftir þvi hver væri munurinn á tillögum núverandi nefndar og gömlu Iönþróunar- nefndarinnar. Hann svaraði þvi til að þegar gamla nefndin starfaði þá var nokkur munur á þjóöfélagsað- stæöum frá þvi sem nú er. Þá var skemmra liðið á aölögunartima EFTA samningsins frá 1970 og mannaflahorfur voru betri. Nú á dögum er vandinn hinsvegar mun meiri. Þess vegna eru tillögur nú- verandi nefndar mun skarpari en fyrri tillögurnar. Sem dæmi má taka þá er hreinlega lagt til að að- stöðumunur milli sjávarútvegs og iðnaðar verði markvisst afmáð- ur. Núverandi tillögur gera einnig ráð fyrir að fyrri tillögurnar verði komnar til framkvæmda fyrir árslok 1980 þannig að árangur af stefnunni komi sem fyrst I ljós Gengistillagan óraunhœf? Ein allra róttækasta tillagan sem sett er fram i skýrslunni er um gengismál, en i henni segir að gengisskráning veröi miðuö viö samkeppnisstöðu iönaöarins á innlendum og erlendum markaöi. Vilhjálmur var spuröur aö þvi hvort þetta væri ekki óraunhæf tillaga þegar a.m.k. 70% af út- flutningsverðmætum þjóöarinnar væru sjávarafuröir. — Við gerum okkur grein fyrir þvi, að hér er um mikla breytingu að ræða, en lagt er til að samhliða þvi að miða gengið við þarfir iðn- aðarins þá verði að koma til hlið- arráðstafanir varðandi sjávarút- veginn. Við réttlætum þetta hreinlega á þeim forsendum að þetta sé grundvallaratriði fyrir iðnaðinn ef hann á að gera skapað þau atvinnutækifæri sem nauð- synleg verða á næstu árum og engin önnur atvinnugrein getur tekið við nema iðnaðurinn. Verði þessar breytingar gerðar og sam- hliða þvi fái iðnaðurinn greiðari aðgang að fjármagni, þá getur það leitt af sér mikla breytingu i framleiðni og framleiðslu. Fjár- festing hefur verið töluverð í iðn- aði á undanförnum árum en það er eins og hún hafi ekki nýst i að auka framleiðni og framleiðslu. Á árunum 1968-1973 þegar sjávarút- vegurinn var i nokkurri lægö þá var gengið skráð með tilliti til þarfa iðnaðarins. Það hafði þær afleiðingar að magnvisitala iðn- aðarframleiðslu tvöfaldaðist. (Sjá linurit).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.