Þjóðviljinn - 02.06.1979, Síða 12

Þjóðviljinn - 02.06.1979, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 2. júnl 1979 Laugardagur 2. júnl 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 y" ' w 'r.. - ' Samdans stéttanna (Bjarni og Glsli Rúnar). Þórhildur, Ólafur og Hróömar fylgjast meö fyrsta atriöinu. Edda á sviöinu Iönrekandinn striöir Halla hagræöingi. (Gisii Rúnar og Evert). Kjaftaö saman ikaffihléi. (Edda, Helga, Guörún og Sólveig) Starfsfólk Alþýðuleikhússinser íóða önn að leggja síð- ustu hönd á búninga og leikmuni, þegar okkur Leif Ijós- myndara ber að garði. Æfing á „Blómarósum" — nýju íslensku leikriti eftir Ólaf Hauk Símonarson er að hef j- ast. Lokaspretturinn í aðsigL og að sögn leikstjórarns Þórhildar Þórleifsdóttur er frumsýning i „brjálæðislega náinni framtíð". BLÓMARÓSIR Spjallað við höfundinn Ólaf Hauk Símonarson og leikstjórann Þórhildi Þorleifsdóttur Óvæntri töf skýtur upp og notar blaöamaöur tækifæriö til aö króa þau Ólaf og Þórhildi af og spyrja fáeinna spurninga um leikritiö og sviösþróun þess. Launhvetjandi kerfi og karlafar — Leikritiö sýnir myndir úr lifi iönverkakvenna, sem vinna við Umbúöaverksmiöjuna h/f segir Þórhildur og tekur yfir eina helgi — frá föstudagsmorgni til mánu- dagskvölds. Einnig kynnumst viö forstjóra verksmiðjunnar, en helgin er fyrir hann hátiðisdagur þar sem hann hefur veriö kjörinn varaformaður iðnrekendaklúbbs- ins. Þá má geta verkstjórans sem stúlkurnar nefna snata for- stjórans. Við fáum einnig aö vita að fyrirtækið gengur ekki sem best og forstjórinn hyggur á léttar ráðstafanir, launahvetjandi kerfi og aukna hagræöingu. Ólafur, sem hefur bograö yfir lóðbolta og flóknum hljóm- flutningstækjum, litur nú upp og bætir við: — Já, svo vikur sögunni til stelpnanna sem halda parti um helgina og fara siðan á skemmti- stað. — Já, segir Þórhildur, i partiinu gerist það, sem heitir á finu leik- húsmáli hvörf, — eitthvað breyt- ist i innbyrðis sambandi stúlkn- anna. — Þá greinir frá viðskiptum stúlknanna við karlpeninginn á ballinu, segir ólafur og hefur lagt lóðboltann frá sér. Sumar lenda á skemmtilegu karlafari, aörar á ieiðinlegu. Nú, þaö sér- kennilega viö þessa helgi er að flestar stúlkurnar taka afgerandi breytingum og ýmislegt hendir. Það gerast kannski ekki stórviö- buröir; en ný sjónarmiö koma fram. Þetta blandast þvi að þær finna samstöðu i vinnunni. Ein er rekin, önnur lendir i vinnuslysi og svo framvegis. Þær ná saman sem persónur og félagar I verka- lýðsstétt. Raunsæi og leikhús. Nú berst talið aö yrti gerð leiks- ins og þaú skötuhjú spurð, hvort leikritið sé i anda raunsæis. — Leikrit og leikur er auðvitaö alltaf stilfært umhverfi, segir Ólafur. En engu að siöur er mikið sótt i okkar eigið umhverfi og reynt aö stilfæra það. — Þaö má segja að þarna sé blandað stilum, stingur Þórhildur inn i. En það finnst mér allt i lagi þótt margir séu ósammála mer þar. Það er að segja, svo framar- lega sem útkoman verður ein heild. En það er ekkert aðalatriði að allt sé rigbundiö i einhvern fastan stil. — Þaö er ekki til neinn hreinn still, rymur i Ólafi. — Allt tal um raunsæi er hættu- legt, segir Þórhildur. Um leið og búiö er að setja verk upp á svið missir það raunsæið. Fólki mundi eflaust bregða, ef það sæi virki- legt raunsæi á sviði. Sæi fólk sitja þegjandi timunum saman á sama stað eöa tuldra eitthvað sem eng- inn skildi orð af. Það væri náttúrlega hið eina sanna raun- sæi á sviði. — En engu að siður rikir ákveð- iö raunsæi i „Blómarósum”, sagöi ólafur verki sinu til máls- bótar, ákveöiö raunsæi i anda Alþýðuleikhússins. Þórhildur samsinnir þessu: — Efniðhefur beina tilvisun á okkar þjóðfélag án þess að fela i sér neina kategóriu. Stúlkurnar skynja mátt samstööunnar, hvort samstaöan veröur siðan að stéttabaráttu, vitum viö ekki. Samstaðan er persónubundin til- finning. Gleðin, að eiga samstöðu með annarri manneskju. Ein óánægjurödd er nóg Nú er rætt um vinnubrögöin við uppfærslu leikritsins. Þórhildur: — Við byrjuöum aö vinna leikritið um miöjan mars. Þá lá vinnuhandritið fyrir, en siðan hefur orðiö gifurleg breyt- ing á leikritinu i samvinnu höf- undar og leikara. Ólafur samsinnir: — Ýmislegt hefur slipast og þróast og ég hef skrifað inn i jafnframt æfingum. Þórhildur: — Það hafa verið miklar umræður innan hópsins, ekki aðeins um verkið sjálft held- ur einnig um iðnverkafólk yfir- leitt, þessar manneskjur sem fá 170 þúsund á mánuði. Við höfum rætt um kjör þeirra og hlut i þjóö- félaginu, og þá sérstaklega hlut kvenfólksins. Sjálfsviröingu þess, t.d. gagnvart karlmönnum. Ég held að útkoman sé þétt og hlý samstaða með þessum þjóðfé- lagshóp og þeim persónum sem verið er að fjalla um. En það er ekki þar sem sagt að umfjöllun- inni sé lokið. Greiningin (analýs- an) heldur sifellt áfram. Viö að vinna eina senu kastast sifellt upp nýir fletir, sem þarf að ræða og athuga. Ólafur: — Sameiginleg skoðun leiöir til sameiginlegrar niður- stöðu sem aftur leiöir til form- legrar niðurstööu. Þórhildur botnar: — Það er ákaflega nauðsynlegt aö allir taki þátt i sýningunni og samræöunni. Það getur aö sjálfsögðu verið at- riði fyrir leikstjóra eöa höfund aö tala fólk inn á sina skoðun, en leikstjóri sem þvingar sinum skoöunum I gegn, án tillits til vilja eða skoðana leikara og annarra aðstandenda sýningarinnar hlýt- ur alltaf aö sitja uppi meö slæma sýningu. Ein óánægjurödd úr búningsherberginu sýnir sig á sviöinu.' Stéttarleg forusta í molum Ólafur er spurður hvers vegna hann hafi valið sér einmitt þetta yrkisefni. Hann segir eftir smáþögn: — Iönverkafólk, nánara tiltekið iön- verkakonur, er starfshópur sem er gróflega sniðgenginn I þjóö- félaginu. Alltaf eru raddir á lofti um nauðsyn iðnaðarins, en aldrei talað um fólkið sem vinnur I sjálf- um iönaðinum. Þetta fólk á einnig undir högg aö sækja þarsém stéttarleg forusta þess er veik og i molum. Það er auðvitað ekki hægt að skapa iönað án þess að tillit sé tekið til þessa fólks. En það má segja að hvatinn að sjálfu leikritinu hafi fæðst, þegar ég skrifaði ,,Vatn á myllu kölska”. Þar kemur einmitt fyrir iönverkakona, sem sjónvarpiö hyggst gera heimildarmynd um. Glaðlegt leikrit Það er rætt nánar um sjálfa sýninguna. Ólafur: — 1 sýningunni eru einnig 5 — 6 lög sem ég hef samið en Hróömar Sigurðsson átti heiðurinn að útsetningum. Aftur á móti hefur Eggert Þorleifsson séð um áhrifahljóö sem flutt eru af segulbandi. Atriöin eru tengd meö skyggnu- myndum, sem varpað er á tjald, og það gefur sýningunni ákveðin tengsl við veruleikann. Þar hafa þrir myndameistarar komiö viö sögu: Sigfús Már Pétursson, Jón Hólm og Kristján Pétur Guðnason. Svo ég haldi upp- talningunni áfram þá gerði Þor- björg Höskuldsdóttir leiktjöldin, Valgerður Bergsdóttir búninga en Tone Myklebost var aöstoðarleik- stjóri. Leikendur eru alls 12, þar af 3 karlmenn. — Og ég vil taka fram segir Þórhildur, aö þetta er mjög glað- legt leikrit. Ekki vil ég kalla það gamanleik, en mjög glaðlegt. — Já, segir Ólafur og ræskir sig, þaö þýöir nú ekki aö koma með fúl leikrit um stétta- baráttuna... þó svo aö stétta- baráttan sé fúl. En nú komumst við ekki lengra* isamtalinu, þvi allir eru klárir og æfingin getur hafist. — im Alþýöuleikhúsiö frumsýnir nýtt íslenskt leikrit Iöjuhöldurinn Már forstjóri undirbýr ræöu sina I hófi Iönrekendakiúbbsins. (GIsli Rúnar). (Mynd: AI- þýöuleikhúsiö). Már forstjóri Umbúðaverksmiöjunnar h/f á ieiöi vinnuna. En fyrst þarf aðkoma viö I bankanum. (Gisli Rúnar). (Mynd: Alþýöuieikhúsiö). Leifur Iðnverkakonan á Ieiö I vinnuna. En fyrst þarf aö koma barninu á barnaheimiliö og biöin eftir strætó get- ur veriö löng. (Mynd: Alþýöuleikhúsið). I r j

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.